Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 37
36
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKIJDAGUR 19. JtJNÍ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö.
Kvenréttindi
19. júní 1985
Idag, 19. júní, eru 70 ár liðin
síðan konur fengu kosninga-
rétt og kjörgengi til Alþingis.
Þar með fengu íslenskar konur í
fyrsta sinn stjórnarskrárvernd-
aðan rétt til að hafa bein áhrif á
löggjafarvaldið. Að vfsu var
hann skilyrtur um aldur um-
fram hlut karla næstu fimm ár-
in. Árið 1915 voru 72 ár liðin frá
því að Alþingi var endurreist og
karlmenn einir fengu kosn-
ingarétt og kjörgengi. A þeim 70
árum sem konur hafa haft bein
áhrif á löggjafarvaldið hefur
staða þeirra í þjóðlífinu breyst
hraðar og örar en nokkru sinni
fyrr í sögunni.
Sé hlutur kvenna metinn með
hliðsjón af þeim trúnaði sem
þeim hefur verið sýndur með því
að velja þær í virðingarstöður,
ber auðvitað hæst kjör frú Vig-
dísar Finnbogadóttur í embætti
forseta íslands árið 1980. í riti
Kvenréttindafélags íslands, 19.
júní, sem kom út nú á dögunum
segir, að aldrei hafi jafnmargar
konur setið á Alþingi og í vetur.
Þar sitja níu konur sem kjörnir
fulltrúar og í vetur hafi um tutt-
ugu konur alls verið á launaskrá
þingmanna sem varamenn eða
kjörnar.
í bæjar- og sveitarstjórna-
kosningunum 1982 buðu konur
fram sérstaka lista og einnig við
þingkosningar 1983. Ekki er
unnt að sjá að þau framboð hafi
skipt neinum sköpum í réttinda-
baráttu kvenna. „Svonefnt
þverpólitískt kvennaframboð
íeysir ekki vanda kvenna," sagði
Auður Auðuns, fyrsta konan
sem gegnt hefur ráðherraemb-
ætti á fslandi, í Morgunblaðs-
viðtali 1983 og bætti við: „í póli-
tík verða menn að taka afstöðu
til hinna ólíkustu málefna, ekki
bara til mála sem sérstaklega
varða konur."
Á þeim 70 árum sem liðin eru
frá því að konur fengu kosn-
ingarétt og kjörgengi til Alþing-
is hefur sú breyting orðið mest á
högum þeirra, að þær eru orðn-
ar atkvæðameiri á hinum al-
menna vinnumarkaði en nokkru
sinni fyrr. Rannsóknir sýna að
um 80% kvenna hafa einhverjar
launatekjur, en 67% kvenna á
aldrinum 15 til 74 ára eru virkar
í atvinnulífinu. Atvinnuþátt-
taka er mjög svipuð hjá giftum
konum og ógiftum, hún er held-
ur meiri utan Reykjavíkur en í
höfuðborginni, og mest á Vest-
fjörðum.
Þessi þjóðfélagsbylting hefur
orðið á tiltölulega skömmum
tíma og enn er of snemmt að
segja fyrir um hverjar verða af-
leiðingar hennar, þegar til
lengri tíma er litið. Jafnréttis-
baráttan snýst nú að mestu leyti
um það að tryggja konum sömu
laun og karlmenn. Rannsókn á
vegum Framkvæmdanefndar
um launamál kvenna sýnir, að
það er umtalsverður munur á
meðallaunum karla og kvenna.
Launamunurinn eykst körlum í
hag eftir því sem meiri mennt-
unar og ábyrgðar er krafist.
