Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1985 39 Sr. Gunnar Björnsson og Ágústa Ágústsdóttir Morgunblaftifi/Júiiua Tónleikaferð til Póllands SÉRA Gunnar Björnsson, selló- leikari, og kona hans, Ágústa Ág- ústsdóttir, söngkona fara í tónleikaferðalag til Póllands í byrjun júlí. Sr. Gunnar Björnsson sagði að aðdragand- inn að þessu tónleikaferðalagi væri sá að þau hjónin hefðu far- ið sl. 5 sumur til Weimar í Austur-Þýskalandi á alþjóðlegt tónlistarnámskeið. Þar hafa þau bæði verið valin til að koma fram á tónleikum. „Síðastliðið sumar komu að máli við okkur tveir Pólverjar, prófessor í sellóleik við tónlist- arakademíuna í Gdansk, og kona, sem hefur starfað sem undirleikari á námskeiðunum í Weimar, og spurðu hvort við værum tilbúin til þess að koma til Gdansk og halda þar tónleika. Okkur leist strax vel á þetta,“ sagði Gunnar. „Síðan barst okkur hátíðlegt bréf frá Tónlistarfélaginu í Sop- ot, sem er í nágrenni borganna Gdansk og Gdynia, þar sem okkur er formlega boðið að halda tvenna tónleika með áðurnefnd- um undirleikara, Önnu Prab- ucka-Firley. Fyrri tónleikarnir verða fimmtudaginn 4. júlí, en þeir síðari eru kirkjutónleikar á vegum organistafélags í Gdansk. Þeir verða sunnudaginn 7. júlí.“ „Við leggjum áherslu á að kynna íslensk tónskáld á þessum tónleikum. Ágústa syngur lög eftir Jón Leifs, Eyþór Stefáns- son, Árna Björnsson, Skúla Halldórsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Sigvalda Kaldalóns o.fl. Ég mun m.a. flytja tónverk eftir þá Sigurð Egil Garðarsson og Jónas Tómasson. Eftir tónleikaferðina förum við hjónin svo til Weimar á tón- listarnámskeið sem hefst um miðjan júlí,“ sagði sr. Gunnar Björnsson. Hafnfirskar húsmæður í orlof að Laugarvatni ORLOF húsmæðra í Hafnarfirði verður haldið að Laugarvatni vikuna 1. — 7. júlí í sumar, en Laugarvatn hefur verið orlofsstaður fyrir hús- mæður í Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi og fleiri stöðum um nokk- urra ára skeið. Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur kosið sérstaka orlofsnefnd Hafnarfjarðar til að sjá um orlof húsmæðra. Hana skipa nú Sess- elja Erlendsdóttir, formaður, Guðrún Guðmundsdóttir, gjald- keri, og Elínborg Magnúsdóttir, ritari. Meðstjórnendur eru Kristjbjörg Guðmundsdóttir, Lára Guðmundsdóttir og Helga Guð- mundsdóttir. (Úr fréttatilkynningu) Árétting — eftir Jóhann Þórólfsson Fyrir nokkru skrifaði ég grein, þar sem ég gat nokkurra stjórn- málamanna, sem ég met mikils, en láðist að geta eins — sem síst skyldi — þ.e. Gunnars Thorodd- sen. Gunnar var ungur að árum, þeg- ar honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf fyrir þjóðina, sem hann leysti af hendi með trúmennsku, samviskusemi og heiðarleika, enda maðurinn stór- gáfaður. Ég er bæði stoltur og þakklátur fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa átt hann að vini í 40 ár. Gunnar var bæði borgarstjóri, ráðherra í mörg ár og sendiherra. Ég vil nefna hér tvö dæmi, er sanna það hve mikilhæfur f''' málamaður Gunnar var. hann var fjármálaráðherra var það hans verk að íslenski gjald- miðillinn var gjaldgengur á er- lendri grund og 1980 myndaði hann ríkisstjórn þegar að allir forustumenn flokkanna voru bún- ir að gefast upp. Það sýnir best hvað mikið traust var borið til hans. En Gunnar var ekki einn í lífs- baráttunni. Hann átti sér við hlið indæla og elskulega konu, Völu Ásgeirsdóttur, er stóð við hlið manns síns eins og klettur í haf- inu meðan líf hans entist. Ég sakna míns góða vinar, þegar að ég kem niður í alþingi, eða eins og málshátturinn segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“. Virðingarfyllst. rar um inbtt i di. Gjörvileiki — Glæsileiki Allt fer þetta saman þegar þu klæöist vinsælasta herrafatnaöi í Evróþu. Melka AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 25. júni Laxfoss 9. júli Bakkafoss 15. júlí City of Perth 23. júlí NEWYORK Bakkafoss 24. júní Laxfoss 8. júlí Bakkafoss 16. júli City of Perth 22. júlí - HALIFAX Laxfoss 15. júní Bakkafoss 18. júlí BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 16. júní Eyrarfoss 23. júní Álafoss 30. júni Eyrarfoss 7. júlí FELIXSTOWE Álafoss 17. júni Eyrarfoss 24. júni Álafoss 1. júlí Eyrarfoss 8. júli ANTWERPEN Álafoss 18. júni Eyrarfoss 25. júní Álafoss 2. júlí Eyrarfoss 9. júlí ROTTERDAM Álafoss 19. júni Eyrarfoss 26. júní Alafoss 3. júli Eyrarfoss 10. júlí HAMBORG Álafoss 20. júní Eyrarfoss 27. júní Alafoss 4. júlí Eyrarfoss 11. júli GARSTON Fjallfoss 17. júni Fjallfoss 1. júlí AVEIRO Skeiðsfoss 15. júni PINETAR Skelösfoss 20. júni NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 15. júní Reykjafoss 21. júní Skógafoss 1. júlí Reykjafoss 5. júli KRISTIANSANO Skógafoss 17. júni Reykjafoss 24. júni Skógafoss 1. júlí Reykjafoss 8. júli MOSS Skógafoss 18. júní Reykjafoss 25. júni Skógafoss 2. júlí Reykjafoss 9. júlí HORSENS Skógafoss 20. júni Reykjafoss 27. júni Skógafoss 4. júli Reykjafoss 11. júlí GAUTABORG Skógafoss 19. júni Reykjafoss 26. júni Skógafoss 3. júli Reykjafoss 10. júli KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 21. júni Reykjafoss 28. júni Skógafoss 5. júlí Reykjafoss 12. júli HELSINGBORG Skógafoss 21. júni Reykjafoss 28. júni Skógafoss 5. júlí Reykjafoss 12. júli HELSINKI Lagarfoss 17. júní GOYNIA Lagarfoss 20. júni ÞÓRSHÖFN SkódBfoss 30. júní UMEA Lagarfoss 15. júni RIGA Lagarfoss 19. júní EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.