Morgunblaðið - 19.06.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985
Mikið í húfi að fá hæfar
konur til forystustarfa
— rætt við Ólöfu Benediktsdóttur um kvenréttindabaráttu fyrr og nú
Þorbjörg Sverrisdóttir, Bríet Bjarnhéóinsdóttir, Laufey Valdimarsdóttir,
Ólafía Jóhannsdóttir, Guðrún Pétursdóttir. Allt þekkt nöfn úr kvenréttinda-
baráttu á fyrri tíð og þá ekki sízt þegar barizt var fyrir kosningarétti og
kjörgengi kvenna um aldamótin. En þeir eru ekki margir sem þekktu þessar
konur persónulega og spruttu upp í þeim jarðvegi sem þær plægðu. Ólöf
Benediktsdóttir menntaskólakennari drakk í sig áhrif þeirra með móður-
mjólkinni en þær Guðrún Benediktsdóttir sem eru tvíburar voru yngstar í
barnahópi hjónanna Guðrúnar Pétursdóttur og Benedikts Sveinssonar. Um
kynni sín af frumkvöðlum í íslenzkri kvenréttindabaráttu segir Ólöf m.a.:
— Ég man vel eftir þeim mörg-
um hverjum og mamma hafði ver-
ið í þessum hópi frá unga aldri því
að hún var einn af stofnendum
Hins íslenzka kvenfélags 1894, þá
16 ára að aldri. Sjálfsagt hefur
það verið vegna vináttu fjölskyldu
hennar við Þorbjörgu Sveinsdótt-
ur og Ólafíu Jóhannsdóttur að hún
var stofnfélagi svo ung að árum.
Segja má að Hið íslenzka kvenfé-
lag hafi verið undanfari Kvenrétt-
indafélags íslands sem stofnað
var 1907. Aðalmarkmið Hins ís-
lenzka kvenfélags var barátta
fyrir réttindum kvenna, svo og
stofnun háskóla. Vitaskuld var
stofnun háskóla sjálfstæðismál en
það er þó merkilegt að konur
skyldu þó beita sér svo eindregið
fyrir því máli því að á þessum
tíma áttu konur þess ekki einu
sinni kost að ganga í menntaskóla.
Ólafía Jóhannsdóttir fékk ekki að
sitja í menntaskóla en hafði í
hyggju að taka þá stúdentspróf
utanskóla. Það var lagður steinn í
götu hennar svo hún hætti við þá
fyrirætlun. En ástæðan fyrir því
að konurnar höfðu háskólann á
stefnuskrá sinni var eflaust ekki
sízt sú að margir ungir menn
komu illa farnir úr Kaupmanna-
hafnarvistinni. Háskólaárin í
Höfn voru ekki ætíð sá þroska-
vænlegi ferill sem til var stofnað
og konurnar hafa viljað leggja sitt
af mörkum til að vernda þessi
ungmenni og sjá til þess að þau
gætu fengið sína menntun í
heimahögum. Líknarmál og mál-
efni þeirra sem voru minnimáttar
létu konurnar í Hinu íslenzka
kvenfélagi líka mjög til sín taka,
og þar voru það ekki sízt Þorbjörg
Sveinsdóttir, sem var ljósmóðir,
og Ólafía Jóhannsdóttir, sem
komu við sögu og héldu fram
málstað beirra sem minnst máttu
sín í þjóðfélaginu, enda sáu þær
mikla eymd er þær voru að sinna
störfum sínum.
— Árið 1907 var Kvenréttinda-
félag íslands síðan stofnað og því
var einungis ætlað að vinna að
kvenréttindamálum. í framhaldi
af þvi var Verkakvennafélagið
Framsókn stofnað og ekki var
vanþörf á því þar sem mikill mun-
ur var á kjörum og allri aðstöðu
útivinnandi kvenna og karla á
þessum tíma. Það var eitt fyrsta
baráttumál Kvenréttindafélagsins
að tryggja óskilgetnum börnum
sama rétt og skilgetnum börnum
sem skiljanlega var mikið rétt-
indamál. Félagið beitti sér líka
mjög fyrir jafnrétti í menntun-
armálum.
— Og hvcrnig var svo það and-
rúmsloft sem dætur Guðrúnar Pét-
ursdóttur ólust upp í?
