Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1986 33 Flugvélarall yfir Atlantshafið: 70 smáflugvélar væntaulegar til Reykjavíkur VÉLFLUGFÉLAG íslands efndi til blaðamannafundar í gœr í þeim til- gangi að skýra frá flugvélaralli þvert yfir Atlantshafið sem hefst í New York á morgun. Flogið verður til Kanada í fyrstu lotu, því næst til Grænlands og svo til Islands. Héðan verður haldið til Skotlands og loks til Frakklands, en rallinu lýkur ■ París 23. júní. Það eru kanadísk samtök, „International Air Rally Organ- ization", sem standa fyrir þess- ari keppni, sem ber nafnið Transatlantic Rally, en samtök- in hafa skipulagt margar keppn- ir í svipuðum dúr. Að sögn Rafns Jónssonar, fé- laga í Vélflugfélagi íslands, verða þátttakendur í keppninni 140—160 talsins á 70 smáflugvél- um. Flestar vélarnar eru eins- hreyfils en þó taka nokkrar tveggja hreyfla vélar þátt í keppninni. Flestir keppendanna eru frá Bandaríkjunum, ein- hverjir þó frá Frakklandi, Þýskalandi, ítaliu og Mexíkó. í þessu ralli skiptir ekki máli hversu hratt er flogið, en keppt verður í ýmsu öðru. Til dæmis stendur keppnin um þrennt á leiðinni milli Grænlands og ís- lands, þ.e. hversu vel flugköpp- unum tekst að halda áætlun sem þeir gera áður en þeir leggja af stað frá Kanada, hve nákvæm- lega þeim tekst að áætla elds- neytiseyðslu véla sinna á leiðinni og lokst er keppt í lendingu þeg- ar hingað kemur. Dregið verður strik á flugbrautina og mönnum ætlað að lenda sem næst því. Til Reykjavíkur verður komið fimmtudaginn 20. júní og má bú- ast við því að fyrstu vélarnar Morgunblaðið/ Júlíus. Talsmenn Vélflugfélags fslands. Frá vinstri: Rafn Jónsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir ritari, Sigurjón Ásbjörnsson formaður, og Sturlaugur Grétar Filippusson gjaldkeri. lendi um kl. 10 um morguninn en þær síðustu síðdegis. Á föstudaginn hefur Vélflug- félag ísiands skipulagt heilmila dagskrá fyrir flugkappana, sem endar með almennri flughátíð á Broadway um kvöldið þar sem veitt verða verðlaun fyrir þær greinar sem keppt var í milli ís- lands og Grænlands. Skeljungur, Flugleiðir og Veitingahúsið Broadway hafa gefið bikara sem sigurvegararnir verða verðlaun- aðir með. Mikil áhersla hefur verið lögð á að tryggja öryggi keppenda og að sögn Sigurjóns Ásbjörnsson- ar, formanns Vélflugfélagsins, hafa allir þeir aðilar sem tengj- ast keppninni lagst á eitt um að þvi yrði sem best sinnt. Þeim, sem hug hafa á að skoða flugvélarnar sem notaðar verða í keppninni, gefst kostur á því föstudaginn 21. júní en Reykja- víkurflugvöllur verður opinn al- menningi við Loftleiðahótelið þann dag milli kl. 17.00 og 20.00. „Þetta er mesti flugviðburður sem hent hefur í mörg ár og ég vona svo sannarlega að Reykvík- ingar láti hann ekki framhjá sér fara,“ sagði Sigurjón Ásbjörns- son að lokum. Útivist: Ferðir um helgina og á mánudaginn í KVÖLD fóstudagskvöld kl. 20.00 fer Útivist í þrjár helgarferðir, en heimkoma er á mánudag 17. júní. Farið verður í Þórsmörk, Skaftafell og í Núpstaðarskóga. Á sunnudag er dagsferð þar sem gengið er á Geitafell, lagt verður af stað kl. 10.30. Kl. 13.00 er ganga á Geitahlíð og Eldborgir. Á mánu- dagsmorgun kl. 8.00 er dagsferð í Þórsmörk og kl. 13.00 „þjóðhátíð- arganga" á Esju. Robert Freitag og Barbara Carrera í hlutverkum sínum. Villigæsirnar II í Regnboganum Þrjár myndlistarsýningar á Akureyri um helgina iLnrPvri 13 hiní ** Akureyri, 13. júní. ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnar á Akureyri um helgina. Þor- Bandarískur kór í Bústaðakirkju í KVÖLD, föstudagskvöld, kl. 20.30 syngur kórinn „Young Presbyterian Singers" í Bústaðakirkju. Þau koma hingað frá heimabæ kórsins í Penn- sylvania í Bandaríkjunum á leið sinni í söngferö um Evrópu. Kórinn er skipaður 50 ung- mennum frá flestum ríkjum Bandaríkjanna. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, frá öllum tímum og verkin jafnt andleg sem veraldleg. valdur Þorsteinsson opnar sína sýn- ingu fyrstur í kvöld kl. 20.00 í kjall- ara Möðruvalla, raungreinahúss Menntaskólans á Akureyri. Hún verður opin næstu daga kl. 14.00—20.00 og lýkur 17. júní. Aðalsteinn Svanur Sigfússon opnar sýningu í húsi tæknisviðs Verkmenntaskólans við Þórunn- arstræti á morgun kl. 14.00, en henni lýkur 17. júní kl. 22.00. Loks opnar Páll Sólnes þriðju sýninguna í Golfskála Akureyrar 15. júní. Hún verður opin virka daga kl. 16.00—20.00, en á sunnu- dag kl. 14.00—20.00. Sýningunni lýkur 20. júní. ___ ____________ Wwrné Morgunblaðið/ Þorkell Mezzoforte í stuttu hléi frá æfingum á Sögu í vikunni. Frá vinstri: Gunnlaug- ur Briem, Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson og Jóhann Ásmundsson. Mezzoforte á Sögu um helgina HUÓMSVEITIN Mezzoforte mun skemmta gestum í Súlnasal Hótel Athugasemd frá fræðslu- stjóra Reykjanesumdæmis MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá fræðslustjóra Reykjanesumdæmis í tilefni af grein í Velvakanda Morgunblaðsins, sem var merkt 2970—5348.: Kennararáðningar í Reykjanesum- dæmi Nú er unnið að ráðningum kennara að skólunum í umdæm- inu. Ástand þessara mála virðist vera svipað þegar á heildina er lit- ið og verið hefur á undanförnum árum á þessum tíma árs að öðru leyti en því að nú virðist vera nokkru meira um beiðnir um leyfi án launa en var á sama tíma í fyrra. Umsóknir um skólastjórastöður Um allar þær skólastjórastöður sem auglýstar hafa verið í Reykja- nesumdæmi hafa borist umsóknir. Um skólastjórastöðu í Sandgerði bárust 5 umsóknir og um skóla- stjórastöðu á Vatnsleysuströnd bárust 6 umsóknir. Þá hafa borist a.m.k. 3 umsóknir um stöðu skóla- stjóra í Gerðahreppi og 2 umsókn- ir um skólastjórastöðu við Snæ- landsskóla í Kópavogi. Varðandi starfsemi fræðsluskrifstofunnar skal eftirfarandi tekið fram: Fræðsluskrifstofa Reykjanesum- dæmis Fræðsluskrifstofur hafa tvíþætt hlutverk samkvæmt lögum: í.fyrsta lagi: Að hafa umsjón og eftirlit með skólahaldi í viðkom- andi fræðsluumdæmi. { öðru lagi: Að annast ráðgjöf og sérfræðiþjónustu við grunnskól- ana i umdæminu. Við skólahald í Reykjanesum- dæmi störfuðu alls rúmlega 660 starfsmenn á vegum ríkisins skólaárið 1984/85. Þar af höfðu starfsaðstöðu á Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis alls 13 starfsmenn í sam- tals tæplega 10 stöðugildum. Fræðslustjóri vinnur við og hef- ur yfirumsjón með öllum þáttum starfseminnar. Hér fer á eftir lauslegt yfirlit um starfsemi og starfsmannahald fræðsluskrifstofunnar að öðru leyti. Stjórnun og eftirlit Fræðsluskrifstofa Reykjanes- umdæmis hefur umsjón með starfi 27 grunnskóla með um 10.500 nemendum. Við þessa skóla störf- uðu 648 kennarar og skólastjórar skólaárið 1984/85. Fræðsluskrifstofan afgreiðir laun þessara kennara til launa- deildar fjármálaráðuneytis og hefur umsjón með því að kennslu- magn sé innan eðlilegra marka. auk þessa afgreiðir fræðsluskrif- stofan öll önnur rekstrarkostnað- armál grunnskóla fyrir hönd rikisins. Þá veitir skrifstofan sveitarfé- lögum í fræðsluumdæminu ýmsa þjónustu svo sem varðandi undir- búning skólabygginga, skipulag skólahverfa o.fl. