Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 15
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. JÚNÍ 1985 15 Viðræður ASÍ og VSÍ úr sögunni í bili: Viðræðuslit- in komu okkur í opna skjöldu — segir forseti ASÍ — Kjósa heldur baráttu og fórnir en ávinn- ing, segir framkvæmdastjóri VSÍ „MKR sýnist aö þessi niðurstaða auki líkur á að til harðra átaka muni koma í haust — fyrr höfum við ekki aðstöðu til að þrýsta á um eerð nýrra samninga,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands um viðræðuslit ASÍ og VSÍ í gærmorgun. „VSÍ ekki tilbúið að gera skammtímasamning" Ásmundur sagði að á miðstjórn- arfundi í ASÍ síðdegis í gær hefðu komið fram mikil vonbrigði yfir því að ekki muni takast að gera nýja samninga nú í vor. „Menn voru sammála um það á miðstjórnar- fundinum, að VSÍ hefði átt að láta reyna betur á það í viðræðunum við Verkamannasambandið (VMSÍ) hvort ekki væri hægt að komast að samkomulagi," sagði hann. „Af okkar hálfu var gengið til þessara viðræðna nú vegna þess að það skiptir mjög miklu máli að gera samninga nú strax, til lengri eða skemmri tíma. Það tókst því miður ekki í nótt.“ Forseti ASÍ lagði á það áherslu, að „eftir að VSÍ sneri við blaðinu og bauð upp á samning til skemmri tíma en áður hafði verið rætt um, þá voru öll samböndin mjög ein- dregið fylgjandi því. Samhliða þeim viðræðum hófust viðræður við VMSÍ um ýmsar sérkröfur þess.“ Hann sagði að í fyrrinótt hefði verið fundað um ýmsar hliðar samninganna án þess að komið hefði verið að umræðum um kaup- hækkanir eða kaupmáttartrygg- ingu. Miklum tíma hefði verið varið í að ræða sérmál fiskvinnslufólks- ins innan VMSÍ, sem væri með sér- staka samninganefnd. „Það gerðist svo rétt fyrir klukkan sex um morg- uninn,“ sagði hann, „að VSÍ til- kynnti að ekki væri mögulegt að komast að niðurstöðu í málum fisk- vinnslufólksins, til þess væru málin of flókin. Þar með slitu þeir viðræð- unum og það verður að segjast eins og er, að það bar nokkuð brátt að. Fuíltrúar VMSÍ telja að málin • hafi alls ekki verið útrædd þegar þar var komið sögu. Kröfur þeirra hafi ekki verið settar fram sem neinir úrslitakostir. Á síðasta fund- inum með fiskvinnslufólkinu varð niðurstaðan sú, að rétt væri að menn hugsuðu málin hver fyrir sig — en þess í stað kaus VSÍ að slíta viðræðunum. Niðurstaðan er sú, að Vinnuveitendasambandið er ekki tilbúið til að gera skammtíma- samning." Ásmundur ítrekaði þá skoðun sína, að ekki hefði verið búið að ræða ágreiningsefni atvinnurek- enda og Verkamannasambandsins að fullu. „Það hefði átt að fara bet- ur ofaní samskipti VSt og Verka- mannasambandsins, fá skýrari lín- ur í þau mál. Ég held að þeir hjá Vinnuveitendasambandinu hafi verið of fljótir að hlaupa frá verkinu," sagði hann. „Baráttu og fórnir fremur en ávinning“ Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSl, sagði að slitnað hefði upp úr viðræðunum „vegna þess að verkalýðshreyfingin gat ekki komið sér saman um fjögurra mánaða framlengingu á gildandi samningi, sem hefði tryggt vinnu- frið til að leysa ýmis stærri vanda- mál, til dæmis þau sem snúa að fiskvinnslufólkinu.Það er sárt að horfa upp á þessa niðurstöðu," sagði hann. „Það er greinilegt að þarna ráða þeir mestu, sem vilja baráttu og fórnir en engan ávinn- ing.“ Magnús sagði að eftir viðræður VSÍ við landssamböndin hafi verið ljóst, „að kröfur þeirra voru það viðamiklar og flóknar, að það hefði tekið margar vikur að leysa úr þeim málum öllum. Því buðum við uppá að gildandi samningur yrði fram- lengdur til áramóta, eins og heimilt er samkvæmt samningnum frá í nóvember síðastliðnum. Þar er á- skilið að samkomulagi milli ASl og VSl sé náð fyrir 25. júní, að öðrum kosti falla launaliðirnir úr gildi frá og með 1. september í haust. Ég minni á fordæmi fyrir framleng- ingu samniuga á milli heildarsam- takanna; sumarið 1979 voru samn- ingar almennt lausir en framlengd- ir á þennan hátt, það er beint á milli ASÍ og VSl. Nú treystu þeir sér ekki til að standa að framleng- ingu án þess að bera þá ákvörðun upp í öllum verkalýðsfélögum á landinu.