Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985 Böggull meö dreifibréfum til íslendinga opnaöur í gær: Böggull meö dreifibréfum til ís- lensku þjóðarinnar, sem breska, síð- an bandaríska herstjórnin og ríkis- stjórn íslands létu prenta á stríðs- írunum var opnaður af Ólafi As- geirssyni þjóðskjalaverði I gær. Þessi böggull hafði aðeins einu sinni áður verið opnaður, af dr. Þór Whitehead, sagnfræðingi, árið 1973. Prentuð voru 300 eintök fyrir allt landið, en í bögglinum voru 12 sýn- ishorn af hverju bréfi. Bréfunum átti að dreifa til almennings ef árás ann- ars ríkis væri yfirvofandi og kemur fram í þeim að herlög hafi tekið gildi. Fjörutíu ár eru síðan bréfin voru innsigluð, en þau voru í vörslu utanríkisráðuneytisins þar til ( febrúar 1965 en þá fékk Landsbóka- safnið þau til varðveislu. í fyrra dreifibréfinu, sem er frá 1940 og undirritað af yfirherfor- ingja Breta hér á landi segir: mögulegt er. H.O. Curtis, hershöfðingi, yfir- herforingi á íslandi." Með komu Bandaríkjahers til landsins 1941 var samið nýtt dreifi- bréf. „Boðskapur til íslenzku þjóðarinn- ar! Alvarleg árás með vopnavaldi er yfirvofandi á íslandi. Ég, Wm.S. Key, yfirhershöfðingi yfir Bandaríkjahernum á tslandi, lýsi þess vegna yfir, samkv. umboði forseta Bandaríkjanna og með skírskotun til samkomulags þess, er gert var 1. júlí 1941, milli ríkis- stjórnar íslands og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem Bandaríkj- unum er falin hervernd íslands, að ég, vegna aðstæðnanna, verð að hafa full og algjör yfirráð, sam- kvæmt hernaðarlögum, yfir öllum mönnum og munum á Islandi. ís- lenzku ríkisstjórninni mun verða Hulunni svipt af eftir 40 ára „Boðskapur um herlög! Hér með er svo fyrir mælt, að allir á íslandi, menn og konur, is- lenzkir sem erlendir rfkisborgarar, skuli háðir herlögum, og er sam- kvæmt þeim hægt að rannsaka mál þeirra fyrir herrétti, án áfrýjun- arheimildar til borgaralegra dómstóla. Jafnframt getur yfirher- foringinn á Islandi ráðstafað öllum mönnum og eignum þeirra. Samkvæmt þessum boðskap hef- ur yfirherforinginn vald til þess að fyrirskipa þær reglur og þau ákvæði, sem hann telur nauðsyn- legt, með algjörri heimild brezku ríkisstjórnarinnar, og að fela það vald hverjum þeim mönnum, er hann óskar. Þetta vald felur hann hér með yfirforingjanum yfir norð-austurhluta landsins (Akur- eyri) og yfirforingja Seyðisfjarðar- umdæmis. Þessi boðskapur er gerður í bezta skyni gagnvart íslendingum og ís- lenzku ríkisstjórninni, sem hér með eru í eigin þágu aðvöruð um, að því mun verða stranglega framfylgt, að farið verði eftir fyrirskipunum her- stjórnarinnar. Jafnframt eru menn fullvissaðir um það, að þeir, sem hegöa sér samkvæmt reglum þeim og ákvæðum, sem sett eru sam- kvæmt boðskap þessum, verða látn- ir sæta eins litlum óþægindum og sýnd fyllsta virðing, enda er það skylda mín að vernda öryggi henn- ar og sjálfstæði. Til þess aö hægt sé að hafa i frammi allar þær varúðarreglur til varnar landi yðar, er með þarf, er mér nauðsynlegt, við framkvæmd skyldustarfa minna, að beita hinum ströngustu hernaðarreglum. Ég fullvissa yður um, að þrátt fyrir beitingu slíkra hernaðarreglna, þá skal tekið fyllsta tillit til manna og muna, og ekki skulu lög yðar og at- hafnalíf né daglegt líf skert frekar en brýnasta nauðsyn býður. Vegna ðryggis yðar er afar áríðandi, að allir gæti þess að trufla í engu her- menn Bandaríkjahers, eða fram- kvæmdir þeirra, og láti eignir setu- liðsins óáreittar, þar sem herinn verður óskiptur að geta gefið sig að því að ráða niðurlögum óvinanna. Þess vegna skora ég á alla þjóð- holla Islendinga að styðja mig og þá, sem vinna undir minni stjórn, og hlýða boðskap þeim, fyrirskipun- um og reglum, sem ég kann að setja. Öryggi okkar allra, Islend- inga jafnt og Bandaríkjamanna, krefst þess, að þeir, sem gera til- raun til að svíkja stjórn sína með því að hjálpa óvinunum eða með því að trufla framkvæmdir ameríska hersins, sæti refsingu samkvæmt herlögum og venjum. