Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIP, FÖSTUDAGUB14. JÚNl 1986 5 F-vísitala mælir 25 % verðbólgu Kaupgjaldsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar mið- að við verðlag í júníbyrjun 1985. Reyndist hún vera 137,36 stig (febrúar 1984 = 100), eða 1,85% hærri en í maíbyrjun 1985, segir í frétt frá Hagstofunni. Af þessari hækkun vísitölunn- ar stafa 0,7% af hækkun mat- vöruverðs (þar af 0,5% vegna hækkunar á verði landbúnaðar- afurða), 0,2% vegna hækkunar á verði tóbaks og áfengis og 0,95% vegna hækkunar ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða. Hækkun vísitölunnar um 1,85% frá maí til júní svarar til um 24,6% árshækkunar. Hækk- unin undangengna þrjá mánuði er 5,73% og svarar til 25,0% árs- hækkunar, en hækkunin undan- farna tólf mánuði er 29,8%. Verst að þurfa að standa aðgerða- laus og horfa á skipið brenna — segir Jón Jónsson, skipstjóri á Sjóla „Það var verst að þurfa að standa aðgerðariaus, horfa á skipið brenna og hafa ekkert í höndunum til að ráðast gegn eldinum,“ sagði Jón Jónsson, skipstjóri á Sjóla HF 18, er Morgunblaðið náði tali af honum eftir heimkonuna suður í gærdag. Jón hefur verið 1. stýrimaður á skipinu eftir breytingu, sem nýlega var gerð á togaranum, en hann var skipstjóri í þessari ferð í afleysing- um. Morgunblaðið/ RAX Pétur Pétursson og Ævar Oddur Ævarsson neðan þilja í Sjóla. Stálplötur skipsins hafa bognað við hitann. „Við vtssum í fyrstu ekkert um hvar eldurinn var, en þetta gerðist allt mjög skyndilega. Við fundum einhverja brunalykt og héldum í fyrstu að mótor hefði brunnið yfir. En þegar við urðum eldsins varir gripum við til slökkvitækjanna sem dugðu skammt. Eftir það var ekki um annað að ræða en að koma mönnunum út og telja. Eftir að slökkvitækin voru búin höfðum við ekkert í höndunum til að ráðast gegn eldinum, þar sem dælurnar eru í vélarrúminu þar sem eldurinn var. Við lokuðum því öllu, fórum út og reyndum að byrgja fyrir til að kæfa eldinn og biðum svo eftir hjálp,“ sagði Jón. Jón sagði að Esjan hefði komið að skömmu eftir hádegi og hefðu þá flestir skipverja farið um borð í strandferðaskipið, en hann og vél- stjórarnir urðu eftir og biðu varðskipsins Ægis, sem var á leið á slysstað. Fyrsti stýrimaður, Jó- hann Elíasson, hafði þá fengið snert af reykeitrun og var fluttur um borð í Esjuna. Hann hefur nú náð sér að mestu Ieyti. „Við vorum of lengi í brúnni og sjálfur var ég farinn að finna fyrir vanlíðan þegar við fluttum okkur aftur á,“ sagði Jón. „Ægir kom svo að um tvö leytið og þá komu strák- ar þaðan með slökkvitæki og við reyndum að ráðast gegn eldinum. Mér fannst ekki rétt að setja al- gjörlega óvana menn, eins og stráka af togara, í það að fara að slökkva eld og þess vegna voru þeir látnir fara um borð í Esjuna. Varðskipsmennirnir gengu hins vegar í slökkvistarfið og við yfir- mennirnir sem eftir vorum hjálp- uðum þeim, en þetta var erfitt við- ureignar. Þegar við komum inn til Patreksfjarðar vorum við búnir að slökkva í yfirbyggingu og á göng- unum, en þegar við komum inn á ytri höfnina gaus upp eldur á ný. Raunar höfðum við heyrt spreng- ingar af og til allan tímann úti á sjó og þetta var heldur óskemmti- leg tilfinning. Ég vil nota tækifær- ið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur í þessu, bæði varðskipsmanna og ekki síst skipverja á Esjunni," sagði Jón Jónsson, skipstjóri á Sjóla. Morgunblaóið/ RAX Gylfi Geirason, loftskeyUmaður, Friðgeir Olgeirsson, skipherra, og Karl Guðmundsson, stýrimaður, um borð í varðskipinu Ægi. Að baki er Sjóli, stórt gat ó brúnni og mastrið fallið niður. Beðizt afsökunar MORGUNBLAÐIÐ birti í fyrradag mynd af hörðum árekstri milli tveggja fólksbíla, sem varð í Ártúnsbrekku á þriðjudag. Mynd af sama slys- stað var birt á ný í dagbók Morgunblaðsins í gær. Birting þeirrar myndar var tilefnis- laus og hefur valdið sársauka hjá þeim sem hlut eiga að máli. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Feróaskrifstofan ÚTSÝN 4 ^nn"öeíús W l^gSXSr?£>,~ Ovb\»FeneV\a> V«>» »»-tí Í5.0W Austurstræti 17, símat 26611 — 23510 1 mmm^mmmmmmmrnm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.