Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 31

Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 14. JUNÍ 1985 31 Bókasafn opnað aftur í Súðavík ísafirði, 10. júní. BÓKASAFN Súdavíkur hefur nú ver- ið opnaA aftur eftir nokkura ára hlé. SafniA var lengst af í barnaskólanum, en varA aA víkja þaAan vegna þrengsla. Súðavíkurhreppur hefur nú látið innrétta vistlegt safn í neðstu hæð íbúðarblokkar við Aðalgötu. Jóhann Hinriksson bókavörður á ísafirði aðstoðaði við skráningu og uppsetn- ingu í nýja safninu, en bókakostur er um 2.600 bindi. Bókasafnið er opið vetrarmánuð- ina á sunnudögum og fimmtudög- um. Bókavörður er Ingibjörg Björnsdóttir. f... Aðalfundur * BI á morgun AÐALFUNDUR Blaðamannafélags íslands verður haldinn á morgun, laugardag, í húsi félagsins í SíAu- múla 23. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, lagabreytingar og breytingar á siðareglum blaða- manna, sem mjög hafa verið til umræðu innan félagsins og í fjöl- miðlum á undanförnum mánuð- um. Fyrir aðalfundinum liggur til- laga stjórnar félagsins um að úr- skurðir siðanefndarinnar verði framvegis birtir opinberlega. Að- alfundur Bí 1985 hefst klukkan 14. Samtök kvenna á vinnumarkað- inum halda útifund SAMTÖK kvenna á vinnumarkaðin- um boða til útifundar á Lækjartorgi í dag kl. 16.30. Fundarefni verAur samningamálin. í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir aA kröfur þeirra séu eftir- farandi: — 20 þúsund króna lágmarks- laun — sömu krónutöluhækkun á öll laun. — Burt með tvöfalda kerfið. — óskertar vísitölubætur — mánaðarlega. — Atvinnuöryggi fyrir fisk- vinnslufólk. Ræðumenn á fundinum verða þær Málhildur Sigurbjörnsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Birna Þórð- ardóttir og Elísabet Þorgeirsdótt- ir en fundarstjóri Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. (Úr fréltalilkynningu.) Islenskur lista- maður sýnir á vefnaðarlist- sýningu í Sviss RAGNA Róbertsdóttir er meðal 52 listamanna sem sýna verk sín á Al- þjóAlegu vefnaAarlistsýningunni sem nú stendur yfir í Musée cantonal des beaux-arts, í Lausanne í Sviss. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur listamaAur tekur þátt í þessari sýn- ingu, en hún var fyrst haldin áriA 1%2. Alþjóðlega vefnaðarlistsýningin er miðdepill þeirra sem vinna með þræði í einhverri mynd og velur sérskipuð dómnefnd öll verk á sýninguna. Hún verður sett upp í Alaborgarsafninu í Danmörku og Liljevalsafninu í Stokkhólmi í apríl og maí á næsta ári. (Úr fréttatilkynningu) Við opnun Bókasafnsins í SúAavfk. Ingibjörg Björnsdóttir bókavöröur viA skrifborAiA. Háls-, nef- og eyrna- læknir á ferð um Vestfirði FRIÐRIK Páll Jónsson, háls- nef- og eyrnalæknir, ásamt öðr- um sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð um Vestfirði dagana 22. júní til 28. júní. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnar- ‘n'k’ Farið verður á eftirtalda staði: Hólmavík 22. júní, Bolung- arvík 23. júní, Isafjörð 24. og 25. júní til kl. 12, Flateyri 25. júní e. kl. 14, Suðureyri 26. júní, Þing- eyri 27. júní og Patreksfjörð 28. júní. (Fréttatilkynning.) Gjöf til Kattavinafélagsins KATTAVINAFÉLAGI Islands hafa verið gefnir 500 plattar til styrktar húsbyggingu félagsins á Ártúnshöfða í Reykjavík. A plött- um þessum, sem eru til sölu hjá Kattavinafélaginu í Reykjavík, er teikning eftir séra Bolla Gústafs- son- (Krétlalilkynninn) Barnasett frá Marks & Spenser. Llmrvið 'am lelð og þú lltur 1 bælnn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.