Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 Trúir þú á stjörnuspeki? — eftir Gunnlaug Guðmundsson Ég er oft spurður þeirrar spurn- ingar hvort ég „trúi á stjörnu- speki“. Viðmælandi minn horfir síðan iðulega vorkunnsömum aug- um á mig og oftar en ekki skín viss fyrirlitning úr svipnum. Hvernig getur þessi náungi verið svo vit- laus að trúa á stjörnuspeki! í gegnum árin er ég orðinn öllu vanur og depla því ekki auga er ég mæti slíku viðmóti. í seinni tíð er ég farinn að nota sama svarið aft- ur og aftur. Ég spyr á móti: „Trúir þú á bíla?“ Oftast eru viðbrögðin þau að menn verða hálf hissa: „eh, ha?“ Nú gætir þú hugsað sem svo: Hvað á maðurinn eiginlega við? Hvað kemur trú á stjörnuspeki bílum eiginlega við? Jú, svo er í pottinn búið að flest- ir nota bílana sína, þeir trúa ekki á þá. Líkt er farið með stjörnusp- ekinga. Þeir nota stjörnuspeki. Stjörnuspeki er þekkingartæki. Hún er tæki sem er mjög hentugt viljum við rannsaka persónuleika ákveðins manns. Ef ég stend t.d. á tímamótum og þarf að hugleiða stöðu mína, hæfileika og langanir, þá þarf ég einhverja viðmiðun. Það að gefa slíka viðmiðun er eitt helsta hlutverk stjörnuspekinnar. Ég kall stjörnuspeki því oft sál- arspegil, persónuleikalíkan eða andlegan hníf og gaffal. í raun þarf stjörnuspeki því ekki frekar en bílar að tengjast trú. Ef okkur þeim fjölmörgu sem hafa lagt stund á stjörnuspeki finnst hún merkilegt, skemmtilegt og fallegt fag, hvernig stendur þá á því litla áliti sem hún nýtur al- mennt hjá fólki? Ein helsta ástæða þess er fólgin í kynningu stjörnuspeki á opinber- um vettvangi, m.a. í fjölmiðlum. öllu réttar væri þó að tala um það hvernig hún hefur ekki verið kynnt. Staðreyndin er sú að lítið hefur verið gert í því að kynna stjörnu- spekina eins og hún raunverulega er. Fólk stendur í þeirri trú að stjörjiuspeki og stjörnuspáin { dagblöðunum séu eitt og hið sama. Er stjörnuspá dagsins, það að þú fáir bréf í kvöld og ættir að halda þig heima á morgun, ekki heila málið? Að 2. maí verði góður dag- ur en 5. maí slæmur? Er þetta ekki stjörnuspeki? Flestir halda að svo sé en í raun kemur þetta stjörnuspeki ekkert við. Er það því nokkur furða að fólk hafi aímennt lítið álit á stjörnuspeki þegar eina kynningin er í þessum dúr. Vanda- mál stjörnuspekinnar er því tölu- vert. Ekki er auðvelt að fást við áratuga og jafnvel aldagamlan misskilning og misnotkun. Vegna þessarar slæmu kynningar hefur myndast hálfgerður vítahringur. Fagið laðar ekki að sér góða menn sem gætu reist hag þess við. Marg- ir góðir menn gagnrýna það sem þcir halda stjörnuspeki en er í raun skelfileg útþynning á hinu upprunalegu fagi. Af sömu ástæðu skortir kennslubækur. Á íslensku er ekki til ein einasta bók sem kynnir stjörnuspeki sem fag í heild sinni. Hvað varðar stjörnu- spárnar hef ég fyrir satt að marg- ir blaðamenn hér á landi hafi samið þessa dálka sjálfir og haft gaman af að „leika á liðið“. Al- gengt er síðan að blöðin kaupa er- lenda bók með stjörnuspám sem síðan er þýdd jafn óðum yfir á íslensku. Höfundar þessara bóka eru oft menn sem hafa lágmarks- þekkingu á stjörnuspeki en eru fyrst og fremst að vinna sér inn peninga. í sjálfu sér er ekkert illt um það að segja að öðru leyti en því að ekki má taka mykjuna í misgripum fyrir gullið. Ef stjörnuspáin sem flestir þekkja úr blöðunum kemur stjörnuspeki ekkert við hvað kem- ur þá í staðinn? Hver er sú stjörnuspeki? Hvaða gagn getum við haft af henni? Vinsælust nútímastjörnuspeki er svokölluð persónuleikastjörnu- speki. Aðferðafræðin er sú að dregið er upp kort fyrir stöðu pláneta á fæðingarstund viðkom- andi einstaklings miðað við fæð- ingarstað. Munurinn á þessu og stjörnuspám dagblaðanna er sá að fjallað er urn hvern einstakling fyrir sig. Málið er það að hver maður hefur sitt sérstaka kort. í raun sjá allir að útilokað er að 1/12 mannkynsins, t.d. hrútarnir, fái bréf í kvöld eða að fjármálin hjá öðrum tólfta hluta verði var- hugaverð um miðjan maí. Auðvit- að er slíkt fjarstæða og kemur stjörnuspeki ekkert við, að öðru leyti en