Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUKBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JOnI 1985 Minning: jr Ingunn S. Agústs- dóttir Hafnarfirði Kveöja frá Inner Wheel- konum Hafnarfírði Fædd 2. október 1930 Dáin 8. júní 1985 Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Við Inner Wheel-konur í Hafn- arfirði kveðjum hér í dag félaga okkar, Ingunni Sigríði Ágústs- dóttur, sem horfin er héðan úr heimi langt fyrir aldur fram. Það fer ekki hjá því að á hugann leiti sú spurning hvers vegna sé stöðv- aður sá starfsdagur sem aðeins var hálfnaður, og sú verkglaða hönd sem alltaf var tilbúin til starfa, og hafði svo margt til að vinna að, bæði heima og heiman. Þeirri spurningu getur aðeins for- sjónin svarað. Þegar eiginkonur Rotarymanna í Hafnarfirði stofnuðu klúbb sinn, þann 4. nóvember 1976, var Ing- unn ein af stofnendunum. Hún bar hag hins unga félags fyrir brjósti og vann því af heilum hug. Meðal annarra starfa var hún forseti þess og vann þau stöf með sömu hógværðinni og alúðinni sem henni var svo eiginleg. Við Inner Wheel-konur þökkum af alhug fyrir árin sem við nutum með henni og geymum hlýjar minningar um góðan félaga. Eig- inmanni hennar, Birni Árnasyni, og fjölskyldu hennar allri, sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þess að minningin um góða konu, móður og dóttur, megi vera þeim huggun í sorg þeirra. Guð blessi minningu hennar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Þannig kvað Reykjavíkurskáld- ið Tómas Guðmundsson. sem kvödd er í dag, var „Reykja- víkurmær" og ein af „dætrum Austurstrætis" eins og skáldið kallar þær í öðru ljóði sínu. Ing- unn var fædd í Reykjavík 2. októ- ber 1930. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Sigríður Péturs- dóttir og Ágúst Guðmundsson, stöðvarstjóri Rafstöðvarinnar við Elliðaár. Þar ólst Ingunn upp í stórum systkinahóp á einum feg- ursta stað innan borgarmarka Reykjavíkur, á bökkum Elliða- ánna. Að barnaskólanámi loknu stundaði Ingunn nám í Verslun- arskóla íslands og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1950. Ung að árum giftist hún Birni Árnasyni verkfræðingi, núverandi bæjar- verkfræðingi í Hafnarfirði. hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ og gerðist félagi í Rotary-klúbbi Hafnarfjarðar að vinskapur okkar hjóna hófst. Ingunn og Björn voru glæsileg hjón og með þeim mikið jafnræði. Einhvern veginn laðað- ist ég fljótt að þessum hjónum. Einna helst held ég að það hafi verið vegna þess að ég fann að hamingja og virðing ríkti milli þeirra og það er mannbætandi að umgangast slíkt fólk. Það kom svo í ljós að eiginmenn okkar höfðu verið í sveit á sama bæ norður í Vatnsdal þegar þeir voru drengir, en þó ekki samtímis. Við sögðum stundum í gamni okkar: Já, Björn er þá þessi „dýrðlingur" sem Trausti maðurinn minn heyrði svo mikið talað um í sveitinni en sá aldrei þá. f gegnum þessa dvöl þeirra norður í Vatnsdal eignuð- umst við svo sameiginlega vini. Erfitt reynist mér að hugsa um annað hjónanna án hins, svo sam- tvinnuð eru þau í vitund minni. Þegar eiginkonur Rotary- manna hér í Hafnarfirði stofnuðu með sér félagsskapinn „Inner Wheel Hafnarfjörður" var Ingunn ein af stofnendum og var hún fljótlega valin til stjórnarstarfa og forystu sem hún gegndi með mikilli prýði, sökum meðfæddrar greindar, vandvirkni og hógværð- ar. Eins og Lao-Tse segir í Bókinni um veginn: „Þótt hann beri af öðr- um lætur hann menn ekki finna til þess, og þeim svíður ekki, þótt hann sé fremri." Þessi orð geta svo vel átt við um Ingunni. Minningarnar halda áfram að hrannast upp í huga mínum, um samverustundir okkar, bæði innan félags og utan. Ógleymanlegar eru mér stundirnar á þeirra fallega heimili, í hópi vina. Einnig