Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 30

Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 DC6 ferst Narbonne, Frakklandi, 22, apríl. AP. FLUGVÉL af geröinnni DC-6, sem var í eigu borgaralegra varnarsveita, fórst í morgun í nágrenni borgarinn- ar Fitou. Fórust a.m.k. 5 menn með flugvélinni sem var í leið frá Mars- eille til Perpignan. Verið var að flytja sérfræðinga í skógareldum til ráðstefnu um skógarelda. Bretland: Drottningin hættir ekki Lundúnura, 23. apríl. AP. TALSMAÐUR bresku krúnunnar greindi frá því í dag að hin 59 ára gamla Elísabet Bretadrottning hefði ekki í hyggju að stíga niður úr hásætinu til þess að Karl prins gæti tekið við konungstigninni. Talsmaðurinn, Michael Shea, sagði það ófrávíkjanlegt, hefðin væri að leiðtogaskipti yrðu við lát kóngs eða drottningar. Sagðist Shea vonast til þess að nú myndi linna vangaveltum um að réttast væri að Elísabet léti af embætti. Shea kvað einnig í kútinn orð- róm þess eðlis að hin 23 ára gamla Díana prinsessa væri hið mesta skass sem hefði Karl prins algerlega í vasanum og stjórnaði honum að vild. Einnig að Karl ætti í vandræðum með sjálfan sig vegna þess að hann teldi sig gagnslausan. „Þetta er firra, hið sanna er, að Diana og Karl eru í farsælu hjónabandi, þau eru ánægð, sjálfstæð og fara eigin leiðir ef þeim býður svo við að horfa. Þeir sem þekkja þau vita manna best að allar getgátur af þessu tagi eru gersamlega út í hött,“ sagði Shea. Iranir hylla her og spámann AP/Símamynd Tugþúsundir íranskir hermenn marséruðu um götur höfuðborgar íran á fyrsta degi viku, sem kennd er við her landsins. Haldin voru hátíðahöld af sama tilefni víðs vegar um land. Er athygli landsmanna beint að hernum og starfi hans á þessum tímamótum. Vika hersins hófst á degi spámannsins Múhameðs. Á þessum degi var Múhameð útnefndur dýrlingur múhameðstrúarmanna. í tilefni dagsins hélt Khomeini erkiklerkur ræðu, og þar ítrekaði hann að þrýstingur innanlands og utan fengi írana ekki til að friðmælast við Iraka. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur í mörg ár. Súdan: Meðstjórnin fullskipuð og stjórnmálasamband við Líbýu Khartoum, 23. apríl. AP. Stjórnmálasambandi verður kom- ið aftur á milli Súdans og Líbýu, eftir því sem talsmaður Súdanstjórn- ar sagði í dag. Ríkisútvarpið í Líbíu staðfesti þetta í fréttatíma. Hvenær skrefið verður formlega stigið er þó ekki Ijóst enn sem komið er. Þá er lokið skipan í sérstaka meðstjórn sem mun aöstoða herstjórnina í Súd- an í að undirbúa almennar kosn- ingar eftir eitt ár. /Eðsti maður með- stjórnarinnar heitir El Gazouly Daf- allah. Hann er læknir og formaður stéttarfélags lækna í Súdan. Sambúð Súdans og Líbýu hefur verið slæm í seinni tíð og fullur fjandskapur milli Gaddafís Líbýu- leiðtoga og Nimeiri fyrrum Súd- anforseta. Swareddahab hers- höfðingi, sem nú er æðsti maður í Súdan, tilkynnti fljótlega eftir valdaránið, að það fyrsta sem yrði að gera væri að bæta sambúðina við Líbýu, Eþíópíu og Sovétríkin. Gaddafí hefur viðurkennt hin nýju stjórnvöld í Súdan, en Sware- ddahab hefur varað Líbýustjórn við því að færa sér stjórnarskiptin í nyt. Meðstjórnin sem á að fara með stjórn landsins ásamt herstjórn- inni næsta árið er nú fullskipuð með fyrrnefndum Dafallah, sem mun vera æðsti maður hennar. Honum er lýst sem „sósíalista en ekki kommúnista". Hann var í haldi siðustu dagana sem Nimeiri réð í Súdan. Val Dafallah kom ekki á óvart, stéttarfélag hans var í fylkingarbrjósti mótmælanna sem settu svip sinn á Súdan síð- ustu dagana fyrir valdaránið. Olympíuleikar í Lundúnum 1992? Bretland: Mótmæla óhróðri um vensla- menn konungsfjölskyldunnar London, 22. apríl. AP. NOKKRIR þingmenn breska íhalds- flokksins kröfðust þess í gær, sunnu- dag, að nokkur dagblaðanna þar í landi hættu „illgjörnum óhróðri" um þýska venslamenn konungsfjölskyld- unnar, sem á sínum tíma hefðu verið í SS-deildum Hitlers. „Óbein sakfelling og aðdróttanir voru háttur nasista. Sérhver drott- inhollur þegn hlýtur að líta á þess- ar árásir á konungsfjölskylduna með viðbjóði,“ sagði Neil Hamilton, einn þingmannanna, um frétta- flutning sumra dagblaðanna