Hagsmunanefnd heimavinn-
andi húsmæðra hefur vakið at-
hygli á málstað sínum meðal
annars með þessum orðum:
„Kvenréttindakonur hafa ötul-
lega barist fyrir rétti kvenna
gegnum árin og komið mörgu
góðu til leiðar. En jafnframt
hafa þær lagt á það fullmikið
kapp, að allar konur ættu að
hasla sér völl á vinnumarkaðn-
um. Rök þeirra hafa m.a. verið
þau, að heimavinnandi húsmæð-
ur væru innilokaðar, fylgist ekki
með því sem gerist í þjóðfélag-
inu og drabbist niður andlega og
líkamlega. Þar með fá þær kon-
ur sem hafa verið heimavinn-
andi og annast uppeldi barna
sinna sjálfar þann stimpil á sig
að vera ekki viðmælandi innan
um vinnandi fólk. Þetta er fjar-
stæða."
Fjölskyldan og heimilið er og
verður hornsteinn heilbrigðs
þjóðlífs. Mikilvægt er að missa
ekki sjónar á þeirri staðreynd
hvorki í réttindabaráttu kvenna
né í þjóðfélagsumræðum al-
mennt. Gerist það er raskað við
því jafnvægi, sem ekki er síður
mikilvægt en jafnrétti.
í fyrrgreindu Morgunblaðs-
viðtali kemst Auður Auðns
þannig að orði, að eftir því sem
hún eldist og umræður um jafn-
rétti harðni verði henni æ oftar
hugsað til barnanna. Og hún
segir: „Við núverandi aðstæður
verður ekki hjá því komist, að
börn séu að talsverðu leyti alin
upp á stofnunum. Þetta á ekki
að vera stefnan. Það þarf að
finna annan grundvöll verka-
skiptingar karla og kvenna, svo
hjá þessu verði komist."
Enginn sem íhugar kvenrétt-
indi á íslandi 19. júní 1985
kemst hjá því að líta þennan
þátt þjóðfélagsbyltingarinnar
alvarlegum augum. Krafa
kvenna um jafnan kosningarétt
og kjörgengi var sjálfsögð. Við
gerð kjarasamninga og fram-
kvæmd þeirra á að standa við
fyrirheit um jafnrétti kvenna og
karla. Mannréttindi verða þó
ekki mæld í krónum og aurum,
menn geta sætt sig við misvægi
þar eins og í vægi atkvæða eftir
íandshlutum, þótt langlundar-
geðinu séu takmörk sett. En
kosningaréttur handa börnum
eins og nú er farið að tala um í
Sviþjóð eða vel búnar stofnanir
koma aldrei í stað foreldra og
síst af öllu þess sem ljúfast er,
móðurástarinnar.
Finnum samhljóm
karla og kvenna
eftir Sigríði Snævarr
í dag, 19. j úní, eru sjötíu ár
liðin síðan íslenskar konur fengu
kosningarétt og kjörgengi til Ál-
þingis, en áður höfðu þær fengið
sömu réttindi til sveitarstjórna og
auk þess embættisgengi. 19. júní
hefur í sjötíu ár verið sérstakur
hátíðisdagur kvenréttinda á ís-
landi og við hann er kennt rit, sem
hóf göngu sína árið 1917. Fyrsti
ritstjóri þess, Inga L. Lárusdóttir,
fylgdi ritinu úr hlaði með inn-
gangi þar sem hún segir íslenskar
konur vera rétthæstar allra
kvenna í víðri veröld.
Ennfremur segir hún um ritið
19. júní:
Hann leggur af stað með bestu
vonum, eins og bjartsýnn æsku-
maður á björtum sumardegi flýgur
af stað, út í ljósið og lífið og telur
sjálfum sér trú um að hann geti
yfirunnið allar torfærur og haldið
réttri dagleið. Treystir öllu góðu
fólki til að greiða götu sína og trú-
ir því ekki fyrr en hann má til að
flugfjaðrirnar hans sviðni í hita
æsinganna, kali í þurrafrosti af-
skiptaleysisins eða þorni upp og
falli í næðingum misskilningsins.