“ Hann sagði að í stað þess að standa þannig að framlengingu samningsins hefði VSÍ viljað gera samning til lengri tíma. Fyrir því hefði ekki verið grundvöllur og niðurstaðan því orðið sú, að fresta frekari viðræðum þar til í ágúst og freista þess þá að koma I veg fyrir meiri háttar áföll 1. september. „Það er alrangt að þessi niður- staða okkar mótist af afstöðu okkar til fiskvinnslufólksins. Þetta kemur því máli ekki við,“ sagði Magnús. „Það er rétt að við fórum í sérstak- ar viðræður við Verkamannasam- bandið, þar sem meðal annars var rætt um sérkröfur Dagbrúnar og við samninganefnd fiskvinnslu- fólks. Þær viðræður voru í gangi þegar við komumst að þessari niðurstöðu. Við viðurkennum fús- lega að í málefnum fiskvinnslufólks þarf ýmislegt að laga, svo sem mál er lúta að atvinnuöryggi, nám- skeiðahaldi og fleiru, en þau mál er ekki hægt að leysa á einni nóttu," sagði Magnús Gunnarsson. „Oheiðarleg vinnubrögð" Formaður VMSÍ, Guðmundur J. Guðmundsson sagði að viðræðum VSÍ og fiskvinnsluhópsins hafi „alls ekki verið lokið — báðir aðilar ætl- uðu að athuga sinn gang þegar VSl kaus að slíta viðræðunum. Og hvers vegna skyldi það vera? spyr ég. Var það ótti Vinnuveitendasambandsins við að ef til vill yrði nauðsynlegt að rétta hlut þess fólks? Eða er þetta áróðursbragð? Þetta eru óheiðarleg vinnubrögð. Þeir áttu hreinlega að segja að fiskvinnslufólkið væri búið að fá nóg og að það fengi ekki meira.“ Morgunbladið/ AB Frá aðalfundi Sambandsns í gær, Valur Arnþórsson í ræðustóli, honum á hægri hönd Erlendur Einarsson, forstjóri, og Arnsteinn Stefánsson, fundarstjóri. Aðalfundur Sambands íslenskra samyinnufélaga: 78 milljóna króna tap á rekstri síðasta árs Bifröst í Borgarfirdi, 13. júní. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaósins. AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvinnufélaga var settur að Bifröst í Borgarfirði í morgun kl. 9. Til fundarins voru mættir 190 fulltrúar, en rétt til fundarsetu hafa 123 fulltrúar frá 43 aðildarkaupfélögum Sambandsins. Um síðustu áramót voru félagsmenn þeirra samtals 46.700. Formaður stjórnar Sambands- Sambandsins á liðnu ári var 8,6 ins flutti í upphafi skýrslu sína og að því búnu flutti Erlendur Ein- arsson forstjóri Sambandsins skýrslu sína um rekstur þess á ár- inu 1984. Fram kom að halli á rekstri Sambandsins á liðnu ári var 78 milljónir kr. Helstu ástæður þessa halla voru sagðar vera gengistap, óhagstæð verðþróun og verkfall opinberra starfsmanna. Velta milljarðar kr. og hafði aukist um 21% frá árinu 1983. Mest var veltuaukning hjá iðnaðardeild Sambandsins, 43%. Búvörudeild var með 29% aukningu og skipa- deild með 28%. Minnst var aukn- ingin hjá búnaðardeild, 11%. Sérstakt mál fundarins var „staða kvenna innan samvinnu- hreyfingarinnar". Framsögu um það mál hafði Dagbjört Hös- kuldsdóttir. Að framsöguerindi loknu spunnust allfjörugar um- ræður um efnið. Konur eygja nú í fyrsta skipti von til þess að fá konu kjörna í stjórn Sambandsins, en hvort sú von á eftir að rætast á þessum aðalfundi, ræðst í stjórn- arkjöri síödegis á morgun. Þátttaka Sambandsins í Isfilm hf. er eitt þeirra mála sem að lík- indum á eftir að fá allnokkra um- fjöllun á þessum aðalfundi undir dagskrárliðnum Önnur mál. Sá dagskrárliður hefst eftir hádegi á morgun og er jafnvel búist við að til snarpra átaka geti þá komið. Drög að ráðningarsamningi nýs forstjóra: Hann hafi samráð við stjórn um alla meiriháttar ákvarðanir VALUR Arnþórsson, formaður Sambandsstjórnar, gerði í dag aðalfundar- fulltrúum Sambandsins grein fvrir þeim ráðningarsamningi sem hann ásamt stjórnarmönnunum Finni Kristjánssyni og Ólafi