Morgunblaðið - 24.04.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 63
Vel heppnað
íslandsmót
fatlaðra
ÍSLANDSMÓT fatlaðra, fór fram
í íþróttahöllinni á Akureyri um
helgina. Keppendur voru 160 og
sáu félagar úr Lionsklúbbnum
Hæng um framkvæmd mótsins
í samráði við iþróttafélag fatl-
aðra.
Framkvæmd mótsins var þeim
Hængs-mönnum til mikils sóma.
Formaöur mótsnefndar var Jó-
hann Jóhannsson og yfirdómari
mótsins var Maanús Ólafsson.
Mótiö var sett kl. 09.00 á laug-
ardagsmorgun og keppt var tll kl.
22.00 um kvöldiö. Á sunnudag
hófst keppni kl. 09.30 og stóö
fram aö kvöldmat, en þá fóru allir
keppendur og starfsfólk i kvöld-
verö í Sjallanum.
Meöfylgjandi myndir af mótinu
tók Aöalsteinn Sigurgeirsson
íþróttafréttaritari Mbl. á Akur-
eyri. Frásögn og viötöl viö kepp-
endur veröa aö bíöa morgun-
dagsins.
Tillaga
kom um
að fella
umferðina
niður
TILLAGA kom fram um það frá
hluta þeirra liða sem taka þátt í
úrslitakeppni 1. deildarinnar í
handknattleik að fjóröa og síð-
asta umferðin yrði felld niður. FH
er þegar oröiö islandsmeistari
þannig að síðasta umferöin skipt-
ir engu máli. En þar sem félögin
voru ekki einhuga í þessu máli
mun umferðin fara fram eins og
ráögert var.
Ein af ástæöunum fyrir því aö
þessi tillaga kom upp á yfirboröiö
er sú aö unglingalandsliöiö er á
förum til Danmerkur innan
skamms þar sem þaö leikur gegn
Hollendingum og Finnum um sæti
í úrslitakeppni heimsmeistara-
keppni landsliöa undir 21 árs aldri
sem fram fer á ítalíu í haust. Töldu
þeir sem tillöguna lögöu fram aö
ekki veitti af öllum þeim tíma sem
mögulegur væri til undirbúning
fyrir liöiö.
Þess má geta aö unglingalands-
liöiö leikur nefnda leiki í Danmörku
4. og 5. mai næstkomandi.
Bordeaux
efst í
Frakklandi
BORDEAUX er efst í frönsku 1.
deildinni í knattspyrnu meö 53 stig
og Nantes er í ööru sæti meö 49.
Nokkrir leikir fóru fram í Frakk-
landi í gærkvöldi, Bordeaux lék þó
aö sjálfsögöu ekki þar sem liöiö
mætir Juventus í kvöld i undan-
úrslitum Evrópukeppni meistara-
liöa. En úrslitin í Frakklandi í gær
uröu þessi:
Monaco — Nantes 1:1
Strasbourg — Paris SG 1:1
Toulouse — Toulon 2:0
Nancy — Lille 1:0
Marsellle — Metz 2:1
Rouen — Bastia 1:1
Lens — Auxerre 1:0
Sochaux — Tours 2:2
Laval — Brest 0:0
Bordeaux hetur 53 stlg. Nantes 48 og i
þriöja sætinu eru Monaco og Auxerre með 41
stig hvort fétag, Toulon hefur 39. Metz 38 og
Lens hefur 36.
Wednesday stefnir
hraðbyri á UEFA-sæti
SHEFFIELD Wednesday fór í
fjóröa sæti ensku 1. deildarinnar í
knattspyrnu í gærkvöldi með
sigri, 3:1, á Queens Park Rangers
á Hillsborough í Sheffield.
Þaö var Simon Stainrod sem
skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir
Sheffield-liöiö og Brian Marwood
og Andy Blair (vfti) bættu siöan viö
mörkum. Eina mark QPR geröi
Mike Fillery.
Meö þessum sigri eru möguleik-
ar Wednesday mjög góðir á aö
hreppa sæti í UEFA-keppninni á
næsta keppnistímabili. Everton er
sem fyrr efst i deildinni meö 75 stig
eftir 34 leiki, Manchester United
hefur 65 stig aö loknum 36 leikj-
um, Tottenham er meö 64 stig eftir
36 leiki og Sheffield Wednesday
hefur nú 62 stig eftir 37 leiki. Liðið
fór upp fyrir bæöi Liverpool og
Southampton, en þess ber aö geta
aö staöa Liverpool er hagstæö,
liöiö hefur 60 stig en hefur aöeins
leikiö 34 leiki. Southampton er
meö 60 stig eftir 36 leiki.
I 1. deildinni léku einnig í gær-
kvöldi Ipswich og Leicester og
sigraöi Ipswich 2:0 og tryggöi sér
þar meö gífurlega mikilvæg þrjú
stig í botnbaráttu deildarinnar. Al-
an Sunderland kom Ipswich á
bragöið meö marki á 5. mín. og er
þaö annar leikurinn sem slíkt ger-
ist, — hann skoraði einnig á 5.
mín. leiksins gegn Tottenham á
laugardaginn var er liö hans sigr-
aöi í London. Þaö var svo Mich
D’Avray sem gulltryggöi sigur
Ipswich í gærkvöldi með marki á
38. mín.
Jafntefli hjá
KR og Þrótti
ÞRÓTTUR og KR geröu jafntefli,
1:1, í miklum baráttuleik í B-riöli
Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu
á gervigrasvellinum í Laugardal í
gærkvöldi. Ásbjörn Björnsson
skoraöi fyrir KR í uphafi síöari hálf-
leiks en Kristinn Gunnarsson jafn-
aöi fyrir Þrótt tíu min. fyrir leikslok
eftir aö hafa komiö inn á sem vara-
maöur.
Þaö er nú Ijóst aö í undanúrslit-
um mótsins leikur Þróttur gegn
Valsmönnum annars vegar en hins
vegar mæta Framarar annaö hvort
Ármanni eöa Fylki. Liöin eiga eftir
aö mætast — gera það annaö
kvöld. Ármanni nægir jafntefli til
aö komast í undanúrslitin.
ÞRÓTTARAR SKRAUTLEGIR
Á AD LÍTA í SUMAR
KNATTSPYRNULIÐ Þróttar
veröur skrautlegt á að líta í
sumar. Liðið mun ekki leika í
gamla Þróttarbúningnum —
þeim langrðndótta, heldur leik-
ur liðiö í skáröndóttum, rauöum
og hvítum skyrtum, og eins
buxum.
Danska landsliöiö í hand-
knattleik hefur leikiö í samskonar
búningi undanfariö — þær sögu-
sagnir fóru af staö er Danirnir
hófu aö nota skyrturnar aö þær
væru til aö rugla andstæöinginn í
ríminu, hann yröi ringlaöur þar
sem þær eru svo skrautlegar.
Þróttarar munu þó ekki taka
skyrturnar í notkun með þetta í
huga. Hér eru þeir Jóhannes Eð-
valdsson þjálfari og Pétur Arn-
þórsson með eina af nýju skyrt-
unum á milli sín.