Þessi „æskumaður" er sjötugur í
dag, 19. júní 1985. Það var 19. júní
1915 sem konungur staðfesti
stjórnarskrána og Einar Arnórs-
son forsætisráðherra kom með
hana með skipi til íslands í júlí-
byrjun. Þegar íslenskar konur
höfðu sannfærst um að fréttir um
samþykki konungs voru réttar
hófst undirbúningur mannfagnað-
ar í tilefni dagsins og var ákveðið
að halda hann hátíðlegan 7. júlí,
þá er Alþingi kom saman. For-
stöðunefnd hátíðardagsins mælt-
ist til þess að vinnuveitendur gæfu
frí þennan dag og Morgunblaðið
hvatti konur í fylkinguna og sagði
jafnframt að þetta væri engin
herfylking og körlum væri óhætt
að láta sjá sig við Austurvöil.
Ingibjörg H. Bjarnason las þing-
mönnum ávarp til Alþingis þar
sem hún vottaði Alþingi þakklæti
fyrir hönd reykviskra kvenna.
„Vér vitum að auknum réttindum
fylgja jafnframt auknar skyldur.
En vér tökum á móti hvoru
tveggja með gleði. Vér vitum og
skiljum að kosningaréttur til Al-
þingis og kjörgengi er lykillinn að
löggjafarvaldi landsins sem fjalla
á um alla hagsmuni þjóðarinnar,
jafnt kvenna sem karla.“ Sjálf lét
Ingibjörg ekki á sér standa, gerð-
ist fyrsta kona á íslandi sem kjör-
in var til Alþingis, fyrst fyrir
kvennalistann og síðar gekk hún í
íhaldsflokkinn og var í þingflokki
hans.
Það var sannarlega tilefni til að
fagna sigri. Á undan var gengin
mikil barátta. Bjarni frá Vogi var
einn þeirra þingmanna sem mælti
með kosningarétti kvenna og kjör-
gengi og kvaðst ekki óttast að
setja þyrfti neina sérstaka segl-
festu á þjóðarskútuna þar sem
stórum almennari kosningaréttur
kæmi til. „Seglfestan er nóg þar
sem er vanastagla og elliþrugl
kulnaðra sálna.“
„... og það er enn þá ekki hægt
að kveða upp neinn dóm um það,
hvernig við munum nota réttar-
bætur okkar í framtíðinni. En
samt verðum við að muna það að
sagan situr sívakandi, safnar at-
vikum og segir frá þeim á sínum
tíma. Og hvar er sá einstaklingur
eða þjóðfélag, að ekki æski að geta
staðist dóm sögunnar." ritaði Ingi-
björg H. Bjarnason í aukablað 19.
júní 1918.
Saga glæstra vona
Þessum orðum mínum er ekki
ætlað að vera sögulegt yfirlit yfir
réttindabaráttu kvenna í sjötíu ár,
heldur langar mig til að ganga á
vit hinnar merku sögu sem ís-
lenskar konur eiga sér og sækja til
hennar þá hvatningu og þær fyrir-
myndir sem hún veitir þeim sem
eftir leitar. Mikinn fróðleik er að
finna um þessa sögu m.a. í
Kvennasögusafni íslands og í ný-
útkominni bók forstöðumanns
þess, Önnu Sigurðardóttur,
„Vinna kvenna á Islandi í 1100 ár“.
Þá eru útvarpserindi og samnefnt
rit Bjargar Einarsdóttur „Úr lífi
og starfi íslenskra kvenna", mikil
uppspretta hvatningar og heim-
ilda og rit Gísla Jónssonar „Konur
og kosningar“ merk heimild um
stjórnmálaþátttöku kvenna.
Það er mikils virði að fá heil-
stæða mynd af íslenskum konum í
því mikla starfi sem þær hafa
unnið þessu landi bæði á heimilum
og utan þeirra, í launaðri og
ólaunaðri vinnu og að þjóðmálum
almennt. Brýningar formæðra
okkar til kvenna og vonir um
bættan hag þeirra í framtíðinni
leggja okkur þær skyldur á herðar
að gera draum þeirra að veruleika,
nýta þau réttindi sem þær börðust
fyrir og glæða íslenskt þjóðfélag
með því að bjóða fram krafta
okkar á öllum sviðum og ekki síst
til forystu í atvinnu- og þjóðmál-
um. Saga réttindabaráttu kvenna
er saga glæstra vona, en einnig
mikillar óþreyju og vonbrigða.
