Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JtlNÍ 1986 Brúin i Sjóla er illa leikin. Allt brann sem brunnið gat í framhluta skipsins. Morgunbladift/RAX „Ég hélt að stórslys hefði orðið þarna“ — sagði Gylfi Geirsson, sem sá félaga sína á Ægi þeytast undan eldsúlu þegar sprenging varð í Sjóla „ÉG VAR í brú Ægis og horfði niður yfir dekk Sjóla. Mennirnir voru ný- lega horfnir undir yfirbyggingu tog- arans þegar öflug sprenging kvað við. Eldsúla stóð aftur eftir dekkinu og mennirnir þeyttust eftir dekkinu undan eldsúlunni. Þetta var skelfi- leg sjón og ég hélt að stórslys hefði orðið þarna,“ sagði Gylfi Geirsson, ioftskeytamaður á varðskipinu Ægi í samtali við Morgunblaðið um borð í varðskipinu í gær. Fjórir varðskipsmenn voru á dekki togarans Sjóla frá Hafnar- firði þegar sprengingin kvað við. Öfáum sekúndum áður höfðu tveir varðskipsmenn verið í ganginum þar sem eldsúlan braust út. Þeir voru að undirbúa sig að fara niður í skipið. Ljóst þykir, að engu hafi mátt muna að stórslys yrði. „Ég heyrði hvin, beygði mig niður og fann hvernig mér hitnaði á bakinu. Siðan tókst ég á loft og þeyttist með eldsúlunni eftir dekkinu. Eftir ósköpin greip ég um höfuðið til að kanna hvort hár- ið væri ennþá á sínum stað,“ sagði Pétur Pétursson, skipverji á varðskipinu Ægi, í samtali við blaðamann. Enginn skipverja brenndist, en hár þeirra og augnbrúnir sviðnuðu. Með ólíkind- um þykir hve vel þeir sluppu. Þrýstingurinn frá sprengingunni hefur forðað þeim frá að lenda i sjálfri eldsúlunni. Gerðist ótrúlega snöggt „Þetta gerðist svo ótrúlega snöggt — á sekúndubroti," sagði félagi Péturs, Ævar Oddur Ævarsson, sem stóð við hlið hans. Karl Guðmundsson, stýrimaður, var á leið fram eftir brúnni stjórn- borðsmegin þegar sprengingin kvað við. „Eldtunga gaus út um lúgu stjórnborðsmegin, skammt fyrir framan mig. Ég sá ekki eld- súluna, en heyrði sprenginguna og þegar ég leit aftur sá ég félaga mína vera að rísa upp á dekkinu," sagði Karl. „Athyglisvert er hvernig menn brugðust við eftir að hafa sloppið svo naumlega úr miklum lífs- háska,“ sagði Gylfi Geirsson og hélt áfram. „Menn settust á dekk- ið og kveiktu sér í sígarettu í miðju reykjarkófinu" „.... o g sum- ir sögðu það hálf súrt, að fá aðeins hálfa klippingu. Hár þeirra hefði sviðnað aðeins öðrum megin,“ skaut Karl inní. Skipverji meðvitundarlaus með reykeitrun Klukkan 11.37 á miðvikudag sendi ísafjarðarradió út tilkynn- ingu um að eldur væri laus í tog- aranum Sjóla um fimm sjómílur norð-vestur af Blakknesi yst í Patreksfirði. Varðskipið Ægir hélt þegar á vettvang, en ekki var beðið um aðstoð heldur skip beðin að fylgjast með. Rétt um klukkan 14 kom varðskip á staðinn. Skömmu áður hafði strandferða- skipið Esja komið á vettvang og vélbáturinn Axel Eyjólfsson KE 70 kom að Sjóla laust fyrir klukk- an eitt. Varðskipsmenn fóru þegar um borð í Sjóla til slökkvistarfa og skipverjar á Esjunni hífðu tæki varðskipsmanna um borð í togar- ann. Fjórir skipverjar Sjóla voru um borð í Esjunni og sjö fóru um borð í varðskip, en skipstjóri ásamt vélstjórum börðust við eld- inn við hlið varðskipsmanna. „Þegar við komum á vettvang hafði einn skipverja fengið reyk- eitrun, var meðvitundarlaus, með krampa og í lífshættu. Við gerðum strax ráðstafanir til þess að fá þyrlu frá Reykjavík og sigldum áleiðis til Patreksfjarðar. Læknir fór á hraðabáti til móts við okkur, kom um borð og hlúði að mannin- um á leiðinni til Patreksfjarðar. Það stóð á endum að þyrlan lenti þegar við lögðumst að bryggju og var maðurinn fluttur suður, þá kominn til meðvitundar,“ sagði Friðgeir Olgeirsson, skipherra á varðskipinu