Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐID, FÖ8TUDAQUR14; JÚNÍ 1>95 Söluhorfur taldar góðar á æðardúni VEKÐ á æðardúni hefur farið hækkandi undanfarna mánuði. Ekki er enn farið að selja dún frá þessu vori en sala á dún frá síðasta sumri hefur gengið vel. IJtflutningsverðið er nú um 1150 þýsk mörk fyrir hvert kíló af fullhreins- uðum dúni og hefur verðið hækkað um 32% frá síðasta hausti. Gefur þetta verð æðarbændum um 14.000 krónur fyrir kflóið. Heildarframleiðslan er talin vera um 2 tonn á ári. Jóhann Steinsson deildarstjóri hjá búvörudeild SÍS sagði að verð- ið á æðardúni hefði verið orðið mjög hátt fyrir 2 árum og það endað með því að hann hætti að seljast og birgðir hlóðust upp. Bú- vörudeildin hefði síðan komist í samband við nýjan viðskiptavin sem pantað hefði mikið magn og það létt á hinum hefðbundnu mörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Jóhann treysti sér ekki til að spá fyrir um þróun verðsins, sagði að ekki færi að reyna verulega á það fyrr en í haust. Ingólfur Kristmundsson sölu- maður hjá XCO hf. sem einnig flytur út æðardún sagði að sölu- horfur virtust góðar fyrir fram- leiðslu þessa árs. Markaðurinn fyrir dún hefði verið í uppsveiflu þetta árið eftir erfiðleika árin þar á undan. Hann sagði að XCO væri farið að selja æðardún til Japans og þá vantaði bara meiri æðardún til að selja. íssöluskáli á Hallærisplani HALLÆRISPLANIÐ hefur nú fengið á sig nýjan og skemmtilegan svip, þvf á horni Veltusunds og Austurstrætis hefur verið reistur íssöluskáli. Skálinn verður formlega opnaður á morgun en í dag, milli kl. fimm og sjö, verður gestum og gangandi boðinn ókeypis ís, í tilefni opnunarinn- ar. Það er íshöllin sf. sem staðið hefur að byggingu skálans. Kristinn Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri og einn fjögurra eigenda íshallarinnar sf., sagði i samtali við blm. að i skálanum yrði boðið upp á allar mögulegar ístegundir. Meðal þeirra væri hinn svokallaði kóngaís sem framreiddur væri i „vöfflu“- brauðformi á gamala mátann, með þeyttum rjóma og ferskum ávöxtum. Þá verður einnig boðið upp á rjóma. vöfflur með sultu og íssöluskálinn verður sem fyrr segir formlega opnaður á morg- un, laugardag, og verður hann opinn alla daga til kl. 23.30. (Jt- sölustaðir íshallarinnar sf. eru tveir, við Hjarðarhaga og í Glæsibæ. Eigendur fyrirtækis- ins eru Alda Magnúsdóttir, Bjarni Ólafsson, Sigrún Magnús- dóttir og Kristinn Sigurjónsson. Unnið við lokafrágang i íssöhiskálanum f Reykvískar konur gróðursetja tré Reykvfskar konur gróðursettu tré í gærkvöld á svæðinu sem markast af Suðurlandsbraut, Miklubraut og Skeiðarvogi. Þetta er liður í gróðursetningarherferð sem 85-nefndin stendur fyrir í tilefni þess að nú eru 70 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Markmiðið er að gróðursetja eitt tré fyrir hverja konu í landinu. Heilsugæslulæknar á Akureyri aftur á vakt — stjórn heilsugæslustöðvarinnar ábyrgist greiðslur Heilsugæslulæknar i Akureyri hófu á ný í gærkvöldi að sinna kvöld-, nætur- og helgarvöktum sem þeir hættu á miðvikudag. Að sögn Hjálmars Freysteins- sonar, yfirlæknis á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri, ákváðu lækn- arnir að hefja þessa þjónustu á ný, eftir að stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar ákvað að tryggja þeim viðbótargreiðslur fyrir vaktirnar til júlíloka, þannig að þeir fengju sömu laun fyrir að sinna þeim og verið hefði fyrir áramót. Sagði Hjálmar að þessi tími yrði vænt- anlega notaður til að finna fram- tíðarlausn á þessu máli. Hann benti á að bæði stjórn Heilsu- gæslustöðvarinnar og heilbrigðis- ráðuneytið hefðu viðurkennt þörf- ina á því að tveir læknar væru samtímis á vakt á þessu svæði. Hann sagði enn fremur að samn- ingar um kjaramál heilsugæslu- lækna á öllu landinu væru í endur- skoðun og myndu þeir hætta störf- um hinn 11. ágúst nk. ef samning- ar hafa þá ekki náðst. „Við læknar á Akureyri munum hins vegar ekki gripa til neinna frekari sér- aðgerða fyrir þann tíma,“ sagði Hjálmar Freysteinsson að lokum. Valgerður Bjarnadóttir, for- maður stjórnar Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri, sagði að stjórnin hefði ákveðið að grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að þessi lífsnauðsynlega og sjálf- sagða þjónusta félli ekki niður. Fé til að standa straum af greiðslun- um yrði tekið af rekstrarfé, en vonandi fengist það endurgreitt frá ríkisvaldinu síðar, þegar búið væri að ganga endanlega frá samningum