Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1985
27
áminntir um að halda sig heima hjá
sér og að vera rólegir. Ef til óvina-
árásar kemur, ættu menn að leita
hælis í kjöllurum.
9. Afnot bifreiða.
Almenningsbifreiðar og vörubif-
reiðar, en ekki fólksflutingsbifreið-
ar, skulu halda aftur til skýla sinna
og halda þar kyrru fyrir. Okumenn
allra vélknúinna ökutækja skulu
hlýða fyrirskipunum hersins.
10. Umferðarstjórn.
Eftirfarandi vegum er lokað fyrir
alla borgaralega umferð:
a) Strandvegurinn Hafnarfjörð-
ur—Reykjavík. b) Frá vegamótum 5
km fyrir norðan Hafnarfjörð á
ofangreindri leið Digranes—Graf-
arholt—Lágafell. c) Geitháls—Kol-
viðarhóll—Kambar—Kotströnd-
—Laugardælir—Kaldaðarnes.
Þeir, sem óska að fara frá
Reykjavík, skulu ferðast eftir veg-
inum Ártún—Geitháls—Þingvellir.
Þeir, sem óska að fara frá Hval-
firði, skulu ferðast í suðlæga átt.
U.Skip.
Skip, sem liggja við bryggjur,
skulu strax setja upp eim og sigla
til þeirra legustaða, sem brezkir
sjóliðsforingjar vísa þeim á.
Allar aðrar skipaferðir skal
stöðva. Brezki sjóliðsforinginn mun
seinna veita einstökum skipum
leyfi til þess að hreyfa sig, þegar
hann álítur að kringumstæðurnar
réttlæti það.
12.
Því mun verða stranglega fram-
fylgt, að menn hlýðnist hernaðar-
legum fyrirskipunum og ábending-
um.
13.
Öðrum en lögreglunni er bannað
að hafa skotvopn í vörzlum sínum.
ÖII vopn og skotfæri, önnur en eina
skammbyssu og sex hleðslur af
skotfærum fyrir hvern lögreglu-
þjón, ber að afhenda strax til næstu
lögreglustöðvar. Þar mun herinn
taka við þeim til öruggrar geymslu.
Sérhver, sem verður uppvís að því
að bera vopn eða skotfæri á sér eða
hafa þau heima hjá sér, getur átt á
hættu að verða látinn sæta þyngstu
refsingu, þ.e. lífláti.
14.
Ennfremur sérhverjar aðrar
fyrirskipanir eða takmarkanir, sem
yfirherforinginn álítur nauðsynleg-
ar til öryggis íslandi og brezka her-
aflanum."
Ólafur Ásgeirsson sagði að ennþá
ætti margt eftir að koma i ljós, sem
skýrði ástandið hér á landi á strfðs-
árunum. Árið 2011 verður til dæmis
opnaður böggull með skjölum um
siðferðisástand íslendinga á striðs-
árunum. Engin megin regla væri
fyrir því hversu lengi skjöl væru
geymd innsigluð, en yfirleitt væri
það til þrjátíu ára. Safnið hefur i
vörslu sinni ýmis önnur skjöl frá
þessum tíma sem eiga að opnast
seinna, þó engin önnur á þessu ári.
Dreifibréfin sem opnuð voru í dag
munu liggja frammi í safninu fyrir
þá sem vildu skoða þau.
• Báðir flokkar hafa lýst sig and-
víga sívaxandi ríkisforsjá í
efnahags- og atvinnumálum.
• Báðir flokkar eru þess albúnir
að sneiöa fitulagið af ríkisbákn-
inu.
• Báðir flokkar vilja takmarka
íhlutunarvald ríkisbáknsins en
auka frumkvæði einstaklings-
ins og fríviljugra samtaka.
• Báðir flokkar vilja væntanlega
endurreisa tekjujöfnunarkerfi
velferðarríkisins (skatta- og
launakerfi, lífeyrisréttinda- og
húsnæðislánakerfi), sem auka
jöfnuð og félagslegt öryggi.
• Báðir flokkar boða byggða-
stefnu, sem felur í sér róttæka
stjórnkerfisbreytingu, vald-
dreifingu.
