Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1985 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 30 kr. eintakiö. Forsetavald og þingræði Til þess að leggja áherslu á að einhver munur sé milli sín og fulltrúa „gömlu flokk- anna“ eins og þeir kalla það hamra talsmenn Bandalags jafnaðarmanna (BJ) á því, að þeir vilji gjörbreyta stjórn- skipun landsins. Þeir vilja af- nema þingræðið, það er að segja það vald Alþingis að geta sett ríkisstjórnir eða einstaka ráðherra af með vantrausti, og láta kjósa forsætisráðherrann beint. Eftir því sem best er vit- að tíðkast það hvergi að for- sætisráðherra sé valinn í beinni kosningu, en í Banda- ríkjunum og Frakklandi, svo að tvö dæmi séu tekin, hafa forsetar framkvæmdavald. Þessi lönd nefna BJ-menn gjarnan þegar þeir benda á fyrirmyndir tillögu sinnar um afnám þingræðis. Þingræðishefðin á sér langa sögu bæði hér á landi og ann- ars staðar. Fyrir þær þjóðir sem við hana hafa búið þarf sterk rök til að taka upp nýja stjórnarhætti. Charles de Gaulle, þjóðhetja Frakka úr síðari heimsstyrjöldinni, var kallaður til stjórnmálanna í lok sjötta áratugarins, eftir upplausn og stjórnleysi vegna ágreinings og stjórnarskipta. Hann bjó til forsetavaldið í kringum sjálfan sig. Síðan hef- ur ríkt stöðugleiki í frönskum stjórnmálum vegna þess að forsetinn hefur jafnan haft meirihluta þingsins á sínu bandi. Meðal þeirra raka sem BJ- menn nota er að bein kosning framkvæmdavaldshafa dragi úr pólitískum hrossakaupum og spillingu sem af þeim kann að leiða. Þessi rök eru lítt haldbær. Það er alfarið rangt að halda því fram, að stjórn- málamenn hætti að ráða mál- um til lykta á klíkufundum, þar sem valdaaðstaða ræður oft meiru um niðurstöðu en málefni, eftir að þingræði hef- ur verið afnumið. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í banda- rískum stjórnmálum til að vita, að stöðug barátta forset- ans fyrir framgangi mála á þinginu í Washington byggist ekki einungis á því að snúa þingmönnum með málefna- legum rökum. Enginn skyldi halda að pólitísk fyrirgreiðsla þekkist ekki í Bandaríkjunum eða þingmenn þar sækist ekki eftir ítökum hjá framkvæmda- valdinu. Marga af sínum fræknustu sigrum hefur Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, unnið vegna þess að honum hefur tekist að fá meirihlutastuðn- ing í fulltrúadeild þingsins, þótt það sé að meirihluta skip- að andstæðingum hans, demó- krötum. Þær sviptingar hafa kostað átök, sem breyta því sem BJ-menn telja ámælisvert hér á landi í sandkassaleik. Nýjasti sigur Reagans er að fá samþykktan fjárstuðning til skæruliða í Nicaragua. Fyrir fáeinum vikum var þingið á móti nokkrum slíkum stuðn- ingi og andstæðingar Reagans og dómhart fjölmiðlafólk jafnt hér á landi og erlendis töldu hann kominn í pólitíska sjálf- heldu. Nú er hann aftur á toppnum vegna breyttrar af- stöðu þingmanna. — Það er fráleitt að ætla að afnám þing- ræðis á íslandi yrði til þess að fróðafriður skapaðist á stjórn- málavettvangi og hætt yrði pólitískri fyrirgreiðslu. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Frá því að Sigurjón Ólafs- son, myndhöggvari, lést árið 1982 hefur tekist að varð- veita um 160 frummyndir verka hans óskemmdar í vinnustofu hans. Flest eru verkin unnin úr tré og því afar viðkvæm fyrir rakabreyting- um. Nú er svo komið að vinnu- stofan veitir þessum listaverk- um ekki lengur nægilegt skjól, þau liggja undir skemmdum af völdum regns og raka. Birgitta Spur, ekkja Sigur- jóns, hefur stofnað styrktar- sjóð til að fjármagna rekstur og uppbyggingu Listasafns Sigurjóns Olafssonar. Hefur nú verið leitað til almennings um stuðning við framtakið og samhliða því er efnt til lista- vöku og sýningar á verkum Sigurjóns í Listasafni ASÍ. Valtýr Pétursson, myndlist- argagnrýnandi Morgunblaðs- ins, segir þessa sýningu stór- kostlega hér í blaðinu í gær. Morgunblaðið vill gera þessi orð Valtýs um Sigurjón að sín- um: „Hann var sá snillingur forms og efnis, að hliðstæður eru vandfundnar. Sigurjón ólafsson skilaði miklu dags- verki, sem ég held að sé ein- stakt að gæðum, ekki hvað síst í jafn fámennu samfélagi og íslendingar skipa. Nú kemur til kasta fólksins í landinu, hvort við erum þess verðug að hafa átt annan eins snilling og Sigurjón var.“ Hér sjást fulltrúar Vinnuveitendasambandsins og Alþýöusambandsins á fundi. Viðræður þeirra í vor hafa ekki borið árangur. Þær hafa þvf ekki leitt til þess stöðugleika sem OECD telur forsendur efnahagslegs jafnvægis. Niðurstöður OECD um íslensk efnahagsmál: Jafnvægi byggist á aðhaldi í búskap hins opinbera HÉR BIRTIST í heild þýðing Þjóð- hagsstofnunar á lokakafla skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál 1984—85, sem birt var í París 13. júní 1985: Fyrsti áfangi efnahagsstefn- unnar, sem mörkuð var í maí 1983, varð mjög árangursríkur. Afnám vísitölubindingar launa, lögbundnar takmarkanir á launahækkunum og tiltölulega stöðugt gengi leiddu til þess að mjög dró úr verðbólgu, eða úr rúmiega 130% á öðrum ársfjórð- ungi 1983 I um 15% á þriðja ársfjórðungi 1984 miðað við árshraða. Þessi árangur er ekki sist athyglisverður með tilliti til þess að hann náðist án þess að atvinnuástand versnaði að marki og þrátt fyrir verulega umfram- afkastagetu og rekstrarerfiðleika í sjávarútvegi. Hins vegar hefur reynst þrautin þyngri að varð- veita þennan árangur. Á síðasta hausti kom nokkur afturkippur í baráttuna við verðbólguna, þegar kjarasamningar í kjölfar mánað- arlangs verkfalls opinberra starfsmanna urðu til þess að ný verðbólgualda reið yfir og gengið var fellt. Þvert á markmið stjómvalda jókst hallinn á við- skiptum við útlönd verulega á ár- inu 1984, en mjög hafði úr honum dregið á árinu 1983. Barist við verðbólgu Eins og raunar hafði blasað við um alllangt skeið voru afnám vísitölubindingar launa og stöð- ugt gengi nauðsynlegar forsend- ur þess að hægt væri að brjótast út úr víxlhækkunarhring launa og verðlags við íslenskar aðstæð- ur. Reynslan undanfarin misseri er hins vegar gott dæmi um vandkvæðin, sem eru á því að hemja verðbólguna til frambúð- ar, nema jafnframt sé gripið til samstilltra aðgerða í peninga- og ríkisfjármálum. Erfiðleikarnir hafa reynst mun meiri fyrir þá sök, að kaupmáttur launa minnk- aði snögglega á sama tíma og eft- irspurn eftir vinnuafli var tölu- vert mikil. Þrálát verðbólga á fs- landi undanfarin ár og það hlut- verk, sem gengisstefnan hefur gegnt í skiptingu þjóðartekna, ollu því hins vegar, að hinar rótgrónu verðbólguvændir breyttust lítið. Nauðsynlegt