Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 56
SDAÐFEST1ÁNSTRAUST FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Einkaréttur Ríkisútvarps- ins afnuminn EFRI DEILD Alþingis samþykkti í g*r útvarpslagafrumvarpið sem lög með 13 atkvæðum gegn 5 og taka þau gildi 1. janúar 1986. Einkaréttur Ríkisút- varpsins til útvarps- og sjónvarpsrekstrar er þar með afnuminn. Þingmenn Sjálfst*ðisflokks, Framsóknarfíokks og Bandalags jafnaðarmanna greiddu frumvarpinu atkvæði, en Alþýðuflokkur, ALþýðubandalag og Samtök um kvennalista lögðust gegn samþykkt þess. Davíð Aðalsteinsson, Fram- sóknarflokki, lagði fram viðbótar- tillögu, þar sem meðal annars var lagt til að verksvið útvarpsréttar- nefndar yrði víkkað. Tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðis- flokks og Bandalags jafnaðar- manna. Stefán Benediktsson (BJ) sagði að Davíð hefði í tillögu sinni safnað saman ýmsum hugmynd- um frá stjórnarandstöðunni, þar á meðal frá Bandalagi jafnaðar- manna. Ákvæðið um aukið hlut- verk útvarppsréttarnefndar hefði hins vegar gert það að verkum að þingmenn BJ hefðu greitt atkvæði gegn tillögunni. Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, hafði boðað að hann myndi flytja breytingatillögur við síðustu umræðu frumvarpsins, sem hann og gerði. Þær voru allar felldar. Frumvarpið var síðan sam- þykkt, eins og áður segir. And- stæðingar þess gagnrýndu ein- stakar greinar frumvarpsins og töldu það meingallað. Sjá nánar þingsíóu, bls 32. Verkfallsvakt við Freyju RE Miðstjórn ASÍ skorar á félaga í aðildarfélögum að afgreiða ekki Keili MIÐSTJÓRN ASÍ lýsti í gær yfir fulium stuðningi við verk- fall Sjómannafélags Reykjavíkur „og treystir því, að Keilir RE, sem framið hefur verkfallsbrot og siglt til veiða, verði hvergi afgreiddur meöan á verkfalli Sjómannafélags Reykja- víkur stendur,“ eins og sagði í ályktun miöstjórnarinnar. Keilir RE lét úr höfn í Hafnarfirði sl. sunnudag með yfir- menn eina um borð, sex af átta manna áhöfn. Síðdegis í gær ætlaði útgerð- armaður Freyju RE-38 að senda bátinn til veiða og fjöl- menntu verkfallsverðir Sjó- mannafélags Reykjavíkur að skipshlið. Ekki kom þó til ár- ekstra með mönnum því brott- för skipsins var frestað um óákveðinn tíma og var það ekki farið á miðnætti þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Um klukkan 17 í gær fóru á annan tug verkfallsvarða frá Sjómannafélagi Reykjavíkur að skipshlið Freyju RE-38 sem liggur við Grandagarð en fyrir- hugað var að það legði þá af stað til veiða. Freyja er 100 tonna fiskiskip og eru allir skipverjarnir yfirmenn. Frið- geir Jóhannesson sem hafði orð fyrir verkfallsvörðum sagði að þeir ætluðu með fortölum að reyna að hindra brottför báts- ins þar sem verið væri að brjóta verkfallið. Þeir ætluðu að taka háseta með sér skráðan sem kokk en bannað væri að breyta skráningu skipverja í verkfalli og ef þeir færu án há- setans væru yfirmenn að ganga í störf undirmanna. Utgerðarmaður Freyju, Gunnar I. Hafsteinsson, kom um borð og að loknum fundar höldum með skipverjum sagði hann að brottför væri frestað um borð og að loknum fundar- höldum með skipverjum sagði klárt fyrir brottför. Sagði Gunnar að 2. kokkur sem ágreiningurinn væri um væri kominn í frí. Hann sagði að yfirmenn væru ekki á neinn hátt að ganga í störf yfir- manna. Enginn árangur varð af lið- lega þriggja stunda löngum samningafundi samninga- nefnda Sjómannafélags Reykjavíkur og útvegsmanna í gær. Sjá nánar á bls. 7. Morgunblaðið/ RAX Pétur Pétursson, háseti á Ægi, í netageymslu togarans Sjóla. Pétur stendur vió lúgu ofan í vistarveru skipverja. Allt brann sem brunnió gat í framhluta skipsins og tjón er gífurlegt. Öflug sprenging í Sjóla: Fjórir varðskipsmenn