Morgunblaðið - 14.06.1985, Síða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1985
Einar Vigfús-
son - Minning
Fæddur 2. júní 1894
Dáinn 6. júní 1985
Menn koma og fara, það er
gangur lífsins. Þrátt fyrir það
fylgir alltaf söknuður og eftirsjá
fráfalli kærkomins ættingja.
Þannig er það með Einar Vigfús-
son, afa minn, sem andaðist
fimmtudaginn 6. júní í Borgar-
spítalanum í Reykjavík, niutíu og
eins árs að aldri.
Einar fæddist á Eyjólfsstöðum
á Völlum og var sonur hjónanna
séra Vigfúsar Þórðarsonar og frú
Sigurbjargar Bogadóttur Smith.
Frá Eyjólfsstöðum fluttist hann
sex ára gamall ásamt foreldrum
sínum að Hjaltastað í Hjalta-
staðaþingá þar sem faðir hans
hafði tekið við brauði. Árið 1918
fluttist fjölskyldan svo að Eydöl-
um í Breiðdal. Þaðan lá leið Ein-
ars til Akureyrar að læra ljós-
myndun, og á Akureyri dvaldist
hann í einn vetur.
Að því loknu fór hann suður til
Reykjavíkur og stundaði nám við
Verslunarskólann.
Alfarinn fluttist Einar síðan til
Reykjavíkur 1941. Nokkrum árum
síðar giftist hann eftirlifandi konu
sinni, Huldu Sveinbjörnsdóttur,
og áttu þau saman þrjú börn. Eft-
ir komuna til Reykjavíkur og eftir
að hann hafði lært útvarpsvirkj-
un, hóf hann störf hjá Ríkisút-
varpinu. Átján ár vann hann á
viðgerðarstofu þess og síðan fimm
ár á Skúlagötu 4 uns hann lét af
störfum sjötugur að aldri.
Jafnframt vinnu sinni hjá út-
varpinu vann hann við smíðar í
frístundum sínum.
Margar góðar og skemmtilegar
minningar á ég um afa. Eins og til
dæmis þegar hann sagði mér sög-
ur af honum sjálfum og samtíðar-
mönnum hans. Og oft voru þær
sögur hafsjór af fróðleik og
skemmtilegum atvikum. Einar var
málamaður og hafði gaman af að
lesa bækur og ljóð á erlendum
málum, og oft kenndi hann mér
vísukorn á útlensku, sem mér
þótti mjög spennandi ungum.
Þetta er þó aðeins brot af þeim
minningum um afa minn sem
hjálpa mér að minnast hans með
hlýhug í komandi framtíð. Auk
þess geyma góðar minningar um
menn þá lifandi í hugum og hjört-
um þeirra sem eftir lifa, eða eins
og segir í kvæðinu
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama;
en orðstír
deyr aldrei,
þeim er sér góðan getur.
Megi afi minn hvíla í friði.
Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Hann pabbi er dáinn, undarleg
tilfinning, hann sem var alltaf svo
góður. Það er erfitt að sætta sig
við það, þótt hann hafi verið orð-
inn fullorðinn bjóst ég ekki við
þessu svo snöggt.
Ég kom eins oft í bæinn og ég
Kristjana G. Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 11. nóvember 1911
I)áin 5. júní 1985
Við félagar í stúkunni Andvara
nr. 265 viljum með fáum orðum
færa fram kveðju okkar til góðrar
félagssystur sem horfin er okkur
sjónum og þakka störfin og við-
kynninguna á liðnum árum.
Kristjana Guðrún var fædd 11.
nóvember 1911, dóttir Bjarna Ein-
ars Einarssonar útgerðarmanns í
Ögurnesi og Halldóru Sæmunds-
dóttur konu hans, ein af tíu börn-
um þeirra hjóna (Arnardalsætt). I
Ögurnesi ólst hún upp. Kristjana
riftist 14. maí 1935 Kjartani
Olafssyni frá Strandaseli í Ög-
urhreppi. Þau fluttust til Suður-
lands fáum árum síðar. Kjartan
var um tuttugu ára skeið verzlun-
arstjóri hjá Kf. Árnesinga á Sel-
fossi og síðar hjá Kf. Hafnfirðinga
en gerðist starfsmaður hjá Sam-
vinnubankanum við stofnun hans
1963.
Þau hjón Kristjana og Kjartan
byggðu sér hús að Birkihvammi 8
í Kópavogi fyrir þrjátíu árum og
hafa átt þar heima síðan. Þar
skapaði hún fjölskyldu sinni hlý-
legt heimili og Kjartan prýddi
utanhúss með fögrum garði —
menningarheimili í skjólsæld
sunnan í Kópavogshálsi.
