Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUttBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR14. JÚNl 1965
Kirkjan og
eftir sr. Þorberg
Kristjánsson
í frásögn sr. Lárusar Þ. Guð-
mundssonar af friðarfundinum í
Sigtuna, sem birtist í Morgunblað-
inu hinn 5. þ.m., segir hann, að
fulltrúi sá er kirkjuráð valdi á
ráðstefnu þessa hafi forfallast, en
óskað þess að sr. Bernharður Guð-
mundsson mætti á fundinn.
Samkvæmt upplýsingum bisk-
upsritara valdi kirkjuráð undirrit-
aðan til þess að fara á Sigtuna-
fundinn og sr. Halldór Gunnars-
son til vara. Um eiginleg forföll
mín var ekki að ræða, en ég var
bundinn við skyldustörf og áhug-
inn takmarkaður, víst er að ég
hafði engin afskipti af för sr.
Bernharðs til Sigtuna.
En vísast er sr. Lárus að tala
um varamann minn. Má þá allt
rétt vera og auðvitað skiptir þetta
ekki miklu. Með því hins vegar, að
ég hefi á liðnum árum fylgst með
og átt hlut að þeirri umfjöllun
mála á pestastefnu og kirkjuþingi,
sem skýrsla sr. Lárusar á Sigtuna-
fundinum snýst um, tel ég rétt að
fara um það efni nokkrum orðum.
Sr. Lárus segir að það hafi ekki
verið fyrr en árið 1982 sem friðar-
blómið hafi tekið að vaxa úr ís-
lenskum grassverði með samþykkt
prestastefnunnar í júní, er gerð
hafi verið samhljóða.
Um þessa staðhæfingu mætti
vissulega margt segja, en hér skal
aðeins á það minnt, að kveikjan að
afskiptum íslenskra presta af frið-
arhreyfingunni, sem svo hefir ver-
ið nefnd, var sú, að sumarið 1981
skrifaði Ólafur Ragnar Grímsson í
Dagblaðið langa grein um afskipti
þýsku kirkjunnar af friðarhreyf-
ingunni þar í landi og lét í ljos
undrun yfir þögn íslensku kirkj-
unnar um þessi mál.
Sr. Gunnar Kristjánsson greip
þennan bolta, sagði í Dagblaðs-
grein skömmu síðar, að ólafur
Ragnar hefði lög að mæla, það
væri óhæfa, að íslenska kirkjan
skyldi ekki hafa látið mál þessi til
sín taka. Þess var þá ekki langt að
bíða að svo yrði og þegar mér var
tjáð að fyrirhugað væri að taka
friðarmálin til umræðu á presta-
stefnu 1982, olli það mér áhyggj-
um, með hliðsjón af því m.a.
hvernig þetta hafði borið að.
En það varð úr, sem alkunna er,
að friðarmál urðu höfuðviðfangs-
efni synodunnar á Hólum. Sr.
Gunnar Kristjánsson var einn af
framsögumönnum og mun hafa
ráðið miklu um upphaflegt orða-
lag ályktunarinnar, sem lögð var
fyrir fundinn. Við þann málabún-
að gerðu ýmsir athugasemdir og
það umdeildasta fékkst afskrifað.
Ég taldi mig þó ekki geta greitt
endanlegri ályktun atkvæði og
lýsti því yfir, en lét af ýmsum
ástæðum til leiðast að sitja hjá.
Ályktun prestastefnu 1982 um
friðarmál var semsagt ekki sam-
þykkt einróma eða athugasemda-
laust.
Tillöguflutningur á
Kirkjuþingi 1983
Þá víkur sögunni að kirkjuþingi,
en á þinginu 1983 flutti sr. Lárus
Þ. Guðmundsson og fleiri þrjár
tillögur um friðarmál. Þær tengd-
ust hver annarri, áttu það sameig-
inlegt að fjalla um deilumál, há-
pólitísk og miklu flóknari en svo,
að það væri á færi kirkjuþings að
kryfja þau til mergjar, enda mun
tæpast hafa verið til þess ætlast.
I málflutningi þeim, sem hér um
ræðir, var látið í veðri vaka að
kirkjan um víða veröld væri nán-
ast einhuga í stuðningi við svo-
kallaðar friðarhreyfingar. Svo er
vissulega ekki. Mikill og djúpstæð-
ur ágreiningur var um afgreiðslu
stórpólitískra mála á þingi al-
kirkjuráðsins í Vancouver 1983 og
svo var raunar einnig á ráðstefn-
unni um líf og frið í Uppsala það
ár, en í áðurgreindum tillögum var
sérstaklega til þessara funda vitn-
að.
Mikið af tíma kirkjuþings fór í
þref um þessar tillögjr og varð
það úr, að gerð var ein ályktun um
þetta efni. Niðurstöðunni líkti sr.
