Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 Sér grefur... Mér fannst ansi vel til fundið að stilla borðalagðri lúðra- sveit upp á turninn í Hljómskála- garðinum. Leikur hennar lyfti brúnum á þreyttum foreldrum er höfðu ekki við að týna bðrnum sínum í 17. júní-fólksmergðinni og fékk þá til að gleyma öllum 150 króna-gasblöðrunum er svifu milli smárra fingra til himins. (Mikið væri nú maður sáttari við þann missi ef 17. júní-sölutjöldin væru alfarið í höndum líknarfélaga og áhugamannahópa.) En mér er víst ekki ætlað hér að rita um það er gerðist undir berum himni þjóð- hátíðardagana, fremur um þá at- burði er áttu sér stað inni í stofu minni fyrir tilstilli þeirra töfra- tækja er útvarp og sjónvarp nefn- ast. Úr miklu efni er að moða og vissulega leita margir þættir, sér- staklega af rás 2, á hugann en ég held að ég geti ekki látið hjá líða að kíkja nánar á sjónvarps- dagskrá helgarinnar. Sjónvarps- dagskráin Á dagskrá sjónvarpsins á laug- ardagskveld var bandarískur „vestri“ er nefndist í þýðíngu Ekki þrautalaust. Þessi undarlega nafngift boðaði það sem koma skyldi í sjónvarpsdagskrá helgar- innar, því svo sannarlega var það ekki þrautalaust að horfa á sumt er þar bar fyrir augu. En svo ég sleppi ekki alveg takinu á fyrr- greindum „vestra" er hlaut reynd- ar þrjár stjörnur af fjórum mögu- legum í ónefndri kvikmynda- handbók, þá var þar á ferð hvílík endaleysa, að fáu er til að jafna nema ef vera skyldi öðrum „vestra" er var á dagskrá síðustu helgi. Á sunnudag hófst dagskráin svo með sunnudagshugvekju eins og vera ber en svo tók við Sumar- dagur í sveit, endursýnd mynd er greindi frá daglegum önnum á ís- lenskum sveitabæ sumarið ’69. Umsjónarmaður þessarar myndar var Hinrik Bjarnason. Næsta mynd á dagskrá var einnig endur- sýnd og nefndist Á hjóli. Ég hef ekkert á móti því að endursýna barnaefni svo fremi sem þar er á ferð létt og skemmtilegt efni er vekur áhuga barnanna, til dæmis fyndist mér upplagt að endursýna Línu Langsokk svo dæmi sé tekið. Síðar á sunnudagskveldið var á dagskrá all skemmtilegur þáttur, Gullrósin — 25 ára afmæli, en sá þáttur greindi frá lokakveldi al- þjóðlegrar sjónvarpshátíðar í Sviss. í þessum þætti voru sýndir bútar úr verðlaunasjónvarpsþátt- um af ýmsum toga. Ekki hafa nú íslenskir sjónvarpsáhorfendur séð mikið til þeirrar framleiðslu. 17. júní Aftanstundin á 17. júní var til fyrirmyndar, einkum brúðumyndin með þeim félögum Randver og Rósmundi, en fátt gladdi augað eftir fréttir ef frá eru taldar Stikl- ur Ómars sem voru þó með dauf- asta móti. Það er upplagt að spila klassíska tónlist í sjónvarpi til dæmis á síðkvöldum, þótt hlust- endakannanir sýni nú að nærri 90% þjóðarinnar kjósi ekki slíkt efni af hendi fjöldmiðla, en var ekki hægt að lyfta aðeins hugan- um að afloknum auglýsinga- og dagskrárþulum og bjóða upp á vandaðan skemmtiþátt eða ís- lenskan leikþátt sem máski 90% þjóðarinnar hefðu I það minnsta haft áhuga á að skoða nánar? Fiðlu- og píanóspil og síðan ferð um eyðibyggð yfir á svið Laugar- dalshallar þar sem útsending var rofin þegar gamanið stóð sem hæst er nú ekkert til að hrópa húrra yfir á 17. júní. Ég veit að ríkissjónvarpsstarfsmenn eru að gefast upp á hinum lágu launum en fyrr má nú rota en dauðrota. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP „Allt fram streymir... ■I Sjöundi þáttur 45 og sá næstsíð- — asti ástralska framhaldsmyndaflokksins „Allt fram streymir ... “ er í sjónvarpi í kvöld klukkan 21.45. Þættir þessir eru gerðir eftir samnefndri skáld- sögu Nancy Cato og í aðal- hlutverkum eru Sigrid Thornton og John Waters. „Konur í atvinnulífinu“ ■I „Konur í at- 15 vinnulífinu" nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps, rásar 1, klukkan 15.15 í dag. Umsjónarmaður þáttarins er Ásgerður Jóna Flosadóttir. Ásgerður sagði í sam- tali við Mbl. að hún myndi ræða við tvær konur, sem stunda sinn eigin verslun- arrekstur. Þær eru Jó- hanna Tryggvadóttir Bjarnason og Arndís Björnsdóttir. „Konur þessar eru báð- ar giftar, en þær sjá alveg um sinn eigin rekstur og eiginmenn koma þar ekki nærri,“ sagði Ásgerður. „Ég ætla að forvitnast um viðhorf þeirra til lífsins, stöðu konunnar í nútíma- samfélagi, hvernig þeirra hefðbundni vinnudagur líður, af hverju þær fóru út í eigin atvinnurekstur og hvernig þeim hefur gengið, sem konum. Jóhanna Tryggvadóttir rekur Evrópuferðir, Heilsuræktina, ísporto og umboðssölu Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason. Arndís rekur tvær versl- anir, Rosenthal og VMF-búðina í Austurveri. „Píndist þú, móðurætt mín“ ■■■■ Dagskrá í til- OA 40 efni af því að 70 «v — ár eru síðan ís- lenskar konur fengu kosn- ingarétt er í sjónvarpinu klukkan 20.40 í kvöld. Umsjónarmenn hans eru fréttamennirnir Sigrún Stefánsdóttir og Sigur- veig Jónsdóttir. Þátturinn nefnist „Píndist þú móðurætt mín?“ Rakin er forsaga máls- ins og gamalt fólk minnist þessara tímamóta. Fjallað er um það hvernig konum hafi nýst kosningaréttur- inn og um konur á Al- Umsjónarmenn þáttarins, Sigrún Stefánsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir, fréttamenn. þingi. önnur jafnréttis- m.a. í samtali við Vigdísi mál ber einnig á góma, Finnbogadóttur, forseta. „Heilsað upp á fólk“ — Reynir Pétur Ingvarsson Ævintýri samið fyrir SÞ ■■■■ Klukkan 19.25 í ■I Endursýndur 45 verður þáttur — Ómars Ragnars sonar, „Heilsað upp á fólk“, sem var á dagskrá sjónvarpsins 29. maí sl., en þá heilsaði ómar upp á Reyni Pétur Ingvarsson, sem gengur nú kringum landið í fjáröflunarskyni. Ómar spjallar um heima og geima við göngugarpinn frá Sól- heimum i Grímsnesi. Samtal þeirra fór fram rétt áður en Reynir lagði upp í ferð sína umhverfis landið. 25 siónvarpi flytur ““ Ármann Kr. Einarsson rithöfundur ævintýri í þjóðlegum stíl, sem hann samdi fyrir all- mörgum árum fyrir Barnahjálp sameinuðu þjóðanna. I ævintýrinu segir frá því, hvernig Surtsey varð til og kemur Hekla þar við sögu. Ævintýrið heitir „Rauður loginn brann“. Mynd- skreyting er eftir Nínu Dal. Ævintýri þetta var á sínum tíma gefið út í bók af Sameinuðu þjóðunum ásamt fjölda ævintýra fyrir börn. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 19. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. pattur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö: — Arndls Hjart- ardóttir. Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróöir og Kalli á pak- inu“ ettir Astrid Lindgren. Sigurö- ur Benedikt Björnsson les pýðingu Siguröar Gunnars- sonar (2). 9i0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni Þáttur Valborgar Bentsdótt- ur. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Mozart, Stamitz, Telemann og Bach. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guöjónsson. 13.40 Tónleikar 14.00 .Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo Dagny Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (12). 