stjórn- arfundir Inner-Wheel kvenna, sem Ingunn hélt oft á heimili sínu. Þar veittu þau hjónin af mikilli rausn. Ingunn var sérstaklega myndarleg húsmóðir, bæði hvað matreiðslu, saumaskap og allt húshald snerti, enda er óhætt að segja að heimilið hafi verið griða- staður vina og vandamanna. Nú seinni árin, þegar börnin voru vaxin úr grasi, hóf Ingunn að vinna úti ásamt húsmóðurstörfun- um. Gerðist hún þá ritari í Flata- skóla í Garðabæ. Þar hafði hún starfað um nokkurra ára skeið þegar kallið kom. Elsku Björn! Við svo skyndilegt fráfall elskulegrar eiginkonu eru orð lítils megnug, en ég vil biðja algóðan Guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína í ykkar sorg. Við fjöl- skyldan sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingunn er kvödd með virðingu og þakklæti og minningin um góða konu mun lifa. Elín Sigurðardóttir Mig langar að minnast nokkrum orðum ágætrar vinkonu minnar, Ingunnar Ágústsdóttur. Hún hef- ur nú kvatt þennan heim svo allt of fljótt aðeins 54 ára að aldri. Allt of fljótt segjum við eigin- gjarnir vinir hennar, sem hefðum svo gjarnan viljað eiga lengri samfylgd með henni sem vini og ráðgjafa. Gógó, en svo var hún ávallt nefnd af þeim sem lengi höfðu þekkt hana, var óvenjulega heil- steypt og góð manneskja. Ég tel það hafa verið mikið lán að hafa fengið að njóta vináttu hennar um mörg ár, en fyrstu kynni okkar Guðmundar og þeirra hjóna Gógó- ar og Björns voru á heimili Huldu systur hennar og Odds Árnasonar læknis í Gautaborg 1955. Síðan urðum við samferða heim með Gullfossi í maí 1956 og má segja að fjölskyldur okkar hafi átt sam- leið síðan. Þegar við minnumst Gógóar þá verður Björn, hennar ágæti eigin- maður, líka nærri í huganum. Þau voru einstaklega samstillt í lífinu og samtaka um að búa sér og börnum sínum fagurt og menning- arlegt heimili. Þangað var sann- arlega ánægjulegt að koma, enda höfðingleg gestrisni þeim hjónum báðum í blóð borin. Mikil og góð vináttubönd bund- ust fyrir 25 árum síðan milli fernra hjóna, sem síðan hafa kom- ið saman nokkrum sinnum á vetri til að grípa í spil, en ekki síður til að blanda geði. Á þessa vináttu hefur aldrei fallið skuggi, en nú hefur stórt skarð verið höggvið í hópinn. Við munum þó öll minnast Iiðinna ánægjustunda með þakk- læti. Gógó var mikill náttúrunnandi. Hún hlúði að öllum gróðri úti sem inni. Ekki síst hlúði hún þó að þeim gróðri sem dýrmætastur er og þarf hvað mesta aðhlynningu, börnunum og fjölskyldu sinni. Sú umhyggja hefur líka borið ávöxt, því að öll börn þeirra hjóna eru sérstaklega mannvænleg og hafa erft bestu eiginleika foreldra sinna. Ég vil að lokum votta þér, kæri Björn, og ykkur Kristín, Árni, Sigga og Ágúst dýpstu samúð. Einnig sendi ég innilegar samúð- arkveðjur til ykkar, elsku Sigríð- ur, Hulda og Svanbjörn, svo og annarra aðstandenda og bið Guð að blessa ykkur öll. Elínborg Stefánsdóttir Á fögrum sumardegi fyrir rétt- um 35 árum síðan stóð hópur ungmenna fyrir utan Verzlun- arskóla íslands með hvítar stúd- entshúfur á höfði og prófskírteini í hendi. Það var glaður hópur, sól- in skein og framtíðin brosti björt og fögur. I þessum hópi var Ing- unn Ágústsdóttir, Gógó, eins og við vinir hennar kölluðum hana jafnan. Við Gógó áttum saman 6 ár í þessum skóla, ljúf æskuár, þegar allt var svo auðvelt og allt svo skemmtilegt, þegar skrópað var í leikfimi til að fara í bíó og þegar lífið var tekið alvarlega og lesið fram á nótt. Já, minningarnar frá þessum árum með Gógó vinkonu minni eru með því fegursta sem ég á. Við bundumst vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu og aldrei bar skugga á. Margar ánægjustundir áttum við saman á heimili hennar í Rafstöðinni við Elliðaár, þar sem faðir hennar, Ágúst