Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14 JtJNÍ 1986 Bjartsýnn á að heimamenn tryggi sér hlutabréfin Viðtal við Kristján Þór Kristjánsson verk- smiðjustjóra Þörungaverksmiðjunnar ALLT ER hér í góðum gangi í verk- smiðjunni, sjö prammar eru úti í efn- isöflun þótt við séum á þessari stundu í samkeppni um vinnuaflið við grásleppuna, þar sem grásleppu- hrognin eru nú í háu verði og karlarn- ir vita að grásleppan er hér núna, en þangið mun halda áfram að bíða á sínum stað. — Eitthvað á þessa leið fórust orð Kristjáni Þór Kristjánssyni verksmiöjustjóra í Þörungaverk- smiöjunni á Reykhólum er fréttamað- ur kom þar við í fyrri viku. En verk- smiðjan og framtíð hennar er nú mjög í fréttunum vegna heimildar- laga á þingi til að selja hlutbréf í henni. En verksmiðjustjórinn kvaöst telja það mikilvægt fyrir byggðarlagið í framtíðinni að það tækifæri yrði nýtt af heimamönnum. Kvaðst í rauninni bjartsýnn á framtíð verksmiðjunnar. — Við höfum verið að brölta í að þróa þetta í 11 ár og það þarf að gera ákveðnar breytingar, leggja áherslu á sölustarfsemina, hóf hann útskýringu sína. — Nú erum við búnir að ná tökum á þessum þremur aðalþáttum, í fyrsta lagi öfluninni, öðru lagi heita vatninu og í þriðja lagi vinnslunni og þetta allt orðið í lagi. Öflunin gengur ágætlega, við lánum prammana og karlarnir afla svo á eigin spýtur. Þótt margir öflugustu sláttumenn- Kristján Þór Kristjánsson irnir séu í grásleppunni er hægt að slá þangið fram á haust og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því. Vinnslan hefur verið að þróast smám saman og komin í gott lag, en framan af var þar ýmiskonar basl. Nú er útlit fyrir að við getum selt meira en við áætlum að fram- leiða í ár. En við erum að gera breytingar. Ætlum að framleiða heldur minna, spara með því að láta vinna á tveimur vöktum í stað þriggja og þurrka 12 þúsund tonn af blautu þangi. Hyggjumst selja minna magn en ná verðinu upp. Núna er framleiðslan 2000 tonn á ári í 25 kg pokum og 1000 tonn laus í skip. Unnið er allan ársins hring með 26—30 mönnum. En hvernig hyggjast þeir ná upp verðinu? Kristján Þór útskýrir málið: — Þótt allt gangi vel og selj- ist þá komum við enn út með 20 milljón kr. tap. Við ætlum að ná verðinu upp með því að vinna þang- ið betur og komast nær neytandan- um. Hingað til höfum við verið að selja mjölið í pokum, sem margir af okkar kaupendum skipta svo upp í minni pakkningar. Stærsti neyt- andi okkar er á alginate og það mun ekkert breytast. Það er of stórt fyrir okkur. En alginex, þ.e. þangseiði, er til dæmis notað til að úða á plöntur. Og yfirleitt er þangmjöl notað til áburðar. Þeim markaði viljum við ná. Við höfum verið með tilraunaframleiðslu á því í samvinnu við Hydrol í Reykjavík. En þetta þarf tíma. Við erum farn- ir að auglýsa þetta bæði innan- lands og utan með bæklingum sem við höfum sent á ýmsa staði. Við höfum látið gera slíka kynningar- bæklinga og ef við fáum viðbrögð, munum við halda áfram að rækta þetta. Þá er þetta mikið notað sem snefilefnagjafi fyrir hross. Erlend- is setja menn þetta sjálfir í fötur, en þann þátt þurfum við að fá í okkar hlut. Við vitum að okkar efni er gott og finnum að þetta fær hljómgrunn. Hvaða horfur eru svo á því að heimamenn kaupi nægilega mikið af hlutabréfum í verksmiðjunni? — Á stofnfundinum fengum við loforð fyrir 5,6 milljónum, en þurfum eitthvað nálægt 11,5 milljónir. En þá er þess að gæta að við eigum eftir að fara um sveitirnar hér í kring og kynna málið. Ég lít