Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 43

Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 43
Helga, sem reyndar grynntist á í upphafi stríðsins, en samt var svo háttað, að þegar hann andaðist voru áttatíu prósent af sameigin- legum húsakaupum þeirra Krist- ínar á Seljaveginum ógreidd, sem Kristín greiddi síðar af launum sínum. Stjúpbornum sínum reyndist Kristín mjög vel og á sama við um börn þeirra og barnabörn. öll reyndust þau Kristínu líka vel. Þegar Seljavegshúsið var keypt 1938 átti sú gata að vera strand- gata með mjög fögru útsýni til Snæfellsness, Akraness, yfir sund- in og allar siglingar til og frá Reykjavík. Fátt var það, sem var valdandi skapbrigðum hjá Krist- ínu, en ekki var laust við, að hún yrði mjög ergileg, þegar því skipu- lagi var breytt og Vitamálahúsið tók frá henni kært útsýni til Snæfellsjökuls og dró úr fegurð Vesturbæjarins og hinna fögru vorkvelda þar, sem Tómas borg- arskáld hefir gert ódauðleg með snilidarljóði. Kristín var hófsemdakona og dugnaðarforkur hinn mesti. Trú- kona var hún mikil og hjá henni fór saman kenning og breytni. Hafi einhver sannað og sýnt, að kærleikurinn sé takmarkalaus og umburðarlyndið dyggð, þá var það Kristín. Höfðingi var hún og hjálpsöm úr hófi fram, jafnan miskunnsami samverjinn, sann- kölluð „Móðir Teresa" norðursins. í framkomu látlaus og lítillát og gerði allt, til að leyna góðverkum sínum. Rósemi, blíða og mil" hennar var einstök á hverju se gekk. Það mun hún hafa sótt i föður síns og föðurafa. Rósem gekk þó ekki svo úr hófi fram, se hjá föður hennar, þegar hann ei sinn um jól sat að spilum með vii um sínum og á meðan kviknaði jólatrénu. Spilafélagarnir ruk upp til slökkvistarfa, en Þorvaldi; faðir hennar snupraði þá me þeim orðum; „að þeir skyldu ekl Ijúka spilinu fyrst.“ Svo fór Kristín eftir þein gullvægu kenningu Bibliunnar, a hóflega drukkið vín gleddi manns ins hjarta, því að í blaðaviðtal níutíu og sex ára, komst hún sv að orði: „Ég er búin að reykja yfir sextíu ár og fæ mér í staup inu, ef svo ber undir og verð ekk vör við að það sé óhollt.“ Eldri systur sinni, Önnu Rósu sem látin er fyrir nokkrum árun reyndist hún einstök. Anna, sen var mun meira menntuð en Krist ín og með stærri prófgráður, bæð frá Danmörku og Þýskalandi vai skólastýra Kvennaskólans i Blönduósi 1911—23. Anna mui tvímælalaust vera jafnmerl skólastýra og þær Elín Briem o( Þóra Melsted. Hún mat nemendui skólans eingöngu eftir ástundur og námshæfileikum, en hvorki eft- ir ættum né auði og völdum for- feðra þeirra. Hún lagði fyrst of fremst áherslu á bókleg fræði fyrir nemendur sína og vandaðri og æðri hannyrðir, en lítið sem börn eru Sólveig, Gústaf Þór og Ólafur Egill. Steinunn og Ólafur slitu sam- vistum 1952, þá flutti Steinunn til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dauðadags. Ég undirritaður kynntist Stein- unni skömmu eftir að hún fluttist hingað í bæinn, þar sem ég giftist frænku hennar önnu Björgúlfs- dóttur dóttur ólafar Guðmunds- dóttur. Steinunn kom mér fyrir sjónir sem fremur hæglát kona en undir niðri glaðvær og hafði skemmtilega kímnigáfu. Hún hafði ánægju af músík og samdi sjálf lög, eins átti hún auðvelt með að koma saman vísu. Hægt er að segja að Steinunn heitin hafi verið listfeng kona á margan hátt. Anna konan mín og Steinunn voru góðar vinkonur alla tíð, eða frá því að Anna var barn að aldri. Steinunn var okkur önnu sér- lega velviljuð og góð. Við söknum hennar og þökkum henni allt gott. Dóttur hennar, fjölskyldu og vin- um vottum við innilega samúð og hluttekningu og biðjum Guð að blessa þau öll. JÁG M()RGUNB1,AÐIÐ, MlDVfKUÐAOUR 24. APRÍt 1985 DÍI' 43 ekkert upp úr eldun hafragrauts og sokkaþvotti. Taldi nemendur sína ekki veita af þessum tveggja ára skólatíma, þar sem þeir myndu ekki hljóta frekari mennt- un síðar, til að nema það, sem kennslu þyrfti við, en eyða ekki kennslutímanum í hluti, sem myndu lærast af sjálfu sér. Þetta féll ekki í góðan jarðveg foreldra lélegra nemenda og skólanefndar, svo að hún var látin hætta skóla- stjórn. Það tók hún sér allt of nærri, því að ýmiss störf við henn- ar hæfi buðust. Eftir það fékkst hún aldrei við kennslu og var aldr- ei söm síðan. Eftir fjögurra ára aðgerðarleysi, gerðist hún spjaldskrárritari, sem var staða ósamboðin menntun hennar og hæfileikum. Kristín var henni í þessum raunum og jafnan síðar huggari og í öllu stoð og stytta. föllum ættum er fólk sem ekki er vammlaust, því að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Við óskilgetna