Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
31
Alfonsin Argentmuforseti við upphaf réttarhalda yílr herforingjum:
Reynt að kaupa foringja
í hernum til byltingar
Buenos Aires, 19. aprfl. AP.
RAUL Alfonsin Argentínuforseti
sagdi í sjónvarpsræðu í gærkvöldi aö
andstæóingar stjórnar sinnar hefðu
reynt að kaupa háttsetta foringja í
her landsins til að fremja byltingu.
Alfonsin nafngreindi menn þessa
ekki en kallaði þá landráðamenn.
Hermennirnir, sem leitað var til,
skýrðu forsetanum frá ráðabrugg-
inu. Alfonsin sagðist vantrúaður á að
skynsamir menn myndu grípa til
byltingar í Argentínu en hvatti hins
vegar til meiriháttar stuðningsfund-
ar lýðræðissinna í höfuðborginni á
föstudag.
Alfonsin skýrir frá þessu í þann
Moskvu, 23. aprfl. AP.
SOVÉSKA flokksmálgagnið Pravda
neitaði í dag harðlega ásökunum
Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta
um að sovéskir hernaðarsérfræö-
ingar væru í norðurhluta Nkaragua,
hermönnum sandinista til halds og
trausts. Sagði í Prövdu, að ásökun
Reagans væri ekkert annað en
„ómerkilegt áróðursbragð til þess að
greiða fyrir ferð fjárveitingartillögu í
gegnum bandaríska þingið," eins og
þar er komist að orði.
Reagan sagði að bandaríska
mund sem réttarhöld hófust yfir
níu fyrrverandi herstjórnendum í
Argentínu, þ. á m. þremur fyrr-
verandi forsetum landsins. Þar
verður rakin saga ofbeldisaðgerða
herstjórnanna á áttunda áratugn-
um. Herstjórnirnar, júnturnar,
sem stjórnuðu landinu á áttunda
áratugnum, er sakaðar um stór-
felld mannréttindabrot. Sakborn-
ingarnir eru taldir bera ábyrgð á
hvarfi níu þúsunda manna.
Á þriðja þúsund manns, sem
lifðu af ofsóknir og pyntingar her-
stjórnanna, munu bera vitni við
réttarhöldin. Dómarar spá að
leyniþjónustan hefði fyrir því
vissu, að sovéskir ráðgjafar og
tæknimenn væru að koma á fót
fullkomnu fjarskiptakerfi sem
gerði sandinistum kleift að bregð-
ast við aðgerðum contraskæruliða
með meiri samhæfingu og krafti
en nokkru sinni fyrr. Hann sagði
einnig að Sovétmenn notuðu átök-
in á þessum slóðum til að reyna
tvær nýjar þyrlutegundir, MI-24
og HIND-D. Haft var eftir
réttarhöldin standi í a.m.k. þrjá
mánuði.
Fyrstur til að bera vitni var It-
alo Luder, sem gegndi starfi for-
seta í veikindum Isabellu Peron
1975. Hann var frambjóðandi Per-
onista við forsetakosningarnar
1983. Gaf hann 1975 út tilskipun
þar sem herinn var beðinn um að
uppræta undirróður vinstri
manna. Neitaði hann því að þar
hafi verið átt við útrýmingu
vinstri manna. Ráðherrar, sem
sátu í sömu stjórn og Luder, báru
vitni í dag og var málflutningur
þeirra á sömu lund.
ónafngreindum embættis-
mönnum, að ekkert benti til þess
að Sovétmennirnir blönduðu sér
beint í átökin, hins vegar veittu
þeir sandinistunum gífurlegan
stuðning.
Við þessu komu einnig viðbrögð
frá sovéska utanríkisráðuneytinu,
„hvort það væri meginstefnan í
utanríkispólitík Bandaríkjanna,
að sjóða saman sem hrikalegastar
lygasögurnar" eins og sagt var.
Sakborningarnir voru ekki við-
staddir réttarhöldin og þurfa þess
ekki fyrr en dómur verður kveðinn
upp. Talið er að nærvera þeirra
hefði aukið á spennu í kringum
réttarhöldin.
