Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 55

Morgunblaðið - 14.06.1985, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 14. JÚNt-1985 Morgunblaðið/ Skapti • Asta B. Gunnlaugsdóttir skýtur ad marki í gærkvöldi — sex sinnum lenti knötturinn i netinu eftir skot hennar. Varnarmenn ÍBK réóu ekkert vió framherja Breiöabliks. Staðan TAÐAN í 1. deild kvenna er nú Breiðablik 3 3 0 0 21:1 9 ÍA 2 2 0 0 4:0 6 Þór Ak. 2 2 0 0 4:1 6 KA 10 0 1 0:1 0 ÍBÍ 10 0 1 0:1 0 Valur 2 0 0 2 1:8 0 ÍBK 2 0 0 2 0:13 0 i blaöinu var taflan ekki alls >star rétt, því vitanlega eru gefin jú stig fyrir sigur í kvennaknatt- >yrnunni sem í öörum deildum. Álafosshlaupið á sunnudaginn HIÐ árlega Álafosshlaup FRÍ fer fram sunnudaginn 16. júní. Hlaupið hefst kl. 10.00 við Kaup- félagið Mosfellssveit. Hlaupiö er meðfram Vesturlandsvegi í átt til Reykjavíkur. Þegar komiö er að Höfðabakka er beygt til hægri og síðan til vinstri Bíldshöföa og hlaupið niöur gömiu Ártúns- brekkuna. Hlaupið er inni Elliöa- vog að Holtavegi þar sem beygt er til vinstri og Holtavegur hlaup- inn aö Engjavegi. Þaðan er hlaup- ið inn í Laugardal og endar hlaupið eftir að hiaupinn hefur verið einn hringur á frjálsíþrótta- vellinum. Vegalengdin er u.þ.b. 13,5 km. Keppt er i 6 aldursflokkum karla og kvenna: flokki 16 ára og yngri, 17—20 ára, 21—30 ára, 31—40 ára, 41—50 ára og 51 árs og eldri. Veitt veröa verölaun fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki og allir þátt- takendur fá viöurkenningarskjal. Sigurvegari hlaupsins fær bikar til varöveislu. Allir hiauparar og skokkarar eru hvattir til aö taka þátt í hlaupinu. Er þetta hlaup hinn ákjósanlegasti undirbúningur fyrir þá er stefna aö þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni i ágúst en þar veröur auk mara- þonshlaupsins boðiö upp á keppni í hálfmaraþoni og 7 km. skemmti- skokki. Skráning tilkynnist til skrifstofu FRÍ i síma 83386. Skráning fer einnig fram viö rásmark frá kl. 9.00 til 9.40. Skráningargjald er kr. 100. Lokafrestur aganefndar DÓMSTÓLL K natlspy rnuréðs Reykjavíkur hefur nú gefið aga- nefnd KSÍ lokafrest til kl. 16 {dag til að skila greinargerð f „Jóns- mólinu“ svokallaöa — en ekki hefur enn borist neitt frá aga- nefndinni. Guömundur Pétursson formaö- ur dómstólsins sagöi í samtali viö Morgunblaöiö í gærkvöldi aö ekki væri hægt aö bíöa endalaust eftir greinargeröinni. nEf þeir skila henni á morgun frestast máliö fram yfir helgi til aö KR-ingar geti kynnt sér efni greinargeröarinnar — ef ekki þá stefnum viö aö því aö afgreiöa máliö frá okkur. Annaö hvort visum viö því frá eöa kom- umst aö niöurstööu," sagöi Guö- mundur. TAU- OG BRÉFFÁNAR ÝLUSTAFIR — LÚÐRAR BARNASÓLGLERAUGU 17. JÚNÍ-ÍS Erlendir dómarar í 1. deildina í handknattleik? SVO gæti farið að erlendir dóm- arar dæmdu hluta af leikjum 1. deildarinnar í handknattleik næsta vetur. Kjartan Steinbach, formaöur dómaranefndar HSÍ, ræddi sam- skiptamál viö forráöamenn dóm- aramála annarra landa á ráö- stefnu sem haldin var í Portúgal fyrir skömmu og aö sögn Kjart- ans tóku nokkrar þjóðir vel í slik samskipti — erlendir dómarar kæmu til islands og dæmdu hér í 1. deildinni, og Islendingar færu utan í staöinn og dæmdu leiki í 1. deild viökomandi landa. Þaö yröu ekki milliríkjadómar- ar sem þetta geröu heldur þeir sem annars fá ekki neinar