— Á heimilinu var alltaf fullt
af fólki og meðal daglegra gesta
var mikið af konum. Það var mikið
rætt um þjóðfélagsmál og þá ekki
sízt réttindamál kvenna. Við
þekktum ekkert annað og tókum
þetta eins og sjálfsagðan hlut, en
auðvitað hafa þessar umræður
haft ómæld áhrif á okkur í upp-
vextinum. En enginn skyldi halda
að pólitískir flokkadrættir hafi
ekki sett sinn svip á jafnréttisbar-
áttuna hér áður fyrr eins og jafn-
an síðar. Vinstri sinnaðar konur
gengu hart fram og lögðu á tíma
Kvenréttindafélagið undir sig að
heita má og notuðu það stjórn-
málaflokkum sínum til framdrátt-
ar. Mér mislíkaði svo þetta háttal-
ag að ég hét því á unga aldri að ég
skyldi aldrei ganga í Kvenrétt-
indafélag fslands og við það hef ég
staðið. Eg hef aldrei getað hugsað
mér að vera í þeirri aðstöðu að
hægt væri að beita mér fyrir vagn
vinstri aflanna í þessu landi. Sum-
um kann að virðast þetta bera vott
um ósveigjanleika en ég hef aldrei
séð eftir að hafa tekið þessa af-
stöðu. Ég hef getaö unnið að jafn-
réttismálum á öðrum vettvangi.
— En nú orðið starfa konur úr
öllum flokkum saman í Kvenrétt-
indafélaginu og það samstarf virðist
ganga igætlega.
— Já, en ég held þó að þverpóli-
tískt samstarf kvenna sé alltaf
erfitt og verði það hér eftir sem
hingað til og betur sé hægt að
vinna góðum málum framgang á
öðrum vettvangi. En þessi orð má
samt ekki skilja svo að ég virði
ekki starfsemi Kvenréttindafélags
íslands og vilji því allt hið bezta.
Það er sjálfsagt mjög erfitt að
koma í veg fyrir að stjórnmála-
skoðanir og flokkslegir hagsmunir
hafi ekki áhrif í þverpólitísku
samstarfi sem svo er kallað, en ég
man vel eftir því þegar þessar
konur voru að koma til mömmu að
þær gerðu sér far um að láta
stjórnmálaskoðanir ekki hafa
áhrif á sig í sambandi við kven-
réttindamál. Ég hafði mjög gam-
an af að fylgjast með umræðum
þeirra. Þær voru skemmtilegar og
greindar, ekki sízt Laufey
Valdimarsdóttir, dóttir Bríetar.
Um 1930 voru Laufey og mamma
saman í Mæðrastyrksnefnd sem
var stór þáttur í því að konur
fengju einhver réttindi. Mæðrast-
yrksnefnd naut styrkja frá bæjar-
stjórn með því skilyrði að nefndin
væri ekki pólitísk og yrði ekki not-
uð í slíkum tilgangi þannig að
mikið lá við. Mæðrastyrksnefnd
hafði alltaf lögfræðingi á að skipa
og Auður Auðuns var fyrsti lög-
fræðingur nefndarinnar. Það starf
sem nefndin vann að því leyti var
tvímælalaust mjög mikilvægt.
— Stundum hefur verið haft.á
orði að þær konur sem riðu á vaðið í
upphafí aldarinnar hafí verið miklar
fyrir sér og að skörungsskapurinn
hafí jafnvel gengið fulllangt, a.m.k.
fyrir smekk þeirra sem töldu hóg-
værð og vægni meðal fremstu kven-
legra dyggða. Hvernig komu þær þér
fyrir sjónir?
— Mér líkaði vel við þær í hví-
vetna og hafði ánægju af um-
Ólöf Benediktsdóttir
gengni við þær. Það var nú síður
en svo að manni stæði stuggur af
þeim þótt einhverjir hefðu á orði
að þetta væru pilsvargar. Það var
ekki sanngjarn orðrómur. Frægt
er vegagerðartækið sem kallað var
eftir Bríeti. Hún hafði mikinn
áhuga á bættum samgöngum og
vegagerð og beitti sér mjög fyrir
kaupum á þessu tæki í bæjar-
stjórninni, enda var mikil bót að
tilkomu þess. Tækið var kallað
eftir henni og það var gert í virð-
ingarskyni við hana. Én ýmislegt
snýst upp í andhverfu sína og svo
fór að þessi nafngift var notuð í
háðungarskyni við hana, — átti
víst að gefa til kynna að hún væri
svo mikill svarkur að helzt mætti
líkja við þetta mikilvirka tæki.