um launamál lækna á heilsugæslustöðvunum, en það hafi ekki verið gert samfara kerf- isbreytingunni, sem varð um síð- ustu áramót. Gerir kvikmynd fyrir sænska sjónvarpsstöð HRAFNI Gunnlaugssyni hefur verið boðið að gera sjónvarpskvikmynd eftir sögunni Böðullinn og skækjan eftir sænska rithöfundinn Ivar Lo-Johansson fyrir TV-1 sjónvarpsstöðina I Svíþjóð. INNLENT Breytingartillaga í neðri deild: Bjórfrwnvarpið samþykkt óbreytt — ekki komi til þjóðaratkvæða ÞINGMENNIRNIR Halldór Blöndal og Ellert B. Schram hafa lagt fram í neðri deild Alþingis breytingartillögu við frumvarp, sem samþykkt var f efri deild, um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort leyfa skuli innflutning og framleiðslu á áfengu öli. Tillaga þingmannanna gerir ráð fyrir að ekki komi til atkvæðagreiðslunnar, heldur verði frumvarpið sam- þykkt eins og það var afgreitt frá neðri deild fyrir skömmu. í meðförum efri deildar tók ekki. Ef tillagan reynist samrým- umrætt frumvarp þeim breyting- um að fram fari atkvæðagreiðsla meðal allra kosningabærra manna um áfengt öl. Neðri deild hafði áður samþykkt að heimilað skuli að flytja inn og framleiða bjór. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings hafði ekki séð breytingartillög- una og gat því ekki skorið úr um það hvort hún væri þingleg eða ast þingsköpum og henni veitt brautargengi f neðri deild, þá kemur bjófrumvarpið aftur til meðferðar f efri deild, óbreytt frá því sem það var þegar deildin fékk málið fyrst. Verði frumvarp- ið fellt þar, kemur til kasta sam- einaðs þings og þurfa % þing- manna að greiða því atkvæði. Um einstakar greinar ræður einfald- ur meirihluti. Aðspurður sagði Halldór Blöndal að afgreiðsla efri deildar væri óþingleg. Búið var að fella tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í neðri deild með miklum meiri- hluta: „Þeir menn sem stóðu að breytingartillögu efri deildar beittu brögðum til að vilji þings- ins kæmi ekki fram.“ Allsherjarnefnd neðri deildar mun funda í hádeginu um málið, en Gunnar G. Schram, formaður hennar, vildi ekki segja til um það hvort tækist að afgreiða frumvarpið úr nefndinni. Fimm þingmenn allsherjamefndar studdu bjórfrumvarpið og tveir voru á móti þegar fjallað var um það á sínum tima. „Eftir að ég fékk verðlaunin fyrir kvikmyndina „Hrafninn flýgur" í Stokkhólmi í vetur bárust mér til- boð um að gera myndir af ýmsum toga. Ég tók tilboði um að gera þessa sjónvarpskvikmynd eftir sögu Ivars Lo-Johansson vegna þess að mér gefst kostur á að skrifa hand- ritið sjálfur, leikstýra og stjórna klippingunni. Með þessu er manni sýnt mikið traust,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson i samtali við Morg- unblaðið. „Ég er nýkominn frá Svíþjóð. Þar ræddi ég við höfundinn til að sjá hvort þetta gengi saman hjá okkur og það virðist ekkert vera þvi til fyrirstöðu. Þá fór ég einnig og skoð- aði ýmsa staði þar sem til greina kæmi að kvikmynda. Líklega verða útiatriði tekin á Gotlandi og inni- atriði í stúdíói, en sagan gerist á árunum 1690—1700. Myndin verður tekin í september, október og nóv- ember í haust." Hrafn hefur lagt frumdrög aö handritinu fyrir og hafa þau verið samþykkt og samningur við hann undirritaður. Hrafn fer til Svíþjóð- ar I byrjun júlí til þess að velja leikara, sem væntanlega verða allir sænskir. Enn er óvíst hvort aðrir Islendingar taki þátt í þessu verk- efni. Kostnaður við gerð sjónvarps- kvikmyndarinnar nemur líklega 15—20 milljónum íslenskra króna. Þráinn verði fræðslustjóri FUNDUR var í fræðsluráði i gær. Á fundinum var samþykkt með flmm at- kvæðum tillaga til menntamálaráð- herra þess efnis að Þráinn Guð- mundsson verði settur til að gegna embætti fræðslustjóra Reykjavíkur- umdæmis til 1. ágúst 1986 í veikinda- forföllum Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslustjóra. Þráinn Guðmundsson er skóla- stjóri Laugalækjarskóla í Reykja- vík. Stjórnarfrumvörp af- greidd áður en þingi lýkur EKKI er enn Ijóst hvenær Alþingi lýk- ur störfum, en að sögn Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, mun því ekki verða slitið fyrr en frum- vörp sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að nái fram að ganga á þessu þingi hafa verið afgreidd. Frumvörp þau sem hér um ræðir eru: Framleiðsluráðsfrumvarpið, frumvarp um sparisjóði, viðskipta- banka, Byggðastofnun, Fram- kvæmdasjóð, nýsköpun i atvinnulíf- inu, (Þróunarfélagið), og frumvarp um sjóði atvinnuveganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.