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, opnar böggulinn með dreifibréfunum. þögn Forseti Bandaríkjanna hefur lof- að hátíðlega að virða sjálfstæði og fullveldi Islands. Þess vegna megið þér vera þess fullviss, að strax og hættan er um garð gengin, munu hinar ströngu hernaðarreglur, sem nauðsynlegar eru gagnvart óvinun- um, afnumdar og stjórn yðar fengið í hendur vald sitt óskert. Wm.S. Key, yfirherforingi Bandaríkjaliðsins á Islandi." Dreifibréfið frá forsætisráðherra Islands er á þessa leið: „Til íslenzku þjóðarinnar! Alvarleg árás með vopnavaldi er yfirvofandi á fslandi. Með samningi samþykktum á Al- þingi tslendinga þann 10. júlí 1941 og staðfestum samdægurs af ríkis- stjóra í ríkisráði, fól íslenzka ríkis- stjórnin Bandaríkjunum hervernd íslands. Hafa Bandaríkin þannig tekið að sér hervernd íslands og einnig að varðveita frelsi og sjálfstæði lands- ins. Yfirforingi herliðs Bandaríkj- anna á Islandi hefur nú tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni, að slík al- varleg árás sé yfirvofandi og að nauðsynlegt muni vera fyrir hann, til þess að uppfylla skyldu sína um vernd ættlands vors, að yfirtaka að fullu og öllu eftirlit með öllum mönnum og eignum atlslandi og „Boðskapur um herlög, sem dreifa itti til almennings ef árás var yfirvofandi. gera að öðru leyti sérstakar ráð- stafanir til þess að tryggja öryggi vort. Bandaríkin hafa hátíðlega lofað að viðurkenna sjálfstæði og full- veldi Islands. Ég er þess öruggur, að í samræmi við þetta heit muni yfirherforingi Bandaríkjaliðsins á íslandi inna af hendi skyldur sinar. Ég veit, að vér megum treysta því, að Bandaríkin muni, með fullri virðingu fyrir íslenzkum stjórn- völdum, leggja allt vald I hendur ríkisstjórnarinnar, þegar núverandi hættuástand er liðið hjá. Þess vegna leggur ríkisstjórnin fyrir íslenzku þjóðina og alla emb- ættismenn íslenzka ríkisins að veita yfirherforingja Bandaríkja- liðsins alla aðstoð, og að hlýða boðskap þeim, fyrirskipunum og reglum, er hann kann að setja. Björn Þórðarson, forsætisráð- herra.“ I bögglinum var einnig að finna „Reglur og ákvæði, sett samkvæmt herlögum” og dreifa átti samtímis hinum bréfunum. Reglurnar eru á þessa leið: 1. Innivi.st. Öllum borgurum er fyrirskipuð innivist: sérhverjum, sem fyrir- finnst utan eðlilegs dvalarstaðar síns frá kl. 21 til kl. 7 verður refsað samkvæmt herlögum. Vissar und- antekningar verða gerðar um lækna, hjúkrunarkonur og aðra starfsmenn, sem verða að sækja um sérstakt skírteini, er heimilar þeim að dveljast úti meðan innivistar- tímabilið stendur yfir. Þeir, sem búa í Reykjavík eða nágrenni henn- ar skulu sækja um skírteini á Laugaveg 16. 2. Borgaralegar talsímastöðvar. Allar talsímastöðvar á hernumd- um svæðum skulu halda áfram starfrækslu undir yfirumsjón brezka setuliðsins. Refsað verður stranglega fyrir sérhverja tilraun borgaralegra starfsmanna til skem mdarstarfsem i og fjarveru frá skyldustörfum eða vanrækslu. 