Það felst mótsögn í þeim miklu
réttindum sem íslenskar konur
njóta að lögum og þeirrar stað-
reyndar að íslenskar konur hafa
dregist aftur úr nágrannaríkjum
hvað snertir hlutfall kenna í
áhrifastöðum, í stjórnmálum og í
atvinnulífinu.
Ávallt út frá styrk
Fyrir skömmu átti ég leið um
iplkvöllinn hjá einum barnaskól-
anum í Reykjavík í frímínútum og
sá og heyrði börnin að leik. Margt
hafði breyst á þeim aidarfjórðungi
síðan ég lék þarna sjálf, en mest
höfðu stúlkurnar breyst. Þar sem
við vorum eins og dúkkur, bældar
og stilltar samkvæmt þeirra tíma
aldaranda og forskrift, ærsluðust
þær nú og létu hvergi hlut sinn
fyrir neinum. „Hvað er svona
merkilegt við það að vera karl-
maður?“ sungu þær bara með
Grýlunum ef strákarnir voru
eitthvað að angra þær og striða.
Ég var nýkomin af fundi hjá
sendinefnd íslands á kvennaráð-
stefnuna í Nairobi, og þar höfðum
við verið að meta árangur
kvennaáratugarins og ekki fundist
uppskeran eins og til var sáð. Nú
hvarflaði að mér að e.t.v. hefðum
við leitað árangursins of skammt,
þ.e. eingöngu til samtíðarinnar.
Gat verið að kvennaáratugur
Sameinuðu þjóðanna hefði mest
áhrif haft á kynslóðina sem ólst
upp á árunum 1975—1985?
Við sem nú erum fullorðnar vor-
um prúðar í æsku og gerðum eins
og okkur var sagt og uppskerum
vítahring lágra launa, lítilla
mannvirðinga og tvöfaldrar vinnu.
Mér flaug í hug að ísland væri
e.t.v. ekki sjálfstætt ríki ef við
hefðum einmitt ekki „ærslast" og
svarað fyrir okkur í sjálfstæðis-
baráttunni. Við værum e.t.v. ekki
sjálfstætt ríki ef við hefðum talað
tæpitungu og sffellt klifað á öllum
þeim vanda sem f því fólst að
stofna hér sjálfstætt rfkl. Vandinn
þá var öllum augljós rétt eins og
vandi kvenna er augljós nú.
En við unnum sigur í sjálfstæð-
isbaráttunni þrátt fyrir andmæli,
fyrst og fremst vegna þess að við
settum markið hátt og unnum
skipulega og ávallt út frá styrk.
Við unnum sigur í sjálfstæðisbar-
áttu landsins vegna þess að við
kunnum að berjast og höfðum
góðan málstað og haldbær rök, hið
menningarlega sjálfstæði lands-
ins.
Skjaldborg um
hæfar konur
Við eigum að berjast fyrir
bættri stöðu kvenna með sama
hætti. Við eigum að leggja upp í
ferð sem síðar verður þökkuð að
verðleikum. Ferðinni er heitið til
Sigríður Snævarr, sendiráðunautur.
„Allar aöstæöur kvenna
hafa gjörbreyst á þess-
ari öld. Þaö er athyglis-
vert aö lesa um þær
miklu vonir sem konur
bundu viö kosningarétt-
inn. Þær töldu aö jafn-
rétti væri náö og meÖ
þeim einu réttindum
kæmi allt annaö er á
skorti.“
þess íslands, þar sem menn fá
tækifæri til áhrifa og nýsköpunar
hæfileika sinna vegna. Sú auðlind
sem landið á mesta og besta er
mannauður, þ.e. hæfileikar
kvenna ekki síður en karla. Við
eigum að tefla fram þeim styrk
sem felst í hæfileikum kvenna og
minna á að það eru óafsakanleg
fjárfestingarmistök að fórna verð-
mætum á altari félagslegra for-
dóma.