hefði verið að grípa til markvissari að- gerða á sviði gengis-, peninga- og ríkisfjármála til að koma í veg fyrir, að þessum verðbólguvænd- um fylgdu auknar kaupkröfur og verðhækkanir. Ýmsar aðgerðir stjórnvalda á þessum sviðum meðan hjöðnun verðbólgunnar stóð yfir voru ekki til þess falln- ar að varðveita þann árangur. Bætt afkoma rfkissjóðs á árinu 1984 stafaði reyndar fremur af auknum tekjum af óbeinum sköttum vegna mikiliar eftir- spurnar en aðhalds i útgjöldum. Ljóst er, að eigi frekari árangur að nást í baráttunni við verð- bólguna og viðskiptahallann, þarf að beita aðhaldssamari stjórn á eftirspurn en til þessa hefur verið gert. Kaunvextir — stjórn peningamála Um mörg undanfarin ár hefur skortur á nægilega öflugum stjórntækjum torveldað mark- vissa stjórn peningamála. Þrátt fyrir breytingu til batnaðar í þá veru að auka hlut markaðarins í ákvörðun vaxta, hafa raunvextir ekki fengið að hækka nóg til að stemma stigu við mikilli eftir- spurn eftir lánsfé. Rúmur yfir- dráttur innlánsstofnana hjá Seðlabankanum og endurkaup hans á afurðalánum með hag- stæðum kjörum hafa dregið úr virkni aðhalds að útlánum. Hert- ar reglur um yfirdrátt frá því í ágúst hafa heldur ekki komið að verulegu gagni enn. Einnig hefur halli ríkissjóðs verið jafnaður með lánum frá Seðlabankanum ásamt erlendum lánum. Afleið- ingin hefur orðið sú, að heild- arstærðir peningamála hafa vax- ið mun örar en svarar til verð- breytinga. Til sanns vegar má færa, að aukin eftirspurn eftir peningum hafi að hluta til átt sér eðlilegar skýringar þegar úr verðbólgu dró og peningaeign varð fýsilegri kostur en fyrr. En þrálátar og sterkar verðbólgu- vændir og skortur á aðhaldi í peningamálum röskuðu fljótlega jafnvægi í þjóðarbúskapnum, jafnt inn á við sem út á við. Fyrir vikið dró úr tiltrú á, að gengis- stefnunni yrði fylgt til lengdar — yfirvofandi gengisfelling jók eft- irspurn eftir lánsfé og magnaði um leið verðbólguvændir. Spá- kaupmennsku gegn krónunni linnti, þegar gengið var fellt 1 nóvember 1984. En þar sem kaupliðir kjarasamninganna frá þvf í nóvember eru uppsegjanleg- ir frá og með 1. september næst- komandi blasa nú við stjórnvöld- um í meginatriðum sömu erfið- leikar og fyrir ári. Ef ekki reyn- ist unnt að halda aftur af aukn- ingu útlána og raunvextir fá ekki að laga sig að markaðsaðstæðum, er hætt við að stefna ríkisstjóm- arinnar f baráttunni gegn verð- bólgunni bfði varanlegan hnekki. Stjórn fjármála Eins og áður hefur verið haldið fram f skýrslum OECD verður jafnvægi ekki komið á nema með aðhaldi f búskap hins opinbera. Þótt skortur á samræmdu heild- aruppgjöri opinbera búskaparins valdi því, að torvelt sé að meta heildaráhrif hans í þjóðarbú- skapnum, er næsta víst að eftir- spurn hins opinbera er enn of mikil. í fjárlögum fyrir árið 1984 var upphaflega gert ráð fyrir því, að dregið yrði úr opinberum út- gjöldum. Svo varð þó ekki og far- ið var verulega fram úr lánsfjár- áætlun ríkisins. Ekki er ólíklegt, að þessi þróun tengist að ein- hverju leyti hinu mikla launa- skriði, sem varð í sumum grein- um, en það ásamt ríkri tilhneig- ingu til að bera saman laun milli stétta ýtti mjög undir kröfur um endurskoðun kjarasamninga. Þessi framvinda var óæskilegri en ella vegna þess að