Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 ósk sína uppfyllta. Fyrst eftir heimkomuna var hún nærri rúm- liggjandi, en smáhresstist og fór að geta gripið í létt verk til hjálp- ar á heimilinu. Sú, sem þessar línur ritar, álítur að þá hefði erfiðasti hjallinn verið klifinn, ef þá miklu sorg og ógæfu hefði ekki hent, að Sigrún, þessi mikilhæfa persóna og elskulega móðir, veiktist af heimakomu og dó eftir nokkra daga. „Eftir það var Bagga bæði faðir okkar og móðir,“ segir Rögnvaldur. Sjaldan er ein báran stök Nokkru síðar missti Rögnvaldur heilsuna, var í vinnu í Vestmanna- eyjum og datt niður ósjálfbjarga. Sigmundur hafði orðið að hætta við kennaraskólanám vegna þrauta í höfði, hafði þó orð á sér fyrir að vera lestrar- og náms- hestur. Allt dró þetta kjarkinn úr fjölskyldunni við búskapinn. Sandbyljirnir voru líka miklu verri eftir Kötlugosið en áður. Halldór, sem lengi hafði verið veill til lheilsu, seldi jörðina eftir 35 ára búskap. Hann flutti að Skóg- um til vinafólks síns, þar sem Sig- ríður dóttir hans var. Guðbjörg fór með þrjú systkini sín að Blikastöðum í Mosfellssveit, og unnu þau þar og í Reykjavík, eftir því sem heilsan leyfði. Sig- mundur varð eftir lausamaður í sveitinni, en flutti síðar til fjöl- skyldunnar í Reykjavík. Eftir eitt ár, það eftirminnilega ár 1940, var Guðbjörg búin að ná sér í leigu- íbúð í Reykjavík og hafði þar með haslað sér og sínu fólki völl í höf- uðstað landsins, sem hafði margt gott upp á að bjóða, sem ekki var að hafa úti á landi, svo sem lækn- isþjónustu og það sem dró urmul af fólki að, hina miklu vinnu, sem skapaðist viö komu setuliðsins. Þrengslin og húsnæðiseklan voru gífurleg hjá aðkomufólki. Guð- björg lét því strax innrita sig í byggingarfélag og beið í góðri von. En það voru margir sem biðu og menn misjafnlega duglegir að ota sínum tota. Þar kom, að hina miklu þolinmæði Hraungerðisfjöl- skyldunnar þraut. Guðbjörg fór til ráðamanna, rak hnefann í borðið og heimtaði íbúðina og minnti þá á, að hún hefði alltaf borgað upp á dag allt, sem um hefði verið sam- ið, og í hvað mörg ár. Systkini hennar og fleiri studdu mál henn- ar. Um haustið 1957 flutti hún loks í eigin íbúð með sitt fólk, eftir lygilega langan biðtíma. Þá kom í ljós að Guðbjörg hafði smám sam- an keypt ýmsa fagra og nytsama hluti og haft þá í góðum geymsl- dóttir — Fædd 11. júlí 1936 Dáin 9. júní 1985 Ég varð harmi slegin er ég frétti um lát skólasystur minnar, Ernu Jónsdóttur. Það er stutt síðan við hittumst, en þá vorum við að und- irbúa heimsókn að Laugarvatni til þess að halda upp á 30 ára afmæli okkar við húsmæðraskólann þar Erna var þá hress eftir því sem mér fannst, en seinna frétti ég að hún hafi átt við mikla vanheilsu að stríða en reyndi að láta aldrei á því bera og kvartaði aldrei. Hughreysti aðra í þess stað. Hún hlakkaði til að fara með okkur austur en veiktist áður en af því varð og treysti sér ekki til farar- innar. Erna fæddist þann U. júlí 1936 á Hvalnesi í Stöðvarfirði. Hún var yngst 6 systra. Foreldrar hennar voru Kristín Steinunn Sigtryggs- dóttir og Jón Jóhannsson. Erna ólst upp á Stöðvarfirði ásamt systrum sínum og sleit þar barnsskónum. Hún vann hin ýmsu störf á unglingsárum sínum eins og títt var í þá daga. Haustið 1954 hóf hún nám við Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni ásamt 34 öðrum námsmeyjum og var ég ein þeirra. um, t.d. útskorið sófasett, sérlega fallegar ljósakrónur, gluggatjöld, gólfteppi o.s.frv. Nú byrjaði nýtt líf fyrir Guð- björgu. Þegar hún losnaði úr hús- næðiskreppunni, kom betur í ljós hve hún var mikill fegurðardýrk- andi og hve hún þráði að safna fallegum hlutum. Hún talaði aldr- ei mikið um veikindi sín og líkast til hefur hún náð sér furðanlega hvað vinnuþrek snerti, því að hún vann alltaf mikið úti með heimil- inu til sjötíu ára aldurs og tók um