Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1985 19 Vopnaskak við vélmenni Tom Selleck f snjallri spennumynd, Runaway, þar sem hinn mannlegi þáttur er því miður mikið til kæfður í rafeindabrellum. Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson. Stjörnubíó: Runaway * ★ '/■> Handrit og leikstjórn: Michael Crichton. Tónlist: Jerry Goldsmith. Klipping: Glenn Farr. Kvikmyndun: John A. Alonzo, A.S.C. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Cynthia Rohdes, Gene Simmons, Kristie Alley, Bandarísk, frumsýnd í árslok 1984 frá Tri-Star. Velflestir kvikmyndaáhuga- menn ættu að kannast við Michael Chrischton og vísindaskáldsögu- myndir hans, Coma og Westworld, auk þess átti hann handritið að þeim báðum og Andromeda Strain, sem byggt var á metsölubók hans. Áhugi hans og þekking á háþró- aðri rafeindatækni kom fram í þeim öllum, og ekki síst í nýlegri vísindasögu hans, Congo. Kvikmyndarétt hennar keyptu þeir Zanuck og Brown en myndin verður víst seint tekin á meðan ekki tekst að hafa uppá górillu með mannsvit, en það er önnur saga. Enn er Chrichton á gægjum fram í tímann og i Runaway eru vinir hans, vélmennin, orðin ískyggilega áberandi í hversdags- lífinu. Þau eru farin að sjá um heimili, ala upp börn, vera á varðbergi í stofnunum, byggja heilu skýjaklúfana, osfrv. Og inn- an lögreglunnar er búið að stofna deild sem sérhæfir sig í að gera við stjórnlaus vélmenni, þar ræð- ur Ramsey (Tom Selleck) ríkjum. Það fer ekki framhjá Ramsey og starfsfólki hans að eitthvað er far- ið úr böndunum hjá vélmennum borgarinnar, þau eru farin að ganga berserksgang, jafnvel drepa. Lögreglan kemst fljótlega að því að einhverjir eru farnir að skifta um minniskubba í þeim, setja í þau nýja sem gera þau að morðingjum. Þessir nýju kubbar eru að sjálfsögðu eftirsótt tækni til handa hverskonar hryðu- verkastarfsemi og glæpasamtök- um. En okkar maður, Ramsey, er kominn á sporið og drjúgur hlutur myndarinnar fer i lokauppgjör hans og Luthers, mannsins sem stendur á bak við hina glæpsam- legu hátækni. Því er ekki að neita að það er ansi mikið málmhljóð I Runaway, mannskepnan stendur í skuggan- um af komandi tæknifurðum eins og heimilisróbotum, fljúgandi ör- njósnatækjum, fjarstýrðum smá- sprengjum á hjólum, örsprengi- flaugum, sem elta uppi skotmörk sin þegar búið er að stilla þau inná hitakerfi fórnarlambsins, og ekki síst bráðdrepandi fjarstýrðum stálköngulóm. Chrichton, með hjálp magnaðr- ar tónlistar, Goldsmiths, skapar oft óhuggulega spennu með þess- um miður geðslegu leikföngum sínum og ekki hjálpar uppá sak- irnar að Ramsey kvelst af loft- hræðslu, en lokaatriðið gerist hátt uppi skýjakljúfi i byggingu. Það fer illa með sálartötrið í loft- hræddum áhorfendum! Selleck er djarfur að hafa tekið að sér þetta hlutverk, því ferill hans eftir þrjár myndir er ekki sérlega beysinn. Þessi reffilegi og að því er virðist ágætlega hæfi- leikum búni leikari er einn vin- sælasti sjónvarpsleikarinn í dag (stjarna þáttanna Magnum P.I.) þarf á sterku karakterhlutverki að halda ef hann ætlar sér að ná traustri fótfestu á hvíta tjaldinu í stað þess að standa í vopnaskaki við vélmenni. Þau stela nefnilega flestum senum þessarar myndar. Sem fyrr segir tekst Chrichton oft á tíðum að skapa með ólíkind- um mikla spennu með þvi að etja saman homo sapiens og hinum el- ektrónísku afkvæmum hans, hins- vegar er stærsti galli Runaway skortur hinna mannlegu þátta. Tæknin er fyrsta flokks Holly- wood standard og poppgoðiö úr Kiss kemur skemmtilega á óvart, sem mjög svo hatursvekjandi ill- menni. Komiö og reynsluakiö Rocky og ræö- iö viö sölumenn um útborgun og láns tíma eftirstööva skv. Daihatsu-kjörum. Daihatsu-gæöi- þjónusta-endursala. Þega Daihatsu-verksmiðjanna \ skiluðu vinnuteikningum sínum til framleiðsludeildar verksmiðjanna höfðu þeir leyst af hendi 4 meginverkefni 1. Komið öllum bestu eiginleikum 4-hjóladrifsbílsins ásamt nokkr- um nýjungum fyrir í ramma, sem samtals vegur aöeins 1330 kg. rDaihatsu ROCKY Glæsileg eign á réttu veröi og kjörum 2. Gert hann ótrúlega sparneytinn úr garði án þess aö fórna nokkru í afli og snerpu. 3. Gefiö honum sérlega glæsilegt og traustvekjandi útlit ásamt rúmgóöu, fallegu farþega- og farangursrými og glæsilega út- færöu mælaboröi. 4. Ótrúlega hagstætt verö. Staöreyndin er nefnilega sú, aö Rocky Wagon lúxusútgáfa meö bensínvél kostar aðeins frá kr. 823.000 meö ryövörn kominn á götuna og stenst meö glæsi- brag verösamanburö viö keppinautana. Þótt viö segjum aöeins 823 þúsund krónur fyrir Rocky Wagon eru þaö auövitaö heilmiklir fjár- munir, enda Rocky mikil eign. Viö bjóöum sér- stök kjör fyrir þá sem þess óska, er þeir ákveöa kaup á Rocky. Viö bjóðum svo 5. atriöiö — Daihatsu-kjör Daihatsu-umboöiö Ármúla s. 685870-81733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.