Fjarri sé oss að vilja þagga
niður slíkar raddir.
4. Þú segist vilja „gera vinnustað-
inn að grunneiningu í kjarabar-
áttunni". Þetta þykir mér vænt
um að heyra. Nú eru tveir áratugir
síðan undirritaður byrjaði baráttu
fyrir slikum sjónarmiðum. Árið
1964 hélt ég þriggja vikna nám-
skeið á vegum verkalýðsfélaga
Norðanlands um nauðsyn slíkrar
kerfisbreytingar. Þú hefur
kannski ekki verið byrjaður að
Hvað á að gera
við fálkaþjófa?
— Tillaga um aðgerðir
— eftir Jón Sigurðsson
Svo lengi sem auðugir menn í
útlöndum ágirnast veiðifálka og
eru reiðubúnir til að greiða ókjör
fjár fyrir þá, munu erlendir menn
og jafnvel íslenskir kaupmenn
þeirra, stela fálkaeggjum og ung-
um, jafnvel þótt einhverjum fjár-
munum og árvekni velviljaðra
áhugamanna verði beitt til bar-
áttu gegn þessari iðju. Eigi að
verjast mönnum af þessu tagi og
verja fálkastofninn fyrir þeim
þarf aðrar og virkari aðferðir. Því
er hér varpað fram til umræðu til-
lögu um varanlega lausn á málinu,
sem hefur margt til sins ágætis.
Á vegum ábyrgra aðila innan-
lands, s.s. Náttúrufræðistofnunar
íslands, verði komið upp aðstöðu
og þekkingu til að þjálfa fálka til
veiða með þeim hætti sem erlend-
um auðmönnum þykir eftirsókn-
arvert.
Þessi starfsemi geri samninga
við hjálpar- og björgunarsveitir,
um allt land um launuð leitar- og
gæslustörf nokkurra tuga manna
á vorin. Þetta verði jafnframt lið-
ur í skipulegri þjálfun þessara
sveita. Sveitir þessar leiti uppi,
skrái og gæti allra þekktra fálka-
hreiðra á landinu svo sem best má,
svo margar vikur, sem þðrf krefur
á hverju vori.
Or hverju hreiðri verði tekinn
helmingur eggja eða unga ellegar
allt umfram tvö egg eða tvo unga
og ungum komið til uppeldis og
þjálfunar í þjálfunarstöðinni, sem
að framan er getið.
Að því leyti, sem fálkastofninn
væri talinn geta verið án þessara
fugla yrðu haldin uppboð á þeim
fyrir þá auðmenn, sem fálkana
ágirnast.
Af andvirði fuglanna yrði
greiddur allur rekstrarkostnaður
þessarar starfsemi og auk þess
hæfilegt gjald til landeigenda, þar
sem ungar eða egg voru tekin.
Séu þær tröllasögur sannar,
sem heyrst hafa um markaðsverð
þessara fugla, gæti þessi tekjulind
orðið allstór, enda er ekki líklegt,
að herir fálkaþjófa, sem þeysast
um heiminn séu að seilast eftir
smápeningum. Mætti því hugsa
sér, að tekjuafgangur þessarar
Jón Sigurðsson
starfsemi rynni til að byggja yfir
Náttúrufræðistofnun og fleiri
rannsóknastofnanir háskólans.
Með þessum hætti ynnist ýmis-
legt:
1. Sjálfkrafa væri kippt fótum
undan ólögmætri starfsemi
veiðiþjófa.
2. Þekking um fálkastofninn,
viðhald hans og velgengni, yrði
tryggð.
3. Búin yrði til ný útflutnings-
grein og atvinnustarfsemi inn-
anlands, sem jafnframt mundi
bæta þjálfun björgunarsveita.
4. Viðskipti með veiðifálka yrðu
gerð opinber og þrátt fyrir allt
til hagsbóta fyrir fálkastofninn
og ýmis önnur góð málefni,
fremur en að vera í höndum
sakamanna, sem ekki er hægt
að fylgjast með.
5. Ekki væri minnst um vert ef
þetta gæti orðið til að bæta um
aðstöðu til kynningar á náttúru
landsins fyrir almenning og til
rannsókna almennt á vegum
rannsóknastofnana og Háskóla
íslands.