tíma tvö verslunarhús til ræst- ingar í næturvinnu. Rannveig systir hennar gekk í næturvinn- una með henni, þó að hún ynni alltaf fullan vinnudag og geri enn. Halldór faðir þeirra lifði góðu lífi hjá börnum sínum, var alltaf eins og hann væri að fara til kirkju, svo hreinn og snyrtilegur og unglegur með svart þykkt hár. Var aðdáanlegt, hvað Guðbjörg ásamt hinum systkinunum, sem búa saman, hugsaði vel um hann síðustu árin. Þótti Guðbjörgu það mjög miður ef systkinin, sem búa búum sínum annars staðar, gátu ekki komið og verið með þeim á afmæli pabba þeirra og um hátíð- ir. Henni var mjög annt um að taka vel á móti gestum, hreinlæti og reglusemi til fyrirmyndar, eng- inn kveikti í sígarettu hvað þá meira. Með árunum smá jukust þægindin, heimilisbíli og ferðalög heim á æskustöðvarnar og upp í Borgarfjörð til Sigríðar systur þeirra. Eins og fyrr segir, kunni Guðbjörg ekki að skera neitt við neglur sér, en það var þó víst, að hún eyddi ekki í skart á sjálfa sig, hún var alltaf í vetrarfötunum ár- ið um kring, til að klæða af sér kuldatilfinningu, sem hún þjáðist alltaf af, eftir að hún fékk heila- bólguna. Eftir það sá enginn mjóa mittið eða fína vöxtinn hennar Böggu frá Hraungerði, hún varð að klæða sig svo mikið til að þola við. Eins og fyrr segir, hætti Guð- björg að vinna úti þegar hún varð sjötug, en ekki var hún ánægð með að setjast í helgan stein. Hún hafði oft minnst á, hvað sér finnd- ist íbúðin uppi á loftinu, fyrir ofan sína íbúð, falleg, já, hvaö hún væri fallcg, hvað það mundi vera gaman að bæta henni við sig. Svo losnaði íbúðin fallega og var til sölu. Þá vantaði bara eitt, en það voru pen- ingar til að kaupa fyrir, þeir voru hvorki í bönkum eða annars stað- ar og engin fasteign til að veð- setja, nema íbúðin, sem þau bjuggu nú fimm í. Nú gerðust góð ráð dýr. Þannig stóð á, að frændi hennar var langt kominn í lang- skólanámi og vantaði íbúð. Ungi maðurinn keypti sér vasatölvu og Minning Ema var ákaflega kát og hress stúlka, skapgóð og skemmtileg. Við bjuggum allar í „Lindinni" og var þetta eins og eitt stórt heimili. Skemmtilegri vetur hef ég ekki lif- að. Ýmislegt var brallað, enda vor- um við allar á aldrinum 16—21 árs og áttum allt lífið framundan. Erna lét sig ekki vanta þegar eitthvað stóð til, spilaði með okkur í hljómsveitinni „Brak og brestir“, sem við stofnuðum pennan vetur og hefur verið fastur liður í skóla- starfseminni síðan. Hún lék með okkur í leikritum, tók þátt í tískusýningum o.m.fl. sem of langt yrði upp að telja hér. En veturinn var ótrúlega fljótur að líða og alvara lífsins tekur við. Erna vann við ýmiss konar störf í Reykjavík um nokkurra ára skeið, en þann 20. október 1959 eignaðist hún dótturina Þóru Björk Nikulásdóttur. Fljótlega eftir það lá leið henn- ar austur á Stöðvarfjörð aftur og ólst Þóra Björk þar upp hjá elstu systur Ernu við mikið ástríki. Þann 9. desember 1967 giftist Erna eftirlifandi manni sínum, Sigurði G. ólafssyni, ættuðum úr Keflavík. Þau hófu búskap á Öldu- götunni í Reykjavík en í febrúar reiknaði dag og nótt, eins og Guð- björg komst að orði, alltaf jafn gamansöm. Útkoman varð: „Möguleiki, ef ég fæ góða vinnu,“ og hún fékkst. Nú var hafist handa að skrapa saman lán í fyrstu útborgun. Allt heimilisfólkið lagði sig fram og Guðbjörg gekk fram fyrir skjöldu og talaði, eins og áður, við fólk, sem gat lánað, og bankastjóra, en þeir voru ekki alltaf uppveðraðir, t.d. benti einn þeirra henni á að hún hefði ekki ávaxtað peningana sína í þessum banka. Guðbjörg svaraði um hæl: „Já, það er nátt- úrulega ósköp barnalegt að vera að geyma þetta heima." Það var oft hægt að brosa, þegar systurnar sögðu frá samtölum Guðbjargar og lánardrottnanna. Hún var orð- in svo slæm yfir höfðinu, að ein- hver fór með henni og leiddi hana ef hún fór ekki í bíl, en alltaf var hún jafn fylgin sér, sniðug