Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1985 21 Fréttamynd ársins 1984 Fréttaljósmyndir IVIyndllst Valtýr Pétursson í Listasafni ASÍ stendur nú yfir sýning á fréttaljósmyndum frá síðasta ári. Hún kemur glóð- volg frá Amsterdam, þar sem samtök fréttaljósmyndara hafa aðsetur sitt, og munu þeir hol- lenzku vera prímus motor í þessu fyrirtæki. En við fengum að sjá hliðstæða sýningu fyrir tveimur árum. Þarna eru myndir hvaðanæva að úr heiminum og hefur íslenzkri deild verið bætt við upprunalegt úrval, sem frá Hollandi kom. Það eru myndraðir sem fengið hafa verðlaun, sem eru uppistað- an í þessari skemmtilegu sýn- ingu. Þarna má sjá fréttamyndir ársins, fólk í fréttum, íþróttir, náttúrumyndir, listir og vísindi, gleðilega atburði, daglegt líf og fréttafrásagnir. Flest er þetta flokkað í myndraðir eins og áður segir, og stundum fannst mér eins og þessar myndraðir væru of þéttar eða réttara sagt of- hlaðnar, en sitt sýnist hverjum áreiðanlega. Sigurjón Jóhanns- son skrifar stuttan formála i sýningarskrá og segir meðal annars: „Allir geta tekið myndir og haft af því ánægju, sumir taka góðar myndir með listræn- um áherzlum og aðrir nota myndavélina til að skrá atburði líðandi stundar af íhygli og raunsæi. Einstaka maður beitir ljósmyndavélinni af snilld." Þarf að segja miklu meira um ljós- myndara og vélina hans? Það er nokkuð ljóst, þegar þessi sýning er skoðuð, að ís- íenzka deildin hefur sérstöðu. Hún er að mínum dómi vel valin og vandaðri, hvað listræn tök varðar. Það eru afar merkilegar myndir í þeirri deild, og okkar þjóð til hins mesta sóma. Mig langar til að segja það þannig, að það er ekki eins mikill hraði í okkar tilveru eins og í myndun- um utan úr hinum stóra heimi. Og nú er ég viss um, að margur missir af því hvað ég er að fara, en látum þessa athugasemd samt flakka. World Press Photo er hér í annað sinn og vonandi verður framhald á þessum sýningum. Þær eru margvíslegar og verða til í dagsins önn, og hvert ár ber í skauti sínu viðburði, sem festir verða á filmu, bæði gleðilega og ægilega. Heimurinn er nú einu sinni eins og hann er, og enginn veit, hver verður uppákoma næsta árs, en eitt má fullyrða: Ljósmyndarar verða viðstaddir og festa atburðina á filmur. Þannig er nú sagan skráð í dag, og þannig geymast atvikin til komandi kynslóða. Það er mikið verk að skoða þessa sýningu fréttaljósmynd- ara í ASÍ, en það borgar sig í meira en einum skilningi. Sumir komast upp með allt Hljómplötur Sigurður Sverrisson Dave Lee Roth Crazy from the heat Warner Brothers/Steinar Sumir komast upp með nánast hvað sem er á meðan aðrir mega sig vart hræra innan um kröfu- harðan almúgann. Dave Lee Roth, söngvari Van Halen-flokksins, virðist tví- mælalaust í fyrrnefnda hópnum. Ofangreind fjögurra laga plata hans hefur heldur betur slegið í gegn, einkum vestanhafs, og lag- ið California Girls, sem þeir kumpánar í Beach Boys gerðu eitt sinn feikivinsælt, fagnar nú velgengni jafnt austanhafs sem vestan. Vafalítið eru þeir margir að- dáendur Van Halen sem eiga erfitt með að kyngja þessu hlið- arspori söngvarans jafn fag- mannlega og það er nú stigið. Eg get hins vegar ekki að því gert, að mér finnst þetta þræl- skemmtilegt uppátæki Roth. Kannski hef ég bara gaman af því af því að það er hann sem stendur á bak við þetta, því tón- listin á plötunni er ekkert annað en slétt og fellt popp. Roth naut dyggilegrar aðstoð- ar Edgars Winter við gerð þess- arar plötu og mér segir svo hug- ur um, að Winter eigi ekki minni þátt í heildarútkomunni en Roth sjálfur. Útsetningarnar eru sumar hverjar mjög í hans stíl, t.d. Easy Street. En enn og aftur: mjög skemmtileg og framandi hlið á Dave Lee Roth. HELEN JAHREN Tónlist Egill Friöleifsson Norræna húsiö 21. aprfl '85. Flytjendur: Helen Jahren, óbó. Lára Rafnsdóttir, píanó. Kfnisskrá: flutt voru verk eftir H. Dutilleux, G.P. Telemann, R. Schum- ann, T. Jennefelt, A. Mellnás, Á. Hermanson og E. Krenek. Sl. sunnudagskvöld efndi sænski óbóleikarinn Helen Jahren til tón- leika í Norræna húsinu ásamt Láru Rafnsdóttur píanóleikara. Þetta var annar konsertinn í tónleikaröðinni „Ungir norrænir einleikarar" sem Norræna húsið á frumkvæði að, og er það vel til fundið á ári æskunnar og evrópsku tónlistarári. Helen Jahren var meðal sigur- vegaranna í tónlistarkeppni ungra tónlistarmanna í Ósló 1984, og eftir að hafa heyrt hana leika í Norræna húsinu undrar mig ekki að hún hafi náð langt í þeirri keppni. Helen Jahren er snjall hljóðfæraleikari. Hún hefur mjög fallegan tón, býr yfir glæsilegri tækni og allur leikur hennar er músíkalskur og sannfær- andi. Efnisskráin spannaði tímabilið frá Telemann til okkar daga, og virtist hún jafnvíg á gömlu meist- arana sem og samtímatónlist. Það er eiginlega sama hvar niður er borið. Hún lék Fantasíu Telemanns mjög vel og rómantik Schumanns átti einnig vel við hana. En e.t.v. var meðferð hennar á samtímatón- listinni áhugaverðust. I „Yellow 2“ fyrir óbó eftir T. Jennefelt sýndi hún okkur margvísleg blæbrigði óbósins, og sveiflaðist tónninn frá því að vera lungamjúkur til þess að vera harður og grófur, og erfið són- ata A. Mellnas var leikin af miklu öryggi. Raunar er litlu við þetta að bæta. Helen Jahren er fyrsta flokks óbóleikari. Meðleikari hennar var Helen Jahren Lára Rafnsdóttir. Og ef haft er í huga hve stuttan undirbúningstíma þær stöllur höfðu verður ekki annað sagt en samvinna þeirra hafi tekist með ágætum, enda Lára vandaður og öruggur listamaður. Bestu þakk- ir fyrir góða skemmtun. með jjölda stórra vinninga Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Hagnaði afhappdrætti DAS er varið til velferð- armála aldraðra um alit iand. Meða! annars stuðnings við byggingar dvaiarheimila aldr- aðra á sem fiestum stöðum vtðsvegar um landið. Hér sést yfir framkvæmdasvæði Sjómanna- dagsráðs og Happdrættis DAS í Hafnarfírði og Garðabæ. Helstu framkvæmdir er nú standa yfír eru að Ijúka að fullu við hjúkrunardeildina, þ.e. endurhæfíngardeiid, meðferðarsundlaug og að laga lóð. Síðar taka svo við framkvæmdir við næsta smáhýsahverfí. ___HAPPDRÆTTI_________ Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.