14.30 Islensk tónlist a. „Þjóðllfsþættir" eftir Jór- unni Viöar. Laufey Siguröardóttir og höfundur leika á fiölu og pl- anó. b. „Sumir dagar" eftir Kar- óllnu Eirlksdóttur. Signý Sæmundsdóttir syng- ur. Bernharöur Wilkinson, Einar Jóhannesson, Gunnar Kvaran og Guörlður Sigurð- ardóttir leika á hljóöfæri. c. „Davlössálmur 116“ eftir Mist Þorkelsdóttur. William H. Sharp syngur meö íslensku hljómsveitinni; Guömundur Emilsson stjórn- ar. 15.15 Konur I atvinnullfinu Asgerður Jóna Flosadóttir ræðir viö Jóhönnu Tryggva- dóttur og Arndlsi Björnsdótt- ur. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 19.25 Aftanstund, Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Söguhorniö — Rauöur loginn brann eftir Armann Kr. Einarsson, höf- undur flytur. Myndir ettir Nlnu Dal. Kanfnan meö köfl- óttu eyrun, Högni Hlnriks, sögumaöur Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 „Plndist þú, móöurætt mln?“ Dagskrá I tilefni af þvl aö 70 ár eru slðan Islenskar konur fengu kosningarétt. Rakin er forsaga málsins og gamalt 16.20 Poppþáttur — Bryndls Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 174)5 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir. 17.50 Slödegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Málræktarþáttur Ólafur Bjarnason læknir, formaöur oröanefndar læknafélaganna, flytur. 20.00 Undir systrunum þrem Þáttur um Garöyrkjuskóla Rlkisins I umsjá Ernu Arnar- dóttur og Sigrúnar Hall- dórsdóttur. 20.40 Kvöldtónleikar a. „Serenaða og Allegro MIÐVIKUDAGUR 19. júnl fólk minnist þessara tlma- móta. Fjallaö er um þaö hvernig konum hafi notast kosningarétturinn og um konur á Alþingi. önnui jafn- réttismál ber einnig á góma, m.a. I samtali viö Vigdfsi Finnbogadóttur forseta. Umsjónarmenn: Sigrún Stef- ánsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. 214S Allt fram streymir . . . (All The Rivers Run). Sjöundi þáttur. Astralskur fram- haldsmyndaflokkur I átta þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsögu eftir gioioso" op. 43 eftir Felix Mendelssohn. Rena Kyriak- ou og Pro Musica-hljóm- sveitin I Vlnarborg leika; Hans Swarowsky stj. b. „An die ferne Geliebte", lagaflokkur op. 98 eftir Lud- wig van Beethoven. Her- mann Prey syngur. Gerald Moore leikur á planó. c. Planókonsert I a-moll eftir Clöru Wieck-Schumann. Michael Ponti og Sinfónlu- hljómsveitin I Berlfn leika; Voelcker Schmidt Gerten- bach stj. 21J3Q „Italluferð sumarið 1908“ eftir Guðmund Finn- bogason Finnbogi Guömundsson og Pétur Pétursson lesa (5). 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fré' Nancy Cato. Aöalhlutverk: Sigrid Thornton og John Waters. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 22.45 Heilsaö upp á fólk. Endursýning. 15. Reynir Pét- ur Ingvarsson. Omar Ragn- arsson spjallar um heima og geima viö göngugarpinn frá Sólheimum I Grlmsnesi. Samtal þeirra fór fram rétt áöur en Reynir lagði upp I ferð slna umhverfis land og var sýnt I sjónvarpinu 29. maf sl. 23.25 Fréttir I dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Staldrað viö á Ar- skógsströnd Fjóröi þáttur Jónasar Jón- assonar. RÚVAK. 2320 Kvöldtónleikar Serenaða nr. 9 I D-dýr K320 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Collegium aureum- kammersveitin leikur á göm- ul hljóöfæri. 23AS Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 19. júnl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00—17.00 Bárujárn Stjórnandi: Siguröur Sverr- isson 174)0—184)0 Tapað fundiö Sögukorn úr popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagó- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.