Ægi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um borð í Ægi í gær. „Við héldum síðan að brennandi togaranum út af Blakknesi og komum þangað klukkan 17.15. Þegar við fórum frá Patreksfirði var talið að tekist hefði að ná tök- um á eldinum, en rétt um fimm- leytið gaus eldurinn upp á nýjan leik,“ sagði Friðgeir. Stöðugt var unnið að slökkvistarfi, en aðstæður voru erfiðar. Reykurinn kæfandi, eiturgufur lagði frá plasti og sprengingar kváðu við af og tii. Taug var úr Esjunni í togar- ann og reynt að halda skipinu þannig að reykinn legði frá til að auðvelda slökkvistarf. Ægir tók togarann í tog um sjöleytið og haldið áleiðis til Patreksfjarðar. „Við reyndum að halda eldinum í skefjum á leið í land. Sáum vart út úr augum vegna reyks og áttum i erfiðleikum með andardrátt," sagði Karl. Um miðnætti kom Ægir með Sjóla til Patreksfjarðar. Skömmu síðar kvað eldsprengingin mikla við svo lá við stórslysi. Menn börð- ust við eldinn alla nóttina og það var ekki fyrr en klukkan hálf átta í gærmorgun — eftir tæplega átj- án stunda baráttu, að loks tókst að niðurlögum eldsins. Togarinn er mjög illa farinn — allt brann sem brunnið gat frá lest og framúr. Ófögur sjón blasti við blaða- mönnum Morgunblaðsins í gær. Brú skipsins hafði lagst saman og gjörónýt og mastur skipsins fallið niður. Mannaíbúðir og neta- geymslur gjörónýtar. Ekki var nokkur leið að komast niður í vél- arrúm. Tekist hafði að verja lestar skipsins, þannig að eldurinn komst ekki í fiskkassa þar niðri. Menn unnu við að kanna skemmd- ir og undirbjuggu að draga togar- ann til Hafnarfjarðar. HH. Mynd/ Friígeir Olgeinwon Varðskipsmenn vinna að slökkvistarfi um borð í Sjóla. Framkvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar: Framhluti skips- ins ein brunarúst — Óvíst hvort tekur því að gera við skipið „Það er Ijóst að tjónið nemur tugum milljóna króna enda brann allur framhluti skipsins frá vélarúmi og upp úr,“ sagði Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar hf. er hann var spurður um skemmdirnar á togaranum Sjóla HF 18, er eldur kom upp um borð í skipinu laust fyrir hádegi á miðvikudaginn, en skipið var þá um fimm sjómflur norðvestur af Blakknesi. Haraldur sagði að tryggingamatsmenn befðu farið vestur á Patreksfjörð í gærmorgun en endan- legar tölur um tjónið af völdum eldsins lægju ekki fyrir. „Eldurinn kom upp í vélarrúm- inu neðst í skipinu, síðan fór hann í mannaíbúðir og svo i brúna og þetta er allt ein brunarúst,“ sagði Haraldur ennfremur. „Stálið í framhluta skipsins hitnaði einnig mikið og óvíst hversu miklar skemmdirnar eru á stálinu sjálfu, hvort það er nothæft áfram eða ekki. Ekki er ólíklegt að vélin sé ónýt. Ljóst er að skipið er mjög illa farið," sagði Haraldur. Aðspurður sagði Haraldur að ekki væri ljóst hvað gert yrði við skipið. Sagði hann að ekki væri enn fullljóst hvort tæki því að gera við togarann, en ljóst væri þó að við- gerð á skipinu yrði ekki lokið fyrr en á næsta ári, ef sá kostur verður valinn. Haraldur sagði að trygg- ingarmat skipsins væri nálægt 300 milljónum króna. „Þetta er mikill skaði fyrir fyrir- tækið, því að þarna missum við fyrirvaralaust annað af þeim tveimur skipum, sem hafa aflað hráefnis fyrir fiskiðjuverið. Við rnunum reyna að bjarga okkur með því að fá hráefni annars staðar frá tii þess að þurfa ekki að grípa til uppsagna starfsfólks," sagði Har- aldur. Togarinn Sjóli er 386 tonn að stærö eftir lengingu, sem nýverið var gerð á skipinu, og var þetta þriðji túr skipsins eftir breyting- una. Skipið var smíðað í Noregi ár- ið 1971 og keypti Sjólastöðin hann þaðan árið 3981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.