svo á og segi heimamönnum það að hér og nú sé tækifærið til að halda starfseminni heima og hafa áhrif á hana. Ef menn nýta ékki það tæki- færi koma bara aðrir aðilar inn í og þá er hætt við að stutt sé í að þessi starfsemi sem við vorum að tala um fari annað, en hér verði frum- framleiðslunni einni haldið áfram. Kristján Þór Kristjánsson sagði að margir starfsmenn verksmiðj- unnar væru búnir að búa vel um sig á Reykhólum. Útboð á hluta Þingvallavegar: Lægsta tilboðið innan við 40%af kostnaðaráætlun LÆGSTA tilboð í undirbyggingu, burð- arlag og byggingu tveggja brúa á Þing- vallavegi (Móakotsá og Stóralands- tjörn) í nýlegu útboði vegagerðarinnar var innan við 40% af kostnaðaráætlun. Tilboðið var frá Vélgröfunni á Selfossi, 7.579 þús. kr., sem er 39,9% af kostn- aðaráætlun en hún var 19 milljónir. 8 aðrir verktakar buðu í verkið og voru þeir allir nema einn undir kostnaðar- áætlun. Tilboð í tveimur öðrum útboðum vegagerðarinnar voru opnuð í þess- ari viku og voru lægstu tilboð rúm 60% í báðum verkunum. Sjö tilboð bárust í lagningu Norðurlandsvegar frá Valadalsá að Arnarstapa og voru öll undir kostnaðaráætlun. Lægst var tilboð Fannars Viggóssonar og Finns Sigurbjörnssonar, 3.840 þús- und sem er 61,3% af kostnaðaráætl- un vegagerðarinnar en hún var 6.261 þúsund kr. Ræktunarsamband A-Barð. átti lægsta tilboðið í gerð undirbygg- ingar í Þorskafirði. Verkið var boðið út með fleiri en einum tilboðsmögu- leika og var tilboð ræktunarsam- bandsins í þá tvo áfanga, sem um var að ræða, 2.780 þúsund kr. og er það61,9% af kostnaðaráætlun Vega- gerðar ríkisins. Frá Norðurá, einn kominn á land á Eyrinni og rennt fyrir annan. /S Ganga kom í Þverá Veiðimenn við Þverá í Borg- arfirði urðu þess varir í fyrra- kvöld, að allmikil ganga af laxi var komin í Kirkjustreng og höfðu menn nokkru áður orðið varir við stóra göngu í ármótum Þverár og Hvitár, en laxinn stoppaði ekki þar heldur gekk rakleiðis fram í Þverá. Veiði- menn náðu 3 löxum í strengnum á síðasta klukkutímanum, en samt var laxinn bæði styggur og tregur að taka, en skilyrðin hafa verið afleit síðustu daga, glamp- andi sól og hvassviðri, kalt á nóttum og lítið vatn í ánni. Upplýsingar þessar fékk Morgunblaðið hjá Halldóri Vilhjálmssyni í veiðihúsinu við Þverá í gærmorgun. Sagði Hall- dór 63 laxa komna á land, 15 úr Kjarrá, eða samtals 78 laxa. Þetta er yfirleitt meðalstór og fallegur lax, ívið smærri úr nýj- ustu göngunni en veiddust í byrjun, en enginn smálax þó. Laxinn veiðist bæði á maðk og fiugu, besta flugan til þessa hef- ur verið „Þingeyingur” og „Frances" hefur einnig verið drjúg eins og hennar var von og vísa. Veiðivon í Þingvallavatni Eftir því sem Morgublaðið hefur fregnað gæti það borgað sig að skreppa til Þingvalla og renna í vatnið. Ymsir hafa feng- ið góðar glefsur þar að undan- förnu, einn sem Morgunblaðið hafði spurnir af fékk 13 á einni kvöldstund, annar fékk tæpa 20 á eftirmiðdegi og þannig mætti áfram telja. Ekki veiða þó allir, bleikjan er oft dyntótt eins og dæmin sanna. Flugan gefur að öllu jöfnu besta aflann. Þá hefur Morgunblaðið það fyrir satt að allvel hafi veiðst í Svínadalsvötnum fyrir norðan Hvalfjörð á síðustu dögum og vikum. Góðar glefsur hafa kom- ið, til skiptis í vötnunum og sæmilegur fiskur innan um. I Eyrarvatni ku hafa sést fyrsti lax sumarsins fyrir nokkrum dögum. Enn hefur þó ekki veiðst lax eftir því sem best er vitað, en þess verður líklega ekki langt að bíða. Nú byrja þær hver af annarri Á næstu dögum hefst