Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 36
V 36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNl 1985 - > Læknarómantík Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Dr. Zhivago ★ ★ Bandarísk, gerð 1965, 192 mín. MGM/Carlo Ponti. Panavision. Leikstjóri David Lean. Handrit: Robert Bolt, byggt á skáldsögu e. Boris Pasternak. Kvikmynda- taka: Freddie Young. Tónlist: Maurice Jarre. Aðalleikendur: Omar Sharif, Julie Cristie, Ger- aldine Chaplin, Rod Steiger, Alec Guinnes, Sir Ralph Richardson, Tom Courtney, Rita Tushing- ham. Dr. Zhivago var tvímæla- laust ein frægast stórmynd sjöunda áratugarins. í kjölfar vinsælda Lara‘s Theme, Shar- ifs í titilhlutverkinu og ábúð- armikillar leikstjórnar Lean, varð myndin eins sú mest sótta um árabil. Greinilegt er að mannskepnan hefur verið mun rómantískari á þessum frægu hippatímum og enn móttæki- legri fyrir yfirborðsglans og glysi, en í dag. Myndin er byggð á hinni um- töluðu Nóbelsverðlaunaskáld- sögu Pasternaks um örlög fólks á byltingarárunum í Sovét. Fjallar einkum um skáldið og læknirinn Zhivago, friðarsinna sem kvaddur er í herinn í fyrri heimsstyrjöld og síðan neydd- ur í raðir hinna rauðu bylt- ingarmanna. Hann er giftur í Moskvu en á stríðsárunum kynntist hann nánar fögru Löru. Eftir það eru tilfinningar hans klofnar til þeirra beggja. Á meðan Zhivago berst með rauðliðunum kemst fjölskylda hans úr landi. Þegar hann loks sleppur úr ánauðinni tekur Lara á móti honum. En bylt- ingin hrífur þau hvort frá öðru. Hið margslungna ádeiluverk Pasternaks er sundurtætt í handriti Roberts Bolt, þannig að myndin skapar ekki nægi- lega sterka heild heldur er bút- uð niður í losaralega tengda kafla. Persónurnar koma og fara og fyrir bragðið fær áhorfandinn mun minni samúð með þeim og ekki bætir úr skák að leikurinn er bragðdaufur. Eftir tuttugu ár má sef ja að fátt standi uppúr í Dr. Zhivago annað en svipmikil kvikmynda- taka Freddie Young, nokkrar góðar sviðssetningar og sviðsmyndir og mörg snjöll fjöldaatriði Lean. Að öðru leyti virðist hún tæpast standa und- ir því orði sem af henni fer. Hún hefur semsagt elst illa og því má heldur ekki gleyma að hún nýtur sín illa á skjánum. Maður getur vel skilið hrifn- inguna sem gagntók mann af henni Julie Christie, hér á ár- um áður, en nú blasir við aug- um að leikur hennar er rétt bærilegur, slappur í upphafs- senunum. Það er helst einhver broddur í Rod Steiger og Shar- if er ekkert annað en sæta- brauðsdrengur. Það er sérstak- lega leikur hans og tónlist Jarre sem síst hafa þolað tím- ans tönn. Maður dregur hvað helst þá ályktun af myndinni, að 3tór- verk Pasternaks sé illkvik- myndanlegt, því þrátt fyrir óguðlega iangan sýningartíma, eða 192 mín., er ekki hálf sagan sögð. Dr. Zhivago kemst örugg- lega betur til skila í framhalds- þáttaformi (mini series). Einn góður af gamla skólanum Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson The Scalphunters ★ ★ */i Leikstjóri: Sidney Pollack. Handrit: Wiiliam Norton. Kvikmyndataka: Richard Moore og Duke Callaghan. Tónlist: Elm- er Bernstein. Framleiöendur: Levy-Gardner-Laven. Aðalleik- endur: Burt Lancaster, Ossie Davis, Telly Savalas, Shelly Winters, Nick Cravat. Bandarísk frá United Artists, gerð 1%8. í De Luxe litum. Sýn.tími: 102 m. The Scalphunters þótti ágæt- ur vestri er hann var sýndur hérlendis uppúr ’70, og vissu- lega er hann besta skemmtun enn í dag. Burt Lancaster, hér enn í sínu gamla, þróttmikla formi, ásamt vel menntuðum þræl, (Ossie Davis), eru á hæl- um glæpaflokks, sem hafa að mestu leyti ofan af sér við þá ókristilegu iðju að safna höfuð- leðrum indjána, en hafa að auki rænt öllum skinnum veiðimannsins Lancaster. Liðsmunur er mikill, en