Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir IAN MATHER
Eldflaugar af gerðinni SA-1 á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu.
Nýr ágreiningur
Rússa og Rúmena
RÚMENAR, sem fara eigin leiðir í utanríkismálum þótt þeir séu í
Varsjárbandalaginu, eru ósammála Rússum um endurnýjun bandalags-
sáttmálans, sem rennur út í maí.
Ceusescu forseti leggst gegn
tillögu Rússa um tvíþætt hátíð-
arhöld, þ.e. að endurnýjun
sáttmálans verði liður í hátíð-
arhöldum í tilefni af því að liðin
eru 40 ár síðan síðari heims-
styrjöldinni lauk.
Sigurhátíðarhöldin í Austur-
Evrópu fara fram 9. maí — ein-
um degi síðar en á Vesturlönd-
um — og sáttmálinn rennur út
opinberlega sex dögum síðar.
Samkvæmt vestrænum heim-
ildum í Prag hafa Rúmenar tjáð
Rússum að þeir hafi þegar
skipulagt sín eigin hátíðarhöld í
tilefni af afmæli ófriðarlokanna.
Þeir vilja ekki styðja hugmynd-
ina um tvíþætt hátíðarhöld.
Rúmenar fylgja sjálfstæðri
stefnu i varnarmálum og neita
að leyfa Varsjárbandalaginu að
halda heræfingar á rúmensku
yfirráðasvæði, þótt þeir taki þátt
í sameiginlegum flota- og loft-
varnaæfingum.
Þótt Ceusescu forseti sam-
þykkti í grundvallaratriðum
fyrstur manna að varnarsátt-
málinn yrði endurnýjaður létu
Rúmenar uppi að þeir legðust
eindregið gegn því að sáttmálinn
yrði endurnýjaður til aðeins 10
eða jafnvel fimm ára. Afstaða
þeirra virtist fá þegjandi sam-
þykki Ungverja og Austur-
Þjóðverja.
Gorbachev lét það verða eitt
sitt fyrsta verk þegar hann hafði
náð völdunum að krefjast þess
að sáttmálinn yrði endurnýjaður
til 20 ára, en til vara lagði hann
til að sáttmálinn yrði endurnýj-
aður til 10 ára eða lengur. Aðild-
arríki Varsjárbandalagsins eru
Rúmenía, Tékkóslóvakía, Aust-
ur-Þýzkaland, Ungverjaland,
Búlgaría og Pólland auk Sov-
étríkjanna.
„Nokkrir fyrirvarar voru sett-
ir, einkum af hálfu Rúmena,"
sagði Richard Dvorak, háttsett-
ur starfsmaður tékkneska utan-
ríkisráðuneytisins. Þau mál, sem
eftir er að leysa, sagði hann, eru
staður og stund hátíðarhald-
anna.
Varsjárbandalagið var stofnað
1955. I stofnskrá bandalagsins
segir að það verði leyst upp, ef
NATO verði leyst upp.
Sáttmálinn var endurnýjaður
til 10 ára 1975, á árum hinnar
Strougal
svokölluðu slökunar (détente) í
sambúð stórveldanna.
Ástandið í alþjóðamálum er
miklu alvarlegra nú og Rússar
vilja láta mikið bera á nýrri
hollustuyfirlýsingu við málstað
baráttunnar gegn fasisma í sam-
bandi við hátíðarhöldin á afmæli
sigursins gegn Þýzkalandi naz-
ista.
Undirbúningur meiriháttar
sigurhátíðar stendur yfir í Prag
eins og í öðrum höfuðborgum
Evrópu. í gluggum verzlana eru
merki sem sýna rauða stjörnu og
töluna 40 og á Wenceslaus-torgi
hefur verið komið fyrir rauðum
prímúlum sem mynda töluna 40.
Tékkar valda Rússum minnst-
um áhyggjum í þessu máli sem
öðrum. Tékkneska ríkisstjórnin
hefur sent frá sér nokkrar
opinberar yfirlýsingar, þar sem
af trúmennsku er hvatt til
endurnýjunar Varsjársáttmál-
ans.
Hinn 26. marz sagði Lubomir
Strougal forsætisráðherra í
þjóðþinginu að tékkneska
stjórnin hefði á fundi í Moskvu
„lýst sig samþykka tillögunni
um að samningurinn verði
áfram í gildi“ og sagt að „við
teljum hann úrslitaþátt í hern-
aðar- og stjórnmálajafnvæginu".