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en fræðsluskrifstofan getur annað. Við þennan þátt starfa tveir starfsmenn í samtals í einu og hálfu starfi. Sérfræðiþjónusta Sérfræðiþjónusta fræðslu- skrifstofu er aðallega þrenns kon- ar: 1. Kennslufræðileg þjónusta. í þvi felst m.a. aðstoð og leið- beiningar við kennara, nám- skeiðahald og sérfræðiaðstoð við skóla. Við þennan þátt starfar einn starfsmaður. 2. Sérkennsluþjónusta. í því felst m.a. aðstoð og leið- beiningar við kennara varðandi stuðnings- og sérkennslu, bæði varðandi skipulag kennslunnar innan skóla og skipulag kennslu einstakra nemenda. Auk þessa skipulagning starfa þeirra sérkennara sem þjóna fleiri en einum skóla. Við þennan þátt starfar einn starfsmaður í hálfu starfi. 3. Ráðgjafar- og sálfræðiþjón- usta. í því felst m.a. aðstoð við ein- staka nemendur, foreldra, starfsmenn skóla o.fl. vegna margskonar vandamála. Þessi starfsemi fer að langmestu leyti fram í skólunum. Við þennan þátt starfa alls 7 starfsmenn í samtals tæplega 6 stöðum. Fræðsluskrifstofan hefur ekki getað annað eftirspurn skóla eftir sérfræðiþjónustu til þessa. Auk þess sem að framan er talið er ritari í fullu starfi. Þá hefur aðkeypt sérfræðivinna numið sem svarar fjórður.gi úr starfi. REGNBOGINN hefur nú nýverið tekið til sýninga kvikmyndina „Villigæsirnar 11“ sem leikstýrt er af Peter Hunt. Kvikmyndin er byggð á skáldsögunni „The Square Circle" eftir Daniel Carney, hand- ritið er eftir Reginald Rose. Með aðalhlutverk fara Scott Glenn, Barbara Carrera og Edward Fox. Einnig kemur hinn aldni Laurence Olivier við sögu. Sögu í kvöld, fóstudagskvöld, og tvö næstu kvöld. Langt er um liðið síðan Mezzoforte hefur leikið hér á landi, og enn lengra síðan hljómsveitin hefur leikið á almennum dansleikj- um. Mezzoforte mun leika í um það bil klukkustund hvert kvöld, frá kl. 23:30. Með hljómsveitinni verður að þessu sinni söngvarinn Weston Foster, sem er Zúlú-maður, bú- settur í Bretlandi, og hefur sungið með Mezzoforte á hljómleikum og í hljóðritunum að undanförnu. Einnig verður með danski saxó- fónleikarinn Niels Macholm, sem hefur verið einskonar „fastráðinn lausamaður" í hljómsveitinni um nokkurt skeið. Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar ásamt söngvurunum Ell- en Kristjánsdóttur og Jóhanni Helgasyni leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Liðsmenn Mezzoforte eru ný- lega komnir úr hljómleikaför um Spán, Þýskaland, Frakkland, Hol- land, Austurríki og Belgíu og 20. júní næstkomandi leggja félag- arnir aftur land undir fót og leika þá m.a. í Tívolí í Kaupmannahöfn og á jazzhátíðinni í Pori í Finn- landi. Torfi Harðarson Selfoss: Torfi Harðar- son sýnir í Lista- safni Árnessýslu Á MORGUN, laugardag, 15. júní opnar Torfi Harðarson myndlistar- sýningu í húsi Listasafns Árnes- sýslu, Selfossi. Þetta er fimmta einkasýning Torfa. Myndirnar á sýningunni eru unnar með litkrít, kolum og blýanti. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00—22.00 fram til 23. júní. Sömu lögin í efstu sætunum á rás 2 Fimm efstu sætin á vinsældalista rásar 2 þessa vikuna eru skipuð sömu lögum og í síðustu viku, en listinn var valinn í gær milli klukkan 16:00 og 19:00. Listinn er sem hér segir: 1. (1) A view to a Kill - Duran Duran 2. (2) Axel F. - Harold Falt- ermayer 3. (3) 19 - Paul Hartcastle 4. (4) Cloud across the moon - Rah band 5. (5) Lover come back to me - Dead or Alive 6. (7) Raspberry beret - Prince 7. (6) Just a Gigolo, Ain’t got nobody - David Lee Roth 8. (17) Icing on the Cake - Stephen Tin Tin Duffy 9. (8) The Beast in Me - Bonnie Pointer 10. (11) Get it on - Power Station
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.