Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUPAGUR 24. APRÍL 1985 Skipuiag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins: Starfinu verður aldrei miðstýrt eftir Kjartan Gunnarsson Þá 17 mánuöi sem liðnir eru síð- an síðasti landsfundur var hald- inn hefur flokksstarf Sjálfstæðis- flokksins verið með hefðbundnum hætti og að ýmsu leyti mótast af setu flokksins í ríkisstjórn og þeirri staðreynd að síðasti lands- fundur var haldinn í kjölfar tveggja kosninga, 1982 og 1983. En tíminn mitt á milli kosninga er oftast með nokkuð öðru sniði í flokksstarfinu heldur en kosn- ingaárin. 28.000 félagsmenn Félögin sem mynda Sjálfstæðis- flokkinn og landssamtök þeirra hafa að venju verið burðarás í flokksstarfinu. Þau halda fundina, þau efna til ráðstefnanna, þau annast útgáfumálin að miklu leyti, þau safna nýjum félögum, þau kynna flokkinn. Nú eru í Sjálfstæðisflokknum 88 almenn félög sjálfstæðismanna, í þeim eru um 10.000 félagar utan Reykjavík- ur og um 8000 félagar í Reykjavík eða samtals um 18.000 félagsmenn í almennum félögum. Félög ungra sjálfstæðismanna eru 23 að tölu og í þeim eru 5000 félagsmenn sem skiptast nokkuð jafnt á miili Reykjavíkur og annarra staða. Fé- lög sjálfstæðiskvenna eru 17 með um 3000 félagsmenn og félög sjálfstæðis launþega eru 7 með um 1000 félagsmenn. Samtals eru þetta 135 félög með um 27—28 þúsund félagsmenn, þar af um 12 þúsund í Reykjavík. Frá síðasta landsfundi hefur orðið fjölgun á flokksbundnu fólki og stofnuð hafa verið nokkur ný félög. Eins og kunnugt er mynda félögin fulltrúaráð og eru þau nú 38 í landinu öllu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt mikið upp úr sterku skipulagi og virku innra starfi. Með hinum fjölmörgu félögum og tugþúsundum flokksmanna um land allt hefur okkur reynst auð- velt og létt að koma sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og hugsjón- um sjálfstæðisstefnunnar á fram- færi við landsmenn. í sjálfstæðisfélögunum á sér stað endurnýjunin í flokksstarfinu og þaðan koma ótalmargar hug- myndir að breytingum og umbót- um á stefnu flokksins. Þrátt fyrir hina háu tölu flokksmanna er ég nefndi áðan, sem er rúmlega helmingur af fylgi flokksins í síð- ustu alþingiskosningum, þá er enn nauðsynlegt að fjölga flokks- bundnum sjálfstæðismönnum og efla félagsstarfið. Það er nauð- synlegt að þeir sem í félögum flokksins starfa geri sér grein fyrir því að starfið í þeim er á þeirra ábyrgð fyrst og fremst. Starfinu verður aldrei miðstýrt hvorki frá stjórnum kjördæmis- ráða eða frá flokksskrifstofunni í Reykjavík. Neistinn, lífsandinn, verður að koma frá þeim sem eru í forystu fyrir félögin. Auðvitað bera kjörnir trúnaðarmenn flokksins, svo sem fulltrúar hans í sveitarstjórnum og alþingismenn hans, ríkuiega ábyrgð og þungar skyldur í sambandi við flokks- starfið allt. Þeir hljóta eðli máls- ins samkvæmt að vera í nánu sambandi við félögin og félags- starfið hver á sinum stað og hvetja þá til dáða sem þar starfa og takast á við hin daglegu við- fangsefni. Þessir aðilar og flokksskrifstofan í Reykjavík eru oft gagnrýnd fyrir að sinna ekki hinu félagslega starfi í flokknum af nægilegri alúð. Ég treysti mér auðvitað ekki til þess að leggja dóm á þá gagnrýni, en ég er viss um að ef hún á sér einhverja stoð þá er það ekki vegna viljaleysis þeirra sem gagnrýndir eru, heldur miklu fremur vegna þess að það er ekki alltaf auðvelt að gera sér fyllilega grein fyrir því með hvaða hætti best verður stuðlað að öfl- ugu félagsstarfi. Stundum er kvartað undan of miklum afskipt- um og það er ekki gott heldur, og þá kann að vera að menn sýni of mikla hæversku, skipti sér of lítið af og það verður þá fljótt túlkað sem afskipta- og áhugaleysi. Þannig er í þessu eins og öðru vandratað meðalhófið og það sem einum kann að henta og það sem henta kann á einum stað hentar alls ekki öðrum annars staðar. En í anda