Dvorak sagði þegar hann út-
skyrði hvers vegna Tékkum væri
ljúft að fara að vilja Rússa: „Við
erum lengst í vestri og okkur
finnst að við séum berskjald-
aðri.. Andstæðingar okkar eru
á landamærum okkar. Skamm-
drægu kjarnorkuvopnin í Vest-
ur-Þýzkalandi, sem eru mörg
þúsund, draga allt að 300 kíló-
metra. Ekkert þeirra dregur til
Sovétríkjanna, en þau geta nær
öll hæft land okkar."
En það orð sem leiðtogi Tékka
hefur fyrir að fylgja rétttrúnað-
arstefnu stafar af því að völd
hans eiga rætur að rekja til inn-
rásarinnar undir forystu Rússa
1968.
Þetta skýrir þá miklu við-
kvæmni fyrir því að minnzt væri
á tékknesk mannréttindasamtök
þegar Sir Geoffrey Howe, utan-
ríkisráðherra Breta, kom í heim-
sókn til Tékkóslóvakíu fyrir
skömmu.
Hins vegar notuðu brezkir
embættismenn tækifærið þegar
Sir Geoffrey fór í rækilega aug-
lýsta heimsókn í krá nokkra til
þess að laumast burtu og ræða
við tvo menn úr samtökunum.
Embættismennirnir töluðu við
andófsmennina snemma morg-
uns meðan þeir röltu um
Karlsbrúna.
Tékkneska stjórnin er tauga-
óstyrk vegna „austurstefnu“
brezku stjórnarinnar af annarri
ástæðu. Hún óttast að Gorbach-
ev muni standa fyrir meirihátt-
ar hreinsunum í Sovétríkjunum
og að áhrifa þeirra kunni að
gæta í Austur-Evrópu.
„Þeir eru allir menn Brezhn-
evs,“ sagði vestrænn stjórnarer-
indreki. „Þeim var ekkert um
Andropov gefið vegna umbóta
hans. En vel fór á með Chern-
enko og Husak (tékkneska aðal-
ritaranum). Þeir sæmdu hvor
annan æðstu heiðursmerkjum.
Nú óttast framkvæmdastjórar
fyrirtækja að umbætur Gorb-
achevs muni ógna stöðum
þeirra.“
í Prag hefur ekkert borið á
gagnrýni á nýju sovézku kjarn-
orkueldflaugunum, sem komið
hefur verið fyrir í Tékkóslóv-
akíu.
„Enginn er hrifinn af nýju
vopnunum," sagði Dvorak. „En
þau eru ill nauðsyn. Þar sem
þúsundir skammdrægra vopna
eru í næsta nágrenni við okkur í
vestri getum við ekki látið við
það eitt sitja að gagnrýna þau í
ræðurn."
Greinarhöfundur er varnarmála-
fréttaritari brezka vikublaðsins
Observer og sendi þennan pistil frí
Prag.
Krabbameinsfélag íslands með fund á Egilsstöðum:
Undirbúningur haf-
inn að skipulegri
krabbameinsleit f
meltingarvegi karla
— Auknir möguleikar hérlendis á grein-
ingu brjóstkrabbameins á frumstigi
Egilsstöðum, 20. aprfl.
ÞAÐ KOM fram á fundi Krabbameinsfélags íslands hér í Egilsstöðum i
dag, þar sem læknarnir dr. Gunnar Snorri Ingimarsson og dr. Gunnlaugur
Snædal héldu erindi, að brátt verður tekið í notkun sérstakt röntgentæki í
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, sem eykur
möguleika á greiningu brjóstkrabbameins á algjöru byrjunarstigi. En talið er
að lækka megi dánartíðni úr brjóstkrabbameini með því að beinta röntgen-
myndum við skipulega krabbameinsleit í brjóstum heilbrigðra kvenna á
aidrinum 40—70 ára. Þá kom ennfremur fram á fundinum að nú er í
undirbúningi skipuleg krabbameinsleit í neðra meltingarvegi karla á aldrin-
um 40—70 ára.
Þeir félagar Snorri og Gunn-
laugur, hafa að undanförnu efnt
til funda víðs vegar um land til að
kynna starfsemi Krabbameinsfé-
lagsins og þá þjónustu sem lands-
mönnum stendur til boða í „Hús-
inu sem þjóðin gaf“ við Skógarhlíð
í Reykjavík.
Dr. Gunnlaugur Snædal rakti í
upphafi máls síns sögu Krabba-
meinsfélags íslands og forsögu
landssöfnunar félagsins árið 1982
undir yfirskriftinni „Þjóðarátak
gegn krabbameini", sem leiddi til
bættrar aðstöðu félagsins í hinu
nýja húsi sem keypt var fyrir
söfnunarféð. Félaginu hafa síðan
borist margar góðar gjafir, m.a.
hið nýja röntgentæki, sem brátt
verður tekið í notkun, en í desem-
ber síðastliðnum gaf Rauði kross
íslands Krabbameinsfélaginu
annað röntgentæki til greiningar
á brjóstkrabbameini, svo að Leit-
arstöðin er nú vel búin tækjum til
brjóstkrabbameinsleitar. Gefandi
hins nýja tækis vill ekki láta
nafns síns getið.