Lárus við ómerkilega skinnpjötlu,
en sætti sig þó við þá afgreiðslu.
Uppsalafundur
Á ráðstefnunni í Uppsölum um
líf og frið voru saman komnir
kirkjuleiðtogar frá 60 löndum
undir forystu Olav Sundby,
sænska erkibiskupsins. Margir
liðsmenn vestrænna friðarhreyf-
inga væntu þess, að þar mundi því
einróma hafnað, að tilvist kjarn-
orkuvopna gæti verið hemill á, að
styrjöld brytist út.
Það fór þó svo, að jafnvel ekki
allir aðalræðumenn töluðu í þeim
dúr. Englendingurinn John Stott
taldi t.d., að kristin samviska gæti
friðarmálin
Sr. Þorbergur Kristjánsson
„ ... og þaö sýnist ekki
sjálfgefið, aö kirkjan
taki sem slík umdeild
pólitísk viöhorf ákveð-
inna hópa sérstaklega
upp á sína arma og
menn skyldu muna, aö
pólitískar yfírlýsingar
verða ekki kirkjulegar
fyrir þá sök eina, að
prestar beri þær fram.“
þolað kjarnorkuvopn í fælingar-
skyni um stundarsakir, meðan
leitað væri trúverðugrar, gagn-
kvæmrar afvopnunar.
Bandaríkjamaðurinn Timothy
Healy vísaði til hirðisbréfs róm-
versk kaþólsku biskupanna, sem
væntanlegt væri og sagði, að
niðurstaða þeirri mundi sú, að
réttlætanlegt væri að eiga slík
vopn í fælingarskyni — að því til-
skyldu, að kjarnorkufælingin yrði
notuð sem hvati til afvopnunar —
Rene Corte, franskur háskóla-
kennari, var svipaðrar skoðunar.
Tvenn drög að ályktunum voru
lögð fram á þinginu. í þeim fyrri
var talið réttlætanlegt, að kjarn-
orkuvopn væru til staðar í fæl-
ingarskyni. En þegar ljóst varð, að
meirihluti fulltrúanna var ann-
arrar skoðunar var samin önnur
ályktun, miklu harðari, og kjarn-
orkuvopn skilyrðislaust fordæmd.
Að lokum voru þessar tvær
ályktanir bræddar saman í mála-
miðlun, þar sem sagt var, að
stefnt skyldi að því, að kjarnorku-
vopnum yrði útrýmt á næstu
fimm árum. Við atkvæðagreiðsl-
una sátu 8 hjá og 1 mótatkvæði
kom.
Vancouver-þingið
í þessu sambandi er heldur ekki
rétt að láta í þagnargildi liggja, að
á þingi Alkirkjuráðsins í Vancouv-
er sumarið 1983 voru margir and-
vígir ályktun er fól í sér algjöra
fordæmingu á framleiðslu og
geymslu kjarnorkuvopna, vegna
þess, að þeir töldu tilvist þeirra
geta hindrað eða hamlað því, að
styrjöld hæfist. Ýmsum fulltrúum
þótti eigi gæta viðhlítandi
raunsæis í ályktun þessari og
treystu sér því ekki til að greiða
henni atkvæði.
Mestum deilum olli þó ályktun-
in um Afganistan, er þótti loðin.
Reynt var að koma fram lagfær-
ingum á henni, en breytingartil-
lagan var felld. 306 voru á móti,
278 með, 35 sátu hjá.
Fulltrúar ensku kirkjunnar
voru í hópi þeirra, sem óánægðir
voru með afgreiðslu mála og geta
má þess, að synóda ensku kirkj-
unnar hefir þrívegis, síðast á liðn-
um vetri, neitað að taka á dagskrá
umræðu um kjarnorkuvígbúnað.
„Bænaskrá
Vestfirðinga“
Haustið 1984 var enn gerð til-
raun til þess að leggja Kirkjuþing
undir pólitískt málaþras er sr.
Lárus flutti tillögu til þingsálykt-
unar um stuðning íslensku kirkj-
unnar við „Bænaskrá Vestfirð-
inga“ til ríkisstjórnar fslands.
Tillögu þessari fylgdi löng
greinargerð og miðaði málabúnað-
ur að því að fá Kirkjuþing til að
snúast gegn hugsanlegri uppsetn-
ingu radarstöðva.
Frá fornu fari er ég nokkuð
kunnugur fyrir vestan og veit, að
meðal áhugasamra kirkjunnar
manna þar hefir verið uppi nokkur
áhyggja vegna framgöngu presta í
sambandi við þessi mál. Mér hefir
verið tjáð, að þeir hafi farið um,
kallandi fólk saman á fundi, þar
sem þeir hafi sýnt mönnum hryll-
ingsmyndir frá Hirosima og Nag-
asaki og gefið í skyn að ef menn
féllust á uppsetningu radarstöðv-
ar á Stiga væru þeir að kalla álíka
örlög yfir sig eða börnin sín.
