Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 132. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins UNESCO: Hætta Danir fundarsetum? París, 13. júní. AP. DANSKA stjórnin hefur gagnrýnt mjög harðlega þá starfshætti, sem tíðkast í yfirstjórn UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, og er látið að því liggja, að Danir muni hætta að sitja ráðstefnur stofnunar- innar ef ekki verður ráðin bót þar á. Kemur þetta fram í bréfi, sem Bertel Haarder, menntamálaráð- herra í dönsku ríkisstjórninni, hefur sent Amadou M’Bow, fram- kvæmdastjóra UNESCO, en þar er einnig krafist mikilla umbóta á rekstri stofnunarinnar. Afhenti Haarder bréfið í gær, miðvikudag, og fór fram á, að eintak af því yrði afhent öllum þeim, sem sitja í framkvæmdastjórninni, fulltrúum 50 þjóða. Framkvæmdastjórnin er nú að ljúka sex vikna löngum fundi um starfsáætlun og fjárlög UNESCO fyrir 1986-87. í bréfi sínu vitnar Haarder til ráðstefnu um fullorðinsfræðslu, sem haldin var í apríl, og segir, að þólt hún hafi tekist vel að sumu leyti, hafi hún að öðru leyti mis- tekist vegna skipulagsleysis og óstjórnar. Haarder kveðst sjálfur munu hætta að sækja svona fundi ef ekki verður breyting á til batn- aðar og ætlar að taka til athugun- ar, að aðrir danskir embættis- menn gerði það ekki heldur. Hann nefnir það einnig, að umsóknir danskra manna um ábyrgðarmikl- ar stöður í stofnuninni hafi verið óafgreiddar í tvö ár og krefst þess, að í framtiðinni verði sneitt hjá stórpólitiskum ágreiningsefnum á fundum UNESCO. Finnsku hermennirnir, sem nú eru gíslar suður-líbanska hersins. Vongóður um frelsi Finnanna Tel Avhr. tanel, 13. júnf. AP. HÁTTSETTUR embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag í Tel Aviv í ísrael, að góðar horfur væru nú á, að finnsku hermennirnir, sem eru í haldi suður-líbanska hersins, yrðu brátt látnir lausir. Brian Urquhart, hershöfðingi og aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, sagði í viðtali við AP-fréttastof- una, að 11 liðsmenn suður-líbanska hersins, sem féllu f hendur Amal- fylkingu shita, hefðu fyrr í dag hitt að máli fulltrúa Rauða krossins og afhent honum skriflega yfirlýs- ingu, sem síðar hefði verið komið til Antoine Lahds, yfirmanns suður-líbanska hersins. Lahd hafði áður sett það skilyrði fyrir lausn Finnanna, að hann fengi að ræða við ellefumenningana, og er nú vonast til, að hann geri sér bréf þeirra að góðu þótt efni þess kunni að vera hoilum lítt að skapi því að hermt er, að þeir vilji ekki snúa aftur. AP/Símamynd Diana hittir Duran Duran Diana, prinsessa af Wales, fékk í fyrrakvöld tækifæri til að heilsa upp á eina af eftirlætishljómsveitunum sínum þegar þau voru öll samankomin i London á frumsýningu James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“. Duran Duran syngur titillag myndarinnar en þess má geta, að það hefur verið í um fimm vikur í efstu sætum vinsældalistans hér á landi. Allur ágóði af frumsýningunni rennur til líknarmála. Gegnt Diönu á myndinni eru þeir Nick Rhodes, Roger Taylor og Simon le Bon. V-þýskur sérfræðingur í afvopnunarmálum: Sovétmenn hafa lengi unnið að geimvörnum A-Þjóðverjum og Tékkum falið í vor að hanna geimvarnarkerfið að hluta Bodb, 13. jÚBÍ. AP. SÉRFRÆÐINGUR vestur-þýsku stjórnarinnar f afvopnunarmálum sagði dag, fimmtudag, að Sovét- menn hefðu falið tveimur aðildar- þjóðum Varsjárbandalagsins að hanna geimvarnakerfi að hluta og kom það einnig fram hjá honum, að sjálfir hefðu Sovétmenn unnið að rannsóknum á geimvörnum í tíu ár. Júrgen Todenhofer, sérfræðing- ur vestur-þýsku stjórnarinnar í afvopnunarmálum, sagði i dag i viðtali við AP-fréttastofuna, að á fundi Varsjárbandalagsins 