Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 44

Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 fclk í fréttum Þad ?ar fjölmennt í göngnnni í Hljóm- skálagarðinum. Það var sungið hátt og snjallt við undir- ieik nokkurra skrautlegra forystu- manna. Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur lög á hátíðinni Húllumhæ í Tjarnarborg Fyrir skömmu var haldin fjölskylduhátíð á barnaheimilinu Tjarnarborg. Var hún til heiðurs sól og sumri og var ýmislegt gert sér til gamans. Meðal annars lék skólahljómsveit Kópavogs nokkur lög og gengið var um ná- grenni Tjarnarinnar. Nokkrir voru uppá- klæddir í tilefni dagsins og skreyttu sig með ýmsu móti, en allir skemmtu sér konunglega eins og myndirnar bera með sér, jafnt ungir sem aldnir. Margir prýddu sig með ýmsum hætti í tilefni dags- ins, enda ekki á hverjum degi sem haldin er hátíð í Tjarnarborg. Morgunblaðið/Ól.K.M. Torfi Geirmundsson hárskeri Eigum að flytja út fleira en fisk og ull Nýlega var haldin hárgreiðslu- og tískusýning í bænum Colchester á Englandi. Hér var um að ræða tveggja klukkustunda langa skemmtun, þar sem bæði voru sýndar hárgreiðslur og lýst hvernig þær urðu til. Einn af þátttakendum í þessari sýningu var Torfi Geirmundsson sem rek- ur hársnyrtistofuna Papillu. „Sýningin var studd af fyrir- tækinu Joico, en hárgreiðslumeist- arinn Jean Wilson, sem rekur hár- greiðslustofuna Cutting Parlour í Brightlings og Colchester, sem er í nágrenni London, sá um fram- kvæmd sýningarinnar. Hárgreiðslumeistarinn Keith Wilhjalmson var kynnir á sýning- unni og hann flutti góða tölu um íslenska hársnyrtingu. Meðan ég greiddi stúlkunum var leikin ís- lensk tónlist og bæði ég og fyrir- sæturnar vorum klæddar í föt, sérstaklega hönnuð af Gerði Pálmadóttur, sem vöktu gífurlega athygli. Sérstaklega voru ungl- ingarnir hrifnir og fjölmargir vildu gjarnan festa kaup á þeim.“ Aðdragandi þess að Torfi tók þátt í hárgreiðslusýningunni í Bretlandi er sá að á næstunni hyggst hann hefja samstarf við hárgreiðslustofu Jean. „Við höfum hugsað okkur að hafa samvinnu á mörgum sviðum, svo sem að skipt- ast á hvers konar upplýsingum og leiðbeiningum og einnig munum við skiptast á starfsfólki. Hár- greiðslan er orðin svo alþjóðleg að ef íslenskir hárgreiðslumeistarar ætla sér að halda þeim góða orðs- tír sem nú fer af þeim, verða þeir að geta fylgst náið með því sem er að gerast. Um þessar mundir er London nokkurs konar Mekka hárgreiðslunnar og þess vegna fannst mér tilvalið að reyna að ná samböndum þar. Það þýðir ekki að pukrast hver í sínu horni og veru- legur árangur næst ekki nema með samstarfi við erlendar hár- greiðslustofur. Mér var mjög vel tekið og nokkrir gestanna komu eftir sýn- 3 007 brátt sextugur en þó í fullu fjöri Anæstunni verður frumsýnd nýjasta njósnamyndin um James Bond og hefjast sýningar samtímis í Reykjavík og í Evrópu. Líklega verður mikið um dýrðir, þó að varla sé von á aðalleikaran- um. Roger Moore. Aður en Roger Moore tók að sér hlutverk hins snarráða 007 vann hann að margvíslegum verkefnum bæði í Bretlandi og Bnadaríkjun- um. Á fimmta áratugnum auglýsti hann til dæmis tannkrem og sýndi handunnin prjónavesti í breskum hannyrðablöðum! Einnig tók hann að sér að kenna góða siði í kvenna- blöðum þess tíma. Þegar hann kvæntist seinni konu sinni, Dorothy Squires, flutt- ust hjónakornin vestur um haf og hann varð mjög vinsæll kvik- myndaleikari jafnframt því að leika í sjónvarpsmyndaflokkum um dýrlinginn, sem eflaust ein- hverjir muna eftir frá gamalli tíð. Ekki Ieið á löngu þar til Roger var fengið hlutverk 007 og mun nýj- asta myndin vera sú sjöunda í röð- inni. Þótt Roger Moore nálgist óðfluga sextugsaldurinn, er engan bilbug á honum að finna og enn nýtur hann gífurlegra vinsælda beggja vegna Atlantshafsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.