Guðmunds- son, var stöðvarstjóri um langt árabil. Heimili foreldra hennar, frú Sigríðar Pálsdóttur og Ágústs Guðmundssonar, var fágað menn- ingarheimili og var rausn þeirra og myndarskap viðbrugðið. Gógó ólst upp í stórum systkinahópi, fjölskyldulífið einkenndist af glað- værð og samheldni. Enda bar hún merki æskuheimilis síns alla tíð með hógværð sinni og göfuglyndi. Það var góður skóli að fá að dvelja á heimili þeirra hjóna. Eftir stúd- entspróf fórum við skólasystkinin í ferðalag til Kaupmannahafnar með m.s. Gullfossi. í þeirri ferð hittum við Gógó tvo námsmenn á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Á þeirri stundu voru örlög okkar ráðin. Þetta áttu eftir að verða eiginmenn okkar. Skólaárin voru að baki, við tók lífið sjálft. Heimilið og starf húsmóðurinn- ar urðu stærstu þættir í lífi henn- ar. Við uppeldi fjögurra mann- vænlegra barna nutu mannkostir hennar sín best. Gestrisin var hún með afbrigðum og hafði marga þá kosti sem prýða góða húsmóður enda ber heimili þeirra hjóna því fagurt vitni. Tíminn hefur liðið og samveru- stundum fækkað með árunum en vinátta og tryggð aldrei rofnað. Og nú eru hún horfin, langt um aldur fram. Það er komið að leið- arlokum. Sólin er horfin, það syrt- ir að. Ég kveð með trega æskuvinkonu mína, með virðingu og þökk. Guð blessi minningu Ingunnar Ágústs- dóttur Við hjónin vottum Birni og börnunum, Sigríði, móður hennar, og fjölskyldunni allri innilega samúð. Erla Sigurjónsdóttir Enn einu sinni erum við minnt á hve lífið er fallvalt en einmitt þá gerum við okkur grein fyrir hversu mjög okkur ber að þakka þær dýrmætu gjafir, sem það fær- ir okkur. Ein þeirra er sú að fá að kynnast og vera með góðu fólki. í dag kveðjum við okkar ágætu vinkonu og samstarfsmann Ing- unni Ágústsdóttur. Ingunn fæddist og ólst upp í Rafveitustöðinni við Elliðaár, dóttir Björns Ágústs Guðmunds- sonar yfirvélstjóra og Sigríðar Pálsdóttur konu hans, sem lifir dóttur sína. Uppvaxtarár Ingunnar liðu í glöðum og góðum félagsskap á mannmörgu heimili, en systkinin voru sjö. Hún stundaði nám í Verzlunarskóla íslands þar sem hún lauk verslunarprófi 1948 og stúdentsprófi 1950. Eftir það starfaði hún við skrifstofustörf hjá Rafveitunni tii ársloka 1952. Hún giftist Birni Árnasyni árið 1953 og hélt með honum til Sví- þjóðar þar sem Björn lauk verk- fræðinámi og starfaði síðan um skeið. Börn Björns og Ingunnar eru fjögur: Kristín f. 1956, hjúkrunarfræð- ingur og stundar nú framhalds- nám í þeirri grein í New York. Gift Friðriki Má Baldurssyni tölfræðingi og eiga þau eitt barn, Jóhönnu Katrínu. Árni Björn f. 1958, er að ljúka námi í verkfræði í Svíþjóð. Sam- býliskona hans er Halldóra K. Bragadóttir, en hún er að ljúka námi sem arkitekt. Sigríður f. 1962, lyfjafræðinemi. Hún á eitt barn, Ingunni Ýr Guð- brandsdóttur. Björn Ágúst f. 1967, mennta- skólanemi. Ingunn hóf störf sem skólaritari við Flataskóla í Garðabæ fyrir rúmum áratug. Hafði varla fallið úr dagur í starfi hennar er hún veiktist snögglega í mars sl., og var lögð á sjúkrahús, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Það er erfitt að hugsa sér skól- ann án Ingunnar. Hún var í okkar huga ómissandi hlekkur í skóla- starfinu og allir þræðir þess lágu á einhvern hátt til hennar. Þekk- ing hennar á málefnum skólans var með ólíkindum, og starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar áttu við hana hin margvíslegustu erindi. Öllum þótti gott að leita til hennar, og hvers manns vanda leysti hún á þann ljúfmannlega hátt sem henni var svo eiginlegur. Ingunn var falleg kona og bar bæði hógværð og reisn. Hún hafði einstakan hæfileika til að um- gangast fóik, og laðaði fram hið besta hjá öðrum. Það kom vel í ljós þegar nemendur áttu í hlut og gegndi