3. Þráðlaus senditæki. Loka ber fyrir öll þráðlaus sendi- tæki, setja þau úr sambandi og af- henda tækin strax næsta borgara- legu yfirvaldi. Hver, sem fyrir- finnst með radíó-senditæki 24 klukkutímum eftir að þessi fyrir- skipun hefur verið birt, mun verða látinn sæta þungri refsingu. 4. Vitar. Loka ber strax fyrir alla radíó- vita. 5. Flugferðir. Almennar flugferðir eru bannað- ar. Hernaðaryfirvöldin munu taka í sínar hendur öll borgaraleg flugför. 6. Ljós. Það skoðast sem afbrot að láta sjást ljós, hvort sem er innan húss eða utan. Slíkur verknaður getur valdið grun um að haft sé samband við óvinina, en við sllku liggja hinar þyngstu refsingar. 7. Samband við óvinina. Hver, sem verður uppvís að því að hafa samband eða viðskipti við óvinina, verður handtekinn og leiddur fyrir herrétt og látinn sæta þyngstu refsingum. 8. Landsmenn eru alvarlega Friöþæging eða fóstbræðralag? Bréfkorn til bróður Kristófers — eftir Jón Baldvin Hannibalsson „Þú segist vera á móti því þingræði, sem „get- ur af sér pólitíkusa á borð við“ mig. í staðinn viltu kjósa „oddvita rík- isstjórnar“ beint. Skoð- anakannanir benda til að formaður Alþýðu- flokksins mundi vinna þær kosningar. Það er vandlifað í henni veröld. Kæri Kristófer! Þakka tilskrifið. Það gefur tilefni til eftirfarandi athugasemda: 1. Þú segir enga „þörf fyrir einn stjórnmálaflokkinn enn“. Sam- mála. BJ er skv. skilgreiningu stjórnmálaflokkur (býður fram I kosningum — skiptir sér af stjórnmálum). Að gefnum for- sendum telur þú BJ óþarfan stjórnmálaflokk. Þetta er ná- kvæmlega það sem ég vildi sagt hafa. Jafnaðarmenn eiga að skipa sér í einn stjórnmálaflokk. Snuð? 2. Þú gerir mér upp þá skoðun, að „enginn munur" sé á BJ og Al- þýðuflokknum. Það er ekki rétt eftir mér haft. Mér virðist hins vegar skoðana- ágreiningur vera svo lítill, að hann réttlæti ekki að jafnaðar- menn dreifi kröftunum. Það sem sameinar menn í stjórnmálaflokk- um eru grundvallarsjónarmið — lífsskoðanir. En í stórum og lýð- ræðissinnuðum fjöldaflokki eru Jón Baldvin llannibalsson ævinlega skiptar skoðanir um leiðir. Kjarni málsins er sá, að slíkan skoðanaágreining á að út- kljá í umræðu — eftir lýðræðis- legum leikreglum. Auðvitað er munur á BJ og Al- þýðuflokknum, t.d. stærðarmunur. Skv. skoðanakönnunum styður 4ði hver Íslendingur Alþýðuflokkinn, en aðeins 1 af 20 BJ. Þetta eitt út af fyrir sig er talsverður munur, þar sem markmið stjórnmálabar- áttu er að hrinda stefnumálum í framkvæmd. Það er ekki nóg að vera á móti kerfinu, ef þú hefur enga burði til að láta verkin tala. Mótmæli mót- mælanna vegna verða eins konar friðþægingarhjal (til að friða eig- in samvizku) — eins og hjá komm- unum. Það er ekki pólitík — held- ur pólitískt snuð. Ópíum handa (mennta)mönnum. Ef hins vegar samruni jafnað- armanna beggja flokka leiddi til þess, að jafnaðarmenn einir yrðu stærri flokkur en Sjálfstæðis- flokkurinn, mundi það valda póli- tískum umskiptum. Það mundi tryKgja jafnaðarmönnum stjórn- arforystu, og þar með afl þeirra hluta sem gera skal. Drífum f þvi. Fagrar heyrði ég raddirnar 3. Þú segir að við viljum „þagga niður í“ ykkur. Guð forði mér frá því. Það er þvert á móti. Við vilj- um málefnalega umræðu, sam- starf, samruna, til þess að rödd jafnaðarstefnunnar megi hljóma með sterkari róm f margradda hljómkviðu lýðræðislegra skoð- anaskipta í landinu. Við spyrjum: Er það ekki fleira, sem sameinar okkur, en sundrar? Svarið er: Jú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.