vígorðs þessa fundar hljót- um við að vinna að því öll sem eitt að efla og bæta hið félagslega starf í flokknum. Miðstjórnarskrifstofan Eins og kunnugt er fer mið- stjórn með framkvæmdastjórn. Miðstjórn kýs sér sérstaka fram- kvæmdastjórn til þess að fara með mál á milli miðstjórnarfunda og hrinda ákvörðunum miðstjórnar í framkvæmd, svo og starfa sér- stakar nefndir, fræðslunefnd og útbreiðslunefnd, sem eins og nöfn- in gefa tilefni til eiga að sinna innri fræðslumáium flokksins og útbreiðslumálum hans. Þessar nefndir gegna mjög mikilvægu hlutverki í flokkskerfinu, þær hittast oft og leggja á ráðin, safna hugmyndum og leiðbeina með ýmsu móti. Auk þessara nefnda starfa 18 málefnanefndir sem vinna að stefnumótun flokksins í öllum málaflokkum og undirbúa stefnu- yfirlýsingar hans og eru þing- mönnum flokksins og öðrum sem taka þátt í stjórnmálastarfinu mikilvægur hugmyndabanki. Starf málefnanefndanna verður seint of metið, en því miður hefur það viljað brenna við að störf þeirra hafi ekki notið þeirrar at- hygli og alúðar sem rétt er að þau njóti. Það er mjög miður vegna þess að í nefndum er samansöfnuð afar mikil þekking og reynsla á öllum sviðum þjóðlífsins. Á vegum miðstjórnar starfar aðalskrifstofa flokksins í Reykja- vík. Auk hennar er nú aðeins starfrækt skrifstofa með föstum starfsmanni á einum öðrum stað á landinu, í Vestmannaeyjum. Það er ekki að ófyrirsynju að í Vest- mannaeyjum sé starfrækt skrif- stofa, en samkvæmt upplýsingum félaganna í Vestmannaeyjum munu um 1400 Vestmanneyingar vera flokksbundnir sjálfstæðis- menn eða um 30% af öllum íbúum Vestmannaeyja. Miklar breytingar hafa orðið á starfsliði Sjálfstæðisflokksins síð- an síðasti landsfundur var hald- inn. Inga Jóna Þórðardóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslumála flokks- ins í ársbyrjun 1984, er hún hóf störf sem aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. Inga Jóna hafði með starfi sínu lagt grundvöll að mörgum athyglisverðum nýjung- um í flokksstarfinu sem nauðsyn- legt er að halda áfram og ég mun víkja að hér síðar. Þá hefur orðið sú breyting að Friðrik Friðriks- son, sem var ráðinn framkvæmda- stjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins snemma árs 1984, lét í haust af því starfi en í stað hans var ráðinn Sigurbjörn Magnússon, sem nú er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þá hafa orðið mannaskipti hjá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en þar létu af störfum Árni Sigfússon framkvæmdastjóri og Hanna Elíasdóttir, sem starfað hefur hjá fulltrúaráðinu og Sjálfstæðisflokknum um 15 ára skeið og skilað frábæru starfi. í stað þeirra komu Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Þórdís Kristín Waage. Þá hefur Þóra Ólafsdóttir, sem einnig hefur um margra ára skeið starfað á skrif- stofu flokksins, nú siðast við happdrætti flokksins, hætt þar störfum. Öllu þessu fólki, sem hætt hefur störfum hjá Sjálfstæð- isflokknum, kann ég bestu þakkir fyrir ánægjulegt og farsælt sam- starf og óska þeim öllum góðs í nýjum störfum og eftirmenn þeirra býð ég velkomna. Skipulagsbreytingar Á síðastliðnu ári var tekinn í notkun margvíslegur tölvubúnað- ur á skrifstofu flokksins. Enn sem komið er er hann fyrst og fremst tengdur félagaskrám og rit- vinnslukerfum, en margvísleg önnur notkun hans í þágu flokksstarfseminnar er fyrirhuguð í framtíðinni. í því efni er nauð- synlegt að mjög gott samstarf geti tekist milli flokksskrifstofunnar og trúnaðarmanna flokksins um land allt. í þessu sambandi vil ég geta þess að með aukinni tækni- væðingu tel ég nauðsynlegt að fram fari ítarleg athugun á því með hvaða hætti heppilegast er að reka aðalskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, m.a. með tilliti til þeirr- ar verkaskiptingar sem þar hefur tíðkast í marga áratugi, að einstök samtök og félög hafi þar sína ákveðnu starfsmenn, sem