Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 18
18_____________* _________________ Landsþing Kvenfélagasambands íslands: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1985 Lög um húsmæðra- skóla verði endurskoðuð 26. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands var haldið á Isafirði dagana 31. maí til 2. júní sl. í boði Sambands vestfirskra kvenna. Aðalmál þingsins voru, auk venjulegra aðalfundarstarfa, heil- brígðis- og félagsmál, hússtjórn- ar- og heimilisfræðsla. 54 kjörnir fulltrúar sátu þingið auk stjórnarkvenna og gesta. Lára Oddsdóttir flutti sérlega fróðlegt og athyglisvert erindi um land- vernd, en náttúruvernd og um- hverfisvernd eru mál sem kvenfé- lög láta mjög til sin taka. í stjorn KÍ eru María Péturs- dóttir, formaður, Stefanía María Pétursdóttir, varaformaður og Lísa Thomsen, ritari. Varastjórn skipa: Halldóra Ingibjörnsdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir og Magðalena Ingimundar- dóttir. Vestfirðingar tóku forkunnar vel á móti landsþingsfulltrúum, gestum og starfsfólki KÍ. Bæjar- stjórnir fsafjarðar og Bolungar- víkur og kvenfélögin buðu til veislu á hvorum stað og röktu sögu kaupstaðanna og sýndu markverðustu staði gerða af manna höndum og náttúrunnar, eftir því sem tími vannst til frá þingstörfum. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á þinginu: 26. landsþing... skorar á menntamálaráðherra að láta nú þegar endurskoða lög um hús- stjórnarskóla nr. 53/1975 og bend- ir um leið á nauðsyn þess, að sam- in verði reglugerð fyrir þessa skóla hið fyrsta og skipaður verði námsstjóri í fullt starf fyrir hús- stjórnarfræði á öllum skólastig- um. Greinargerð: Lög þessi eru 10 ára; margt hefur breyst á þessum árum og því nauðsyn að endur- skoða lögin. Engin reglugerð hefur verið samin, en hún átti að fylgja í kjölfar lagasetningar. Reglugerð er nauðsyn, ef vinna á samkvæmt þessum lögum, því að þau eru ein- ungis rammi. Eins og nú er komið, virðist eðli- legt, að settur verði námsstjóri fyrir hússtjórnargreinar á fram- haldsskólastigi, sem þá yrði leið- andi við samningu reglugerðar, gerð námsefnis og verkaskiptingu milli hússtjornarskólanna og framhaldsskóla — fjölbrauta- skóla. 26. landsþing... beinir þeirri áskorun til fjármálaráðherra og fjárveitinganefndar Alþingis, að fé verði veitt til gagngerðra endurbóta á húsum og húsbúnaði hússtjórnarskólanna á landinu. Þingið bendir á, að fasteignir hús- stjornarskólanna eru í stórri hættu vegna skorts á viðhaldi. 26. landsþing ... beinir þeim eindregu tilmælum til menntam- álaráðherra að sem allra fyrst verði gengið frá lagalegum tengsl- um Hússtjornarkennaraskóla ís- lands við Kennaraháskóla íslands. Jafnframt verið hraðað byggingu kennsluhúsnæðis fyrir hússtjórn í tengslum við Kennaraháskóla fs- lands. Greinargerð: Staða Hússtjórnarkennaraskóla íslands er í mikilli óvissu. Aðal- verkefni hans er kennsla nemenda Kennaraháskóla íslands, er stunda 'hússtjorn sem valgrein í sínu kennaranámi. Þessir nem- endur hljóta aðeins réttindi til að kenna heimilisfræði á grunnskóla- stigi. Hússtjórnarkennaraskóli fs- lands hefur undanfarna áratugi verið til húsa í einbýlishúsi við Háuhlíð 9 í Reykjavík. Hús þetta var byggt sem rektorsbústaður við Menntaskólann í Reykjavík, og er í alla staði óhagkvæmt til kennslu. 26. landsþing... gerir þá kröfu til menntamálaráðuneytisins, að nám í hússtjórnarskólum gefi réttindi til hærri launa þeirra, er hafa lokið námi þaðan og verði metið inn í áfangakerfi fram- haldsskóla til jafns við aðrar greinar. 