Sverrissyni bauð Guðjóni B. Ólafssyni vegna forstjórastarfs hjá Sambandinu. I máli Vals kom fram að ætlast sjáldnar en einu sinni í mánuði. er til þess að Guðjón komi til starfa sem forstjóri Sambandsins svo fljótt sem verða má á árinu 1986, en taki við starfinu síðar á því ári, þegar núverandi forstjóri, Erlendur Einarsson, lætur af störfum. Ákvæðið um valdsvið forstjóra er á þá leið að hann starfi í samræmi við samþykktir Sambandsins og hafi samráð við Sambandsstjórn um allar meiri- háttar ákvarðanir. Þá er honum gert að gera Sambandsstjórn grein fyrir störfum sínum eigi Jafnframt er gert ráð fyrir því að forstjóri ráði aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fyrir hinar einstöku deildir Sambandins. Þó er ráðning þessara manna eða uppsögn háð samþykki Sambands- stjórnar. Forstjóri verði formaður framkvæmdastjórnar Sambands- ins, og taki sæti í stjórnum þeirra fyrirtækja sem stjórnin ákveður, þar á meðal stjórnarformennsku í fyrirtækjunum Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi. Ákvæði um ráðningartíma for- stjóra Sambandsins er svohljóð- andi í þessum ráðningarsamningi: „Starfslok forstjóra eru í síðasta lagi í lok þess árs er hann verður 65 ára. ... gagnkvæmur uppsagn- arfrestur á samningi þessum eru tólf mánuðir miðaö við áramót. Aðilar geta þó hvenær sem er óskað eftir endurskoðun á einstök- um ákvæðum samningsins." Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood Corporation, gaumgæfir nú þennan ráðningar- samning vestra og er svars hans að vænta nú næstu daga, en þó er talið öruggt að svar hans verði jákvætt. Stjórnarformaður SÍS ræddi kaffí- baunamálið og skattamál yfirmanna í UPPHAFI ræðu sinnar á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufé- laga, sem settur var klukkan 9 í morgun, gerði Valur Arnþórsson kaffi- baunamálið svonefnda aö umræðuefni sínu svo og rannsókn skattrann- sóknarstjóra á greiðslum ýmissa kostnaðarliða Sambandsins sem tengj- ast störfum framkvæmdastjóra og forstjóra. Valur sagði meðal annars: ekki ágreiningur um frádrátt- „Mál þau sem hér um ræðir snerta aðeins með óverulegum hætti skattafranitöl Sambands- ins. Hinsvegar hefur komið til ágreinings milli skattyfirvalda og viðkomandi starfsmanna, hvort eða á hvaða hátt meta skuli til skattskyldra tekna eða hlunninda ýmsar greiðslur sem viðkomandi telja vera endur- greiddan útlagðan kostnað vegna starfa þeirra. Almennt er arbærni þessa kostnaðar hjá Sambandinu. Þessu næst vék Valur að kaffi- baunamálinu og vitnaði þá í samantekt sem Geir Geirsson endurskoðandi Sambandsins hefur gert um það mál. Sneri rannsókn skattyfirvalda að um- boðslaunum innflutningsdeildar Sambandsins eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblað- inu. Var þar fyrst og fremst um tekjur af kaupum og innflutn- ingi kaffis frá Brasílíu að ræða. Sagði Valur að heildartekjur Sambandins vegna kaffiinn- kaupa þau þrjú ár sem rann- sóknin tók til (1979—81) hefðu numið 40,5 milljónum króna. Tekjur vegna þessa árin 1979 og 80 hefðu runnið til Sambandsins, en í ársbyrjun 1981 hefði verið ákveðið að allir „bónusar" rynnu til Kaffibrennslu Akureyrar, en Sambandið tæki í staðinn föst umboðslaun fyrir þjónustu sína. Lagði Valur áherslu á það í máli sínu að þessi ákvörðun hefði ver- ið tekin einu ári áður en skatt- rannsóknar var krafist. Valur sagði að umboðslaun hefðu sam- svarað um 8% af brúttóverði kaffisins. „Síðustu þrjú ár hefur innkaupaþóknun Sambandsins verið enn lægri eða um og innan við 4%,“ sagði Valur. Hann sagði að vissulega væri það matsatriði hversu háa þóknun bæri að greiða fyrir þá þjónustu sem Sambandið innti af hendi. Loks sagði Valur: „Sambandið telur sig hafa sýnt fram á það að öll- um „kaffibónusnum" hafi verið skilað til íslenskra gjaldeyris- banka og grein fyrir honum gerð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.