eftir lífleg slagsmál, ýmisskonar brellibrögð og undirferli, nær Lancaster að jafna hlut sinn og Davis að ná sér niðri á hús- bónda sínum. Þetta er ein fyrsta mynd Si- dney Pollacks, sem í dag er einn virtasti leikstjóri á vest- urlöndum. Hann hefur líka góð tök á léttum efniviðnum. At- burðarásin er frekar hröð og spennandi, mikið um átök, líkt og tískan var í vestrum þessara ára og hér er einmitt að finna eina frægustu slagsmálasenu þeirra, (að undanskildum Heston og Peck í The Big Country) er þeir berjast í eðj- unni, þrællinn og húsbóndi hans. The Scalphunters er fyrst og fremst gamanmynd og er all- góð sem slík, ekki síst sakir bráðskemmtilegs leiks þeirra Davis og Lancasters. Eins og áður sagði er Lancaster í sínu gamalkunna, eldhressa formi, meðan karlmennskan ljómaði af honum. Davis er ekki síðri, en því miður er The Scalphunt- ers ein af fáum myndum sem þessi fjölhæfi listamaður, (The Hill, No Way Out), hefur leikið í. The Scalphunters er prýði- lega gerð að flestu leyti, enda nokkuð metnaðargjörn fram- leiðsla á sínum tíma. Státar af ágætri kvikmyndatöku Rich- ard Moore og ómissandi tónlist Elmer Bernstein, utan topp- leikara og leikstjóra. Af- bragðsskemmtun fyrir vestra- vini. Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambands íslands fiytur skýrslu stjórnar. Honum á vinstri hönd sitja Óskar Hallgrímsson varaformaður RSÍ sem var fundarstjóri og Bjarni Sigfússon sem var ritari. Þing Rafíðnaðarsambandsins: Fullum stuðningi lýst við rafeinda- virkja hjá ríkinu RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands sem starfað hefur í 15 ár hélt sitt 8. þing dagana 16.—17. maí sl. Þingið sátu 73 fulltrúar frá sjö félögum, en innan RSÍ eru 8 félög; fimm félög rafvirkja, félag skrifvélavirkja, félag rafeindavirkja, og félag línumanna. Félagsmönnum hefur fjölgað úr 1224 í 1452 síðastliðið ár og munar þar mestu að 100 starfsmenn Pósts og síma og 17 tæknimenn útvarpsins gengu í Sveinafélag rafeindavirkja á þessum tíma, eins og segir í fréttatilkynningu frá RSI. Þingið ályktaði um ýmis mál s.s. kjaramál, menntamál, atvinnu- mál, húsnæðismál, og stuðning við rafeindavirkja hjá ríkisstofnun- um. { ályktun þingsins um kjaramál segir að kaupmáttur launa félags- manna fari mjög þverrandi, og takist verkalýðshreyfingunni ekki að fá þessa skerðingu unna upp í áföngum, sé ljóst að sameiginleg átök launafólks séu á næsta leiti. Rafiðnaðarsamband íslands hvetur eindregið til aðgerða við sköpun nýrra starfa í rafiðnaði og bendir í því sambandi á að búast má við að u.þ.b. 150 nemendur bætist í hóp rafiðnaðarmanna ár hvert. Einkum telur þingið mikil- vægt að unnið verði að því að ís- lenskir iðnaðarmenn verði látnir annast viðhald og endurnýjun tækjabúnaðar í sjávarútvegi. í fréttatilkynningu frá Rafiðn- aðarsambandinu segir ennfremur að það styðji af alhug þá viljayf- irlýsingu alls þorra rafeindavirkja í þjónustu ríkisins að sameina stéttina í eitt stéttarfélag, Sveina- félag rafeindavirkja. Þingið mót- mælir einnig þeirri „skammsýni og þvergirðingshætti" sem sam- einingin mæti hjá stjórnvöldum og telur að ábyrgðin sé öll þeirra ef vandræði hljótist af. Á þinginu var Magnús Geirsson endurkjörinn formaður RSÍ til næstu tveggja ára. óskar Hall- dórsson var kjörinn varaformað- ur, Sigurbergur Hávarðarson rit- ari og Sigurður Hallvarðsson gjaldkeri. í miðstjórn sambands- ins eiga 9 manns sæti auk fram- antalinna. Askriftarsímim er 83033 Irætti' SjáJfstæðisflokksins Dregið á morgun Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Af- greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opiö frá 8—22. Sími 82900. Sjálfstæðisflokkurinn. Sækjum sendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.