26. landsþing... skorar á menntamálaráðherra að stofna námsbraut í hússtjórn, handíð og fleiri verk- og listgreinum fyrir kennara á framhaldsskólastigi. Um heilbrigðis- og félagsmál 26. landsþing... hvetur til þess að kaupa íslenskar iðnaðarvörur og stuðla þar með að bættum hag lands og þjóðar. 26. landsþing... beinir þeim til- mælum til hæstvirts heilbrigðis- málaráðherra, að hann stuðli að því, að tryggður verði rekstrar- grundvöllur fyrir hópskoðun með röntgenmyndatöku af brjóstum kvenna og hefja nú þegar kerfis- bundnaJeit að brjóstkrabbameini hér á landi. í hinni árlegu sparaksturskeppni bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur SIGRAÐI Peugeot 205, með meðal eyðslu 4,723 lítra á 100 kílómetrum Þessir bílar eru með 13603 vélum sem eru 60 DIN hestöfl, framhjóladrifnir, með frábæra aksturshæfni og franska smekkvísi að utan sem innan. Umboð á Akureyri HAFRAFELL Víkingur s.f. Vagnhöfða 7 Furuvöllum 11 Reykjavík S.21670 símar 685211 og 685537 Gestgjafarnir á fsafirði og Bolungarvík 26. landsþing... vill færa Krabbameinsfélagi íslands þakkir fyrir þess mikla starf í þágu ís- lenskra kvenna. Jafnframt vill þingið hvetja konur til að mæta til skoðunar. 26. landsþing... vekur athygli á því, að konur geta engu síður en karlar gefið blóð og hvetur því konur til að mæta til blóðgjafar, þegar þess er óskað. Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar KÍ að láta útbúa fyrir kvenfélögin og samböndin gögn, sem henti vel til kennslu í félags- störfum og notkun nýsigagna. Uppeldis- og mennta- málanefnd 26. landsþing... skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að skapa skólum þau starfsskilyrði, sem nauðsynleg eru, með því að flýta fyrir og efla útgáfu námsgagna, svo að mögu- legt verði að framfylgja lögboð- inni kennslu. 26. landsþing ... lýsir áhyggjum sínum yfir því ástandi, sem er að skapast í skólamálum þjóðarinnar og skorar á stjórn mennta og fjár- mála að sjá til þess að lögboðinni kennslu verði haldið uppi. Börn í dreifbýli búa víða við skerta skól- agöngu og í mörgum tilvikum niðurfellingu veigamikilla þátta, eins og t.d. hjálparkennslu, kennslu í list og verkgreinum og fleiru. „26. landsþing KÍ haldið á ísa- firði 31. maí til 2. júní skorar á Alþingi, sem nú situr, að fella bjórfrumvarpið og forða þar með þjóðinni frá enn meira áfengis- böli.“ Skipulagsmál „26. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið á ísafirði 31. maí til 2. júní ’85 minnir á sam- þykktir síðasta Iandsþings, er vís- að var til héraðs sambandanna, um greiðslu til KÍ Landsþingið samþykkir, að framvegis greiði héraðssambönd Vi af iðgjöldum aðildarfélaga sinna til KÍ.“ 26. landsþing KÍ samþykkir nú- verandi skýrsluform til héraðs- sambanda með þeim breytingum, sem gerðar hafa verið, auk þess komi líka fyrir greiddan skatt til héraðssambandsins, þrjár línur fyrir núverandi stjórn, ef breyting hefur orðið, og aukablað fyrir lið- inu í önnur starfsemi. 26. landsþing KÍ samþykkir að komið verði föstu formi á kjörbréf til landsþings, þar sem fram sé tekin félagatala sambandsins og hve mörgum fulltrúum sambandið eigi kost á\ Árni Páls kominn áflot Morgunblaöið/Sigurgeir Vestmannaeyjatrillan Arni Páls sem sökk í síðustu viku við Bæjarbryggj- una á þann óvenjulega hátt að lyftari sem notaður var við löndun féll um borð og sökkti honum. Myndin var tekin þegar unnið var við að bjarga lyftaranum í sjónum og bátnum var síðan bjargað á næsta flóði. Reyndist báturinn lítið skemmdur og er nú kominn aftur á flot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.