erlendar lántökur fóru langt fram úr því sem áætlað hafði verið. Nauð- synlegt er, að útgjöld hins opin- bera á árinu 1985 verði skorin niður í a.m.k. þeim mæli sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og lánsfjáráætlun. Hins vegar má halda því fram, að svo mikið sé í húfi, að niðurskurðaráform stjórnvalda gangi ekki nógu langt. Úr því að nauðsynlegt er að halda aftur af launahækkun- um, minnka viðskiptahalla og létta greiðslubyrði af erlendum lánum, væri æskilegt að herða aðhald f fjármálum hins opin- bera. Erlendar skuldir Erlendar skuldir eru áhyggju- efni, enda er hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu hið næsthæsta meðal aðildarríkja OECD. í láns- fjáráætlun fyrir árið 1985 er að því stefnt, að hlutfall langra er- lendra lána af þjóðarframleiðslu vaxi ekki. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema með því að auka skammtfmalán og ganga á gjaldeyrisforðann. Skuldastaðan gagnvart útlönd- um mun þvf halda áfram að versna, en taka enda. Leggja verður mikla áherslu á að sporna við frekari hækkun erlendra skulda f hlutfalli við þjóðar- framleiðslu. Raunvextir af er- lendum lánum lslendinga eru nú um 5% og næsta víst að þeir munu í náinni framtíð verða hærri en árlegur hagvöxtur í landinu. Nauðsynleg forsenda þess að á vexti erlendra skulda hægi er, að viðskiptajöfnuður að vaxtagreiðslum undanskildum batni, sem í raun þýðir að vöxtur innlendrar eftirspurnar verður að vera hægari en vöxtur eftir- spurnar erlendis. Með hliðsjón af skuldavandanum má færa að því rök, að æskilegt sé að halda genginu stöðugu og að leggja beri aukna áherslu á innlendan sparnað. Þótt lægra gengi geti verið nauðsynlegt til að bæta stöðu útflutningsgreina, veldur gengisfelling því að raungildi greiðslubyrðar af erlendum lán- um eykst og skaðar hún því skuldum vafðar greinar. Aukinn sparnaður innanlands yrði til þess að síður þyrfti að grípa til erlendrar skuldasöfnunar til að standa straum af eðlilegri fjár- festingu og myndi um leið auð- velda stjórn peningamála. Fjölbreytni í atvinnumálum Nauðsynlegt hefur reynst að flytja inn fjármagn svo að hægt væri að auka fjölbreytni efna- hagslífsins með því að hagnýta frekar auðlindir landsins. Þetta er ein helsta ástæða mikillar skuldasöfnunar erlendis. Samt sem áður er þjóðarbúskapurinn enn mjög háður sjávarútvegi. Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu kæmi sér vel, ef breytingar á lífsskilyrðum í sjónum yrðu til þess að draga varanlega úr fram- leiðslugetu núverandi útflutn- ingsgreina, þar eð hún skyti fleiri stoðum undir lífskjörin í landinu. Með fjölþættara at- vinnulífi gæti einnig dregið úr sveiflum í þjóðarframleiðslu og útflutningstekjum, sem koma í kjölfar tímabundinna breytinga á aflabrögðum og viðskiptakjör- um. Fram að þessu hefur ekki nema lítill hluti af orkulindum landsins verið virkjaður. En vandamáiin, sem við er að fást, eru flókin og erfitt er að gera upp á milli þeirra kosta sem bjóðast. Á síðustu tíu árum hefur tekist að draga verulega úr þörfinni fyrir innflutta olíu, svo að frek- ari árangri á því sviði eru skorð- ur settar. Við fyrstu sýn virðist vera fyrir hendi umtalsvert svig- rúm til að koma á fót fleiri orkufrekum stóriðjufyrirtækj- um. Hins vegar er nú