Víst má nota radarstöðvar í
styrjöldum, en svo er og um flug-
velli og fjarskiptatæki, vegi og
hafnir, sem Vestfirðingar vilja
vissulega ekki vera án. Stundum
hefir mér þótt Kirkjuþing taka
undarlega á málum, en það verður
að segjast því til hróss, að þannig
var snúist við þessum tillöguflutn-
ingi sr. Lárusar, að hann taldi
þann kost skástan, að afturkalla
tillöguna.
Friður á jörð
„Frið læt ég eftir hjá yður, minn
frið gef ég yður,“ segir Jesús.
„Ekki gef ég yður eins og heimur-
inn gefur.“ Sá friður, sem Herr-
ann boðar er Guðs friður og án
hans fæst ekki sá friður á jörð,
sem allir þrá og eins og fram hefir
komið eru ýmsir ákafir talsmenn
þess, að kirkjan gangi sem slík til
liðs við svokallaðar friðarhreyf-
ingar af ýmsum toga.
Talsmenn almennra friðar-
hreyfinga, sem starfsaðstöðu hafa
í vestrænum löndum aðeins segj-
ast vissulega vinna að afvopnun í
öllum herbúðum og er það auðvit-
að heimilt. En aðrir láta sér engu
síður annt um heimsfriðinn, þótt
þeir telji þetta ekki vænlegustu
leiðina. Menn eru semsagt ósam-
mála um, hvaða aðgerðir séu
vænlegastar til að varðveita frið
og tryggja og það sýnist ekki
sjálfgefið, að kirkjan taki sem slík
umdeild pólitísk viðhorf ákveð-
inna hópa sérstaklega upp á sína
arma og menn skyldu muna, að
pólitískar yfirlýsingar verða ekki
kirkjulegar fyrir þá sök eina, að
prestar beri þær fram.
Ýmsar spurningar vakna óhjá-
kvæmilega varðandi friðarhreyf-
ingar, sem aðeins geta komið at-
hugasemdum á framfæri við ann-
að stórveldið. Hlýtur það ekki að
liggja í augum uppi, að friðar-
hreyfing, sem í raun getur aðeins
snúist gegn vígbúnaði annars
stórveldisins og er ofsótt í hinu, —
hlýtur það ekki að liggja í augum
uppi, að slík friðarhreyfing orki
tvímælis, — þegar það er þá líka
ljóst, að það stórveldið, sem
ofsækir hreyfinguna heima fyrir
styður hana ljóst og leynt innan
áhrifasvæðis hins?
Höfundur er prestur í Digranes-
prestakalli í Kóparogi.
Skólaslit Lýðháskólans í Skálholti:
Skólanum gefin brjóst-
mynd af Þórarni Þórarinssyni
SKÁLHOLTSSKÓLA var slitið 1.
maí síðastliðinn. Skólaathöfnin
fór fram í kirkjunni, þar sem sr.
Sigfinnur Þorleifsson sóknar-
prestur í Stóra-Núpsprestakalli,
predikaði og í skólanum en þar
flutti sr. Gylfi Jónsson, rektor
skólans, ræðu.
í fréttatilkynningu frá skól-
anum kemur fram að skóla-
starfið í vetur hafi verið með
hefðbundnu sniði, en þó með
fjörugasta móti. Víða hafi ver-
ið leitað fanga í þekkingarleit-
inni, og fjölmargir fyrirlesarar
verið fengnir til skólans.
Skálholtsskóli hefur þarmeð
lokið sínu þrettánda starfsári,
eftir endurreisn, en í Skálholti
Lýðháskólinn í Skálholti og Skálholtskirkja í baksýn
var eins og allir vita skólahald
á árum áður, meðan þar var
biskupsstóll. Tuttugu nemend-
ur stunduðu nám við skólann í
vetur, en það er sá fjöldi sem
skólinn rúmar. Fjórir kennarar
störfuðu við skólann.
Eins og kunnugt er, er skóla-
starf í Skálholtsskóla með dá-
lítið öðrum hætti en tíðkast í
öðrum skólum. Nemendur
stunda þar nám í einn vetur en
taka þó engin próf að vori.
Skólinn veitir engin réttindi en
stefnir að því að nemendur efli
persónuþroska sinn og getu til
að velja sér svið við hæfi þegar
að því kemur að taka ákvörðun
um starf eða áframhaldandi
nám. Skólinn tekur ekki inn
yngri nemendur en átján ára.
Við skólaslitin var skólanum
afhent að gjöf brjóstmynd af
Þórarni Þórarinssyni, en hann
var fyrsti formaður Skál-
holtsskólafélagsins og mikill
frumkvöðull þess að skólinn
yrði stofnaður. Tíu ára nem-
endur skólans voru einnig
viðstaddir skólaslitin og færðu
skólanum áritaða orðabók.