Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 Trésmiðafélag íslands Vill að embættismönn- um verði sagt upp l'yrstu iðnrekstrarfræðingarnir, sem brautskráðust frá Tækniskóla íslands í vor. Tækniskóli íslands: Fyrstu iðnrekstrarfræð ingarnir brautskráðir TÆKNISKÓLA íslands var slitið fðstudaginn 31. maí sl. Voru þá meðal annarra brautskráðir fyrstu iðnrekstrarfræðingarnir af nýrri námsbraut í iðnrekstri. Braut Sovésk bóka- og listmunasýning verður opnuð í bókasafninu á Akra- nesi laugardaginn 15. júní kl. 14. Á sýningunni verða á þriðja hundrað bækur af ýmsu tagi, skáldverk, fræðslurit, listaverka- og barnabækur o.s.frv. Einnig verða sýnd veggspjöld, hljómplöt- ur og frímerki. Listmunirnir á sýningunni eru 27 talsins, öskjur og lakkmyndir, allt handmálaðir gripir, unnir af 20 listamönnum í 4 helstu miðstöðvum hinnar hefð- þessi er skipulögð sem tveggja og hálfs vetrar nám að loknu sveinsprófí, en þeir sem nú út- skrifuðust voru áður tæknifræð- ingar, iðnfræðingar eða útvegs- bundnu rússnesku lakkmunalist- ar: Fedoskino, Palekh, Mstera og Kholúi. Þá verða einnig til sýnis nokkrar svartlistarmyndir eftir rússneska listamenn. Eins og fyrr segir verður sýn- ingin opnuð laugardaginn 15. júní kl. 14. Á sunnudag og mánudag verður hún opin frá kl. 17 — 19, en annars á afgreiðslutíma bóka- safnsins. Aðgangur á sýningu þessa er ókeypis. (Úr rréUatilkynningu) tæknar og luku viðbótarnáminu á einni önn. í haust hefst kennsla á ann- arri nýrri námsbraut við skól- ann. Er það röntgentæknabraut. Hún er ætluð þeim, sem lokið hafa stúdentsprófi og mun nám á henni taka u.þ.b. þrjú og hálft ár. Tækniskólinn hélt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt sl. haust og bárust honum af því tilefni margar veglegar gjafir á skóla- árinu. Einnig var gefið út veg- legt afmælisrit. Skólinn starfar í tveimur deildum; frumgreina- deild, sem er undirbúningur fyrir sérnám, og sérgreinadeild, en hún skiptist aftur í bygginga- deild, rafmagnsdeild, véladeild, heilbrigðisdeild og rekstrar- deild. Rektor Tækniskóla íslands er Bjarni Kristjánsson. MORGUNBLAÐINU hafa borist til- lögur og ályktanir sem gerðar voru á félagsfundi Trésmiðafélags Reykja- víkur 30. maí sl. I fyrri ályktuninni segir m.a. að talsverðar umræður hafi verið að undanförnu um að háttsettir starfsmenn í opinberri þjónustu hafa fengið háar fjárhæðir til viðbótar kaupi sínu sem þó sé gríðarlega hátt á mælikvarða al- mennings. Þá segir að þessum mönnum hafi verið trúað fyrir miklu og þeir hafi vegna embætta sinna mikil áhrif á efnahagslega afkomu þjóðarinnar, en þeir hagi sér eins og „purkunarlausir ævintýragos- ar“. Félagið telur heppilegast að öll- um þessum mönnum verði sem fyrst sagt upp störfum á opinber- um vettvangi, svo þeir gramsi ekki í naumum sjóðum, meðan fjöldi fólks hefur ekki til hnífs og skeið- Stofnfélagar „Þórunnar hyrnu“ eru 22 konur, sem allar eru fram- arlega í menningar- og atvinnulífi Akureyrarbæjar. Til vígsluhátíðarinnar komu góð- ir gestir, svo