Kynning mín af þeim hjónum er
orðin áratugagömul, allt frá því að
við tókum höndum saman við
fleira áhugafólk um stofnun stúk-
unnar Andvara í góðtemplararegl-
unni fyrir þrjátíu og átta árum
síðan. Þar voru þau vináttubönd
tengd sem ekki slitna. Kristjana
innti af höndum margvísleg störf í
þágu stúkunnar og reglunnar á
liðnum árum og nokkur síðustu
árin var hún gjaldkeri stúkunnar
okkar.
Kristjana var fríðleikskona.
Hún var greind og athugul og las
góðar bækur, hagorð og listfeng
eins og heimili hennar ber fagurt
vitni í útsaumi og myndlist. Það
var gott og heilbrigt mannlíf sem
þróaðist í Birkihvammi 8.
Þau hjón eiga fimm börn: Maríu
Erlu, Bolla, Einar, Guðríði og
Halldór sem búa í Reykjavík og
Kópavogi með fjölskyldum sínum.
Síðastliðin tvö ár hafði Krist-
jana átt við alvarlega vanheilsu að
stríða. Hún andaðist í Landspítal-
anum 5. júní sl. og fer útför henn-
ar fram í dag.
Góð kona er kvödd. Miklu og
fögru dagsverki er lokið. Þakkir
eru fluttar frá stúkunni fyrir
störfin og yfir samverustundum á
fundunum og við félagsstörf á
heimilum okkar hvílir hlý og fög-
ur birta í minningunni. Og mikinn
sjóð slíkra minninga veit ég að
Kjartan vinur minn á og börnin
þeirra.
Indriði Indriðason
Kveðjuorð:
Sólveig Pálsdóttir
frá Nikulásstöðum
Fædd 9. apríl 1911
Dáin 26. maí 1985
gat til að heimsækja hann og
mömmu. Þangað var alltaf gott að
koma. Hann giftist mömmu 19.
maí 1951, en þau voru búin að búa
saman í nokkur ár áður.
Þau eignuðust 3 börn og barna-
börnin eru orðin 8.
Pabbi og mamma voru búin að
búa saman hátt í 40 ár í
hamingjusömu hjónabandi.
Ég ætla ekki að rekja ættir
pabþa nánar.
Alltaf þótti afabörnunum gott
að koma til afa og hlusta á hann
segja sögur af sér þegar hann var
ungur drengur.
Foreldrar mínir bjuggu mestan
sinn búskap í Efstasundi 35, þar
fæddumst við systkinin og ólumst
þar upp í ást og kærleika, þar var
gott að vera. Pabbi starfaði lengst
af hjá Ríkisútvarpinu, í um 23 ár.
Ég man eftir þegar ég sem krakki
kom þangað að heimsækja hann,
hvað það var gaman að fylgjast
þar með honum að störfum. Pabbi
var góður faðir og fræddi okkur
systkinin mikið af sinni reynslu í
lífinu, það var gaman að hlusta á
hann.
Ég þakka elsku pabba fyrir allt
það góða sem hann var mér og
fjölskyldu minni.
Elsku mamma mín, ég vona að
góður Guð huggi þig og styrki á
þessari erfiðu stund.
Sveinbjörg Linda
Sólveig Pálsdóttir frá Niku, eins
og hún nefndi sig gjarna, andaðist
á hvítasunnudaginn 26. f.m. og var
kvödd hinstu kveðju frá Selfoss-
kirkju hinn 1. júní sl. Með Sól-
veigu er gengin gagnmerk kona,
skáldmælt, prúð og hljóðlát, sem
hvarvetna reyndi að láta gott af
sér leiða á lífsleiðinni.
Sólveig fæddist í Nikulásarhús-
um í Fljótshlíð 9. apríl 1911. For-
eldrar hennar voru hjónin Páll
Auðunsson frá Eyvindarmúla og
Sigríður Guðmundsdóttir, sem
fædd var á Gafli í Flóa, en ólst
upp í Fljótshlíðinni. Fjögur börn
þeirra hjóna komust til fullorðins-
ára og voru auk Sólveigar þau
Guðmundur Pálsson, er lengi var
bókari hjá Kf. Rangæinga á
Hvolsvelli, Auðunn Pálsson, bóndi
í Nikulásarhúsum og síðar verka-
maður á Selfossi, og Steinunn
Pálsdóttir, er starfaði í Reykjavík,
á Siglufirði og víðar. Öll eru þessi
systkini nú fallin frá.
Sólveig fór ung að heiman og
stundaði ýmsa vinnu hér og þar
framan af ævi. En árið 1944 gerð-
ist hún ráðskona hjá Guðlaugi
Oddssyni á Efra-Hofi í Garði og
dvaldist þar upp frá því í meira en
þrjá áratugi. Síðustu æviárin var
hún svo í Hveragerði og á Selfossi
og einnig oft á sjúkrahúsinu á Víf-
ilsstöðum, þar sem hún andaðist.
Sólveig giftist ekki, en eignaðist
eina dóttur, Sigríði Páls, sem nú
er húsmóðir á Selfossi. Einnig ól
hún upp systurdóttur sína, Ing-
unni Pálsdóttur, húsmóður í
Garði. Sólveig var ekki sterkbyggð
kona og átti löngum við vanheilsu
að stríða. Engu að síður var hún
sístarfandi og sá sér og sínum far-
borða af mikilli prýði og kost-
gæfni.
