Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. JtJNj 1986 1 ÚT VARP / S JÓN VARP Kall tímans Kalli tímans hefir verið hlýtt. Reitur danskaettaðrar einok- unar nánast horfnar og senn munu hér starfrækt fyrirtæki á sviði út- varps- og sjónvarsrekstrar við hlið hliðstæðra fyrirtækja slikra er gefa út bækur og blöð svo eitthvað sé nefnt af sviði fjölmiðlunarinnar. Ég hef svolítið verið að fjasa um þessi mál hér í dálki undanfarið, mest vegna þess að ég fann að stundin var þegar runnin upp. Og vegna þess að ég er hér ráðinn til að spjalla vítt og breitt um dagskrá ríkisfjölmiðl- anna var mér ómögulegt að líta fram hjá þeirri umræðu er hefir undanfarið farið fram á þeim bæ um nýju útvarpslögin. Én nú er mál- ið sum sé í höfn og brátt verður starfsemi útvarps- og sjónvarpsfyr- irtækja jafn sjálfsagður þáttur í þjóðlífinu og starfsemi annarra fyrirtækja. Ég vona bara að smæð auglýsingamarkaðarins verði ekki til þess að léttmetið hafi vinninginn á öllum sviðum, og þar með verði skorið á þær taugar er liggja aftur til bókmenntahefðarinnar og þjóð- menningarinnar. Vafalaust er þessi ótti minn ástæðulaus og stafar sennilega af fremur íhaldssömu (conservative) lífsviðhorfi, en slíkt viðhorf einkennist máski helst af tryggð við fornar hefðir og varfærni gagnvart nýstárlegum hugmyndum. Þó er ætíð horft fram á veginn og stöðugt leitað nýrra leiða í hverju máli, en alfarið hafnað stjórnleys- ishugmyndum (anarkisma) og hugmyndum um byltingu hvort sem er ofanfrá (Coup d’éta)t eða al- mennum skilningi (revolution). Heillaóskir Um leið óg ég sendi hinum verð- andi útvarps- og sjónvarpsstjórum heillaóskir og hvet þá til dáða þá vil ég gera að persónulegri ósk minni, aö þeir feti fremur hinn gullna meðal- veg er gerir ráð fyrir varfærinni þróun á traustum hefðaríkum grunni. Að mínu mati byggir dag- skrá Ríkisútvarpsins á slíkum grunni, hvað sem segja má um póli- tíkska strauma á þeim bæ. Dagskrá sjónvarpsins okkar minnir mig hinsvegar stundum á norðurhlíðar Kópavogsbæjar þar sem húsunum virðist hafa rignt til jarðar í fallhlíf. Eða hvað segja menn til dæmis um þá áráttu þeirra sjónvarpsmanna að sýna ætíð á besta útsendingartíma náttúrulífsmyndir, slíkar sem eiga heima annað hvort seinast á dag- skránni eða fyrir kvöldmat á tíma sem er helgaður séráhugasviðum áhorfenda. Þessu til sönnunar vil ég nefna miðvikudaginn 12. júnf, en þá var á dagskrá rétt eftir fréttir mynd er nefndist „Náttúra írlands". Bresk heimildarmynd um írland, jarðsögu landsins, náttúrufegurð, gróður og dýralíf. Ég hefði talið mynd þessa hæfa prýðilega á fundi hjá Náttúru- verndarráði, en síður að varpa henni yfir landslýð á sama tíma og vér íslendingar börðumst um knöttinn við hina blóðheitu Spánverja 1 und- ankeppni heimsmeistaramótsins f knattspyrnu. Framhaldsleikritið Áður en ég kveð ykkur, kæru les- endur, vil ég minna á framhalds- leikrit leiklistardeildar Ríkisút- varpsins: Raddir sem drepa. Plutn- ingur þess verks er með slikum ágætum það sem af er, að þeir hjá BBC gætu verið stoltir af, enda dást menn á þeim bæ að leikiistardeild- inni okkar. Er ekki þar komin enn ein sönnunin á ágæti þess lífsvið- horfs er veitir nýsköpuninni svig- rúm á grunni hefðarinnar? Ólafur M. Jóhannesson Hér gefur að líta tvo hressa íþróttamenn í íþróttabúningum frá Don Cano og Henson, en íþróttagallar eru í verðlaun íþróttagetraunar þáttarins „Léttir sprettir" í dag. „Flugkapparnir“ — bresk