veiði í flestum þeim ám, sem veiði er enn ekki hafin í. Á morgun, laugardag, hefst til dæmis veiði í Laxá í Leirársveit, Langá, Vatnsdalsá, Víðidalsá, Hauka- dalsá og Laxá í Dölum. Á mánu- daginn 17. júní byrjar veiði í Miðfjarðará og daginn eftir fara stangirnar vonandi að svigna í Grímsá og Flóku. Gljúfurá, Laxá í Dölum og stóra Laxá og fleiri opna síðan 20. júní, Álftá á Mýr- um 21. júní og Leirvogsá 1. júlí. Morgunblaðið/ól.K.M Hitalagnir í Garðastræti Unnið hefur verið að viðgerðum i hitaveiturörum við Garðastræti að undanförnu og um leið hafa verið lagðar hitalagnir í gangsteftina. Mi því ætla að næsta vetur minnki líkur i að fólk hrasi þar í hilku. 90 hjúkrunarfræð- ingar í fullu starfi, en 165 í hlutastarfi „ÞAÐ er mikið um það að hjúkrun- arfræðingar vinni hlutastörf og ég held að það sé bara sjilfsbjargarvið- leitni hji fólki að gera þetta,“ sagði Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunar- forstjóri i Borgarspítalanum, er hún var spurð að því hvort þetta væri algengL Sigurlín sagði að með þvi að vinna aðeins hlutastarf gætu hjúkrunarfræðingar tekið fieiri aukavaktir. Þar sem töluvert hærri laun eru greidd fyrir auka- vaktir, gefur þetta hjúkrunar- fræðingunum meiri möguleika á betri heildartekjum, en ef viðkom- andi væri í fullu starfi. „Það er mjög erfitt að reka sjúkrahús með þessum hætti. Upplýsingamiðlun verður erfiðari, vinnuskipulag raskast og auka þarf eftirlit. Mannaskipti verða örari og öll þjónusta verður ómarkviss," sagði Sigurlín. Á Borgarspítalanum eru 200 stöður hjúkrunarfræðinga. Aðeins 90 eru í fullu starfi, en 165 eru í hlutastarfi. Stöður sjúkraliða eru 196. 68 sjúkraliðar eru í fullu starfi, en 143 í hlutastarfi. „Ég tel að þetta breytist ef laun- in hækka. Hærri Iaun eru hvati sem verður til þess að hjúkrunar- fræðingar sækjast frekar eftir að vinna fullt starf, eða alla vega að auka vinnuna. Það fer enginn í hjúkrun til að verða ríkur,“ sagði Sigurlín „og það eru ekki alltaf launin sem eru hvetjandi í starfi. En svo er örugg- lega í þessu tilfelli". Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra sagði í samtali að hann væri óánægður með það misræmi sem væri milli launa hjá fólki sem vinnur í hlutastarfi og því sem vinnur fullt starf. Hann sagði að bæta þyrfti verulega laun þeirra sem vildu ráða sig í fullt starf. Laun leiðsögumanna hækka um 24—28 % HÆKKUN launa leiðsögumanna samkvæmt samningi, sem gerður var fyrir síðustu helgi og samþykkt- ur eftir miklar umræður sl. sunnu- dag, er á bilinu 24,3 %til 27,8%. Byrj- unarlaun leiðsögumanna hækka úr 15.689 krónum í 19.500 krónur og hæstu laun hækka úr 17.664 krónum í 22.574 krónur, skv. upplýsingum Félags leiðsögumanna. Samningur- inn gildir til áramóta. Þá koma til sérstakar greiðslur til þeirra leiðsögumanna, sem tala fleiri erlend tungumál en eitt, 5% launaauki fyrir hvert mál í ferð- um, þar sem slíkrar tungumála- kunnáttu er þörf. Einnig eru í samningnum ný ákvæði um að námskeið, sem leiðsögumenn sækja, verði metin til starfsaldurs eftir ákveðnu punktakerfi og loks koma til sérstakar greiðslur, 105 krónur á dag, fyrir undirbúning ferða og bóka- og fatakaup. „Samningurinn var samþykktur þrátt fyrir mikla og almenna óánægju með hann,“ sagði tals- maður Félags leiðsögumanna. „Við lítum á þetta sem áfanga og munum halda kjarabaráttu okkar áfram, meðal annars með því að láta meta starf leiðsögumanna í samanburði við aðrar starfsgrein- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.