Morgunblaðið - 14.06.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. JÚNl 1986
Jón Baldvin um framleiðsluraðsfrumvarpið:
„Álþingi til vansa,
ríkissjóði og þjóð-
arbúinu til skaða“
MEIRIHLUTI landbúnaðarnefndar
neðri deildar, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, eða
fimm af sjö nefndarmönnum, leggja
til að frumvarp um framleiðsluráð
landbúnaðarins o.fl. verði samþykkt
með allnokkrum breytingum. Breyt-
ingartillögur meirihlutans eru í 16
liðum. Meðal breytingartillagna er
tillaga um að Framleiðsluráð land-
búnaðarins hætti rekstri Grænmet-
isverzlunar landbúnaðarins frá og
með 1. júní 1986 og að 1. málsgrein
42. greinar orðist svo: Landbúnað-
arráðherra veitir leyfi til að flytja til
landsins kartöflur, nýtt grænmeti,
sveppi og blóm.
Jón Baldvin Hannibalsson (A)
flytur rökstudda dagskrá, svohljóð-
andi:
„ Þar sem
— frv. þetta er að meiri hluta til
samið af alþingismönnum sem
hafa beinna fjárhagslegra
hagsmuna að gæta af lögfest-
ingu þess,
, — það hefur ekki fengið þinglega
meðferð, er m.a. órætt í land-
búnaðarnefnd og fékkst ekki
sent til umsagnar aðila sem
geta beðið alvarlegt fjárhags-
legt tjón af lögfestingu þess,
— byggir ekki á neinni fræðilegri
könnun á fjárhagslegum áhrif-
um þess á kjör bænda, neyt-
enda, skattgreiðenda, ríkis-
sjóðs né þjóðarbús,
— byggir á úreltum stjórnsýslu-
hugmyndum frá 18. öld um
ríkisforsjá, einokunarverð-
'» myndun, miðstýringu, valdboð
og þvinganir sem ganga í ber-
högg við stjórnarskrárákvæði
um atvinnufrelsi,
— lokar síðustu smugum sem eft-
ir eru fyrir frjálsa menn við
landbúnaðarstörf og gerir þá
að þrælum Framleiðsluráðs og
ráðuneytis,
— útilokar samkeppni framleið-
enda um verð og gæði og af-
nemur þar með alla hvatningu
til að halda tilkostnaði í skefj-
um og lækka verð og stuðlar
þannig að rekstrarlegu ábyrgð-
arieysi og offjárfestingu
vinnslu- og dreifingaraðila,
— felur í sér hóflausa skattlagn-
y ingu á búgreinar, sem mið-
stjórnarkerfinu eru vanþókn-
anlegar, og mismunar því ein-
staklingum fyrir lögum,
— tryggir bændum ekki stað-
greiðslu afurða sinna en mun
að öllum líkindum hækka veru-
lega allan tilkostnað við fram-
leiðslu, vinnslu og dreifingu
landbúnaðarafurða og þar með
„útflutningsbótaþörf" á næstu
árum,
— slær á frest löngu tímabærum
uppskurði á úreltu, rándýru,
óhagkvæmu og ranglátu
ofstjórnar- og milliliðakerfi í
landbúnaði sem hefur neytend-
ur jafnt sem bændur að féþúfu,
mun kosta þjóðina marga
milljarða króna á ári hverju
verði það að lögum telur Al-
þingi frv. þetta sjálfu sér til
vansa, bændum, neytendum,
skattgreiðendum, ríkissjóði og
þjóðarbúinu til skaða og vísar
því málinu frá og tekur fyrir
næsta mál á dagskrá."
* -'ft
“ y* f....i jM
* - -HTjnjy
Útvarpslagafrumvarpið sam-
þykkt með 13 atkvæðum gegn 5
Útvarpslagafnimvarpið var sam-
þykkt að viðhöfðu nafnakalli í efri
deild í gær sem lög og taka þau gildi
1. janúar 1986. Þar með er einkarétt-
ur Ríkisútvarpsins afnuminn og ein-
staklingum og félögum heimilað að
hefja rekstur útvarps- og sjónvarps-
stöðva. Allir þingmenn stjórnarflokk-
anna, auk þingmanna Bandalags
jafnaðarmanna, greiddu frumvarpinu
atkvæði. Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag voru á móti.
Við síðustu umræðu komu fram
nokkrar breytingartillögur, annars
vegar frá Davíð Aðalsteinssyni,
Farmsóknarflokki og hins vegar
frá Eiði Guðnasyni, Alþýðuflokki.
