Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 33

Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 33 Sprengjuvír- ar strengdir um öll sæti farþeganna P»ris, 18. júní. AP. FLUGR/ENINGJARNIR í Beirút eru atvinnumenn og líklegir til að fylgja hótunum sínum eftir. Þeir hafa m.a. strengt sprengjuvíra um öll sæti vélarinnar. Þetta var haft eftir farþegum, sem látnir voru lausir, við komuna til Parísar. William Cocoris, 62 ára gamall Boston-búi, sagði fréttamönnum AP, að enginn vafi léki á því að shitarnir tveir frá Líbanon, sem rændu þotu TWA á leiðinni milli Aþenu og Rómar á föstudag, væru þrautþjálfaðir flugræn- ingjar. „Ég var ekki í nokkrum vafa um það að ef við óhlýðnuð- umst skipunum þeirra mundu þeir sprengja vélina í loft upp,“ sagði hann. Hann sagði að ræningjarnir, sem komu um borð í Aþenu, hefðu verið vopnaðir skamm- byssum og handsprengjum. Þeg- ar þotan lenti í Beirút i annað sinn komu átta til tíu hermenn shita til viðbótar um borð. Vilja fá tvo shita á Spáni látna lausa Madríd, 18. júaf. AP. TVEIR shítar frá Líbanon, sem eru . í varðhaldi á Spáni, eru í hópi þeirra manna, sem flugræningjarn- ir í Beirút krefjast þess að verði látnir lausir í skiptum fyrir Banda- ríkjamcnnina um borð. Stjórnvöld á Spáni segjast ekki ætla að verða við þeirri kröfu. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa skotið á stjórnarerindreka frá Líbýu og sært hann í Madrid í fyrra. Þeir eiga að koma fyrir rétt á morgun, miðvikudag. Saksóknari spánska ríkisins hefur krafist þess að shitarnir tveir, Mohammed Rahir Abbas Rahal og Mustafa Ali Jalil, verði dæmdir í 36 ára fangelsi fyrir tilræðið við Líbýumanninn. Nöfn þeirra Rahals og Jalils voru ekki nefnd í upphaflegum kröfum flugræningjanna. Haft er eftir ónafngreindum spánsk- um stjórnarerindreka, að krafan um framsal mannanna hafi verið sett fram eftir að hermenn Amal-sveita shíta í Beirút komu um borð í bandarísku farþega- þotuna í Beirút og ræddu við flugræningjana, er vélin lenti þar þriðja sinni. Myrtu 25 ára undirforingja Washington, 18. júní. AP. BANDARÍSKI farþeginn, sem ræningjar TWA-vélarinnar mis- þyrmdu og skutu síðan til bana á flugvellinum í Beirút á laugardag, hét Robert Dean og var undirfor- ingi í bandaríska flotanum. Dean, sem var 23 ára að aldri og frá Waldorf í Maryland, hafði verið á leið frá Aþenu til Rómar, þar sem hann starfaði tímabund- ið. Eftir að flugræningjarnir myrtu Dean fleygðu þeir líki hans út úr vélinni. Það var flutt á brott og er nú á leið til Banda- ríkjanna, þar sem Dean verður jarðsettur. GENGl GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar New York, 18. júni. AP. VAXTALÆKKUN bandarískra banka og ótíðindi af efnahagslíf- inu í Bandaríkjunum ollu því, að gengi dollarans féll í dag. Fyrir breska pundið fengust í kvöld 1,2972 dollarar og hefur það ekki verið verðmeira síðan í september á síðasta hausti. Morgan Guaranty Trust Co., fimmti stærsti banki í Banda- ríkjunum, lækkaði í dag for- vextina um hálft prósent, úr 10 í 9,5%, og er það í fyrsta sinn frá árinu 1978, að for- vextir stórbanka í Bandaríkj- unum eru lægri en 10%. Er nú búist við, að bandaríski seðla- bankinn muni í kjölfarið lækka millibankavexti. Það bætti heldur ekki úr skák fyrir dollarnum, að tölur sýna, að nýbyggingar í Banda- ríkjunum drógust saman um 13,7% í maímánuði sl. og hafa þær ekki verið minni síðan i desember. Gengi dollarans síðdegis í Kauphöllinni í New York var þannig, að fyrir einn dollar fengust 3,00125 vestur-þýzk mörk (3,05525), 2,5140 svissn- eskir frankar (2,5690), 9,1650 franskir frankar (9,3325) og 1,36475 kanadískir dollarar (1,3711). FLUGog BÍLAR frá LUXEMBOURG! ATHUGIÐ! BROTTFÖR Á LAUGARDÖGUM í ALLT SUMAR EN ATHUGIÐ EINNIG AÐ ÞAÐ ER EKKI SAMA FLUG OG BÍLL OG FLUG OG BÍLAR VIÐ HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI TERRU ERUM UMBOÐSAÐILAR fyrir europcar @ eina stærstu BÍLALEIGU OG BÍLAÞJÓNUSTU MEGINLANDSINS STÓRIR OG RÚMGÓÐIR BÍLAR, OG MARGAR TEGUNDIR Á HAGSTÆÐU VERÐI AUK ÞESS 1. FLOKKS ÞJÓNUSTA ALLS STAÐAR í EVRÓPU OG ÞÁ MEINUM VIÐ ALLS STAÐAR DÆMI UM ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR eUfOpCar © LUXEMBOURG DANMORK4 ENGLAND 270 HOLLAND 14 SVISS 17 MALTA 2 ALLAR Hvað er spjaldskráin þín stór? Spjaldskráin sem geymd er á þessari diskettu (eðlileg stærð), inniheldur 5—6000 spjöld. Þetta er aðeins einn af mörgum möguleikum sem við bjóðum í hugbúnaði. TOK býður upp á alhliða VISICALC LOTUS 1-2-3 tölvulausnir með vélbúnaði MEMOMAKER MULTIPLAN frá Hewlett-Packard GRAPHICS WORDSTAR Tölvuvinnsla og kerfishönnun hf., Borgartúni 23, sími 17199. TOK HEWLETT PACKARD SOl.UUMBOO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.