Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985
Gengis-
lækkun í
Argentínu
Buenos Aires, 12. júní. AF.
Ríkisstjórn Argentínu felldi í
dag gengi gjaldmiðils landsins,
peso, um 18%. Alþjóðagjaldeyris-
varasjóðurinn gaf samdægurs til
kynna að hugsanlega yrði afgreitt
1,4 milljarða dollara lán til Arg-
entínu, sem stöðvað var á sínum
tíma.
Gengislækkunin er hin mesta
frá því í júní 1981 er herstjórnin,
sem þá var við völd, lækkaði
gengið um 30%. Lét Alþjóða-
gjaldeyrisvarasjóðurinn í ljós
ánægju sína með þessa ákvörð-
un, sem er liður í áætlun um
efnahagsaðgerðir, sem stjórn
Argentínu náði samkomulagi
um við sjóðinn.
Lengi hefur verið lagt að Arg-
entínumönnum að lækka gengi
og grípa til annarra aðgerða til
að gengi pesóins yrði nær raun-
virði hans. Með því móti væri ýtt
undir útflutning og landsmenn
fengju þannig tekjur til að
greiða af útlendum lánum, sem
nema 48,4 milljörðum dollara.
Vöknud af Þyrnirósarsvefni
Skonnortan Stolt Baltimore sést hér sigia undir Tower Bridge í London
í gær. Þetta er eina skonnortan sinnar gerðar sem nú er til í heiminum,
en hún er kennd við Baltimore. Stolt Baltimore er nú í hnattsiglingu til
að minna á sögu borgar sinnar, en þess má geta, að nú eru liðin
rúmlega hundrað ár frá því að skonnortur af þessari tegund voru á sjó.
Sovétríkin:
Færri gyðingar fá
að flytjast úr landi
Genf, 11. júní. AP.
MUN færri gyðingum var leyft að flytjast frá Sovétríkjunum í maí miðað
við mánuðina þar á undan segir í frétt frá alþjóðasamtökum um málefni
fólksflutninga (ICM) í dag.
Alls fékk 51 gyðingur að flytj-
ast frá Sovétríkjunum í maí, en í
apríl var fjöldi útflytjenda af
gyðingaættum 166. Er þetta í
fyrsta sinn á árinu sem þeim
fækkar.
Talsmaður ICM kvaðst enga
skýringu geta gefið á því hvers
vegna sovésk stjórnvöld hefðu
ákveðið að leyfa færri gyðingum
að flytja úr landi í maí. Þó hefði
útflytjendum fækkað stöðugt frá
því 1979, en þá fengu um 51 þús-
und gyðingar að flytjast frá Sov-
étríkjunum. Samt sem áður hefur
þeim farið fjölgandi það sem af
er þessu ári eða þangað til í maí,
eins og áður sagði. Þess má geta
að í fyrra fengu aðeins 922 leyfi
til að fara úr landi.
Kólera í Súdan:
Herjar á flótta-
menn frá Eþíópíu
Khartoum, 13. júní. AP.
HJÁLPARSVEITIR í Súdan leggja
nú allt kapp á að binda enda á
alvarlegan kólerufaraldur, sem
ÍSRAELAR hafa nú dregið allan herafla sinn á
brott frá Líbanon. Því fer hins vegar víðs fjarri
að friður ríki í landinu. Á kortunum sést, hvernig
skiptingu Líbanons var háttað milli hinna ólíku
fylkinga fyrir innrás ísraela í júní 1982 og hvern-
ig hún er nú. Kort þetta birtist upphaflega í
franska vikuritinu l’Express.
STAÐAN í júní 1982
Her Sýrlands
Hersveitir kristinna
Hersveitir shíta
Hersveitir súnníta
Hersveitir drúsa
ísSssv?' Her ísraela og bandamanna
< .Vtíá *
1. Trípólí: herstjórn Sýrlendinga. Hernaðarítök Palestínumanna.
Pólitísk ítök Palestínumanna og súnníta.
2. Zghorta: herstjórn Sýrlendinga. Hernaðarleg og pólitísk ítök Sol-
eiman Frangié, fyrrum forseta, keppinautar Gemayel-hópsins meðal
maróníta. s
3. Marúnistan (þ.m. Austur-Beirút): pólitísk og hernaðarleg stjórn
kristinna falangista og líbanskra hermanna Gemayel. Hernaðarleg
og pólítísk ítök lsraela.
4. Vestur-Beirút: herstjórn PLO. Hernaðarítök „líbanskrar" sam-
steypu, einkum súnnita og drúsa. Pólitísk stjórn súnníta.
5. Baabda (forsetasvæðið): aðsetur yfirstjórnar þjóðarhers Líbana.
6. Drúsistan: herstjórn Sýrlendinga. Hernaðarleg og pólitísk ítök
Júmblatt-fjölskyldunnar. Skikar maróníta með pólitískum ítökum
fjölskyldu Camille Chamoun, fyrrum forseta.