Hún var dugnaðarkona og mikil
hugsjónamanneskja og ástæðu-
laust og ósanngjarnt að sverta
hana með þessum hætti. Bríet gat
verið ákaflega skemmtileg og ég
man að báðir foreldrar mínir
höfðu mjög gaman af að spjalla
við hana. Laufey var bæði greind
og skemmtileg. Hún var tilfinn-
ingamanneskja en mamma t.d.
var jarðbundnari. Aðalbjörg Sig-
urðardóttir er ein af þeim sem ég
man vel eftir og ég minnist þess
ekki að þessar konur létu pólitík
hafa áhrif á sig þegar réttindamál
kvenna voru annars vegar. Þær
voru á einu máli um að nauðsyn-
legt væri að virkja konur til þátt-
töku í stjórnmálum og þær voru
líka sammála um að það væri ekki
nóg að fá konur til að gefa kost á
sér til slíkra starfa — það yrðu
líka að vera hæfar konur. Sem sé
að ekki ætti að kjósa konu einung-
is af því að hún væri kona heldur
af því að hún væri hæf og stæði
körlum ekki að baki i því efni.
Þetta atriði lögðu þær mikla
áherzlu á og sjálf held ég að það sé
afar mikilvægt.
— Nú er tiltölulega stutt síðan
konur fóru að hafa veruleg afskipti
af stjórnmálum. Af hverju heldur þú
að þeim hafí gengið svo erfíðlega að
hasla sér völl?
— Það sem lengst af hefur háð
konum í stjórnmálum er eflaust
sú staðreynd að þær höfðu ekki
sambærilega menntun og reynslu í
stjórnsýslu og karlar. Fyrir 40—50
árum voru það t.d. þessi mismun-
andi skilyrði til að vinna fyrir sér
sem mjög háðu konum. Áðstaða
kvenna og karla var þá mjög mis-
munandi, þannig t.d. að strákar
gátu hæglega staðið straum af
kostnaði við nám með því að fara
á togara um tíma og moka upp
peningum á meðan stelpurnar
máttu þakka fyrir að fá vinnu í
búð eða banka, en slík störf voru
miklu verr launuð. Starfsval
þeirra sem höfðu tækifæri til að
afla sér menntunar mótaðist mjög
af því að flestar áttu fyrir höndum
að verða mæður og húsfreyjur og
lögðu því fyrir sig störf sem gáfu
kost á því að unnt væri að minnka
eitthvað við sig um tíma þegar
einkaástæður kröfðust þess, en
þetta er nokkuð sem karlar hafa
aldrei þurft að taka tillit til. Sem
dæmi um störf sem hentug þóttu
konum að þessu leyti voru hjúkr-
un og kennsla. Ég lagði fyrir mig
kennslu m.a. af því að það var eitt
af fáum störfum i þjóðfélaginu
þar sem karlar og konur fengu
sömu laun fyrir sömu vinnu.
— Varðstu nokkurn tíma vör við
það í uppeldinu að þér og systrum
þínum væri ætlað annars konar
hlutskipti en bræðrunum?
— Nei, aldrei. Það var litið á
það sem sjálfsagðan hlut að við
systur færum í menntaskóla ekki
síður en þeir og síðan í fram-
haldsnám, þannig að við yrðum
ekki háðar því að láta aðra sjá
fyrir okkur. Að loknu stúdents-
prófi innritaðist ég í læknadeild
en strax eftir fyrsta tímann gerði
ég mér grein fyrir að nám og starf
í þeirri grein hentaði mér ekki. Ég
hafði hug á því að fara í norrænu
en það var mjög langt nám og því
tók ég heldur þann kost að fara í
ensku og dönsku og ljúka BA-prófi
70 ár frá því að konur fengu
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis
í DAG, 19. júní 1985, eru liðin 70 ár frá því að íslenskar konur fengu
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan fyrir þessum réttindum sem
við í dag teljum sjálfsögð mannréttindi hafði verið löng og ströng.
Á seinni hluta nítjándu aldar
fóru konur að vakna til vitundar
um stöðu sína og gera sér grein
fyrir að þær hefðu ekki sömu laga-
legu réttindi og karlar í þjóðfé-
laginu. í bókum Gísla Jónssonar
„Konur og kosningar" og Estherar
Guðmundsdóttur „Konur og
stjórnmál" og fleiri heimildum er
greint frá þessari baráttu og um-
fjöllun Alþingis á þessu réttinda-
máli. Um þessar mundir er Sig-
ríður Erlendsdóttir sagnfræðing-
ur að skrá sögu Kvenréttindafé-
lags íslands, en Kvenréttindafé-
lagið, sem stofnað var 1907, hafði
það markmið fyrst og fremst að
vinna að því að íslenskar konur
fengju fullt jafnrétti á við karla,
kosningarétt og kjörgengi, rétt til
embætta og atvinnu, með sömu
skilyrðum og þeir. Það og Hið ís-
lenska kvenfélag, sem stofnað var
1894, voru fyrstu samtök kvenna,
sem börðust fyrir stjórnmála-
iegum réttindum kvenna.