hörð sam- keppni milli landa um að laða að væntanlega fjárfestingaraðila á þessu sviði, jafnframt því sem mikil óvissa ríkir um þróun eftir- spurnar í heiminum eftir fram- leiðsluvörum hinna orkufrekari iðngreina. Einnig er brýnt að forðast að mikil umframgeta myndist í orkukerfinu. Þá er þess að gæta að hætta er á því, að mjög ör nýsköpun í atvinnulífinu gæti magnað það misvægi, sem einkennir þjóðarbúskapinn, við þau þröngu innri og ytri skilyrði sem nú ríkja. Almennt má segja, að nýsköpunarátakið eigi ekki að einskorðast við orkufrekan iðn- að. Endurskipulagning og bættur rekstur í hefðbundnum greinum ásamt eflingu nýrra útflutnings- greina á borð við fiskeldi og þjónustuútflutning gæti orðið undirstaða hagvaxtar í framtíð- inni. Að öllu samanlögðu er ljóst að fara verður með gát í stjórn efnahagsmála og leggja mikla áherslu á aukna hagkvæmni í fjárfestingum. Byrðar aðhaldsaðgerða Framundir lok áttunda ára- tugarins einkenndist þjóðarbú- skapur íslendinga af mikilli verðbólgu án þess þó að verulega drægi úr hagvexti eða lífskjör- um. En breyttar aðstæður valda því að ekki er hægt að beita sömu aðgerðum og áður. Sjávarútveg- urinn, sem er undirstaða at- vinnulífs í landinu, á við mikinn vanda að stríða; erlendar skuldir þjóðarinnar eru miklar og raun- vextir háir; mikill halli er á við- skiptum við útlönd; verð- og kauphækkanir hafa færst í auk- ana á nýjan leik. Við slíkar að- stæður er ekki um annan raun- hæfan kost að ræða en fylgja fast eftir þeirri stefnu, sem ríkis- stjórnin markaði í baráttunni við verðbólguna fyrir mitt ár 1983. Hvernig til tekst, mun ekki ein- göngu fara eftir því, hvort viðeig- andi og trúverðugri stefnu verð- ur fylgt, heidur einnig því hvort allir aðilar, sem hlut eiga að máli, eru reiðubúnir að axla þær byrðar sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur aðhaldsaðgerða. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir OLAV TRYGGVE STORVIK Bandarísk Phantom-herþota á Keflavíkurflugvelli. Óljós ávinningur af sam- þykkt um afvopnunarmál Nýlega samþykktu allir þingflokkar Alþingis fslendinga þingsályktun- artillögu um stefnu fslendinga í afvopnunarmálum og afstöðu þeirra til kjarnorkuvopnalausra svæða. Samþykkt þessi hefur ekki vakið sérstaka athygli annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar er vert að huga að henni einkum vegna þess að hernaðarlegt mikilvægi íslands hefur farið vaxandi f kjölfar aukinna umsvifa norðurflota Sovétmenna. Ibók, sem nefnist „Kjarnorku- vopnalaus Norður-Evrópa“ eftir L. Voronkov og gefin var út í fyrra af Nauka-forlaginu í Moskvu, kemur fram að lang- tímamarkmið ráðamanna i Sovétríkjunum er að stuðla að úrsögn fslands úr NATO. Þó svo að þetta markmið Kremlverja virðist óneitanlea nokkuð fjar- lægt er ein ieið til að nálgast það, að hvetja íslendinga til að skapa sér sérstöðu innan NATO sem að lokum gæti jafngilt hlut- leysisstefnu. Það er einmitt í ljósi þessarar staðreyndar sem hyggja verður að tilraunum Sovétmanna til að hafa áhrif á öryggismálaumræð- una á íslandi. Sovéska sendiráð- ið í Reykjavík rekur mikla starf- semi og starfsmenn þess eru ótrúlega margir. Novosti-frétta- stofan hefur skýrt frá hugsan- legri tilvist kjarnorkuvopna á ís- landi þegar það hefur