Morgunblaðið - 14.06.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985
23
Noel F. Hilliar hjá Bolton Brady:
„Eldvarnarhurðir og
öryggisgrindur borga
sig upp á stuttum tíma“
Þórir Jónsson forstjóri Sveins Egilssonar hf. og Noel F. Hilliar fri Bolton
Brady.
Daemigerd öryggisgrind fri Bolton Brady fyrir einni af verzlunum brezku
fataverzlanakeðjunnar Austin Reed.
að segja þér eitfc Málið er að
stjörnuspeki og önnur fög sem
stuðla að mannþekkingu eru bráð-
nauðsynleg og þjóðfélagslega
mjög gagnleg. Pældu í allri tor-
tryggninni sem er á milli fólks og
t.d. starfsstétta. Þarna er oft stór
gjá á milli. Gerir þú þér grein
fyrir því að með breyttum þjóðfé-
lagsháttum síðustu áratuga er
hætta á að aukin fjarlægð mynd-
ist milli íslendinga eftir starfs-
stéttum? Við verðum að hugsa um
það að þegar allt kemur til alls er
þjóðfélagið samansafn ólíkra ein-
staklinga. Ef vel á að fara verðum
við að skilja hinar ólíku þarfir,
bæði okkar eigin og annarra. Við
verðum að skilja annað fólk. Það
er mjög mikilvægt.
Mig langar til að segja þér eitt í
viðbót sem ég vona að kynni þér
hina raunverulegu stjörnuspeki
betur. Ég hef lengi átt mér draum.
Hann er sá að stjörnuspeki verði
gerð að kennslugrein í fram-
haldsskólum. Að allir unglingar
(16—19 ára) geti átt þess kost að
setjast niður eins og tvo tíma í
viku í eitt skólaár og hugleiða
hver þau eru og hvert þau stefni.
Spyrji sig: „Hver er ég? Hvað vil
ég gera við líf mitt? Hver er Jón
og hver er Gunna? Hvernig eigum
við saman? Hvað er líkt og hvað er
ólíkt með okkur?" Ég er sannfærð-
ur um að slíkt væri mjög gagnlegt,
bæði fyrir þá sem tækju þátt í
slíkum timum og fyrir þjóðfélagið
í heild. Slíkir tímar skila sér i auk-
inni mannþekkingu og umburðar-
lyndi, í skýrari sjón á sjálfan sig
og því hvaða framhaldsnám eða
starf hentar best.
Þó ég telji þennan þátt mikil-
vægan er notagildi stjörnuspeki
ekki einungis bundið við slíka
fræðslu. Allir geta haft not af
stjörnuspeki. Sem dæmi má nefna
að í uppeldi getur hún hvatt for-
eldra til að taka meira tillit til
eiginleika barnsins sjálfs en til
sinna eigin væntinga. Fólk sem er
statt á tímamótum, vill hugleiða
stöðu sína, skipta um starf eða
hvað eina getur nýtt sér stjörnu-
speki.
Að lokum vil ég segja þetta:
Hvert var erindi mitt við þig í
upphafi? Jú, ég vil með þessari
grein leiðrétta misskilning sem
ríkir varðandi stjörnuspeki. Ég vil
benda á að stjörnuspeki er merki-
legt persónuleikatæki sem á erindi
til okkar allra. Ég vil segja að
sjálfsþekking er nauðsynleg, bæði
fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið
í heild. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að við erum ábyrg
gagnvart okkur sjálfum og um-
hverfinu. Okkur ber skylda til að
byggja okkur upp á jákvæðan og
heilbrigðan hátt. Við eigum að
vinna af ákveðni og með jákvæðu
hugarfari að því að bæta líf okkar
allra. Við eigum að stuðla að
auknum skilningi manna á meðal
með öllum ráðum sem standa*
okkur til boða.
Höíundur er stjörnuspekingur við
Stjörnuspekimiðstöóina.
„Þessar eldvarnarhurðir og ör-
yggisgrindur borga sig yfirleitt upp
á skömmum tíma, með því að not-
endum þeirra bjóðast lægri iðgjöld
vegna minni hættu á skemmdum af
völdum elds eða innbrota," sagði
Noel F. Hilliar, framkvæmdastjóri
enska fyrirtækisins Bolton Brady,
er hann var hér á ferð. Fyrirtæki
hans framleiðir mikið úrval eld-
varnarhurða, öryggisgrinda fyrir
glugga og dyr, hliðgrinda og fær-
anlegra öryggisskilrúma. Hefur
Sveinn Egilsson hf. nýverið gerst
umboðs- og þjónustuaðili fyrir Bolt-
on Brady hér á landi.