bíómynd frá 1976 Bresk bíómynd 22 10 frá árinu 1976 ““ er mynd kvölds- ins og nefnist hún „Flug- kapparnir". Leikstjóri er Jack Gold en með aðal- hlutverkin fara: Malcolm McDowell, Christopher Plummer, Simon Ward, Peter Firth og John Giel- gud. Myndin gerist á víg- stöðvunum i Frakklandi f fyrri heimsstyrjöldinni. Þar hætta breskir flug- menn lífinu i njósnaflugi yfir bækistöðvum Þjóð- verja. Kvikmyndahandbókin góða gefur mynd þessari þrjár stjörnur af fjórum mögulegum, þannig að myndin ætti að vera þess virði að setjast niður við skjáinn. Þýðandi er Björn Bald- ursson. „Léttir sprettir“ — íþróttagetraun hefst ■■■■ Þátturinn 1 /» 00 „Léttir sprett- A O “ ir“, íþróttaþátt- ur með léttu ívafi, er á dagskrá rásar 2 klukkan 16.00 í dag í umsjá Jóns Ólafssonar. í þættinum f dag verður í fyrsta sinn getraun fyrir iþróttaáhugamenn. Hlust- endur svara fimm léttum spurningum sem varða íþróttir og senda síðan lausnir til rásar 2, íþróttagetraun, Efstaleiti 1,108 Reykjavík. Fyrstu verðlaun eru íþróttagalli frá Don Cano eða Henson. Þrenn auka- verðlaun verða veitt, þ.e. a.s. íþróttatreyjur frá sömu fyrirtækjum. Ætl- unin er að getraunin verði fastur liður í þáttunum Krakkarnir í hverfinu ■1 Kanadískur 25 myndaflokkur, r— „Krakkarnir i hverfinu", er á dagskrá sjónvarps klukkan 19.25 í kvöld. Myndin er um hversdagsleg atvik í lífi nokkurra borgarbarna. Þýðandi er Kristrún Þörðardóttir. „Hestar“ Nýr þáttur, OO 00 „Hestar", hóf göngu sina í út- varpinu, rás 1, sl. föstudag og í kvöld er annar þátt- urinn á dagskrá klukkan 22.00. „Hestar" fjallar um hestamennsku frá sem flestum hliðum, t.d. sem fjölskylduíþrótt, keppnis- íþrótt sem atvinnugrein til útflutnings, stóðhesta- ræktun, hestaleigur og ferðamannaiðnað í tengsl- um við íslenska hestinn. Þess má geta að í Landssambandi hesta- manna eru um 7.000 félag- ar frá 46 hestamannafé- lögum um land allt. Þá eru oftast ekki taldir nema einn fjölskyldumeð- limur þannig að nærri lætur að um 15.000 manns stundi hestamennsku að einhverju marki. Umsjónarmaður þátt- arins er Erna Arnardótt- ir. „Nýræktin“ Nýr þáttur á rás 2 ■■■■ Nýr þáttur, 01 00 „Nýræktin", hefur göngu sína á rás 2 í kvöld klukk- an níu. Þátturinn er í um- sjá Snorra Más Skúlason- ar og Skúla Helgasonar. Skúli sagði í samtali við Morgunblaðið að megin- þátturinn í þættinum yrði ný tónlist — íslensk og erlend. „í framtíðinni ætl- um við að reyna að hafa þáttinn í þannig stíl að nýjar íslenskar bílskúra- hljómsveitir geta komið með lög sem þær hafa ekki fengið útgáfu á. Þannig geti þessar hljómsveitir komið sér á framfæri. Einnig er ætl- unin að vera með glænýja erlenda tónlist í bland. Við fáum einn efnilegan tónsmið til að taka upp efni fyrir okkur í útvarps- þátt. Lagið hans verður spilað í þættinum i kvöld. Síðar í kvöld verðum við með glænýja plötu með „Style CounsiT og einnig af „New Order“-plötunni. Meiningin er sem sagt að hafa efni þáttarins sjóðheitt og nýútsprung- ið,“ sagði Skúli. Skúli sagði ennfremur að líklega yrði þessi fyrsti þáttur í bráð sá eini um skeið, en seinni hluta sumars verður væntan- lega komin föst regla á þættina ÚTVARP FÖSTUDAGUR 14. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. „Morgunútvarpið". 7.20 Leikfimí. Tilkynningar. 7.55 Daglagt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Anna Marla ögmundsdóttir, Flateyri, tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bðrn eru besta fólk" eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (18). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (utdr ). Tónleikar. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær" Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo. Dagný Kristjáns- dóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (10). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Konsert fyrir fjögur horn og hljómsveit I F-dúr op. 86 eftir Robert Schumann. Georges Barboteu, Michel Berges, Daniel Dubar og Gilbert Coursier leika með Kammersveitinni I Sarre; Karl Ristenpart stjórnar. b. Pianókonsert nr. 8 I C-dúr K. 246 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Rudolf Serkin og Sinfóniuhljómsveit Lund- úna leika; Claudio Abbado stjórnar. 15.15 Létt tónlist. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurtregnir. 16.20 A sautjándu stundu. Um- sjón: Sigrlöur Haraldsdóttir og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Bjðrgvinsson og Tryggvi 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.20 Krakkarnir i hverfinu Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I Iffi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Lífiö við Lúsluvatn Bresk náttúrullfsmynd frá vernduðu vatnasvæði I Jakobsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Ævintýrið um Mjallhvlti og vondu stjúpuna. Ragnhildur Richter segir frá nýlegum at- hugunum og túlkunum á gömlu ævintýri. b. Kórsöngur — Karlakór Reykjavlkur syngur. Stjórn- andi: Páll P. Pálsson. c. í miðju straumkastinu (2). Helga Einarsdóttir les um 14. júní Suður-Afrlku með fjölbreyttu dýra- og fuglallfi. Þýðandi Hálfdán Ómar Hálf- dánarson. 21.15 Konur í Japan Kanadlsk heimildarmynd um stöðu kvenna I japönsku samfélagi fyrr og nú. Lýát er hefðbundnu llfi japanskra kvenna um aldir, breytingum I kjölfar slðari heimsstyrjald- ar og hlutskipti kvenna I iðnveldinu Japan nú á tlm- um. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. ævi og störf Helgu Nielsdótt- ur Ijósmóður, úr bókinni „Fimm konur" eltir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Umsjón: Helga Agústsdótíir 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Planókonsert" eftir Jón Nordal. 22.00 Hestar Þáttur um hestamennsku I umsjá Ernu Arnardóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK). 23.15 Samnorrænir tónleikar frá danska útvarpinu. Sin- fónluhljómsveit danska út- 22.10 Flugkapparnir (Aces High) Bresk blómynd frá 1976. Leikstjóri Jack Gold. Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, Cristopher Plummer, Simon Ward, Pet- er Firth og John Gielgud. Myndin gerist á vlgstöðvun- um I Frakklandi I fyrri heims- styrjöldinni. Þar hætta breskir flugmenn llfinu I njósnaflugi yfir bækistöðvum Þjóðverja. Þýðandi Björn Baldursson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok varpsins leikur. Stjórnandi: Jerzy Semkow. Einleikari: Gert von Bulow. a. Sellókonsert eftir Svend Westergaard. b. „Symphonie fantastique" eftir Hector Berlioz. Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir. 00.10 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 14. júrtí 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Einar G. Ein- arsson og Siguröur Sverriss- on. 14.00—16.00 Pósthólfiö Lesin bréf frá hlustendum og leikin óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir íþnóttaþáttur með léttu Ivafi. Stjórnandi: Jón Olafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.