Jafnframt verður ekki um bein-
ar útvarps- eða sjónvarpssend-
ingar. Aðeins verður einni opin-
berri sjónvarpsstöð leyft að kvik-
mynda við réttarhöldin til sýninga
í fréttatímum. Aðeins þrír ljós-
myndarar fá að taka myndir við
réttarhöldin, en á annað hundrað
blaðamenn eiga þar frátekin sæti.
Sakborningarnir eru herforingj-
ar, sem sátu í þremur júntum, sem
sátu við völd í kjölfar byltingar
hersins 1976. Þeir eru Jorge Vi-
dela, Roberto Viola og Leopoldo
Galtieri, fyrrum forsetar, Emilio
Massera, Ármando Lambruschini
og Jorge Anaya, foringjar sjóhers
Argentínu, hver á sínum tíma, og
fyrrum yfirmenn flughersins,
Orlando Agosti, Omar Graffigna
og Basilio Lami Dozo. Raul Al-
fonsin forseti krafðizt réttar-
rannsóknar yfir herforingjunum
þegar hann tók við völdum af
hernum í desember 1983. Frá því
1930 hefur herinn sex sinnum
steypt lýðræðislega kjömum yfir-
völdum.
Svíþjóð:
Sérstök stofnun
til að leysa
nágrannaerjur
Stokkbólmi, 22. aprfl. Frá frétU-
riUra Morgunbladsins.
NÚ ER unnið að því að koma á fót
sérstöku embætti í Stokkhólmi, sem
á að hafa það aðalverkefni að stilla
til friðar, ef fólk gerist of hávaða-
samt heima hjá sér og truflar húsfrið
annarra.
Mats Hulth, einn af borgar-
ráðsfulltrúum jafnaðarmanna í
Stokkhólmi, hefur um langt skeið
lagt sig fram um að tryggja hús-
friðinn í leiguíbúðum í eigu borg-
arinnar, en þetta vandamál hefur
aukist jafnt og þétt, eftir því sem
réttarvernd leigutakanna hefur
aukist. Hulth hefur nú lagt til, að
sérstökum „umboðsmönnum"
verði falið að safna saman skýrsl-
um um öll kvörtunarmál þeirra,
sem ekki hafa svefnfrið fyrir
hljómtækjum nágrannanna eða
verða fyrir öðru áþekku ónæði á
heimilum sínum. Eiga þeir að geta
hringt jafnt að nóttu sem degi í
„umboðsmennina“, sem fari þá á
vettvang til aðstoðar.
Þá eiga „umboðsmennirnir"
einnig að koma fram sem vitni í
hugsanlegum málaferlum, sem
brot á heimilisfriðnum af þessu
tagi kunna að leiða til. „Umboðs-
mennirnir" eiga þó ekki að fá neitt
lögregluvald.
Samhliða þessu er nú unnið að
því að semja greinargerð um þær
lagabreytingar, sem þörf er á til
þess að auðveldara verði en áður
að losna við þá leigutaka, sem
valda truflunum. í greinargerð
þessari er einnig fjallað um það
með hvaða hætti aðstoða skuli
þessa friðarspilla og koma þeim
fyrir, verði þeir bornir út.
Pravda segir Reagan
fara með ósannindi
Hvers vegna ekki að kaupa
IBM Svstem 36
Dæmi: Einn af þOsund möguleikum * /
hjá okkur
Gefftu boitaxui tu okkar hér erum við á heimavelli
Okkar lausn er hagkvæm lausn.
Viö leitumst við að leiðbeina og
finna fyrir fyrirtæki hagkvæmustu lausn-
ina við val á réttum tölvubúnaði strax í
upphafi.
Sérfræðingar okkar hafa
margra ára reynslu að baki í undirbún-
ingi og framkvæmd tölvuvæðingar hjá
fjölda fyrirtækja af öllum stærðum á ís-
landi.
Að sjálfsögðu bjóðum við
einnig hina einstöku IBM PC tölvu til
tengingar við IBM System 34/36/38.
Munið afmælistilboðið GÍSLI J. JOHNSEN
n í
TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
SMIÐJUVEGI 8 - P.O BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SÍMI 73111
SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004
Við bjóðum þig ávallt velkom-
inn til að kynnast IBM System/36 aö
eigin raun í fyrirtæki okkar.