og fljót að svara fyrir sig. Mikið var haft fyrir að tína saman smálán sitt á hverjum stað, en margt smátt ger- ir eitt stórt. Jú, það hafðist, og það sem meira var, hvert einasta lán var borgað skilvíslega á þeim degi, sem um var samiö og auðvitað af- borganir af þeim stærri. Það þarf enginn að reyna að leika slíkt eft- ir, nema sá, sem er þekktur fyrir að vera fulltrúi hins gamla, góða stolts, sem er eitt hið dýrmætasta í menningu okkar, það, að láta orð sin standa eins og staf á bók og skulda ekki neinum neitt. Þetta gekk allt svo fljótt, að það líktist kraftaverki, að minnsta kosti ef hin fyrri íbúðarkaup eru höfð í huga, en það er mikill munur á því, að ganga ein aðkomustúlka um ókunnar götur, sjálfsagt oft lasin og lúin, eða að vera orðin ýmsum hnútum kunnug í borg- inni, hafa samfylgd, bíl, og það sem mestu máli skipti, hámennt- >aðan Reykvíking til skrafs og ráð- agerða og til allra útreikninga. Enn einu sinni hafði hún staðið í fylkingarbrjósti, þegar á reyndi og sigrað með heiðri og sóma. Systkini hennar halda, að hún hafi ofreynt sig við þetta stóra átak, en það þarf ekki til. Stuttu síðar varð hún fyrir því slysi að detta og meiða sig mikið á fæti, slík meiðsli reynast mörgum þung í skauti, þó að ekki sjáist brot á myndum. Eftir það var eins og hún þyldi mjög lítið, ekki einu sinni að ganga stigann upp í fal- legu íbúðina. Ég get ekki fengið mig til að skrifa nein kveðjuorð til Guð- bjargar Halldórsdóttur. Ef hún kemur ekki til okkar, þá förum við til hennar. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. 1971 fluttu þau til Keflavíkur og hafa búið þar síðan. Börn þeirra hjóna eru tvö, Sig- urbjörg fædd 2. maí 1969 og óli Jón, fæddur 9. september 1971. Hann er því aðeins nýfermdur. Fjölskyldan á um sárt að binda um þessar mundir og enginn getur sefað sorg, sem það hefur í för með sér að missa móður sína og eiginkonu svo snögglega. Ég votta þeim innilega samúð mína og skila kveðju frá hinum skólasystrum okkar og vona að Guð muni styrkja þau í sorg sinni. F.h. skólasystra í Húsmæöra- skóla Suóurlands veturinn 1954—55, Valborg Soffia Böðvarsdóttir. Erna Jóns- t Móöir mín, ANNA GRÖNFELDT, Borgarnesi, lést miövikudaginn 12. júní i St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi. Steinþór Grönfeldt. t Eiginkona mín, SESSELJA ANÍTA KRISTJÁNSDÓTTIR, lóst 4. júní. Jarðarförin fer fram þriöjudaginn 18. júní frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sigtryggur Þorsteinsson. t Eiginkona min og móðir okkar, ERNA JÓNSDÓTTIR, Drangavöllum 3, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. júníkl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Siguröur G. Ólafsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Sigurbjörg Siguröardóttir, Óli Jón Sigurösson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og aöstoö vegna andláts og útfarar FANNEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Laugarnesvegí 81. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum. Finnur Bjarnason, Árni Björn Finnsson, Helga Hansdóttir, Ester Finnsdóttir, Jón M. Árnason, Rögnvaldur Bjarnason, Ingveldur Stefónsdóttir, Jóhanna Unnarsdóttir, Óskar Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar bróöur okkar, BJÖRNS BERGMANNS trá Maróarnúpi. Guömundur Bergmann, Oktavla Jónasdóttir, Þorbjörg Jónasdóttir. t Þökkum innilega samúö okkur sýnda viö andlát og jaröarför VIGDÍSAR RUNÓLFSDÓTTUR, Vallarbraut 17, Akranesi. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sementsverksmiöju ríkisins. Börn, tengdabörn og barnabörn. Frá bæjarskrifstofun- um í Hafnarfirði Vegna útfarar INGUNNAR SIGRÍÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR veröur skrifstofa bæjarverkfræðings og byggingarfull- trúa lokuö frá kl. 14.00 í dag, 14. júní. Bæjarritarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.