26. apríl sl. hefði Sergei Sokolov, varnarmálaráðhcrra Sovétríkj- anna, falið Austur-Þjóðverjum og Tékkum að hanna að hluta varn- arkerfi í geimnum. Sagði Toden- hofer, að það væri „pólitískt hneyksli, að í Vestur-Evrópu skuli enn um það deilt hvort rétt sé að taka þátt i rannsóknum Banda- ríkjamanna á geimvörnum þegar þess er gætt, að Sovétmenn hafa stundað þessar rannsóknir i tíu ár og miðar vel með stuðningi banda- manna sinna". Todenhofer sagði, að þetta væri ekki síst ámælisvert fyrir þá sök, að Sovétmenn legðu ofurkapp á þessar rannsóknir jafnframt því, sem þeir sökuðu Bandaríkjamenn um að ætla að færa vígbúnaðar- kapphlaupið út í geiminn. í af- vopnunarviðræðum stórveldanna, sem nú fara fram í Genf, er það ein meginkrafa Sovétmanna, að Bandaríkjamenn hætti öllum rannsóknum á geimvarnakerfinu. Noregur: Njósna- flaugar leitað Ósló, 13. júní. Frá frétUriUra Morgun- Úr einu flugráninu í annað: Talið ekki við mig um flugferðir" London, 13. júní. AP. BANDARÍSKI prófessorinn Landrey Slade kom ( dag til Lundúna ásamt syni sínum og sagði við komuna, að hann væri orðinn „leiður á að fljúga”. Það var tilefni þessarar tímamótayfirlýsingar, að þeir feðgarnir lentu í tveimur flugránum á tveimur dögum. „Ég er orðinn leiður á að fljúga jórdanska farþegaþotu í Beirút en þó verð ég víst einhvern veg- inn að koma mér heim til New York. Talið bara ekki við mig um flugferðir, ekki eitt einasta orð,“ sagði Slade við fréttamenn þegar hann kom í dag til Heathrow- flugvallar í Lundúnum ásamt syni sínum. Síðastliðinn þriðju- dag fóru þeir feðgarnir um borð í en áður en lagt var í loftið var flugvélin komin á vald nokkurra öfgamanna af trúflokki shita i Líbanon, sem kröfðust þess, að Palestinumenn yrðu reknir frá landinu. { nærri sólarhring voru farþegarnir og áhöfn vélarinnar miili vonar og ótta um framhald- ið og jók það á örvæntinguna, að flugræningjarnir ljáðu ekki máls á því að sleppa konum eða börn- um. Eftir að flugvélinni hafði verið lent á Kýpur og Sikiley var aftur snúið til Beirút og þar var öllum sleppt en vélin sprengd f loft upp. Slade og sonur hans voru nú staðráðnir í að koma sér strax á burt frá Líbanon, þvi striðs- hrjáða landi, og tóku sér far með líbanskri flugvél til Vestur- Evrópu. Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en flugvélin átti að fara að lenda á Kýpur en þá lét Palest- inumaður um borð þau boð út ganga að hann væri þrælvopnað- ur og hefði hug á að svara shitum í sömu mynt með flugráni. Sagði Slade, að það hefði tekið þá feðg- ana nokkurn tíma að átta sig á, að búið væri að ræna flugvélinni. Þeir vildu ekki trúa, að það hefði gerst aftur, annan daginn í röð. Sem betur fór stóð síðara flug- ránið i skamma stund og var flugræninginn afvopnaður eftir lendingu í Larnaca á Kýpur. SÉRFRÆÐINGAR norska hersins leita nú í Lófót að hlut, líkum stýri- (laug, sem geystist yfir landið á föstu- degi í fyrri viku. Sáu hann margir og ber öllum saman í frásögnum sínum af fyrirbærinu. Vitni segja, að flaugin hafi sést í um sex sekúndur, verið um tíu metra löng og þotið á miklum hraða yfir landið í um 300 metra hæð. Stefndi hún á fjall en lyfti sér áður en að því kom og hvarf loks yfir fjallsbrúnina. Sérfræðingar norska hersins hallast helst að því, að þarna hafi verið á ferð sovésk njósnaflaug, bú- in rafeindabúnaði, en vitað er, að Sovétmenn senda árlega margar slíkar flaugar yfir Norðurlönd til að njósna um varnarviðbúnað þar. Eru flaugarnar yfirleitt látnar lenda á hafi úti þar sem sovésk skip taka þær upp en á því hefur orðið misbrestur eins og dæmin sanna um flaugina, sem lenti i Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.