Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985
23
Idnaðarráðherra á Sauðárkróki:
Sætti mig ekki við
að verðbólgan
verði hærri en 18%
SaaAárkróki 6. nuí.
Á FUNDI sem Sjálfstæðisflokkur-
inn bodaöi til hér í gær sagði Sverr-
ir Hermannsson iðnaðarráðherra
að hann teldi 99% líkur á að Al-
þingiskosningar yrðu í haust. Ef
eitthvað skyldi á vanta þegar þar
að kæmi til að þessi spádómur
hans rættist, hét hann því að sjá
sjálfur um herslumuninn.
Ráðherrann kvað sennilegast
að kosningarnar yrðu á tímabil-
inu 20. til 30. október nk. Þessum
afdráttarlausu yfirlýsingum
fylgdi ráðherrann eftir af mikl-
um þunga, svo fundarmönnum
duldist ekki að hér var alvara á
ferðum. Sverrir sagði að glíman
við verðbólguna væri höfuðverk-
efni ríkisstjórnarinnar og að
hann myndi ekki sætta sig við að
hún yrði hærri en 15%, eða í
mesta lagi 18%. Næðust ekki
þessi markmið, þýddi það hrun
atvinnufyrirtækjanna og í kjöl-
farið kæmi svo atvinnuleysið,
sem væri eitt hið mesta böl sem á
þjóðina gæti lagst.
Sturla Böðvarsson sveitar-
stjóri í Stykkishólmi var annar
frummælandi á fundinum. Hann
gerði að umtalsefni samþykktir
síðasta landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins og sagði flokkinn hafa
markað mjög skýra og afdrátt-
arlausa stefnu sem fylgja yrði
eftir af festu. Sturla gerði hús-
næðismálin einkum að umræðu-
efni, sem hann taldi mjög brýnt
að leysa með viðunandi hætti
sem fyrst. Að loknum framsögu-
erindum urðu nokkrar umræður
og var fyrirspurnum beint til
frummælenda.
Kári.
Eldur í
mannlausu
húsi
ELDUR kom upp í gömlu timb-
urhúsi að Fálkagötu 27 um tvö-
leytið á þriðjudag og logaði
glatt þegar slökkviliðið í
Reykjavík kom á vettvang.
Húsið, sem er hæð og ris, hefur
staðið autt síðustu árin, fólki i
nágrenninu til ama. Búið er i
áföstu húsi, en slökkviliðinu
tókst að koma í veg fyrir að eld-
ur læsti sig í það.
Slökkvistarf gekk greiðlega
og til öryggis voru tveir slökkvi-
liðsmenn á vakt eftir að
slökkvistarfi lauk. Grunur leik-
ur á að kveikt hafi verið í hús-
inu. Rafmagn er ekki leitt í hús-
ið, en mikið drasl hefur safnast
þar í gegn um árin.
Morgunblaftid/Júlfus
Myndbandstæki með omissandi yfirburði i
Nú hefur Philips rutt sér til rúms á VHS markaðnum
með splunkunýtt myndbandstæki sem skarar fram úr hvað snertir
gæði og áreiðanleika.
Phillps VR 6460 er búið öllum hefð-
bundnum möguleikum myndbandstækja
og tveimur nýjungum sem eiga eftir að
þykja ómissandi hjá öllum vídeógeggjur-
um.
1. Fijótandi haus sem „eltir" myndbandið
og kemur í veg fyrir bjögun myndarinnar,
jafnvel þó spólan sé orðin lúin og þreytt
eftir endalausan snúning.
2. Sjáifleitari sem finnur besta útsend-
ingarstyrk hverju sinni og losar þig
þannig við að snúa of litlum tökkum með
„of stórum" fingrum.
Ef þú vilt fá afbragðsmyndgæði út úr
myndbandstækninni er öruggast að tengja
það við sjónvarp frá stærsta sjónvarpstækja-
framleiðanda í heimi: Philips.
kr. 46.900.-stgr.
Helmilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655