Þær voru felldar. Tillaga Davíð Að-
alsteinssonar hljóðaði svo og var
hún viðbót við þriðju grein:
„Útvarpsréttarnefnd er heimilt
að ákveða hlutfall auglýsinga í
dagskrá.
Hún skal ganga frá samningum
við Póst og simamálastofnun
og/eða sveitarfélög um boðveitu-
kerfi, sem kunna að verða sett upp,
er tryggi að þau séu öllum opin að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Utvarpsréttarnefnd setur reglur
um jafnan tíma er gilda skuli við
stjórnmálaumræðu og pólitíska
kynningarstarfsemi."
Málsliðir tillögunnar voru bornir
upp sér til atkvæða og voru felldir
á jöfnum atkvæðum. Sjálfstæðis-
menn og Bandalag jafnaðarmanna
sameinuðust í andstöðu. Breyt-
ingartillögur Eiðs Guðnasonar
voru allar felldar með atkvæðum
Sjálfstæðismanna, en þær voru í
þremur liðum.
Haraldur Ólafsson sagði þegar
hann gerði grein fyrir atkvæði sínu
að hann styddi frumvarpið í trausti
þess að ríkisstjórnin leggði fyrir
næsta þing frumvarp til breytinga
á fjarskiptalögum er feli í sér að
boðveitur verði í eigu Pósts og síma
og/eða sveitarfélaga. En einnig að
ákvæði um íslenskan texta eða tal
með erlendu efni verði festur í sessi
og að lagaleg endurskoðun fari
fram að þremur árum liðnum.
Eiður Guðnason, taldi að vinnu-
brögð þau sem viðhöfð voru við af-
greiðslu frumvarpsins verði lengi í
minnum höfð, sem dæmi um
hvernig ekki eigi að standa að mál-
um. Það er afar óheppilegt að
frumvarpið skuli ekki njóta fylgis
meirihluta Alþingis. Þá ítrekaði
þingmaðurinn að á ýmsum grein-
um frumvarpsins væru gallar, sem
stæðust ekki gagnrýna skoðun.
Vegna þessa greiddi Eiður Guðna-
son atkvæði á móti frumvarpinu.
Ragnar Arnalds, sagði að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ská-
skotið frumvarpinu gegnum þingið,
ýmist með stuðningi Alþýðuflokks,
Bandalags jafnaðarmanna eða
Framsóknarflokks. Ragnar skilaði
mótatkvæði.
Fimm þingsályktanir:
Afnám mismununar
gagnvart konum
— Takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða
Nameinað þing samþykkti fimm
ályktanir í gær, fímmtudag: 1) Af-
nám mismunar gagnvart konum, 2)
Umsvif erlendra sendiráða, 3) Nám-
skeið fatlaðra í tölvufræðum, 4)
Kennslugagnamiðstöðvar í fræðslu-
umdæmum og 5) Mengunarvarnir í
fískimjölsverksmiðjum.
Afnám mismununar
gagnvart konum
„Alþingi ályktar að heimila rík-
isstjórninni að fullgilda samning
um afnám allrar mismununar
gagnvart konum, sem gerður var í
New York 18. desember 1979.“
Þannig hljóðar þingsályktun,
sem samþykkt var með 41:0 at-
kvæðum í Sameinuðu þingi í gær.
Þessi samningur var samþykktur
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna 1979, sem fyrr segir, undir-
Kostnaður
vegna tann-
lækninga
MATTHÍAS Bjarnason,
heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, hefur svarað fyrir-
spurnum frá Jóhönnu Sig-
urðardóttur (A) um kostnað
við tannlækningar. Fyrri
spurning hennar var: „Hver
er kostnaður Trygginga-
stofnunar og sjúkrasamlaga
vegna tannlækninga á tíma-
bilinu 1.1. ’82 til 1.5. ’85
borinn saman við annan
lækniskostnað á sama tíma.
Svör ráðherrans vóru
þessi:
Svar viS 1. lið.
A. Kostnaður sjúkrasamlaganna vegna tannlækninga í
hlutfalli vid lækniskostnad.1)
Ár Lækniskostnaður Tannlækningakostnaður %
1982 108 000 585 58 591 973 54,25%
1983 174 400 764 102 761 102 58.92%
1984 193 299 802 124 649 602 64 49%
1.1—1.5. 1985 60 940 045 50 793 982 83.35%
Kostnadur Tryggingastofnunar ríkisins vegna
tannlækninga
1) Sjúkratryggingadeild (39. gr.)