hún veigamiklu uppeldis- hlutverki innan skólans. Ingunn var fær ritari, vandvirk og smekkleg. Hún talaði og ritaði fallegt mál og gaf kennurum oft velþegnar ráðleggingar um það sem betur mátti fara, t.d. í gerð verkefna. Það var ekki aðeins vegna starfsins, sem leið okkar lá til Ingunnar. Þegar tóm gafst vor- um við gjarnan komin inn til hennar til skrafs og ráðagerða. Ingunn hafði víðtækt áhugasvið. Hún las mikið og var listelsk, en engum duldist að heimilið og fjöl- skyldan voru henni kærust alls. Við undruðumst oft hve miklu dagsverki hún skilaði í skólanum, á heimilinu og í félagsstörfum. Hún virtist aldrei flýta sér, var alltaf jafn róleg, fáguð, yfirveguð. Við fráfall Ingunnar höfum við misst mikið og engin orð fá tjáð samúð okkar með fjölskyldu henn- ar. í söknuði okkar fyllumst við þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við Ingunni, og fyrir endurminninguna sem aldrei verður frá okkur tekin. Við biðjum þann sem öllu ræður um styrk ástvinum hennar til handa. Samstarfsfólk í Flataskóla Garða- bæ. Þegar Ingunn Ágústsdóttur var gert að kveðja var það á miðri önn í fleira en einum skilningi. Það var önn í skólanum hennar er hún hvarf þaðan og það var miður upp- skerutími í lífi hennar sjálfrar. Hún var að bjarga uppskerunni sem var mikil og góð. Að því hafði hún lagt drög. Staðið í plógfarinu og sáð, skyggnst til veðurs, vakin og sofin um vöxtinn alla stund, vökvað og alúð. Hún fékk aðeins komið hluta uppskerunnar undir þak. Eins og hendi væri veifað var hún kölluð heim af teignum og átti þangað ekki afturkvæmt. Ég held samt að hún hafi verið næsta viss um að allt myndi bjargast og fjöl- æru jurtirnar halda áfram að koma upp á hverju vori. Við áttum margar samvistir í tjaldbúðum i góðra vina hóp. Við urðum oft samstíga og drukkum saman úr fjallalæknum er rann tærastur niður hlíðina. Enginn okkar vissi að hún hyrfi svo skjótt í ókunnar tjaldbúðir. Ég ímynda mér að á hana hafi verið kallað í flýti til að sjá um laukagarð með fágætum græði- jurtum sem aðeins sá fær ræktað er enga brigð á í hjarta. Að syrgja væri að gera henni erfitt fyrir á nýjum stað. Ég vil ekki kalla til hennar alla leið en minnast hve við sátum oft við sama borð svo jafnvel skuggarnir okkar þekktust vel. í hugarheimi mínum er endanlegur skilnaður ekki til. Ég hygg að hún muni reisa tjaldhimin sinn við skjólgóðan birkilund með möguleika á útsýn yfir eilífðarhafið og ætli það verði ekki sól á morgun og gróðrarskúr upp úr hádegi. Þóra Jónsdóttir í dag kl. 10.30 verður gerð frá Fossvogskirkju útför Ingólfs Pét- urssonar verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins. Ingólfur hóf störf hjá Vegagerð- inni árið 1929 og starfaði þar óslit- ið meðan heilsan leyfði. Hann bar aldurinn vel og nú seinni árin var ekki að sjá að þar færi maður á áttræðisaldri. Á sínum langa starfsferli hjá Vegagerðinni vann Ingólfur mikið að félagsmálum starfsmanna Vegagerðarinnar. Hann var einn af stofnendum Starfsmannafélags Vegagerðar ríkisins og í stjórn þess í mörg ár og einn af stofnend- um Byggingasamvinnufélags Vegagerðarmanna og að öllum öðrum ólöstuðum má segja að hann hafi verið aðaldriffjöðrin og styrk stoð í starfsemi þess frá upphafi. Hann var traustur og góður starfsmaður, hreinskilinn og hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og lét þær í ljós svo enginn þurfti að vera í vafa þar um. Við kveðjum Ingólf Pétursson, góðan félaga í starfi og leik, með þökk fyrir vegfylgd og vináttu um árabil. Eiginkonu hans, börnum og öðr- um aðstandendum vottum við samúð okkar. Starfsfélagar hjá Vegagerð ríkisins Minning: Ingólfur Péturs- son verkstjóri Fæddur 21. desember 1906 Dáinn 8. júní 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.