Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR14. JÚNÍ 1985 NY SENDING minkapelsar Stærðlr 40—44. Hagstætt verð og greiðslukjör. 30% útb. Eftirstöðvar á 12 mán. PELSINN Kirkjuhvoli, gimi Málþóf — „þriggja tíma ræöa“ Staksteinar staldra í dag viö árásir stjórnar- andstöðuþingmanna á fréttamenn ríkis- fjölmiöla og væntanlegar viöræöur milli full- trúa Alþingis og Ríkisútvarpsins um fréttir frá Alþingi. Hér eru mál á ferö sem verö- skulda athygli almennings. Málþóf í neðri deild Stjórnarandstöðu þing- menn hafa ekki staðið í vegi þingmála í vetur og vor, á heildina litið. Þeir hafa lengst af verið eins og diskaþurrka á snúru — í logni. Þó brá til „betri tíð- ar“ hjá stjómarandstöð- unni þriðjudag og miðviku- dag í þessari viku. Þá upp- hófust málþófsumræður af þeirra hálfu í neðri deild Alþingis, fyrst og fremst þingmanna Alþýðubanda- lags, undir dagskrárliðun- um Byggðastofnun og Þró- unarfélag. Þjóðviljinn segir í for- síðuramma í gær: „Langar umræður urðu um Þróun- arfélagið í neðri deild í gær. Steingrímur J. Sig- fússon hélt um þriggja tíma ræðu og Hjörleifur Guttormsson hafði talað í klukkutíma þegar fundi var frestað." Þessi stutt- orða lýsing Þjóðviljans seg- ir allt sem segja þarf um málþófið í neðri deild sl. þriðjudag og miðvikudag, í lokaönnum þingsins. A sama tíma sem málþóf stóð í neðri deild síðastliðið þriðjudagskvöld afgreiddi efrí deild fjölmörg mál, þar á meðal svokallað bjórmál, eftir aðra umræðu. Rétt er að bjórmálið er ekki meg- inmál þingsins, síður en svo; en það var tvímæla- laust það mál, sem hafði almenningsathygli þegar það koma til úrslitaat- kvæða þetta kvöld. Þing- pallar, sem jafnan eru þunnskipaðir, yfírfylltust. Fólk sat og fylgdist með frá því kvöldfundur hófst og þar til honum lauk, á öðrum tímanum eftir mið- nætti. Það var því ekki óeðli- legt að fjölmiðlafólk, sem hefur fyrst og fremst skyld- ur við almenning, beindi athygli sinni fremur að efri deild þetta kvöld, þar sem mál vóru í brennidepli al- manna athygli, en málþóf- inu í neðrí deild, þar sem Hjörleifur Guttormsson og fleiri slíkir fhittu mara- þonræður, sem fáir nenntu að hlusta á, samþingmenn þeirra ekki undanskyldir. Það eru slíkar ræður, mældar ( „hjörhim", sem tæma þingsali og gera þingstörfin að gráma. Fréttamenn skammaðir Hjörleifur Guttormsson kvaddi sér síðan hljóðs utan dagskrár. Þegar slíkt ber við í önnum eins og þeim, sem verið hafa á þingi síðustu tvær vikurn- ar, hafa menn gjarnan mikilvægan boðskap að flytja þingi og þjóð. Tilefn- ið var þó þaö eitt að ausa fréttamenn útvarps og sjónvarps skömmum fyrir það að hafa sýnt bjórnum meiri athygli en málþófi Hjörleifs Guttormssonar. Raunar er Hjörleifur ekki lengur mesti „hjörlari" þingsins. Steingrímur J. Sigfússon hefur fyrír löngu skotið honum ref fyrir rass í því efni. Fjölmiðlafólk er ekki yf- ir gagnrýni hafið fremur en annað vinnandi fólk. Það á oft aðfinnslur skilið, enda vinnur það störf í stanz- lausu kappi við tímann. Þeir, sem hafa fréttamat, komast þó ekki fram hjá þeirri staðreynd, hvort sem þeim líkar betur eða verr við bjórfrumvarpið, að þetta tiltekna þingkvöld hafði það vinninginn fram yfir málþófið í neðri deild, fréttalega séð. Skammir Hjörleifs vóru því vind- högg; hittu engan fyrir nema hann sjálfan. Viðræður Al; þingis og RÚV Nú er ekkert sjálfsagð- ara en að fulltrúar Alþingis og Ríkisútvarpsins fundi um fréttaflutning frá lög- gefandi þingi landsmanna, m.a. þvi, hvern veg frétta- mönnum verði bezt búin aðstaða til fréttaþjónustu við almenning. Raunar hef- ur Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, haft frumkvæði um batnandi samvinnu milli fjölmiðla og Alþingis. Nýr útvarpsstjóri hefur og nýlega farið bréflega fram á viðræður um frétta- flutning ríkisfjölmiðla frá Alþingi. Það er því sýnilega áhugi bæði af hálfu Alþing- is og RÚV til að finna eðli- legan samstarfsflöt Svo sjálfsagðar, sem um- ræður af þessu tagi eru, verður að hafa það fyrst og síðast í huga, að ekki má þrengja að sjálfstæðu fréttamati fjölmiðla né ýta undir neins konar ritskoð- unartilhneigingu. Sá háttur, sem viðgengst (alræöisríkjum, aö ráðandi flokkur ákveður hvern veg valdbeiting er sviðsett á viökomandi „þingum" og hvern veg er frá henni sagt í ríkisreknum fjölmiðlum, sem einoka fréttaflutning, er víti til varnaðar. Frétta- frelsi Vesturlanda kann að hafa sína vankanta. Það er engu að síður óaðskiljan- legur hlutur af almennu skoðana- og tjáningarfrelsi. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 # VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt. # VIÐ HÖFUM rúmgóðan sýningarsal og útisölusvæði. # VID BJÓDUM mikið úrval notaðra bíla af öllum gerðum. # VIÐ VEITUM góða og örugga þjónustu 1R66I37! Vid höfum opiö mánud. - föstucI. M. 9 - 19 og iaugard. M. ÍO - Í9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.