Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 14. JÚNt-1985 Morgunblaðið/ Skapti • Asta B. Gunnlaugsdóttir skýtur ad marki í gærkvöldi — sex sinnum lenti knötturinn i netinu eftir skot hennar. Varnarmenn ÍBK réóu ekkert vió framherja Breiöabliks. Staðan TAÐAN í 1. deild kvenna er nú Breiðablik 3 3 0 0 21:1 9 ÍA 2 2 0 0 4:0 6 Þór Ak. 2 2 0 0 4:1 6 KA 10 0 1 0:1 0 ÍBÍ 10 0 1 0:1 0 Valur 2 0 0 2 1:8 0 ÍBK 2 0 0 2 0:13 0 i blaöinu var taflan ekki alls >star rétt, því vitanlega eru gefin jú stig fyrir sigur í kvennaknatt- >yrnunni sem í öörum deildum. Álafosshlaupið á sunnudaginn HIÐ árlega Álafosshlaup FRÍ fer fram sunnudaginn 16. júní. Hlaupið hefst kl. 10.00 við Kaup- félagið Mosfellssveit. Hlaupiö er meðfram Vesturlandsvegi í átt til Reykjavíkur. Þegar komiö er að Höfðabakka er beygt til hægri og síðan til vinstri Bíldshöföa og hlaupið niöur gömiu Ártúns- brekkuna. Hlaupið er inni Elliöa- vog að Holtavegi þar sem beygt er til vinstri og Holtavegur hlaup- inn aö Engjavegi. Þaðan er hlaup- ið inn í Laugardal og endar hlaupið eftir að hiaupinn hefur verið einn hringur á frjálsíþrótta- vellinum. Vegalengdin er u.þ.b. 13,5 km. Keppt er i 6 aldursflokkum karla og kvenna: flokki 16 ára og yngri, 17—20 ára, 21—30 ára, 31—40 ára, 41—50 ára og 51 árs og eldri. Veitt veröa verölaun fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki og allir þátt- takendur fá viöurkenningarskjal. Sigurvegari hlaupsins fær bikar til varöveislu. Allir hiauparar og skokkarar eru hvattir til aö taka þátt í hlaupinu. Er þetta hlaup hinn ákjósanlegasti undirbúningur fyrir þá er stefna aö þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni i ágúst en þar veröur auk mara- þonshlaupsins boðiö upp á keppni í hálfmaraþoni og 7 km. skemmti- skokki. Skráning tilkynnist til skrifstofu FRÍ i síma 83386. Skráning fer einnig fram viö rásmark frá kl. 9.00 til 9.40. Skráningargjald er kr. 100. Lokafrestur aganefndar DÓMSTÓLL K natlspy rnuréðs Reykjavíkur hefur nú gefið aga- nefnd KSÍ lokafrest til kl. 16 {dag til að skila greinargerð f „Jóns- mólinu“ svokallaöa — en ekki hefur enn borist neitt frá aga- nefndinni. Guömundur Pétursson formaö- ur dómstólsins sagöi í samtali viö Morgunblaöiö í gærkvöldi aö ekki væri hægt aö bíöa endalaust eftir greinargeröinni. nEf þeir skila henni á morgun frestast máliö fram yfir helgi til aö KR-ingar geti kynnt sér efni greinargeröarinnar — ef ekki þá stefnum viö aö því aö afgreiöa máliö frá okkur. Annaö hvort visum viö því frá eöa kom- umst aö niöurstööu," sagöi Guö- mundur. TAU- OG BRÉFFÁNAR ÝLUSTAFIR — LÚÐRAR BARNASÓLGLERAUGU 17. JÚNÍ-ÍS Erlendir dómarar í 1. deildina í handknattleik? SVO gæti farið að erlendir dóm- arar dæmdu hluta af leikjum 1. deildarinnar í handknattleik næsta vetur. Kjartan Steinbach, formaöur dómaranefndar HSÍ, ræddi sam- skiptamál viö forráöamenn dóm- aramála annarra landa á ráö- stefnu sem haldin var í Portúgal fyrir skömmu og aö sögn Kjart- ans tóku nokkrar þjóðir vel í slik samskipti — erlendir dómarar kæmu til islands og dæmdu hér í 1. deildinni, og Islendingar færu utan í staöinn og dæmdu leiki í 1. deild viökomandi landa. Þaö yröu ekki milliríkjadómar- ar sem þetta geröu heldur þeir sem annars fá ekki neinar feröir til útlanda til dómgæslu. Helstu