Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 64

Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 64
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 btt nort aus sniyyi Kjarafélag verkfræð- inga gengur úr BHMR í haust VERKFRÆÐINGAR í opinberri þjónustu, sem eru í Kjarafélagi verk- frKðinga, ákváðu samhljóða á aðal- fundi félagsins sl. mánudag að segja sig úr Launamálaráði Bandalags há- skólamanna (BHM—R). í félaginu eru um 180 manns. „Kveikjan að þessari ákvörðun er mikil og almenn óánægja félags- manna með launakjör sín,“ sagði Þórarinn Ólafsson, formaður fé- lagsins. „Innan BHM höfum við ekkert komist áfram i okkar kjara- baráttu. Munurinn á launum okkar og verkfræðinga, sem starfa hjá einkafyrirtækjum, fer sífellt vax- andi og meö nýgengnum kjaradómi jókst hann enn meira.“ Þórarinn sagði að eftir kjara- dóminn hefðu einstakir félagsmenn meira að segja lækkað í launum og skulduðu því ríkissjóði ofgreidd laun frá í mars. „Ég á að vísu von á að það verði leiðrétt," sagði hann. Samkvæmt lögum verður það fjármálaráðherra að ákvarða laun verkfræðinganna eftir að þeir hafa sagt skilið við Launamálaráð Bandalags háskólamanna. Það ætti að geta orðið eftir 30. september næstkomandi en þá lýkur reikn- ingsári BHMR. „Laun okkar geta ekki orðið lakari en nú er þótt þau verði framvegis ákveðin af ráð- herra,“ sagði Þórarinn Ólafsson. Eftir nýgenginn kjaradóm taka verkfræðingar í þjónustu ríkisins laun samkvæmt launaflokkum 136 til 146. Lægstu laun í 136. launa- flokki eru 24.862 krónur en hæstu (eftir j8 ára starf) 33.834 krónur. Lægstu laun í 146. flokki eru 33.413 krónur en hæstu laun, fyrir tækni- forstjóra með 18 ára starfsaldur, eru 45.471 króna. Fálkaeggin á sínum staö GRUNSEMDIR um að fálkaeggj- um hefði verið stolið úr hreiðri í Mývatnssvéit reyndust ekki á rök- um reistar. Menn sigu niður að hreiðrinu i gær og reyndist fálki liggja á eggjum. Óttast var að hreiðrið hefði verið rænt, þar sem menn hafa ekki séð til fálkanna undanfarna daga. Birgðir SH 9.200 smálestir: Útflutningur í apríl að verðmæti 1,1 milljarður SÖLUMIÐSTÖÐ hraöfrystihúsanna flutti út 10.500 smálestir af frystum sjávarafurðum í aprílmánuði að verðmæti 1.108 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar H. Garðarssonar, blaðafulltrúa SH, er þetta langmesti útflutn- ingur SH í einum mánuði, en til samanburðar má geta þess að meðalútflutningur á mánuði í fyrra var tæplega 7 þúsund smálestir. Birgðir Sölumiðstöðvarinnar hafa ekki í langan tíma verið jafnlitlar eða 9.200 smálestir. Aprílútflutningurinn, 10.500 smálestir, skiptist þannig að 7.500 smálestir voru fluttar utan til Bandaríkjanna, 1.700 smálestir til Sovétríkjanna og 1.300 smálestir til Vestur- Evrópu og Japans. Þess má geta að Hofsjökull lestaði tvisv- ar í apríl til Bandaríkjanna og flutti samtals 4.500 smálestir. Guðmundur H. Garðarsson sagði að ástæður þessa væru, að sala á Bandaríkjamarkaði hefði gengið mjög vel sem af væri þessu ári, svo og afskipanir til Sovétríkjanna. Á Banda- ríkjamarkaði er nú skortur á vissum fisktegundum og má þar nefna karfa og ýsu. Heild- arsalan hjá Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtæki SH í Bandaríkjunum, var fyrstu fjóra mánuði ársins tæplega 28.500 smálestir og hafði aukizt um 0,1 %. Hins vegar varð tals- verð aukning á sölu flaka, en á fyrstu fjórum mánuðum ársins seldust 13.000 smálestir flaka og seldi fyrirtækið á þessum tíma fyrir 82,9 milljónir dollara alls. Hafði verðmætið aukizt um 8% miðað við sama tíma í fyrra. KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Vertíðin: Söltun þorsks er 50% meiri en í fyrra FRAMLEIÐSLA blaulsaltað.s þorsks frá áramótum til loka aprfl var um 50% meiri en á sama tíma á síðasta ári. Söltun þetta tímabil nú svarar til um 90.000 lesta af þorski upp úr sjó, sem er um tveir þriðju hlutar alls þorskaflans á þessum tíma, en hann nam um 131.600 lestum. Frá áramótum til aprílloka voru framleiddar um 28.000 lestir af blautsöltuðum þorski, en á sama tima síðasta ár nam framleiöslan 18.000 lestum. Framleiðslan er að mestu seld og er unnið að afskip- unum eins fljótt og pökkun og aðr- ar aðstæður leyfa, að sögn Sigurð- ar Haraldssonar, skrifstofustjóra Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar hefðu 4.300 lestir verið fluttar út til Spánar, 2.200 lestir til Ítalíu, 1.000 til Grikklands, en ennþá aðeins 1.800 lestir til Portúgal, er gert væri ráð fyrir útflutningi á um 15.000 lestum til viðbótar þangað á næstu 7 vikum auk 1.700 iestum til Spánar. Ennfremur væri gert ráð fyrir því, að afskipun fram- leiðslunnar til loka apríl yrði að mestu lokið í lok júní. Enda þótt gert hefði verið ráð fyrir nokkurri aukningu á saltfiskframleiðslu á þessu ári, hefði hún orðið talsvert meiri en spáð hefði verið og væri nú unniö að frekari sölu fram- leiðslunnar. Siglufjörður: Rússneskt skip strandar við bryggjuna RÚSSNESKT flutningaskip strandaði við höfnina í Siglufirði um hádegisbilið í gær. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafði ekki tekizt að losa það seint í gærkvöldi. Vonast var til að á háflóði nokkru eftir miðnættið mætti takast að losa það. Skipið var að koma til Siglufjarðar til að landa um 200 lestum af rækju, sem vinna á hjá Sigló hf. Skipinu, sem er tæpar 6.000 lestir af stærð, var siglt full austarlega að bryggjunni með þeim af- leiðingum sem áður greinir. Skjöldur, 200 lesta bátur frá Siglufirði, reyndi að draga skipið út en án árangurs. Síð- degis í gær hafði um 100 lest- um af vatni verið dælt úr flutningaskipinu og átti að reyna aftur að draga það út á háflóði um klukkan 1.25 í nótt. Skipið virðist óskemmt enda er þarna fremur mjúkur leir- botn og engin hætta steðjar aö áhöfn þess að sögn hafnar- varðarins í Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.