Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGURD. MAÍ 1985 Fiskeldi á íslandi framtíð eða hvað? — björt — eftir Jónas Matthíasson Þessi greinarstúfur er ritaður á Sumardaginn fyrsta. Á þeim degi eru menn jafnan bjartsýnir. Þetta á við um mig líka, ef morgundag- urinn er undanskilinn, því þá verður laxaseiðunum okkar slátr- að vegna nýrnaveiki. Um annað er því miður ekki að ræða. Dagurinn í dag og morgundag- urinn gefa mér því alveg sérstakt tilefni til hugleiðinga um stöðu og framtíð fiskeldis. Eg kýs að tak- marka þessar hugleiðingar að mestu við þátt stjórnvalda, af- skipti þeirra annars vegar og að- stoð þeirra hins vegar. Ríkisafskipti Fiskeldi á hvergi heima í stjórn- kerfinu og þörf er á nýrri löggjöf í stað gamallar og úreltrar. Þetta er sjálfsagt satt og rétt, en hversu viðamikil þarf þessi löggjöf að vera? Menn segja líka að það vanti alla stjórn og stefnumótun í fisk- eldismálum og vísa þá gjarnan til stjórnvalda. Hvert er þeirra hlut- verk? Ég hef það fyrir satt að land- búnaðarráðuneytið sé ekki í vafa í þessum efnum. Þar hefur verið samið frumvarp, allsendis án sam- ráðs við fulltrúa atvinnugreinar- innar. Frumvarið gerir ráð fyrir eftirfarandi: — Landbúnaðarráðuneytið fer með yfirstjórn fiskeldismála. — Stofna skal Fiskeldisráð, 7 manna, þar af 1 frá landssam- tökum atvinnugreinarinnar. — Til þess að ráðið verði nú ekki mát skal það hafa sér til halds og trausts 22 manna ráðgjafar- nefnd, þar af 3 frá landssam- tökunum. — Fiskeldisfyrirtækjum er skylt að hafa með sér samtök og landbúnaðarráðherra skal staðfesta samþykktir þeirra. — Landbúnaðarráðherra er heim- ilt að veita einkarétt á afurða- sölu á erlendum markaði. — Innheimta skal 0,5% veltusk- att. — Stofna skal nýjan sjóð, Fisk- eldissjóð. Landbúnaðarráð- herra skal þar fara með yfir- stjórn og meðal annars ákveða vexti og lánstíma. Ég læt þessa upptalningu nægja. Hún trlar sínu máli svo ekki verður um villst. Það vantar í raun og veru ekki nema eitt ákvæði til þess að kóróna verkið: — Stofna skal fyrirtæki, Fiskeldi ríkisins, og skal öllum fyrir- tækjum, sem nú stunda fisk- eldi skylt að afhenda því eigur sínar. Ég set þetta viljandi fram á fremur kaldhæðnislegan hátt til þess að leggja áherslu á þá „land- búnaðarseringu", sem frumvarp þetta felur í sér. Auðvitað er einn- ig í því að finna góð og gegn ákvæði, um það skal ekki deilt. Það er sjálfur andinn sem er ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda og alls ekki að skapi fiskeldismanna, vil ég leyfa mér að fullyrða. Er það svona sem best verður stuðlað að nýsköpun í atvinnulíf- inu? Er þetta það sem kallað er upp- stokkun og einföldun á sjóðakerf- inu? Er þetta til þess fallið að draga úr pólitísku valdi við ráðstöfun fjármagns og auka mikilvægi arð- semissjónarmiða? Hvar er sjálfs- forræði atvinnugreinarinnar? Hvað höfum við eiginlega til saka unnið, að ekki þyki annað fært en að hneppa okkur í þessa fjötra? Mér er spurn! Það er Ián í óláni að sjávarút- vegsráðuneytið telur sig líka hafa þarna nokkurra hagsmuna að gæta og vil því vera haft með í ráðum. Þess vegna mun frum- varpsnefnan aldrei sjá dagsins ljós í óbreyttri mynd. En hvað tek- ur við? Ekki er útilokað að I sjávarútvegsráðuneytinu kunni menn líka að setja saman frum- vörp, jafnvel hjálparlaust. Er nokkur trygging fryir því að bjargvætturinn „Shanghæi" okkur ekki? Það er eins gott að vera við öllu búinn. Ég held að togstreita tveggja ráðuneyta um fiskeldi í landinu „Fiskeldi á hvergi heima í stjórnkefínu og þörf er á nýrri löggjöf í stað gamallar og úreltr- ar. Þetta er sjálfsagt satt og rétt, en hversu viðamikil þarf þessi löggjöf að vera? Menn segja líka að það vanti alla stjórn og stefnumót- un í fiskeldismálum og vísa þá gjarna til stjórn- valda. Hvert er þeirra hlutverk?