oft eru í raun að vinna sömu eða fyllilega hliðstæð verkefni við aðra starfsmenn skrifstofunnar. Vel getur komið til greina að gjör- breyta skipulagi á skrifstofuhaldi flokksins, þannig að hin einstöku samtök og félög eigi þar ekki sér- stakt tilkall til sérstakra starfs- manna heldur sé störfum þar fyrst og fremst skipað eftir verk- efnum og að hver starfsmaður hafi þar á sinni könnu sérstaka verkefnaþætti sem hann beri ábyrgð á og þá gagnvart fleiri en einum aðila í flokkskerfinu. Miðstjórn hefur samþykkt að ráða sérstakan starfsmann til að sinna fræðslu- og útbreiðslustörf- um sem myndi starfa með fræðslu- og útbreiðslunefndum flokksins og fylgja eftir því starfi sem grunnur hefur verið lagður að á þessum sviðum. Ég tel heppilegt að endurskoðun af því tagi sem ég nefndi hér áðan færi t.d. fram í tengslum við ráðningu á slikum starfsmanni. Öll þyrfti þessi endurskoðun að sjálfsögðu að fara fram í góðu samkomulagi við alla hlutaðeigendur. Eins og ég hef drepið á í fyrri ræðum mínum á landsfundum flokksins þarfnast Sjálfstæðis- flokkurinn mikils fjár til starf- semi sinnar. Það fé kemur ekki frá öðrum en stuðningsmönnum flokksins og er því nauðsynlegt að þeir sem að fjáröflunarstarfinu vinna geti treyst á stuðning flokksmanna i starfi sínu. Árviss happdrætti flokksins eru drýgsta tekjulind hans en því miður hefur samkeppnin á þvi sviði aukist mjög á undanförnum árum. Æ fleiri samtök fjármagna nú starf- semi sína með happdrættum. Þetta hefur leitt til þess að hlutur Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði hefur rýrnað og þeirri þróun verð- ur að snúa við. Þar verður að heita nú sem fyrr á flokksmenn og Kjartan Gunnarsson „Sjálfstæöisflokkurinn hefur ávallt lagt mikiÖ upp úr sterku skipulagi og virku innra starfi. Meö hinum fjölmörgu félögum og tugþúsund- um flokksmanna um land allt hefur okkur reynst auövelt og létt að koma sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og hugsjónum sjálfstæö- isstefnunnar á framfæri við landsmenn.“ brýna fyrir þeim að fé til starf- semi flokksins kemur ekki af himnum ofan heldur þarf að hafa fyrir hverri krónu sem aflast og tryggja að í notkun margfaldist hún að verðmæti. Landssamtökin Ég gat þess fyrr að meginþungi félagsstarfsins hvíldi á herðum flokksfélaganna. í hverju kjör- dæmi eru það kjördæmisráðin sem bera ábyrgð á þessu starfi. Verkefni formanna kjördæmis- ráðanna og stjórna þeirra er því afar mikilvægt. Þeirra er að sinna eftirlits- og eftirrekstrarhlutverki og bera ábyrgð á því að flokks- kerfið í hverju kjördæmi sé í góðu lagi. Á sama hátt er það verkefni landssamtaka flokksins að fylgja eftir starfinu hvert á sínu sviði, auk þess sem þau annast sjálf- stæða starfsemi á eigin vegum. Starfsemi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, Landssambands sjálfstæðiskvenna og verkalýðs- ráðs flokksins hefur öll verið viða- mikil síðastliðin misseri. Á vegum þessara samtaka hafa verið haldn- ar margar ráðstefnur, þau hafa haldið marga fræðslufundi fyrir félagsmenn sína og Samband ungra sjálfstæðismanna og Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa bæði stundað margvíslega útgáfu og kynningarstarfsemi meðal félagsmanna jafnt sem utan flokksins. Samband ungra sjálfstæðismanna gefur út tíma- ritið Stefni, sem því miður hefur alls ekki nægilega útbreiðslu. Það er t.d. athyglisvert að bera saman annars vegar fulltrúatal lands- fundar og hins vegar áskriftar- lista Stefnis og sjá hversu ótrú- lega margir það eru sem sækja landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ekki eru áskrifendur að Stefni og fara þess vegna á mis við þann mikla fróðleik um Sjálfstæðis- flokkinn og sjálfstæðisstefnuna, sem þar birtist í hverju hefti. Nauðsynlegt er að gera átak til að auka útbreiðslu Stefnis. Á næstunni hlýtur það að verða eitt af meginverkefnum ungra sjálfstæðismanna að auka mjög