Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985 7 Áburði dreift VestmuiuerjaiB, 13. júní. LANDGRÆÐSLUFLUGVÉLIN Píll Sveinsson dreifði 12 tonnum af áburði yfir auatanverða Heimaey í gær. Var tignarlegt að sjá til vélar- innar þar sem hún renndi sér niður með hlíðum Helgafells með áburð- arstrókinn aftur úr sér, sveif í lágflugi yfír bæinn og út yfir Eiðið til lands eftir öðrum farmi. Baejarsjóður Vestmannaeyja gossprungu, í norðurhlíðar og Landgræðsla ríkisins gerðu Helgafells og Sæfellið. með sér samning eftir gos um að Ekki var laust vii) það að lág- Landgræðslan annaðist árlega flug vélarinnar yfir bænum áburðardreifingu úr flugvélum á kveikti í gömlum og góðum Heimaey. Var gamla DC-3-vélin minningum hjá ýmsum bæjar- að uppfylla þennan samning í búum. Gamli Douglasinn þjón- gær en það eru sjálfboðaliðar úr aði lengi og dyggilega sem stétt flugmanna sem fljúga vél- traustur Faxi í áætlunarflugi inni. Vélin dreifði áburði á svæð- milli lands og Eyja fyrir tíð ið millí fella, Helgaflells og Fokkersins. Eldfells, á Haugasvæðið austan — hkj. . . Reiðhjóla verslunin,-- ORNINN Spítalastíg 8 Vió Óóinstorg Símar 14661 - 26888 Sjómannasambandið leitar stuönings um samúðarvinnustöðvun: „Hefðum viljað tafarlausa stöðvun fiskiskipaflotans“ — segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur — Ætlumst til að staðið sé við samninga, segir formaður LÍÚ „AUÐVITAÐ hefðum við í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur viljað að fískiskipaflotinn yrði stöðvaður þeg- ar í stað en leikreglur lýðræðisins eru nú einu sinni þannig, að félögin þurfa að taka málið fyrir á sínum vettvangi áður en hægt er að taka slíkar ákvarðanir. Við erum því eftir atvikum ánægðir með samþykkt sambandsstjórnar Sjómannasam- bandsins,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, í samtali við blm. Morgunblaðsins eftir fund sam- bandsstjórnar Sjómannasambands íslands í gærmorgun. Tilmæli um samúðar- vinnustöðvun Fyrir fundinum lá beiðni sjó- mannafélagsins um að sambands- stjórnin beitti sér „nú þegar fyrir víðtækri samúðarvinnustöðvun meðal aðildarfélaga þess“. Sam- bandsstjórnin samþykkti ályktun, þar sem félagsmenn Sjómannafé- lags Reykjavíkur eru hvattir til órofa samstöðu um aðgerðir félags síns. „Sambandsstjórn lýsir stuðn- ingi sínum við löglegar aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur og krefst þess, að útvegsmenn virði verkfallsréttinn," segir í ályktun- inni. „Sambandsstjórn skorar á útvegsmenn að ganga til raun- hæfra samningaviðræðna nú þeg- ar og beinir þeim tilmælum til formanna sjómannafélaga og deilda að leita stuðnings félag- anna um samúðarvinnustöðvun." Hafþór Rósmundsson hjá Sjó- mannasambandinu sagði eftir fundinn að hann teldi mjög lík- legt, að til samúðarvinnustöðvun- ar kæmi víða um landið ef ekki færi að komast verulegur skriður á samningaviðræður útvegsmanna og Sjómannafélags Reykjavíkur, emla hefði ályktunin verið sam- þykkt samhljóða á fundinum, m.a. af formónnum fimm af sex félaga, sem eru hrein og klár sjómanna- félög. 33 önnur félög innan Sjó- mannasambands íslands eru jafn- framt verkalýðsfélög. Tvær meginkröfur reyk- vískra sjómanna Sjómannafélag Reykjavíkur boðaði til verkfalls síns, sem stað- ið hefur í tæpan mánuð, til að leggja áherslu á tvær meginkröf- ur: í fyrsta lagi starfsaldurshækk- anir og í öðru lagi að gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði lengdur úr einni viku í einn mánuð. Félagið gerir einnig kröfur um að kaup- trygging hækki úr 27.000 krónum í 27.620 krónur, að skiptaprósenta hækki um 0,5% til samræmis við samninga á Vestfjörðum og að fatapeningagreiðslur hækki, að sögn Tómasar Ólafssonar, skrif- stofustjóra Sjómannafélags Reykjavíkur. „Staðid sé við samninga" Þessum kröfum hafa útvegs- menn afdráttarlaust hafnað. „Við höfum tvívegis á undanförnum mánuðum samið við Sjómanna- samband Islands, sem Sjómanna- félag Reykjavíkur á aðild að, og ætlumst til að staðið sé við þá samninga eins og jafnan áður þeg- ar við höfum samið við Sjómanna- sambandið fyrir hönd félagsins í Reykjavík," sagði Kristján Ragn- arsson, formaður og fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Okkur þykir hvorki sanngjarnt né eðlilegt að semja við Sjómannafélag Reykja- víkur um meira en samið hefur verið um við önnur aðildarfélög Sjómannasambandsins enda sjá- um við hreint ekki hver framvinda mála yrði í framtíðinni ef svo færi.“ Kristján sagði að hvorug megin- krafa Sjómannafélags Reykjavík- ur nú, þ.e. starfsaldurshækkanirn- ar og uppsagnarfresturinn, hefði verið á dagskrá sjómannasamn- inganna í vetur. „Launagreiðslum á fiskiskipum er háttað á allt ann- an hátt en í öðrum starfsgreinum — sjómenn eiga hlut í aflanum, sem hvert skip kemur með að landi — og starfsaldurshækkanir eru ekki samrýmanlegar þeim kjörum. Hvað varðar uppsagnar- frestinn þá hafa báðir aðilar talið sér hag í að hafa frestinn ekki nema sjö daga. Ég minni á, að það eru ekki nema nokkrir dagar síðan Alþingi samþykkti ný sjómanna- lög án þess að gera á þessu breyt- ingu — enda áttu fulltrúar bæði útvegsmanna og sjómanna sæti í nefnd sem tók afstöðu til þessa lagabálks og þá komu engar at- hugasemdir um þetta atriði fram af hálfu sjómanna,“ sagði Krist- ján Ragnarsson. Samningarnir felldir tvisvar Sjómenn í Reykjavík felldu samninga við útvegsmenn tvisvar í vetur: fyrst heildarsamninga Sjómannasambands íslands í sameiginlegri allsherjaratkvæða- greiðslu allra aðildarfélaga sam- bandsins og síðan aftur með naumum meirihluta í sérstakri at- kvæðagreiðslu meðal bátasjó- manna í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Meðan sú atkvæðagreiðsla stóð yfir, sagði Tómas Ólafsson, voru gerðir samningar á nokkrum stöðum á landinu, þar sem „náð var betri samningum en þeim.sem við vorum að greiða atkvæði um“. Erum nýbúin að fá sendingu af hinum frábæru Winther tví- og þríhjólum frá Danmörku. ENDING — ÁBYRGÐ — ÞJÓNUSTA Sérverslun í 60 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.