Það kom fram í máli dr. Snorra
að krabbamein í brjósti er lang-
algengasta tegund krabbameins
hjá konum hér á landi. Árlega
finnast um 80—90 ný tilfelli og
20—30 konur deyja árlega af völd-
um þessa sjúkdóms. Mun fleiri
læknast þó nú en fyrir 30 árum, og
telur dr. Snorri einkum tvennt
koma til: framfarir í læknavísind-
Myndlistaþing 1985:
„Listin rís hæst þegar
frelsi, frumkvæði og bar-
áttuvilji einstaklings-
ins fær að njóta sín“
„MYNDLIST sem atvinna" var yfirskrift Myndlistaþings 1985 sem haldið
var á föstudag og laugardag. Er það í annað sinn sem slíkt þing er haldið og
stóðu að því öll stéttarfélög myndlistarmanna, er saman mynda Samband
íslenskra myndlistarmanna. Þessi félög eru Félag íslenskra myndlistar-
manna, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, íslensk grafik, Textílfélagið,
Hagsmunafélag myndlistarmanna og
Atvinnuuppbygging
hefur lítið gildi
ef listin gleymist
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra setti þingið
og sagði m.a. að um þessar mundir
væri mikið rætt og ritað um ný-
sköpun í atvinnulífi. í því sam-
bandi væri ekki hægt að líta fram
hjá listinni, því atvinnuuppbygg-
ing hefði lítið gildi ef listin
gleymdist. „Myndlist þarf frelsi,
skilning og stuðning ef hún á að
þrífast. Frelsið er fyrir hendi,
skilningur er allnokkur, þótt meiri
mætti vera og stuðningur ætti að
vera meiri," sagði ráðherra.
Ragnhildur sagðist binda mikl-
ar vonir við nýtt frumvarp um
Listaháskóla íslands, því slíkur
skóli gæti stuðlað að því að ís-
lenskir listamenn fengju fleiri
tækifæri til að vinna að list sinni
og gæti fært þá jafnfætis
starfsbræðrum sínum í nálægum
löndum. „Ég trúi að nú sé lag á að
tengja útflutning verðmæta enn
frekar Iistum en gert er og að
tengja listina með beinum hætti
við framleiðslu, t.d. með iðnhönn-
un, en í frumvarpinu er einmitt
reiknað með slíku,“ sagði hún. „Þá
er gert ráð fyrir því í nýju toll-
skrárfrumvarpi að fella niður
gjöld af efni til menningar og
lista.“
Listamannalaunin
lögð niður?
Eftir að Ragnhildur hafði lokið
Leirlistarfélagió.
máli sínu tók Halldór Blöndal al-
þingismaður til máls, en hann er
formaður menntamálanefndar
neðri deildar Alþingis. Hann
ræddi m.a. um úthlutun
listamannalauna, sem hann sagði
löngu gengna sér til húðar. Þess-
um launum hafi verið byrjað að
úthluta til fárra manna, en nú
væri hugtakið list orðið breytt og
ekki lengur á neins manns færi að
fylgjast með, hvað þá meta, hver
sé verðugur og hver ekki. Sagði
Halldór að margs bæri að gæta
þegar slíku kerfi væri breytt eða
það lagt niður og yrði að athuga
hvort ekki væri nauðsynlegt að
ýmsir þeir sem listamannalauna
njóta og ekki eiga kost á lífeyri,
haldi þessum launum. Síðan væri
athugandi hvort ekki væri tími til
kominn að gefa listamönnum kost
á að eiga aðild að lífeyrissjóði. Þá
sagði Halldór að líkt og rithöfund-
ar fá greitt fyrir verk sín eftir því
hversu mikið lesin þau eru á söfn-
um, eins ætti myndlistarmaður að
fá greiðslu fyrir ef verk hans er til
sýnis á almannafæri eða í opin-
berum byggingum.
Halldór Blðndal varpaði fram
þeirri hugmynd að rikisvaldið
gæti komið til móts við myndlist-
armenn og almenning með þvi að
ákveða að kaup á myndlist skuli
vera til frádráttar frá skatti. Með
því væri minni þörf en ella á bein-
um framlögum til listamanna úr
ríkissjóði. Loks minntist hann á
að víða um land ætti hið opinbera
húsnæði, sem lítt eða ekki væri