feröir til útlanda til dómgæslu. Helstu lönd sem til greina koma varöandi slík samskipti eru Kanada, Bretland, italía og ísra- el, svo einhver séu nefnd. Sem sagt „minni" handboltaþjóöir. Kjartan Steinbach sagöist, í samtali viö blaöamann Morgun- blaösins, vonast til aö slik dóm- araskipti gætu hafist þegar næsta vetur — en ekkert væri þó öruggt um aö þetta kæmist af staö strax. „En ég stefni aö þessu," sagöi hann. Stapleton til Frakk- lands til viðræðna Frá Bob Hmiwuy, frátlamanni Morg- unMabwn* í Englandi. FRANK Stapleton, Iraki fram- herjinn kunni hjá Manchester United, fer í dag til Frakklands til viðræðna við forráðamenn meístara Bordeaux sem boðiö hafa Manchester United 500.000 pund (hann. Stapleton fór inn á sjúkrahús í vikunni og var skorinn vegna meiösla. Keppnistímabiliö í Frakk- iandi hefst aö nýju 17. júlí — sem er óvenju snemma vegna heimsmeistarakeppninnar í Mexíkó næsta sumar. Leik- menn Bordeaux byrja aö æfa aftur eftir hálfan mánuö. „Ég verö þvi aö vera fljótur aö gera upp hug rninn," sagöi Stapleton í gær. Ásta með sex mprk gegn ÍBK BREIÐABLIK vann stóran og ör- uggan sigur, 9:0, á Keflvíkingum í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 7:0. Blika- stúlkurnar eru nú efstar í deild- inni með 9 stig — hafa unniö alla leiki sína og skorað langflest mörk. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraöi hvorki meira né minna en sex mörk í leiknum, Erla Rafnsdóttir skoraöi eitt, Sigrún Sævarsdóttir eitt og Ásta María Reynisdóttir eitt, úr víti. Fyrsta markiö kom þegar á 4. mín. Ásta B. gaf þá tóninn — komst ein inn fyrir vörn Keflavík- urstúlknanna og skoraöi af öryggi. Annaö markiö geröi Sigrún Sævarsdóttir á 8. mín. Ásta B. lék upp vinstra megin og gaf fyrir markiö — og Sigrún skallaöi auö- veldlega í netiö af stuttu færi. Ásta B. skoraöi sitt annaö mark á sömu — aöeins örfáum sekúnd- um eftir aö IBK haföi byrjaö á miðju, komst aftur ein inn úr og skoraöi. Allt virtist nú stefna i al- UBK — ÍBK 9:0 gjöra kafsiglingu — en næstu mörk létu standa á sér. Fjóröa markiö kom ekki fyrr en á 28. mín. en þá komu líka tvö á sömu mínútunni. Fyrst skoraöi Erla meö glæsilegu þrumuskoti utan vítateigs og síöan potaöi Ásta B. yfir marklínuna eftir aö markvörö- urinn haföi varið þrumuskot frá Erlu. Sjötta markiö geröi Ásta B. svo af stuttu færi eftir fyrirgjöf Erlu — enn voru þær stöllur á feröinni. Sjöunda markiö geröi Ásta María Reynísdóttir úr vítaspyrnu. Öruggt mark, en vítiö var dæmt eftir aö ein Keflavíkurstúlknanna haföi handleikiö knöttinn. j síöari hálfleik héldu Blikastúlk- urnar áfram aö sækja nær stans- laust og óöagotiö og kæruleysiö var oft allt of mikiö. Mörg mörk virtíst eiga aö skora í hverri sókn — en þau uröu aöeins tvö allan hálfleikínn. Ekki aö þaö sé ekki nóg — en sannleikurinn er sá aö þau heföu getaö oröiö mun fleiri. Ekki vantaöi færin, m.a. skaut Erla yfir úr vítaspyrnu. Nú, áttunda markiö geröi Ásta B. Gunnlaugsdóttir, hennar fimmta, á 17. mín. s.h. Sigrún Sævarsdóttir sendi vel fyrir mark- iö, Erla „drap“ boltann niöur til Ástu á markteignum og hún var ekki í vandræðum meö aö skora. Ásta skoraöi síöan 9. markiö fjórum mín. síöar. Lék þá upp hægri kantinn, inn á teig og alveg inn aö nærstöng þar sem hún skoraöi! Einfalt og öruggt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.