og efla starf sitt meðal yngstu ald- urshópanna sem aðild geta átt að samtökum ungra sjalfstæð- ismanna, þar sem kosningaaldur hefur nú verið lækkaður niður í 18 ár. Þannig munu í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum 1986 kjósa í fyrsta skipti 6 nýir árgangar. Það er Sjálfstæðisflokknum lífsnauð- synlegt að ná góðu sambandi við þetta unga fólk, þar hljóta ungir sjálfstæðismenn um land allt að vera hvort tveggja brjóstvörnin og grjótpállinn. Eg er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn á mikið fylgi meðal þessara ald- urshópa svo að við verðum öll að leggjast á eitt um það að árangur af starfi þeirra verði sem bestur. Hin sérsamböndin tvö, Lands- samband sjálfstæðiskvenna og verkalýðsráð eiga ekki síður mik- ilvægum hlutverkum að gegna. Þá miklu pólitísku vakningu sem orð- ið hefur meðal kvenna verður auð- vitað að virkja í þágu sjálfstæð- isstefnunnar enda eiga skoðanir þeirra fyrst og fremst samleið með Sjálfstæðisflokknum. Við skulum minnast hins ágæta víg- orðs „Einstaklingsfrelsi er jafn- rétti í reynd“. Undir því merki getur Sjálfstæðisflokkurinn ótrauður höfðað til kvenna jafnt sem karla og á þeim grundvelli getum við barist við hvern sem er um fylgi kvenna. En auðvitað verður Sjálfstæðisflokkurinn að hafa forystu í því að hnekkja því fáránlega óréttlæti sem enn ríkir allt of víða við mismunandi mat á sambærilegum störfum karla og kvenna. Verkalýðsráð flokksins þarf að vera vakandi fyrir breyttum at- vinnuháttum og breyttri samsetn- ingu launþegahópanna í þjóðfélag- inu trútt því gamla kjörorði Sjálfstæðisflokksins að þá er stétt starfi með stétt vegni okkur best. Fræðslustarf I janúar síðastliðnum var efnt til fjölsóttrar ráðstefnu um flokksstarfið. Þar var rætt um margvísleg framtíðarviðfangsefni í starfi Sjálfstæðisflokksins og ætla ég að gera nokkur þeirra verkefna að umtalsefni hér. Á þessum fundi var mikil áhersla lögð á nauðsyn öflugs fræðslustarfs. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haft forystu meðal ís- lenskra stjornmálaflokka um marga þætti í innra fræðslustarfi. Þar ber hæst Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, en Stjórn- málaskólinn var endurvakinn fyrir um 15 árum og hefur starfað einu sinni til tvisvar á ári síðan þá. í Stjórnmálaskóla flokksins gefst hverjum sem er, ekki ein- vörðungu sjálfstæðismönnum, kostur á ítarlegri fræðslu um alla helstu þætti þjóðmála og þar eru leiðbeinendur hinir hæfustu menn hver á sínu sviði. í Stjórnmála- skólanum hljóta menn einnig þjáifun í ræðumennsku og fund- arsköpum. Þessi skóli hefur verið mörgum öðrum hvort tveggja öf- undarefni og fyrirmynd. Arlega sækja milli 30 og 50 nemendur skólann en hann tekur allt að 3 vikur hvert sinn. Úr Stjórnmála- skólanum hefur komið margt fólk, sem hefur getið sér mjög gott orð á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og valist til mikilvægra trúnað- arstarfa fyrir hann. Stjórnmála- skólann þarf að efla. En ég tel einnig nauðsynlegt að efla fræðslustarf flokksins meðal eigin trúnaðarmanna, meðal þess fólks sem þegar er komið í raðir forystumanna bæði kjörinna for- ystumanna og forystumanna i fé- lögum flokksins. Margvíslega þætti í stjórnun og skipulagningu félags- og stjórnmálastarfa er hægt að gefa mikilvægar leiðbein- ingar um. Þannig er þeim sem þegar eru komnir til ábyrgðar- starfa gert auðveldara fyrir að sinna störfum sínum. Þetta er þáttur sem ekki hefur verið sinnt mikið til þessa, en nauðsynlegt er að hyggja að. Nokkur reynsla hefur fengist af starfi af þessu tagi, sérstaklega í tengslum við samstarf frambjóð- enda við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það leiðir raunar hugann að því að Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að efla starf sitt meðal sveitarstjórnarmanna. Sveitarstjórnirnar eru það stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.