í Fleet Street. Þetta mál kom fyrst upp þegar skýrt var frá því í einu dagblaðanna, að eiginkona Michael prins af Kent, frænda drottningar, væri dóttir fyrrum foringja í SS og skeytti blaðið því engu þótt upplýst væri, að hún hefði ekki vitað um hlut föður síns í stríðinu fyrr en hún var komin á fullorðinsár. Sið- an fundu blöðin það einnig út, að mágur Philips, drottningarmanns, Cristoph prins af Hessen, hefði líka verið háttsettur í SS. Systir Philips giftist Cristoph fyrir stríð og einn þingmannanna sagði um helgina, að það væri að sjálfsögðu engin frétt, að sumir venslamanna Philips og drottn- ingar væru Þjóðverjar. Ekki ætti það heldur að koma neinum á óvart, að þessir menn hefðu verið nasistar á stríðsárunum. „Philip prins þjónaði landi sínu og þjóð með miklum sóma á stríðsárunum og hefur gert það alla tíð síðan," sagði þingmaðurinn Anthony Beaumont-Dark. Vensl ensku konungsfjölskyld- unnar og þýska aðalsins hófust snemma á 18. öld þegar enginn enskur ríkisarfi var til að taka við krúnunni af Önnu drottningu en þá var leitað til nánasta ættingja meðal mótmælenda, sem var Georg I, konungur af Hannover. iAindúnum, 23. aprfl. AP. BORGARYFIRVÖLD í Lundúnum hafa lýst áhuga sínum á að halda sumarólympíuleikana árið 1992. Um- sóknin var lögð fram hjá bresku óiympíunefndinni sem mun fjalla um hana og koma henni síðan áleið- is. Sex borgir hafa sótt um sömu leika, en umsóknir eru sagðar vænt- anlegar frá að minnsta kosti tveimur enskum borgum öðrum, Birming- ham og Manchester. Breska ólympíunefndin mun fjalla um umsóknir ensku borg- anna og velja eina úr með hliðsjón af áætlunum og fjármagnsmögu- leikum, en ólympíunefndir og borgarráð borganna þriggja eru með fjárhagsáætlanir í smíðum. Breska nefndin mun velja eina borg úr 12. júlí næstkomandi og viðkomandi borg mun keppa við Barcelona, Brisbane, Belgrað, Nýju Delhí, París og Rotterdam/- Amsterdam, sem hafa sótt um að halda leikana í sameiningu. Alþjóðlega ólympíunefndin mun velja borg í október á næsta ári og mun áður taka marga þætti til at- hugunar. Þess má geta, að ólympíuleikarnir hafa tvívegis farið fram í Lundúnum, árin 1908 og 1948. Kosið í Grikk- landi 2. júní Aþeou, 22. aprfl. AP. CHRISTOS Sartzetakis, forseti Grikklands, hefur ákveðið að kosið verði til þings í landinu 2. júní nk. Ríkisstjórnin hafði farið fram á þennan kjördag og féllst forsetinn á það í dag. ERLENT Saka sænsku kirkjuna um að vera verkfæri Rússa SÆNSKA kirkjan verður fyrir stöðugt meiri áhrifum Sovétmanna. Æ fleiri sænskir kirkjuleiðtogar þiggja heimboð Sovétmanna undir yfírskini friðarins og láta síðan nota sig í pólitískum tilgangi. Kemur þetta fram í bók, sem sænsku rithöfundarnir og blaöamennirnir Gösta Hulte og Jan Samuelsson hafa samið og nú er verið að gefa út. Skýrði sænska blaöið Tempus frá þessu í vikunni. Höfundarnir saka Alkirkju- ráðið og Lúterska heimssam- bandið um að vera verkfæri ein- ræðisaflanna og segja, að Olof Sundby, fyrrum erkibiskup, og margir aðrir biskupar sænsku ríkiskirkjunnar hafi látið Sov- étmenn nota sig í valdatafli sínu. „í samræmi við það að biskup- arnir fara æ oftar á friðar- ráðstefnur í Moskvu, þá mót- mæla þeir æ sjaldnar ofsóknum Sovétstjórnarinnar á hendur kristnum mönnum,“ segir í bók- mni. Þá halda höfundarnir því enn fram, að verulegur hluti af áróðri Sovétmanna nái til kirkn- anna fyrir tilstilli kristilegra al- þjóðastofnanna, sem Sovét- mönnum hafi ýmist tekizt að hafa áhrif á eða láta stjórnast af sovézkum hagsmunum. „Þar eru markmið Sovétmanna hvítþveg- in og klædd í heppilegan búning. Valdapólitík er gerð að hugsjón- astefnu, kalt stálið er fært i mjúkt silki og Karl Marx er gerður að góða hirðinum." Höfundarnir tveir segjast álíta það mikilvægt, að kirkjan standi utan við stjórnmál og að sjálfstæði hennar sé vörn gegn þeim „sovézku einræðisöflum, sem ógni mannkyninu." Þá segja höfundarnir ennfremur: „Þess vegna sitjum við ekki með hend- ur í skauti, þegar Alkirkjuráðið og Lúterska heimssambandið kjósa að loka augunum gagnvart þessum einræðisöflum eða tengj- ast þeim.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.