Sólveig var bókhneigð og
skáldmælt að upplagi og hafði sér-
stakt yndi af ljóðum, sem hún las
frá barnæsku. Snemma fór hún
sjálf að setja saman kvæði og
stökur, sem víða birtust í blöðum
og tímaritum. Yrkisefni hennar
voru víða að og þar á meðal ýmis
tækifæriskveðskapur fyrir líðandi
stund. En oft leitaði hugurinn líka
til æskustöðvanna, náttúrunnar
og fegurðar lífsins. Kemur þetta
allt saman vel fram í ljóðabókinni
Hvunndagsljóð, sem hún gaf út á
síðasta ári. Tókst sú útgáfa vel í
alla staði og hlaut Sólveig mikla
sæmd fyrir þetta framtak sitt.
Mörg kvæðanna lýsa vel mann-
gerð og hugarheimi þessarar
íhyglu og skáldmæltu konu. í því
sambandi rifja ég upp lítið ljóð,
þar sem hún lætur hugann reika
til austurfjalla og æskustöðva
sinna í Fljótshlíð.
Farast henni orð á þessa leið:
Nú blasa við mér blessuð austurfjöllin
blá og græn, hið efra mjallarlín.
Einnig líka vegleg hamrahöllin,
á hennar glugga morgunsólin skín.
í þessu skjóli átti ég æskudaga
og ótal margt var þar að skoða og sjá.
Þá átti ég sporin mörg um heiðar haga,
hve himneskt var að lifa og elska þá.
Ég fluttist burt, en flest í huga geymi,
í fjarlægðinni oft ég minnist þín.
Og alltaf finnst mér ylur til mín streymi,
er ég þig nálgast, kæra sveitin mín.
Þannig hugsaði Sólveig Páls-
dóttir til æskustöðva sinna og
þannig bar hún líka hlýhug til
ástvina sinna og samferðafólks.
Það er ávinningur að kynnast
fólki sem henni og af þeim kynn-
um spretta góðar og fagrar minn-
ingar hjá þeim, sem eftir lifa. Ég
votta aðstandendum, ættingjum
og vinum þessarar góðu konu
dýpstu samúð og bið Guð að blessa
minningu Sólveigar Pálsdóttur.
Jón R. Hjálmarsson
Baldur Þorgils-
son - Minning
I dag, 14. júní, kveðjum við
hinstu kveðju okkar góð vin sem
við vinir og kunningjar oftast
kölluðum Baldur úr Eyjum.
Baldur Þorgilsson hét hann
fullu nafni fæddur í Vestmanna-
eyjum 27. febrúar 1921. Foreldrar
hans voru Lára Kristmundsdóttir
og Þorgils Þorgilsson, hin mestu
sæmdarhjón af skaftfellskum ætt-
um. Baldur ólst upp í Eyjum í hópi
bræðra sinna, sem voru fjórir auk
hans en þeir eru: Ari, sem síðast
bjó í Vík í Mýrdal, en er nú látinn,
Grétar, sjómaður, Jón, járniðnað-
armaður, og Haukur, sá yngsti,
fyrrum loftskeytamaður en nú
starfandi viðskiptafræðingur.
Ungur að árum hleypti Baldur
heimdraganum, flutti til Reykja-
víkur 1939 til náms í Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga. Þar hófust
kynni okkar og annarra vina og
kunningja hans. Baldur tók mik-
inn þátt í félagslífi skólans. Var
þá oft kátt og fjörugt, og eru
margar góðar minningar frá þeim
tíma. Eftir nám í skóla vann hann
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
ýmis tilfallandi störf á stríðsárun-
um, en lengst af síðarmeir versl-
unar- og skrifstofustörf, síðast hjá
Flugfélagi íslands, þegar hann
kenndi fyrst þess sjúkdóms, er nú,
fjórtán árum síðar, leggur hann
að velli. Baldur var kvæntur Rakel
Sigurðardóttur, og eignuðust þau
einn son, Þorgils Þröst. Þau slitu
samvistir. Síðar meir kynntist
hann konu sinni, Rut Einarsdótt-
ur, ættaðri úr Stykkishólmi, ágæt-
ri konu er bjó honum gott og fal-
legt heimili að Miðstræti 3 hér í
bæ. Þangað var gott að koma fyrir
vini og kunningja, vel tekið á móti
fólki. Þar ríkti oft glaðværð og
gamansemi í vinahópi. Baldri var
vel til vina, enda ljúfmenni og
drengur góður og hjálpsamur. Við
vinir hans og kunningjar þökkum
samfylgd hans, vottum Rut og
öðrum ættingjum hans innileg-
ustu samúðar. Minningu um góðan
dreng munum við ætíð geyma.
J.Ó.