því, að margir halda að það geri það, sem auðvitað er nógu slæmt. Allar slíkar úttektir sem miða að því að setja stóra hópa mannkynsins undir einn hatt eru marklausar. Hver einstakur mað- ur er samansettur úr mörgum og margvíslegum þáttum sem eiga sér sín tákn í stjörnumerkjunum. Fyrir þá sem ekki þekkja til þess- ara mála má geta þess að í raun er ekki hægt að vera einungis hrútur eða naut. Persónuleika hvers manns er lýst útfrá mörgum stjörnumerkjum. Þú getur verið í hrútsmerkinu en einnig i nauti, tvíbura, Ijóni og steingeit. Vilji menn athuga persónuleikann er nauðsynlegt að skoða alla þessa þætti saman. Það sem haft er til viðmiðunar í stjörnuspeki eru stjörnumerkin 12 og einnig Sólin, Tunglið og plánet- urnar Merkúr, Venus, Mars, Júpít- er, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó. Reikna þarf út stöðu þess- ara pláneta á himni á fæðingar- stað og -stund, taka tillit til þess hvar á himni þær eru staddar og hver innbyrðis afstaða þeirra er. Segjum svo að maður komi til mín og biðji mig að gera stjörnu- kort. „Góðan daginn, ert það þú sem gerir stjörnukort?" segja menn gjarnan. „Já,“ svara ég. „Hvaða upplýsingar þarf ég að gefa til að fá kort?“ „Þú þarft að láta mig fá fæðingartíma, þ.e. á hvaða klukkustund þú fæddist, dag og ár og einnig hvar þú fædd- ist. Nóg er að nefna bæinn í því sambandi, t.d. Reykjavík eða Ák- ureyri." „Allt í lagi, gerðu kort fyrir mig, ég veit klukkan hvað ég er fæddur. Tekur langan tíma að gera kortið?“ Þar sem ég er nú- tímamaður tekur það ekki svo langan tíma að reikna út stjörnu- kort. Ég nota tölvu. Tölvan reikn- ar út plánetustöðuna og prentar út viðeigandi texta með persónu- lýsingu á tíu mínútum. Sama verk tók mig heilan dag hér áður fyrr, ef ég var vel upplagður, annars yfirleitt 2—3 daga. Eins og sést á þessu er hér um gífurlegan tíma- sparnað að ræða. Venjuleg vinnu- brögð eru þannig að ég læt við- komandi fyrst fá kortið með tölvu- keyrðri persónulýsingu og mæli síðan með því að hann komi síðar í munnlegan viðtalstíma þar sem við ræðum kortið nánar. Hvernig er svo þessi persónu- lýsing? Dæmigerð persónulýsing hefur það markmið, eins og felst í orð- inu, að lýsa persónuleikanum, segja til um það hvernig hann er, hvaða möguleika hann hefur og hvaða þætti hann þarf að varast. Menn segja gjarnan: „Persónulýs- ing, ég hef ekkert við slíkt að gera, ætli ég viti ekki nokk hvernig ég er, he, he, he.“ Það má vel vera að svo sé í mörgum tilvikum, en alls ekki alltaf. Allir hafa gott af því að setjast niður, þó ekki sé nema eina kvöldstund og hugleiða sjálf- an sig og stöðu sína í lífinu. Það er einnig reynsla okkar sem stundum stjörnuspeki að sjálfsímynd fólks upp til hópa er mjög einhæf. Einn ágætur maður sagði t.d. við mig: „Eg hef alltaf litið á mig sem bjartsýnismann og þar með búið.“ Staðreyndin er hins vegar sú að maðurinn býr yfir fleiri hæfileik- um og möguleikum en hann gerir sér grein fyrir og yfirleitt nýtir. Við sjáum það t.d. á því hversu ótrúlegum árangri menn geta náð á svo til hvaða sviði sem er, leggi menn sig fram. Persónulýsingu er skipt í nokkra þætti. Dæmigerð persónu- lýsing fjallar um lífsorku, vilja og grunntón persónuleikans, um til- finningar, undirmeðvitund og daglegt hegðunarmunstur, um hugsun og máltjáningu, um sam- skipti, ást og vináttu, fegurðar- Gunnlaugur Guðmundsson „Allir geta haft not af stjörnuspeki. Sem dæmi má nefna að í uppeldi getur hún hvatt foreldra til að taka meira tillit til eiginleika barnsins sjálfs heldur en til sinna eigin væntinga. Fólk sem er statt á tímamót- um, vill hugleiða stöðu sína, skipta um starf eða hvað eina getur nýtt sér stjörnuspeki.