lönd sem til greina koma varöandi slík samskipti eru Kanada, Bretland, italía og ísra- el, svo einhver séu nefnd. Sem sagt „minni" handboltaþjóöir. Kjartan Steinbach sagöist, í samtali viö blaöamann Morgun- blaösins, vonast til aö slik dóm- araskipti gætu hafist þegar næsta vetur — en ekkert væri þó öruggt um aö þetta kæmist af staö strax. „En ég stefni aö þessu," sagöi hann. Stapleton til Frakk- lands til viðræðna Frá Bob Hmiwuy, frátlamanni Morg- unMabwn* í Englandi. FRANK Stapleton, Iraki fram- herjinn kunni hjá Manchester United, fer í dag til Frakklands til viðræðna við forráðamenn meístara Bordeaux sem boðiö hafa Manchester United 500.000 pund (hann. Stapleton fór inn á sjúkrahús í vikunni og var skorinn vegna meiösla. Keppnistímabiliö í Frakk- iandi hefst aö nýju 17. júlí — sem er óvenju snemma vegna heimsmeistarakeppninnar í Mexíkó næsta sumar. Leik- menn Bordeaux byrja aö æfa aftur eftir hálfan mánuö. „Ég verö þvi aö vera fljótur aö gera upp hug rninn," sagöi Stapleton í gær. Ásta með sex mprk gegn ÍBK BREIÐABLIK vann stóran og ör- uggan sigur, 9:0, á Keflvíkingum í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 7:0. Blika- stúlkurnar eru nú efstar í deild- inni með 9 stig — hafa unniö alla leiki sína og skorað langflest mörk. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraöi hvorki meira né minna en sex mörk í leiknum, Erla Rafnsdóttir skoraöi eitt, Sigrún Sævarsdóttir eitt og Ásta María Reynisdóttir eitt, úr víti. Fyrsta markiö kom þegar á 4. mín. Ásta B. gaf þá tóninn — komst ein inn fyrir vörn Keflavík- urstúlknanna og skoraöi af öryggi. Annaö markiö geröi Sigrún Sævarsdóttir á 8. mín. Ásta B. lék upp vinstra megin og gaf fyrir markiö — og Sigrún skallaöi auö- veldlega í netiö af stuttu færi. Ásta B. skoraöi sitt annaö mark á sömu — aöeins örfáum sekúnd- um eftir aö IBK haföi byrjaö á miðju, komst aftur ein inn úr og skoraöi. Allt virtist nú stefna i al- UBK — ÍBK 9:0 gjöra kafsiglingu — en næstu mörk létu standa á sér. Fjóröa markiö kom ekki fyrr en á 28. mín. en þá komu líka tvö á sömu mínútunni. Fyrst skoraöi Erla meö glæsilegu þrumuskoti utan vítateigs og síöan potaöi Ásta B. yfir marklínuna eftir aö markvörö- urinn haföi varið þrumuskot frá Erlu. Sjötta markiö geröi Ásta B. svo af stuttu færi eftir fyrirgjöf Erlu — enn voru þær stöllur á feröinni. Sjöunda markiö geröi Ásta María Reynísdóttir úr vítaspyrnu. Öruggt mark, en vítiö var dæmt eftir aö ein Keflavíkurstúlknanna haföi handleikiö knöttinn. j síöari hálfleik héldu Blikastúlk- urnar áfram aö sækja nær stans- laust og óöagotiö og kæruleysiö var oft allt of mikiö. Mörg mörk virtíst eiga aö skora í hverri sókn — en þau uröu aöeins tvö allan hálfleikínn. Ekki aö þaö sé ekki nóg — en sannleikurinn er sá aö þau heföu getaö oröiö mun fleiri. Ekki vantaöi færin, m.a. skaut Erla yfir úr vítaspyrnu. Nú, áttunda markiö geröi Ásta B. Gunnlaugsdóttir, hennar fimmta, á 17. mín. s.h. Sigrún Sævarsdóttir sendi vel fyrir mark- iö, Erla „drap“ boltann niöur til Ástu á markteignum og hún var ekki í vandræðum meö aö skora. Ásta skoraöi síöan 9. markiö fjórum mín. síöar. Lék þá upp hægri kantinn, inn á teig og alveg inn aö nærstöng þar sem hún skoraöi! Einfalt og öruggt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.