þótt henta. Þótt sannleiksgildi þeirra frétta sé ákaflega vafasamt nægja þær til að skapa tortryggni. Mark- miðið er vitaskuld það, að halda uppi umræðunni um kjarnorku- vopn og um leið aðild landsins að NATO. Þar sem ibúar landsins eru aðeins 230.000 má ætla að auðveldara sé að hafa skoðana- myndandi áhrif en í fjölmennari þjóðfélögum. Eftir snarpar umræður var lögð fram ályktun um afstöðu ís- lands til kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum og tók Geir Hallgrímsson utanrikis- ráðherra virkan þátt I mótun hennar. í ályktun þessari, sem allir flokkarnir samþykktu, er lýst yfir stuðningi við sérhverja viðleitni að rjúfa „vítahring" vígbúnaðarkapphlaupsins. Þar kemur fram að ríkisstjórn ís- lands muni styðja samþykktir um bann við frekari tilraunum með kjarnorkuvopn og eftirlit með framleiðslu og uppsetningu slíkra vopna. Ríkisstjórn Islands mun einnig lýsa yfir stuðningi við samninga, sem kveða á um árlega fækkun kjarnorkuvopna í vopnabúrum þeirra landa, sem yfir þeim ráða. Þetta eru ekki beint umdeild atriði en athygli vekur, að Alþingi íslendinga tel- ur að þau verði að taka til beggja stórveldanna og fara fram á samræmi við alþjóðlegar sam- þykktir um eftirlit. Svo virðist sem ríkisstjórninni hafi verið í mun að fá stjórnar- andstöðuflokkana til að sam- þykkja stefnuyfirlýsingu varð- andi hugmyndina um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, sem er mikilvægt pólitískt mál. Það tókst að vissu marki. I sam- þykktinni er lýst yfir stuðningi við að kannaður verði grundvöll- urinn fyrir því að Norður- Evrópa verði lýst kjarnorku- vopnalaust svæði, bæði á landi og á og í hafi, til þess að takast megi að draga úr spennu og takmarka vígbúnað. Hvað varð- ar hugmyndina um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd er afstaða íslendinga skýrari en margra annarra Norðurlandabúa. Þeir telja að það svæði verði a.m.k. að ná yfir Eystrasalt, Noregshaf og Barentshaf en þar með myndi það taka yfir stóran hluta flota Sovétmanna. Hins vegar telur ríkisstjórn íslands, að ákjósan- legast væri að landsvæðið milli Grænlands og Úralfjalla yrði allt lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Likast til hafa ráðamenn Sov- étrikjanna og Bandarikjanna aðrar hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus svæði og umfang þeirra. Því mun afstaða íslend- inga í reynd hafa lítil áhrif. Þótt flokkarnir hafi allir stutt ályktunina hefur Alþýðubanda- lagið þegar sett fram sina túlkun á efni hennar. Því er ekki ljóst hve mikið hefur áunnist fyrir ríkisstjórnina með samþykkt þessari. Alþýðubandalagið telur að yfirlýsingin um að engin kjarnorkuvopn séu á Islandi sé mikilvægasti liður samþykktar- innar. Alþýðubandalagið telur, að í þessu felist algert bann við kjarnorkuvopnum á íslandi, einnig á ófriðartímum. Það eru einmitt yfirlýsingar sem þessi, sem gætu breytt stöðu Islands innan NATO. Nú um stundir er engin hætta á að þessi stefna Alþýðubandalagsins hljóti stuðning þjóðarinnar, til þess er flokkurinn of lítill. En margir eru þeir sem þreytast seint á að vinna sjónarmiðum þessum fylgi. Höfundur er blaðamadur hjá norska dagblaðinu Aftenposten og birtist þessi grein þar sl. mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.