ættingja Kristínar gerði hún eng- an mun og á skyldmennum sínum. Reyndist hún mæðrum þeirra barna og börnum þeirra sem móð- ir, svo og barnabörnum þeirra og var jafnvel betri við þá ættingja sína en aðra, enda hiaut hún fyrir það bæði ást þeirra, svo og þakk- læti og virðingu. Kristín hefir reynst mér sem móðir, sér í lagi eftir að móðir mín andaðist á bezta aldri. Hjá Krist- ínu bjó ég árin 1946—53. Kynntist ég henni náið og mannkostum hennar mjög vel. Fyrsta þjóðskáld tslendinga, séra Hallgrímur Pétursson, segir í Passíusálmum sínum „Oft má á máli þekkja manninn, hver helzt hann er ... Góður af geði hreinu góðorður reynist víst . .. o.s.frv." Sama þjóðskáld yrkir um dóttur sína og eiga þau orð vel um hina látnu: „Tign, æru, sæmd og sóma sálir guðs barna fá, sem ljósar stjörnur ljóma lambsins stóli hjá, ávallt guðs auglit sjá, með hvitum skrúða skrýddar, skarti réttlætis prýddar, sorg allri sviftar frá.“ Líkur sækir líkan heim. Vinir og gestir Kristínar voru einstakt úr- valsfólk, göfugt, gáfað, trygglynt, mannlegt, sögufrótt og einstak- lega skemmtilegt. Átti það jafnt við karla sem konur, er reyndar voru í meirihluta. Allir þessir vin- ir munu nú látnir. Kristín, sem var glöð með glöðum og hrygg með döprum, tók nærri sér andlát vina sinna, sætti sig samt við það og rifjaði upp minningar um góð kynni og ógleymanlegar gleði- stundir með þeim. Meðal helztu gesta hennar, sem ég nú man eftir, rifja ég nokkra upp. Byrja ég á Elísabetu Foss, sem mun hafa verið bezta vinkona hennar og það allt frá 18%, Theó- dóru Thoroddsen og dætur henn- ar, Katrínu, Kristínu, Ragnhildi og Maríu, dætur séra Jóns Árna- sonar ■ frá Otradal, Sigríði og Ragnheiði, systurnar Láru og Maren LárUsdætur, Margréti Hróðmarsdóttur, Þórunni Páls- dóttur, Sigríði Grímsdóttur, systr- anna Rögnu og Helgu Sigurðar- dætra, Ólöfu Jónsdóttur frá Segl- búðum og mörgum fleiri slíkum konum. Af mönnum eru mér minnisstæðir Magnús Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, Sig- urður Einarsson, Tómas Guð- mundsson, Sigurður Grímsson, Torfi Jóhannsson og margir fleiri. Þetta eru nú þeir, sem ég man eft- ir í augnablikinu. Þá voru mjög tíðir gestir hjá Kristínu ættingjar hennar og stjúpbörn, ásamt niðj- um þeirra allra. Eftir að Kristín fór að finna fyrir elli og eiga erfitt með að fara sjálf ferða sinna reyndust mjög margir henni góðir og hjálplegir, t.d. bræðradætur hennar þrjár, svo og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Nautabúi. Sannaðist þar ræki- lega orðtakið: „Svo uppsker hver sem hann sáir.“ Af öllum kostum Kristínar tel ég mildina hennar höfuðkost. Því á vel við lokavers forföður hennar, Þorvalds Böðvarssonar í áramóta- sálmi hans: „Alvöld mildin, öllu þú sem ræður, 4 enn góðvildar séð oss þinnar gæðum, auðga dyggðum, hamla hryggðum, hrind burt styggðum, bú oss byggð í hæðum.“ Persónulega vona ég, að við missi þessarar velgjörðarkonu minnar, sem á vissan hátt var mér sem móðir, muni hluti mildi henn- ar fylgja mér alla ævi. Minningarorðum þessum lýk ég með lokaerindi séra Tryggva H. - Kvaran í eftirmælum um föður hinnar látnu: „Góði vinur, Guð þig leiði. Greiði för um ókunn höf. Brosið þitt, sem brast á vðrum. Byrgja nú hin hvítu tröf. Ótal vina ást og virðing. Yfir skyggir þína gröf.“ Þorv. Ari Arason LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN #'Við opnum í dag! Undanfarin 8 ár höfum viö selt glæsileg matar- og kaffistell og vandaðar gjafavörur úr postulíni og kristal frá ROSENTHAL í verslun okkar viö Laugaveg. Viö höfum einnig haft á boðstólum hnífapör og kristalsvörur frá öðru þekktu v-þýsku fyrirtæki, WMF. Vegna þess hve verslun okkar viö Laugaveg er þröngur stakkur skorinn höfum við ekki getað gert vörum WMF nægilega góð skil. En nú bætum við um betur, stóraukum vöruúrvalið, og opnum nýja verslun í AUSTURVERI með vandaðan borðbúnað, búsáhöld og gjafavörur frá WMF. Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna til að skoða vöruúrvalið í nýju versluninni og vonum að þeir finni þar margt við hæfi - til gjafa jafnt sem til eigin nota - á matborðið og í eldhúsið. í tilefni opnunarinnar hefur WMF boðið okkur að selja marga fallega muni á sérstöku kynningarverði, t.d. kristalskaröflur, pottasett, hitakönnur o.fl., sem við seljum meðan birgðir endast. Verið velkomin. & studiohúsið Til samræmis ætlum við framvegis S aö kalla verslunina við s Laugaveg AUSTURVERI •SÍMI 31555 --------------------^ studiohúsið A EINARSSON & FUNK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.