Höfundur er forstjóri fslenzka
járnblendifélagsins hf.
fylgjast með þá? En sl. 20 ár hef
ég haldið um þetta fleiri ræður og
skrifað um þetta fleiri greinar en
tölu verður á komið. Lengst af var
það fyrir daufum eyrum. Þess
vegna fagna ég einlæglega öllum
nýjum liðsmönnum í þessari bar-
áttu.
Kaupin á eyrinni
5. En svo fer í verra. Þú segist
vilja afnema þingræðið. Sennilega
er þetta misskilningur á stjórn-
arskrártillögum stofnanda BJ,
sem BJ var reyndar stofnað utan
um. Að vísu hefur BJ flutt þessa
tillögu á þingi — eftir kosningar.
Ég hélt það væri þögul viðurkenn-
ing á því, að tillagan gengur ekki
upp. Enda sýnist BJ hafa skipt um
skoðun: Boðar nú stuðning við
landið eitt kjördæmi og jafnan at-
kvæðisrétt, sem er hálfrar aldar
gömul kratatillaga.
Tillagan var um að kjósa með
óbreyttum hætti til þings (áfram-
haldandi misvægi atkvæða). En
kjósa forsætisráðherra beinum
kosningum (einn maður eitt at-
kvæði). Þetta hefði ekki leitt til
aðskilnaðar löggjafar- og fram-
kvæmdavalds, heldur til árekstrar
og lömunar stjórnkerfisins.
Ástæðan: Þingmeirihluti, kosinn
með öðrum hætt en forsætisráð-
herra, hefði fengið stöðvunarvald
á allri lagasetningu framkvæmda-
valdsins. Þá myndu nú hrossa-
kaupin byrja fyrir alvöru.
Franska kerfið gengur upp
vegna þess að kosið er með sama
hætti til þings og embættis for-
seta (einmenningskjördæmi i
tveimur lotum). Höfuðkostir þess
kerfis er, að það neyðir skylda
flokka til sameiginlegra fram-
boöa, sem mér skilst að þú sért
andvígur.
Ég vona að þú sért ekki á móti
þingræðinu af því að það „getur af
sér pólitíkusa á borð við“ mig? Sé
svo, þarftu sýnilega að hugsa mál-
ið betur. Skoðanakannanir að und-
anförnu benda eindregið til þess,
að formaður Alþýðuflokksins
mundi vinna beinar kosningar til
oddvita framkvæmdavaldsins.
Kannske þetta sé ekki svo gallaö
kerfi — eftir allt saman?
Ræðum málin áfram. Þannig
getum við eytt misskilningi og eflt
samstöðuna um meginmálin.
Með bróðurlegum kveðjum,
___________________Jón Baldvin.
Höfundur er þingmaður og formaó-
ur Alþýðuflokksins.
Ný og spennandi íslensk stórmynd.
5. sýningarvika.
OOLBY STEREO |
ALMENNINGSTENGSL
Almenningstengsl er þýðing á erlenda heitinu
Public Relation og er grein innan markaðsfræðinnar.
Með góðum almenningstengslum er starfsemi
komið á framværi án kostnaðarsamra aðgerða.
Á þessu námskeiði er ætlunin að skoða snertifleti
fyrirtækisins við umhverfið og leita leiða í gegnum
þá til að koma starfseminni fyrir almenningssjónir
án mikils tilkostnaðar. Auglýsingamáttur almenn-
ingstengsla er oft á tíðum mikill, en þau krefjast
góðrar skipulagningar og undirbúnings.
Námskeiðið er einkum sniðið fyrir þá stjórnendur
fyrirtækja sem vinna að því að móta ímynd þeirra
jafnt inná- sem útávið.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum
Kaupmannasamtaka íslands í Húsi verslun-
arinnar við Kringlumýrarbraut, 6. hæð,
dagana 14., 17., 21. og 23. maí.kl. 13—15.
Þátttaka tilkynnist í síma 687811.
VERZLUNARSKÖLI (slands
KAU PMAN N ASAMTÖK fSLANDS