Fólk í dag gerir sér eflaust ekki
grein fyrir þeim mikla réttinda-
mun, sem ríkti á milli kynjanna
hér áður fyrr. Fyrir 1850 nutu
dætur t.d. ekki sama erfðaréttar
og synir og þær nutu yfirleitt ekki
sömu tilsagnar og piltar við nám
þó að öll börn á íslandi ættu að
læra að lesa. Það var fyrst 1907
sem lög voru sett um skólaskyldu
hér á landi og voru þó öll börn á
aldrinum 10 til 14 ára skylduð til
náms og til að taka próf. 1886
fengu konur réttindi til að ganga
undir próf Hins lærða skóla I
Reykjavik, Prestaskólans og
Læknaskólans og til að njóta
kennslu í þessum síðar töldu skól-
um. í Hinum lærða skóla urðu þær
að lesa undir próf utan skóla. 1911
fengu þær sama rétt og karlar til
að njóta kennslu og Ijúka fullnað-
arprófi í öllum menntastofnunum
landsins og þá fyrst fengu þær
rétt til embætta og til námsstyrks.
Sveitarstjórnir
Á síðasta fjórðungi nítjándu
aldar fór fram umræða um hvort
veita ætti konum kosningarétt til
sveitarstjórna. Var það að lokum
samþykkt 1882 að „ekkjur og aðr-
ar ógiftar konur sem standa fyrir
búi eða á einhvern hátt eiga með
sig sjálfar, skuli hafa kosninga-
rétt þegar kjósa á í hreppsnefnd,
sýslunefnd, bæjarstjórn og á safn-
aðarfundum, ef þær eru 25 ára og
að öðru leyti fullnægja þeim skil-
yrðum sem lög ákveða fyrir þess-
um réttindum". Vakti þessi laga-
setning athygli víða um lönd og
þótti bera vott um frjálslyndi ís-
lendinga. í Danmörku máttu kon-
ur t.d. bíða til 1908 eftir þessum
réttindum. 1902 fengu þær konur,
sem höfðu kosningarétt, kjör-
gengi, — 1907 fengu konur í
Reykjavík og Hafnarfirði kosn-
ingarétt og kjörgengi til bæjar-
stjórnarkosninga með sömu skil-
yrðum og karlar. Tekið var sér-
staklega fram að „konur kjósenda
hefðu kosningarétt, þó þær séu
eigi fjár sín ráðandi vegna hjóna-
bands síns“. Konur á öllu landinu
fengu þessi réttindi með sömu
skilyrðum 1909.
Baráttan fyrir þessum réttind-
um og réttindum til menntunar og
embætta ruddi brautina þannig að
nú þótti kominn tími til að veita
konum kosningarétt og kjörgengi
til Alþingis.
Löggjafarsamkoman
Eins og áður segir var það 1915
sem konur fengu kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis. Kosninga-
rétturinn var þó þeim takmörkun-
um háður að aldurstakmarkið var
40 ár í fyrstu kosningunum eftir
gildistöku laganna, en skyldi siðan
lækka um eitt ár á hverju ári, þar
til það yrði 25 ár. Árið 1920 voru
þessar aldurstakmarkanir felldar
niður.
Konur og karlar
við kjörborðið
Kosningaþátttaka kvenna var
fremur dræm fyrst eftir að þær
fengu kosningarétt. í Alþingis-
kosningum 1916 kusu 69,1% karla
en 30,2% kvenna. Nú er sáralítill
munur eftir kynjum í kosninga-
átttöku í almennum kosningum.
Alþingiskosningunum 1983 kusu
89,4% karlaog87,l% kvenna.
Konur á Alþingi
Árið 1922 var fyrsta konan kos-
in á Alþingi. Það var Ingibjörg H.
Bjarnason, forstöðukona Kvenna-
skólans í Reykjavík, og var hún
kosin af sérstökum kvennalista.
Ingibjörg gekk í Ihaldsflokkinn
1924 og sat á þingi til 1930.
Frá 1922 og fram til dagsins í
dag hafa 17 konur setið á Alþingi.
Af þessum 17 alþingiskonum hafa
7 tilheyrt Sjálfstæðisflokknum, 3
Samtökum um kvennalista, 2 Ál-
þýðubandalagi, 2 Bandalagi jafn-
aðarmanna, 1 Alþýðuflokknum, 1
Framsóknarflokknum og 1 Sósíal-
istaflokknum. Hér eru varaþing-
menn ekki taldir með.
Tvær þessara kvenna hafa
gegnt ráðherraembætti, — þær
Auður Auðuns og Ragnhildur
Helgadóttir. Tvær konur hafa
gegnt forsetaembætti á Alþingi,
— þær Ragnhildur Helgadóttir og
-