þeyttust undan eldsúlu Hár þeirra sviðnaði en enginn slasaðist „ÉG heyrói hvin, beygói mig niður og fann hvernig mér hitnaói á bakinu. Tókst á loft og þeyttist meó eldsúlunni eftir dekkinu," sagði Pétur Pétursson, skipverji á varðskipinu Ægi, í samtali vió Morgunblaóió í g*r. Litlu munaói að stórslys hlytist laust eftir miðnætti í fyrrinótt um borö í togaranum Sjóla þegar gffurleg sprenging kvað viö og eldsúla stóó eftir endilöngu dekkinu. Fjórir varðskipsmenn þeyttust undan eldsúlunni. Enginn þeirra slasaóist, en hár þeirra sviönaði. Sprengingin kvaö við skömmu eftir að varðskipió Ægir kom meó Sjóla í togi til Patreksfjaröar eftir aó eldur kom upp í skipinu út af Blakknesi. „Ég var á brú Ægis og horfði eftir dekkinu og þeyttust menn- niður yfir dekk Sjóla. Mennirnir voru nýlega horfnir undir yfir- byggingu togarans þegar öflug sprenging kvað við. Eldsúla stóð irnir undan eldsúlunni. Þetta var skelfileg sjón og ég hélt að stórslys hefði orðið," sagði Gylfi Geirsson, loftskeytamaður um borð í Ægi í samtali við Morgun- blaðið. Fjórir varðskipsmenn voru á dekki togarans þegar sprenging- in kvað við. örfáum sekúndum áður höfðu tveir þeirra verið í ganginum niður í vistarverur, þar sem eldsúlan braust út. Þeir voru að undirbúa sig að fara niður í togarann. Ljóst þykir, að engu mátti muna að stórslys hlytist. Sjá viðtöl við varöskipsmenn, skipstjóra Sjóla og útgeróar- mann á blaösíðum 4—5. Auknar líkur taldar á hörðum átökum í haust — segja talsmenn verkalýðshreyflngarinnar eftir að slitnaði upp úr viðræðum við VSI SNEMMA í gærmorgun slitnaði upp úr samningaviðræðum Vinnuveit- endasambands íslands og Alþýðusambands íslands og landssambanda þess eftir tólf stunda samningafund. Forystumenn aðila telja að nú sé aukin hætta á að til harðvítugra átaka komi á vinnumarkaði þegar launaliðir samninga aðildarfélaga ASÍ verða lausir 1. september næst- komandi. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSf, sagði í gær- kvöld að ástæðan fyrir viðræðu- slitunum væri sú, að ekki hefði tekist að skapa samstöðu meðal forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar um að framlengja gild- andi samning til áramóta. As- mundur Stefánsson forseti ASÍ sagðist telja að ekki hafi verið fullreynt hvort samningar tækjust nú og að VSÍ hafi hlaupið of fljótt frá verkinu. Magnús Gunnarsson sagði að af hálfu Verkamannasambands fs- lands hefðu verið settar fram mjög ítarlegar og flóknar kröfur, sem myndi taka margar vikur að vinna úr og komast að samkomu- lagi um. Eftir að ljóst hefði verið að ekki næðist samkomulag um tilboð það, sem VSÍ setti fram í síðasta mánuði, hefði það verið vilji VSÍ að framlengja gildandi kjarasamning við Alþýðusam- bandið sem heild til áramóta og nota tímann til að vinna að ýms- um leiðréttingum á honum. Um það hefði ekki náðst samstaða í hópi viðsemjendanna og því hefðu samningamenn VSÍ metið stöðuna svo, að tilgangslaust væri að halda áfram að sinni. „Það er greinilegt að þarna ráða mestu menn, sem vilja frekar baráttu og fórnir en ávinning," sagði Magnús. Ásmundur Stefánsson og Guð- mundur J. Guðmundsson sögðu að ekki hefði verið fullreynt hvort hægt yrði að ná samkomulagi um samning strax. Kröfur samninga- nefndar fiskvinnslufólks, sem mikill tími fór í að ræða i fyrri- nótt, hafi ekki verið settar fram sem úrslitakostir. „Mér sýnist að þessi niðurstaða auki líkur á að það komi til harðra átaka í haust, sagði Ásmundur." Framkvæmdastjórn og sam- bandsstjórn VSf koma saman í dag til að ræða stöðu mála í við- ræðunum við ASÍ og eins stöðuna í sjómannadeilunni í Reykjavík. Sjá nánar ummæli forystumanna VSÍ, ASÍ og VMSÍ á bls. 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.