sem bæjarstjóri Akur- eyrar, forseti bæjarstjórnar, auk formanna Soroptimistaklúbbs Ak- ureyrar og Rotary-klúbbs Akureyr- ar, að ógleymdum Zonta-konum frá Reykjavík, Selfossi og Zonta-klúbbi Akureyrar. um að nauðsynlegt væri fyrir verkalýðshreyfinguna að samein- ast um að snúa vörn í sókn eftir að lífskjör vinnandi fólks á íslandi hafi verið skert stórlega á undan- förnum árum með yfirgangi ríkis- valdsins og atvinnurekenda. Félagið telur nauðsynlegt að hreyfingin setji fram kröfur um að endurheimta verulegan hluta þess kaupmáttar, sem af henni hefur verið tekinn, og aukinn kaupmáttur verði tryggður með traustri kaupmáttartryggingu. Að lokum segir í ályktuninni:„ Þar sem fyrir liggur tilboð frá Vinnuveitendasambandi íslands að nýjum kjarasamningi vill fund- urinn árétta að því aðeins getur þetta tilboð verið grundvöllur við- ræðna, að Vinnuveitendasamband íslands sé jafnframt tilbúið til viðræðna um trausta kaupmátt- artryggingu og vaxandi kaupmátt á samningstímanum, samanber kröfur félagsins þar um.“ Heiðurgesturinn var Sinikka Heiskanen frá Finnlandi en hún er yfir öllum Zonta-klúbbum á Norð- urlöndum og kom hún sérstaklega til að vígja hinar nýju Zonta-konur. Fyrstu stjórn „Þórunnar hyrnu“ skipa: Guðlaug Hermannsdóttir formaður, Svava Aradóttir varafor- maður, Helena Eyjólfsdóttir ritari, Bára Stefánsdóttir gjaldkeri, Krist- ín Pálsdóttir stallari, Valgerður Sverrisdóttir meðstjórnandi. (Úr frétutilkynningii) Sovésk bóka- og list- munasýning á Akureyri ar. Félagsfundurinn ályktaði einnig Nýr zontaklúbbur vígður á Akureyri HINN 11. maí sl. var vígður nýr Zonta-klúbbur á Akureyri. Klúbbur þessi, sem heitir „Þórunn hyrna“, var stofnaður síðastliðinn vetur fyrir forgöngu Zonta-klúbbs Akureyrar. Jóhanna Valdimarsdóttir, þáverandi formaður Zontaklúbbs Akureyrar, var forsvarsmaður að stofnun klúbbsins. Vilja sameiginleg- an björgunarskóla Frá landsþingi Hjálparsveita skáta Flectalon-álspænisteppi að gjöf. Álspænisteppi sem þetta hefur Frá setningu landsþings Hjálparsveita skáta 1985. Ágúst Þorsteinsson, skátahöfðingi, flytur þinginu kveðjur skátahreyfingarinnar Landsþing hjálparsveita skáta var haldið í Garðabæ fyrir skömmu. Þingið sóttu um 70 full- trúar aðildarsveita Landssam- bands hjálparsveita skáta. í þingbyrjun voru fjórar ný- stofnaðar hjálparsveitir boðnar velkomnar í Landssamband hjálp- arsveita skáta, þ.e. hjálparsveitir skáta á Akranesi, á Fjöllum, í Reykjadal og hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði. Með þeim eru hjálparsveitir skáta orðnar tutt- ugu talsins með yfir 800 skráða félaga. Auk venjulegra aðalfundar- starfa fóru fram umræður í smærri hópum um mikilvæg mál- efni er varða starfsemi hjálpar- og björgunarsveita. Má þar til nefna umræður um drög að nýjum sam- starfssamningi milli Álmanna- varna ríkisins og hjálpar- og björgunarliða. Ennfremur voru rædd málefni er varða samræmda þjálfun þeirra er sinna slíkum störfum. Landsþing LHS sam- þykkti eftirfarandi ályktun: 1. Að skora á Almannavarnir ríkisins, Landssamband flug- björgunarsveita, Rauðakross ís- lands og Slysavarnafélag íslands að setja ásamt LHS á stofn sam- eiginlegan björgunarskóla eða þjálfunarmiðstöð, sem m.a. geti veitt björgunarsveitamönnum sér- þjálfun á ýmsum sviðum björgun- arstarfa og rétt til að bera ein- kenni um hana. 2. Að þjálfun björgunarsveita skuli samræmd á sem flestum sviðum og ekki slakað á þeim kröf- um, sem nú eru gerðar. 