“ skyn og gildismat, um starfs- og athafnaorku, um þjóðfélagshug- myndir og vaxtarmáta innan þjóð- félagsins, um takmarkanir okkar sem einstaklinga, um ytri per- sónuleika okkar, fas og framkomu og markmið okkar og þjóðfé- lagshlutverk. Sem dæmi um spurningar sem við getum leitað svara við í stjörnukortinu má nefna: Hvert er sjálf mitt og grunn- tónn? Er ég í góðum tengslum við sjálfan mig og hvernig beiti ég vilja mínum? Hverjar eru tilfinningalegar grunnþarfir mínar? Hvers konar daglegt lífsmunst- ur á best við mig? Hvernig beiti ég hugsun minni? Hverjir eru hæfileikar hugsun- ar minnar og hvað þarf ég að var- ast? Hverjar eru ástarþarfir mínar og hvers konar manngerðir - iga best við mig? Hvernig er ég í nánu samstarfi og hvað get ég gert til að mér gangi betur að umgangast aðra? Hvernig nýti ég starfsorku mína og inn á hvaða svið er best að beita henni? Hvernig beiti ég kynorku minni? Hverjar eru lífsskoðanir mínar og þjóðfélagshugmyndir? Hver eru markmið mín og hvar liggur helsti vaxtarbroddur minn? A hvaða sviðum liggja helstu veikleikar mínir og hömlur og hverju vil ég breyta og hvað vil ég bæta í fari mínu? Hver er ábyrgð mín gagnvart sjálfum mér og öðrum? Hvaða hæfileikar mínir liggja ónýttir? Mig langar nú að varpa fram einni spurningu: „Hvaða gagn get- ur þú haft af stjörnuspeki?" Álgengasta svarið er að hún geti stuðlað að sjálfsþekkingu og al- mennri mannþekkingu. Öt frá því getur þú spurt: „Allt í lagi, en hvað græði ég á því?“ Mér per- sónulega finnst svarið liggja svo í augum uppi að sjálfsagt ætti ég erfitt um svar: „Ja, uh — nú, ef þú þekkir sjálfan þig, áttu almennt betri möguleika í lífinu. Þú getur fundið starf sem hentar þér betur, heppilegri maka! og almennt lifað hamingjusamara lífi. Auk þess kemur þetta inn á fleiri svið. Pældu í öllu þessu stríði, öllum þeim deilum og árekstrum sem eru sífellt í gangi milli manna. Af- hverju er fólk alltaf að rífast? Ég veit að stór þáttur í því máli er skortur á skilningi manna á með- al. Þú segir að þessi náungi sé asni af því að þú skilur hann ekki. Þið lendið í rifrildi vegna þess að þið misskiljið hvorn annan. Fólk al- mennt skortir það tilfinnanlega að geta sett sig í spor náungans. Auð- vitað er sjálfsþekking engin alls- herjar lausn, en hún getur hjálp- að. Við verðum að byrja einhvers staðar. Margt smátt gerir eitt stórt." Þú horfir á mig smá stund og segir svo: „Jú, þetta er alveg rétt hjá þér. Ef maður sest niður og hugsar málin, reynir að setja sig í spor náungans, verður maður um- burðarlyndari. Þegar maður t.d. kynnist fólki betur sem manni fannst stórskrítið sér maður að það hefur sína punkta, hegðun þess verður skiljanleg og jafn- framt á maður auðveldara með að umgangast það.“ „Já,“ segi ég „margir sem ég þekki í stjörnu- speki segja að hún auki umburðar- lyndið. Fólk segir líka að stjörnu- kortið skýri málin. Að það sé meira með málin á hreinu og skilji betur af hverju það hafi gert þetta og hitt. Einn sagðist meira að segja vera farinn að skilja tengda- mömmu sína.“ „Hugsaðu um sjálfan þig. Er ekki mikilvægt að þú finnir þér farveg við hæfi? Það segir sig sjálft að ef þú „finnur sjálfan þig“ áttu fyrir höndum mun hamingju- samara líf. Hvernig er að vera alla tíð ófullnægður og óánægður með hlutskipti sitt?“ Af því að ég er alltaf að hugsa um þjóðfélagsheildina langar mig Ódýr, nýr LADA LUX bíll er betri en dýr notaöur af annarri gerð. Sjö punktar, sem við bendum á og skipta þig miklu máli: 1 Verðið á LADA LUX er aðeins 280 þúsund krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstáeðir. 2. Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA LUX biíreioannnar. 3. Sex ára ryðvamarábyrgð er innifalin í verð- inu, sé öllum skilmáíum ryðvamar framfylgt af hálfu eiganda. 4. Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA LUX, kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og 500Ö km akstur. 5. Véu'ahlutaþjónusta við LADA eigendur er af opinbemm aðilum talin ein su besta hér- lendis. Mikið úrvad alls konar aukahluta fáanlegt á hagstæðu verði. 6. LADA LUX er afhentur kaupendum með sólarhrings fyrirvara. 7. Eldri gerðir LADA bifreiða em teknar á sanngjórnu verði sem greiðsla upp í verð nýja bílsins. VERÐSKRÁ15/4 ’85 LADA 1200 205.000 141.000* Lada Safír 229.600 157.000* LADA Sport 420.000 315.000* | LADA LUX 280.500 189.800* • verö með tollaettlrglöt SryrKja BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.