Ár TannlKkningakostnaður
1982 2 193 477
1983 4 162 233
1984 6 821 131
1.1.—1.5 1985 2 757 240
2) Slysatryggingadeild (32. gr.)
Ár Lækniskostnaður') Tannlækningakostnaður')
1982 224 211 1 178 807
1983 252 446 2 633 231
1984 222 128 2 423 497
1.1.—1.5. 1985 333 884 1 171 882
Aths:
1) Yfirlit vegna 1982—19H4 er skv. ársreikningum sjúkrasamlaganna
Tölur vcgna 1985 midast viö skilagreinar aprflmánadar
2) Hér er adallcga um að r«ða kostnaö vcgna cndurgreidslu á hluta sjúklings til hins slasada
Tolurnar cru því ckki sambaerilegar
vid dálkinn Ixkniskostnadur í A þar sem sýndar cru greiðslur samlaga til Ixkna
3) Vidgerdir cmgongu Kostnaður vcgna gcrvitanna cr ckki innifalinn
ritaður á sama stað 1980 og einnig
á ráðstefnunni um kvennaáratug
Sameinuðu þjóðanna.
Umsvif erlendra sendiráða
„Alþingi ályktar að leggja
áherzlu á að umsvif erlendra
sendiráða séu jafnan innan hæfi-
legra marka og felur ráðherra að
fylgjast með því að svo sé og gera,
ef þörf krefur, með samningum
eða einhliða, ráðstafanir í þessu
skyni á grundvelli laga nr.
16/1971, um aðiid íslands að al-
þjóðasamningi um stjórnmála-
samband, og laga nr. 30/1980, um
breytingu á lögum nr. 19/1966 um
eignarétt og afnotarétt fasteigna,
með sérstakri hliðsjón af íslenzk-
um aðstæðum.“
Framangreind þingsályktun var
samþykkt með 35:0 atkvæðum í
Sameinuðu þingi sl. fimmtudag.
Tillagan var flutt af utanríkis-
málanefnd. Hjörleifur Guttorms-
son (Abl.) hafði flutt tillögu um
sama efni, sem nefndin eridur-
samdi. Hjörleifur stóð og að tillög-
unni í því formi sem hún var sam-
þykkt.
Tölvufræði fyrir fatlaða
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að hún beiti sér fyrir
því að haldin verði fyrir fatlaða
námskeið í meðferð og notkun á
tölvum, sem félagsmálaráðuneytið
standi fyrir, þeim að kostnaðar-
lausu, eða fötluðum gert kleift að
taka þátt í almennum tölvunám-
skeiðum til að auðvelda þeim að fá
störf á vinnumarkaðinum."
Þessi þingsályktun var sam-
þykkt með 34:0 atkvæðum.
Kennslugagnamiðstöðvar
Samþykkt var með 33:0 atkvæð-
um tillaga frá allsherjarnefnd
þess efnis að Alþingi „skori á rík-
isstjórnina að láta kanna, í sam-
starfi við samtök sveitarfélaga og
fræðsluskrifstofur, hvernig hag-
kvæmast sé að auðvelda skólum
aðgang að námsgögnum, kennslu-
tækjum og hjálpargögnum þannig
að tryggt verði að allir nemeridur,
hvar sem þeir búa á landinu, geti
hagnýtt sér fjölbreytt kennslu-
gögn í námi“.
Mengunarvarnir í fiski-
mjölsverksmiðjum
Loks var samþykkt þingsálykt-
un með 31:0 atkvæðum þar sem
þingið felur ríkisstjórninni „að
gera áætlun um varanlegar úr-
bætur í mengunarmálum fiski-
mjölsverksmiðja í samvinnu við
eigendur og samtök þeirra. svo og
yfirvöld heilbrigðismála. Aætlun-
in miðist við lágmarkskröfur um
mengunarvarnir og verði fullnægt
í öllum starfandi fiskimjölsverk-
smiðjum og feli jafnframt í sér
mat á fjárþörf... Verði í senn
haft í huga ytra og innra umhverfi
verksmiðjanna og lögð áherzla á
bætta nýtingu hráefnis og orku-
sparnað, ásamt viðhlítandi meng-
unarvörnum.“
Tillaga að þessari þingsályktun
var flutt af atvinnumálanefnd.
Áður hafði Hjörleifur Guttorms-
son (Abl.) o.fl. flutt tillögu um
sama efni, sem atvinnumálanefnd
umorðaði, svo sem að framan
greinir.
AIMfl