Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 59

Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 59
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVHOJDÁGUR 24. APRÍL1985 59 t > ~ jj AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI T1L FÖSTUDAGS Bjór: ógæfa þjóðarinnar Magnús Guðmundsson, Strand- götu 3, Patreksfirði, skrifar: Kæri Velvakandi. Nokkur orð vegna skrifa Guð- mundar Guðmundsonar, Húsavík, í Velvakanda 14. apríl sl., þar sem hann er furðu sleginn út af því, að ég fullorðinn maður, skuli vera á móti bruggun á sterkum bjór til sölu hér á landi, og vitnar til orða minna í Velvakanda þann 30. marz sl. Ég get nú ekkert séð furðulegt við það að fullorðinn maður sé á móti þessum ófögnuði, sem veldur ógæfu. Menn gætu frekar furðað sig á því að ég er ekki bindindis- maður og hef aldrei verið, en samt er ég á móti bjórnum. Hann upp- hefur ekki þjéiðina. Hann fremur niðurlægir hana, og það ættu full- orðnir menn að átta sig á eins og ég þegar ég er orðinn fullorðinn. Ef bjórfrumvarpið verður sam- þykkt er það ógæfa þjóðarinnar að hafa kosið yfir sig óábyrga stjórn- málamenn þvi verði það gert er það gert í skjóli ábyrgðarleysis. Það er nefnilega sorgleg staðreynd að ráðherrar og þingmenn þessa lands virðast vera algjörlega ábyrgðarlausir vegna sinna at- hafna, eins og sannaðist fyrir stuttu þegar sjálfur forsætisráð- herra lýsti því yfir, að það hefðu verið pólitísk mistök að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sam- bandi, en slík mistök hafa orsakað að búið er nú þegar að ræna lands- menn um milljarða króna. Ég er ekki frá því, að ef ein- hverjir aðrir hefðu gert svona al- Ef bjórfrumvarpið verður samþykkt, er þaö ógæfa þjóð- arinnar, segir bréfritari. varleg mistök, væru þeir undir lás og slá. Ríkisstjórn sem svona er komið fyrir á þegar í stað að segja af sér. Henni er trúandi til þess að gera enn alvarlegri mistök. Guðmundur upplýsir í skrifum sínum að þúsundir íslendinga stundi þá iðju að brugga sterkan bjór, 6—8%. Sé svo, er ég viss um að þeirri iðju verður haldið áfram þótt bjórinn verði leyfður. En ég spyr: Hverjir bera ábyrgð á því að hér á landi er svona mikil bruggun í gangi eins og Guðmundur upp- lýsir? Eru það ekki „ráðamennirn- ir“ — ábyrgðarleysingjarnir, sem stjórna innflutningnum og eiga að gæta laga og réttar? Guðmundur segist hafa orðrétt eftir mér: „Númer eitt ölvun um allt land“. Þetta er ekki rétt, en orðrétt sagði ég: „Númer eitt ölv- un við akstur um allt land“ ef bjórfrumvarpið verður samþykkt. Guðmundur telur að nær öll þjóð- in þrái að fá bjór inn í kæliskáp- ana á heimilunum, en það er auð- vitað hans eigin óskhyggja og vegna þess að ýmsar sálir ímynda sér að þjóðin óski eftir bjórnum er þess krafist að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um málið. Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að vaidi ríkisstjórnar- innar. Fólkið á að skapa réttinn sjálft, annaðhvort til góðs eða ills. Með þessum orðum lýk ég þessu og greiði atkvæði mitt gegn sterkum bjór og bjórlíki á íslandi. Fatlað fólk er hluti af íslenska lýðveldinu Bréfrítari vill *ð gert sé ráð fyrir fötluðu fólki í gegnum aðaidyr Steinunn Ásmundsdóttir skrifar: Velvakandi góður. Nú þegar nýlokið er hjálpar- tækjasýningu fyrir fatlaða, get ég ekki stillt mig um að drepa niður penna og skrifa fáeinar línur. Sýn- ingin fannst mér mjög gott fram- tak. Þar sem tækniþróun er ör á okkar dögum, efast ég um að fatl- aðir geri sér fulla grein fyrir öll- um þeim nýjungum sem geta orðið þeim til hjálpar i sínu daglega lífi. Auðvitað kosta þessi hjálpartæki sitt og ég held að enginn geti sagt með góðri samvisku að örorkubæt- ur séu mannsæmandi hér á landi. Ég freistast til þess að hugsa að forráða- og framkvæmdamenn þessarar þjóðar liti ekki á fatlað fólk sem hluta af islenska lýðveld- inu. Það er einungis gert ráð fyrir fullfrísku fólki á tveimur jafn- fljótum, sem geta þrammað um alla stiga og ójöfnur yfirleitt. Sjáið bara Þjóðleikhúsið okkar. Ég sá loksins fram á að góðri að- stöðu yrði komið upp fyrir hjóla- stóla við aðaldyr hússins og járn- grindafeluleiknum hætt i bakdyr- unum. Ekki var það nú aldeilis. Tröppumar voru steyptar i sama mót á ný. Eru fatlaðir ekki jafn réttháir og við hin? Af hverju fá þeir ekki að koma inn um aðaldyr Þjóðleik- hússins með reisn eins og aðrir? Mér finnst þetta til háborinnar skammar. Og byggingarlöggjöfin gerir ráð fyrir lyftu i hverju húsi, sem er hærra en þrjár hæðir, en auðvitað byggja menn þá bara út á við í stað upp á við til að losna við lyfturnar. Állt er gert til að sleppa við eina lyftu, sem er ekki nema brotabrot af byggingarkostnaði eins húss. Það besta við þetta mál er svo að skrifstofa þeirra, sem sjá Þjóðleikhússins en ekki inn um bakdyr. um málefni fatlaðra, er á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Kæru arkitektar og byggjendur. Reynið að setja ykkur í spor þeirra sem þurfa að dúsa i sinu horni vegna íslensks skipulags. Einn góðan veðurdag gæti slys hent þig eða mig sem myndi e.t.v. leiða til lífs í hjólastól. Fyndist ykkur þá ekki skemmtilegra að gert væri ráð fyrir ykkur í þjóðfé- laginu, en ekki sem frelsissviptu fólki á einhverri stofnun? Umræða varðandi þetta þjóð- þrifamál er örlítið að vakna en betur má ef duga skal. Hugsum og framkvæmum núna en ekki eftir þrjátíu ár. Þetta þolir ekki bið. Að lokum langar mig að þakka Sigþrúði Pálsdóttur fyrir vasklega framgöngu í Kastljósi á dögunum. Mér fannst hún sýna mikið hug- rekki og styrk sem ég vona af öll- um hug að megi hjálpa fötluðu fólki og einnig þeim heilbrigðu til að reyna að skilja. Söluturn til sölu Til sölu nú þegar söluturn á mjög góöum staö viö mikla umferöargötu í Reykjavík. Ársvelta ca. 9 millj. Mikill og góöur tækjabúnaöur og fallegar innrótt- ingar. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir 30. apríl merkt: „Söluturn — 2884“. GOODYEAR GERIR KRAFTAVERK Til átaka sem þessa þarí gott jarösamband Paö nœst meö GOODYEAR hjólböröum. Gott samband jarövegs og hjólbaröa auöveldar alla jarövinnu. Eigum fyrirligrgncmcii eítirtalciczr stœröir. HAGSTÆD VERD 600-16-6 650-16/6 750-16/6 900-16/10 750-18/8 10,0/75-15/8 11,5/80-15/10 l/L-16/lO 12.5L-16/12 10,0/80-18/10 13,0/65-18/10 16/70-20/10 9,5/9-24/6 11,2/10-24/6 12.4/1/-24/6 14,9/13-24/6 19.5L-24/12 21L-24/12 18,4/15-26/10 23,1/18-26/10 11,2/10-28/6 12,4/11-28/6 13,6/12 14,9/13 16,9/14 16,9/14 18,4/15 16,9/14 16,9/14 18,4/15 12,4/11 16,9/14 13,6/12 28/6 28/6 -28/8 -28/10 28/12 30/6 30/10 -30/10 32/6 -34/8 38/6 Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.