Noel F. Hilliar sagði Bolton
Brady bjóða viðskiptavinum upp
á óryggi gegn skemmdarverkum
og innbrotum og af völdum elds
og hita. Eldvarnarhurðir væru
framleiddar í fjölda gerða; s.s.
rennihurðir, hurðir á venjulegum
lömum, eða fellihurðir, saman-
brotnar lárétt eða lóðrétt. Hurðir
þessar gæfu möguleika á eldvörn
í allt að 4 klukkustundir með því
að skipta húsnæði í hluta og
þarmeð einangra þann hluta
hússins sem eldur hefur komið
upp í frá öðrum hlutum þess.
Þetta gerist þannig að hurðir,
sem við venjulegar kringum-
stæður færi lítið fyrir, féllu
sjálfvirkt niður þegar stjórnbún-
aður þeirra yrði fyrir áhrifum
óeðlilegst hita eða reyks. Þannig
takmarkaðist útbreiðsla elds og
tjóni væri haldiö i lágmarki.
Bolton Brady hefði sett upp
hurðir af þessu tagi um heim all-
an. Tryggingafélög mæltu ein-
dregið með eldvarnarskilrúmum
og hurðum af þessu tagi og byðu
notendum lægri iðgjöld vegna
minni áhættu.
Hilliar sagði að öryggisgrindur
eða hlið fyrir verslunarglugga og
dyr gætu einnig átt þátt í að
lækka tryggingariðgjöld. Fyrir-
tækið byði ýmsar tegundir
grinda úr stáli og áli. Þær hefðu
þann kost að verja viðkomandi
húsnæði án þess að takmarka not
af gluggastillingum o.s.frv. Einn-
ig væri boðið upp á ýmsar gerðir
hliða og öryggisgrinda til notk-
unar í iðnaði og í vörugeymslum.
Allar grindur og hurðir fengjust
ýmist með handvirkum opnunar-
og lækkunarbúnaði eða vélræn-
um.
Að sögn Noel Hilliar hefur
Bolton Brady framleitt öryggis-
grindur og eldvarnarhurðir og
lúgur fyrir stofnanir og fyrirtæki
um heim allan, nýjasti stórsamn-
ingur þess var gerður við Hong
Kong-banka um smíði hurða,
lúga og grinda að upphæð 80
milljónir króna í útibú bankans í
Shanghai. Taldi hann helstan
markað hér á landi í iðnaði ýmiss
konar, verslunum, þjónustufyr-
irtækjum og stofnunum.
1 , ■■/‘V
l \ '
,
' / /
£>
I « *
sO
■IIRliiTlillr.
Árbók SVFÍ
komin út
ÁRBÓK Slysavarnafélags Islands
1985 er komin út
í árbókinni er minnst sjö fé-
laga og velunnara SVFl sem lét-
ust á þessu ári og því síðasta. Þá
er sagt frá 20. landsþingi SVFÍ
sem haldið var í Vestmannaeyj-
um 1984 og birt er erindi Hannes-
ar Þ. Hafstein, framkvæmda-
stjóra SVFÍ, um sögu og þróun
björgunarstarfs hér á landi, sem
hann flutti á ráðstefnu um örygg-
ismál sjómanna. Þá er skýrt frá
ráðstefnu Norræna björgunar-
sambandsins, sem haldin var í
Noregi 1984 og minnst er 20 ára
starfsafmælis Hannesar Þ. Haf-
steins.
Þá er sagt frá samæfingu
björgunarsveita á Austurlandi
sem fram fór í Jökulsárhlíð í
Norður-Múlasýslu í ágúst á síð-
asta ári. Minnst er 50 ára afmæl-
is Kvennadeildarinnar á Norð-
firði, Slysavarnadeildarinnar
Hafrúnar á Eskifirði og Slysa-
varnadeilda kvenna á Dalvík, Ak-
ureyri og ísafirði.
Greint er frá þjálfunar- og
námsferðum sem farnar voru til
Skotlands á síðasta ári og birtar
eru ýtarlegar upplýsingar um
hina nýju gæslu- og björgunar-
þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-
Sif. Einnig er sagt frá fyrsta
sjúkraflugi hennar sem var til
Hólmavíkur. Ýmislegt fleira er
að finna í Árbókinni, m.a. skýrsl-
ur um bjarganir og banaslys af
ýmsum orsökum, sem urðu á síð-
asta ári.
(FrétUtilkynaing)
_/\pglýsinga-
síminn er 2 24 80