3. Áð LHS skuli vinna að þessum málum innan sinna vébanda. Hjálparsveitamönnum á lands- þingi bauöst að skoða þyrlu Land- helgisgæslunnar og fylgjast með notkun sigbúnaðar hennar. Við það tækifæri afhenti formaður LHS, Tryggvi Páll Friðriksson, þyrludeild Landhelgisgæslunnar LHS flutt inn fyrir aðildarsveitir sínar og er það einkar hentugt til að koma hita í blauta og hrakta menn. Vígsla hjálparsveitar- húss í Garðabæ t tengslum við landsþing LHS var formlega tekið í notkun nýtt húsnæði hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Húsið stendur við Bæj- arbraut og er í alla staði hið veg- legasta hús með aðstöðu fyrir bíl sveitarinnar, útbúnað og félags- aðstöðu. Ennfremur er í húsinu aðstaða fyrir aðgerðastjórn. Hjálparsveitinni áskotnuðust við þetta tækifæri ýmsar góðar gjafir og bæjarstjórn Garðabæjar veitti sveitinni af rausnarskap lóð þá er húsið stendur á. Endurnýjun búnaðar Hjálparsveitir skáta hyggja nú sem endranær á endurnýjun og uppbyggingu búnaðar síns til björgunar- og hjálparstarfs. Má þar nefna nýja, sérhannaða björg- unarbíla, endurnýjun á sjúkra- og skyndihjálparbúnaði sem svarar kröfum nútímans o.fl. o.fl. Til hagsbóta fyrir aðildarsveitirnar hefur LHS sjálft haft hönd í bagga með innflutningi þess bún- aðar sem sveitirnar afla sér. Að- ildarsveitirnar á Faxaflóasvæðinu hafa komið sér upp skyndiútk- allskerfi með svokölluðum „frið- þjófatækjum". Eru því lykilmenn í sveitunum óháðir símhringingum, ef til útkalls kemur. Þjálfun hjálparsveita- manna í björgunarskóla LHS Mikilvægust er þjálfun hjálpar- sveitamanna til að bregðast rétt við er vá ber að dyrum. Á vegum Björgunarskóla LHS hefur nú á aðra viku staðið yfir námskeið í þjálfun skyndihjálp- arliða í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn. Heita má, að kennt sé daga og nætur og óvæntar æf- ingar settar á svið þegar minnst varir. Sérfræðingar kenna þar m.a. viðbrögð við kali, hjartahnoð, fæðingarhjálp og margt fleira. Með aukinni þjálfun og æfingu eru hjálparsveitamenn betur í stakk búnir til að veita samborgurum sínum þá aðstoð er á þarf að halda hverju sinni. Starf hjálparsveitanna kostar ærið fé, en með góðum stuðningi almennings hefur ýmsum mark- miðum verið náð og áfram er stefnt að því að efla öryggi lands- manna með ýmsu móti. (Frá LHS.) Frá vígslu hjálparsveitahúss í Garöabæ. Formenn HSG frá stofnun sveitar- innar áriö 1969, taliö frá hægri: Einar Guömundsson, Sigurður Hansson, Tómas Kaaber, Guömundur Jónatansson, Eyjólfur Valtýsson og Ármann Höskuldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.