7. Sídon: herstjórn PLO. Hernaðarítök og pólitísk stjórn súnníta.
8. Suður-Líbanon: herstjórn PLO. Hernaðarleg og pólitísk ítök shíta,
líbanskra kommúnista og Alþýðufylkingar Sýrlands (PPS).
9. Bekaa-dalur: her- og pólitísk stjórn Sýrlendinga. Pólitísk ítök shíta,
súnníta og Alþýðufylkingar Sýrlands (PPS).
10. Landamærasvæði: her- og pólitísk stjórn fsraela fyrir tilstuðlan
Haddad majórs, kristins Líbana. Hernaðarleg og pólitísk ítök marón-
íta.
1. Trípólí: her- og pólitísk stjórn Sýrlendinga nema í miðborginni, þar
sem súnnítar hlynntir Arafat ráða.
2. Zghorta: óbreytt ástand.
3. Marúnistan (þ.m. Austur-Beirút): herstjórn kristinna sveita, sem
hafa deilt á stjómmálasviðinu síðan í mars 1985; deilurnar eru milli
hópa sem eru á bandi ísraela og Amine Gemayel, forseta, sem hallast
að Sýrlendingum.
4. Vestur-Beirút: herstjórn shíta og drúsa undir sýrlenskri vernd.
Pólitísk ítök Sýrlendinga, shíta og drúsa.
5. Baabda (forsetasvæðið): aðsetur yfirstjórnar þjóðarhers Líbana.
Hersveitir hollar Gemayel, forseta. Pólitísk ítök Sýrlendinga.
6. Drúsistan: her- og pólitísk stjórn Sýrlendinga og drúsa.
7. Sídon: herstjórn súnníta og Palestínumanna á bandi Sýrlendinga.
Hernaðarleg ítök shíta. Pólitísk stjórn súnníta.
8. Suður-Líbanon: her- og pólitísk stjórn shíta (einkum Amal-hreyf-
ingarinnar). Hernaðarleg ítök kommúnista úr PPS og Hezbolahi
(rétttrúaðir shítar).
9. Bekaa-dalur: óbreytt, nema dálítil hernaðarítök Palestínumanna á
bandi Sýrlendinga og shíta sem eru vinveittir írönum.
10. Landamærasvæði: her- og pólitísk stjórn ísraela fyrir tilstuðlan
Antoine Lahad, hershöfðingja, kristins Líbana, og hers Suður-Líban-
ons. Hernaðarleg og pólitísk ítök maróníta.
kominn er upp þar í landi á meðal
flóttamanna frá Eþíópíu. Súdönsk
stjórnvöld hafa ekki viljað viður-
kenna, að kólera sé þarna á ferð-
inni, en halda því fram, að þarna sé
á ferðinni allt annar sjúkdómur.
„Við erum ekki í nokkrum vafa
um, að þetta er kólera," var haft
eftir manni úr hjálparsveitunum
í dag. Sagði hann, að sjúkl-
ingarnir væru meðhöndlaðir sem
væru þeir haldnir kóleru og væri
árangurinn af þeirri meðferð
greinilegur í flestum tilfellum.
Yfir 2000 manns hafa tekið
veikina, síðan hún kom upp 24.
maí sl. og eru meira en 100
manns þegar dánir úr henni.
Veður
víða um heim
Akureyri 11 skýjað
Amsterdam 9 14 skýjað
Aþena 20 32 heióskirt
Berlín 6 15 skýjaó
BrUssel 4 15 skýjaó
Chicago 7 14 skýjað
Dublin 8 15 skýjaó
Frankfurt 8 18 rigning
Genf 5 24 skýjaó
Helsinki 8 13 skýjaö
Hong Kong 28 29 skýjaó
Jerúsalem 18 29 heiðskírt
Kaupmannah. 10 17 skýjaó
Las Palmas 23 léttsk.
Lissabon 14 26 heióskírt
London 10 16 skýjaó
Los Angeles 19 28 skýjaó
Lúxemborg 11 skúr
Miami 26 31 ngning
Montreal 10 16 skýjað
Moskva 14 21 rigning
New York 18 29 heióskírt
Osló 9 16 skýjað
París 9 18 skýjaó
Peking 16 28. skýjað
Reykjavik 9 léttsk.
Ríóde Janeiro11 25 heióskírt
Rómaborg 13 26 heiðskírt
Stokkhólmur 8 17 rigning
Sydney 8 17 heióskirt
Tókýó 17 18 rigning
Vínarborg 9 18 rigning
Þórshðfn 7 skýjað
MALLORKA
Sól - Orka
Brottfarardagar:
júní: 17. | í september: 9., 30.
júlí: 8., 30. I Í október: 21.
ágúst: 19. !
Ath: Alltaf beint dagflug!
mðvtk
FeróaskriUtofa, Iðnaðarhutinu,
Hatlveigarstig 1, aimar 28388 og 28580