“ geti leitt til ófarnaðar og að öllum sé fyrir bestu að halda því utan við hinar hefðbundnu atvinnugr- einar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þá að það mun meiri lífsvon. En hvað á þá að gera? Ekki getur fiskeldi verið eins og útlagi í þjóð- félaginu, utan við lög og rétt. For- sætisráðherra hefur réttilega sagt að hlutverk stjórnvalda sé fyrst og fremst að skapa jarðveg fyrir nýsköpun í atvinnulifinu. Það er laukrétt. Okkur vantar ekki gaddavírsgirðingu utan um harð- bala heldur frjósaman, skjólgóðan akur mót suðri. Ég held að það sé heppilegast, úr því sem komið er, að forsætis- ráðherra fari með málefni fiskeld- is fyrst um sinn til að koma í veg fyrir að ráðuneytatogstreita verði dragbítur á eðlilega þróun. Jónas Matthíasson Forsætisráðherra ætti að skipa nefnd, sem til að byrja með hefði eftirfarandi verksvið: — Semja reglugerð um sjúkdóma- varnir. — Semja reglugerð um leyfisveit- ingar til fiskeldis. — Semja lagafrumvarp er kveði á um að forsætisráðuneytið fari með málefni fiskeldis og þau atriði önnur í gildandi lögum, sem með einum eða öðrum hætti standa í vegi fyrir eðli- legri þróun eða eru úrelt orðin. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum ríkisvaldsins og tveim- ur fulltrúum Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva og ljúki störfum fyrir haustþing. Háð árangri þessarar vinnu, yrði nefndinni síðan falið að semja reglugerðir um fiskeldis- rannsóknir, menntunarmál og framleiðslueftirlit. RíkisadstoÓ Ég vitnaði í orð forsætisráð- herra um jarðveg fyrir nýsköpun. Til þes að jarðvegurinn sé frjó- samur þurfa að mínu mati að vera í honum eftirfarandi næringar- og bætiefni: Hið nýja raðhús með þremur íbúðum, sem afhent var á dögunum. Morgunbla&iJ/Albert Kemp — Athafnafrelsi. — Stöðugleiki í verðlags- og geng- ismálum. — Fjármagnsfyrirgreiðsla í formi langtímalána og þar til sú til- trú hefur skapast að veðsetn- ing fiskeldisstöðvanna sjálfra sé nægileg trygging einnig lánaábyrgðir. Ella geta engir komið upp fiskeldisstöðvum, nema þá helst ríkið sjálft og samvinnufélög. Einkaframtak- ið á þarna engan möguleika eins og ástandið er í þjóðfélag- inu í dag. — Aðflutningsgjalda- og sölu- skattsfrelsi. Fiskeldi framleið- ir útflutningsvörur í skefja- lausri samkeppni við útlend- inga. Við verðum að sitja við sama borð og þeir. — Hagkvæmari raforkutaxtar, sem taka tillit til söluspennu og þess stóriðjumynsturs sem á notkuninni er. Verðjöfnun- argjald og söluskatt á að fella niður. — Auknar skattaívilnanir vegna hlutafjárframlaga og arðs. Ella næst ekki saman nægilegt hlutafé. — Tímabundnar skattaívilnanir til handa nýstofnuðum fyrir- tækjum, t.d. niðurfelling tekju- skatts, eignaskatts, launa- skatts og aðstöðugjalds í 5 ár. Fleira mætti sjálfsagt nefna. Ég læt þetta þó duga að sinni. Nokkur ofandreindra næringar- og bætiefna eru þegar fyrir hendi, annað væri rangfærsla. Nokkur eru í framleiðslu, ef svo má segja, og enn önnur í athugun. Víðast hvar er góður vilji til að rétta fisk- eldi þá hjálparhönd sem það þarfnast. Það er því, þrátt fyrir nýrna- veiki og þrátt fyrir frumhlaup við samningu lagafrumvarps, fyllsta ástæða til að ætla að framtíð ís- lensks fiskeldis sé björt. Gleðilegt sumar! Höfundur er framkræmdastjóri hjá Fiskeldi Grindavíkur hf. Fáskrúðsfjörður: Nýjar íbúðir í verkamanna- bústöðum Fáskrúðsfírði, 1. maí. 1 DAG fór hér fram afhending á þremur íbúðum í raðhúsi til stjórnar verkamannabústaða. Verktaki var Þorsteinn Bjarnason, húsasmíða- meistari hér á staðnum. Húsið er teiknað á tæknideild Húsnæðis- málastjórnar. Allur frágangur hússins er hinn vandaðasti en eftir er að ljúka frá- gangi lóðar og verður því lokið I sumar. Ætlun stjórnar verka- mannabústaða er að afhenda væntanlegum íbúum íbúðirnar sem allra fyrst. Albert FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.