Við eigum að fá karlmennina i
lið með okkur til þess að slá
skjaldborg utan um hæfar konur,
hvetja þær til að afla sér þeirrar
þekkingar og þeirrar reynslu sem
þarf til að gegna lykilstöðum í
þjóðfélaginu. Fjölmargar bækur
hafa komið út um stjórnunarfræði
sem m.a. kenna mönnum hvaða
þætti þeir þurfa að temja sér til að
verða góðir yfirmenn, og til þess
að hugsa sem raunverulegir
stjórnendur og ekki sem smáhjól í
stórri vél. Ræðumennsku og fund-
arsköp er hægt að læra á nám-
skeiðum og jafnvel sjálfstyrkingu
og ýmsar leiðir við að bregðast
rétt við óþægilegum aðstæðum.
Efnahagsmál má kynna sér og það
hvernig fjármálum þjóðarinnar er
háttað. Engin þekking sem á þarf
að halda í áhrifastöðu er falinn
fjársjóður og síst af öllu er hún
aðeins aðgengileg öðru kyninu.
Laufey Valdimarsdóttir, sem fyrst
íslenskra kvenna lauk stúdents-
prófi og settist í menntaskóla,
varð iðulega fyrir ertni jafnaldra
sinna í skólanum eins og konur í
brautryðjendastarfi þekkja og
hún sagði um það: „Það var um að
kenna uppeldi og óvana pilta að
sjá kvenfólk við karlmannsverk."
Það „karlmannsverk", mennta-
skólanámið, stunda nú fleiri konur
en karlar og er hér enn ein sönn-
unin um það hvor hefur á réttu að
standa, sá sem allt vill hnýta í
vanastagl eða þeir menn sem stutt
hafa konur til aukinna réttinda,
og með því stórbætt hag allra
landsmanna.
Gjörbreyttar aöstæöur
„Það var ekki kveikt við þá götu
sem ég gekk. Ó gef hinum ljós sem
ég þráði en ei fékk.“ Þennan óð til
frelsisins kvað ólöf frá Hlöðum af
þeirri stillingu sem einkennt hefur
íslenskar konur og þær eru frægar
fyrir í heimsbókmenntunum og
þykir einkenna íslendingasögurn-
ar öðrum bókum fremur. Allar að-
stæður kvenna hafa gjörbreyst á
þessari öld. Það er athyglisvert að
lesa um þær miklu vonir sem kon-
ur bundu við kosningaréttinn. Þær
töldu að jafnrétti væri náð og með
þeim einu réttindum kæmi allt
annað er á skorti. Lengi var talið
að með aukinni menntun kvenna
kæmi jafnstaðan af sjálfu sér. En
tölurnar sýna annað og i síðasta
tölublaði BHM-blaðsins gefur að
líta fyrirsögnina: „Menntuð og
ómenntuð — alltaf hefur konan
lægri laun“ og fram kemur að
launamunur kynjanna er enn
meiri en ella ef saman eru bornir
háskólamenntaðir menn. Þá hefur
það heyrst að með aukinni vel-
megun fylgi bættur hagur kvenna.
Ekkert af þessu stenst í raun og
sannleikurinn er sjálfsagt nær
því, að engin þróun í neinu þjóð-
félagi verður af sjálfu sér og síst
sú er varðar það að deila völdum.
Sjálfstæði íslands kom ekki af
sjálfu sér, heldur vegna þess að
allir íslendingar lögðust á eitt að
ná settu marki. Það er hagur allra
íslendinga að hver einstaklingur í
hinu fámenna þjóðfélagi fái notið
sín og geti gefið af styrk sínum.
Lítil hljómsveit þolir ekki stríða
tóna. Við skulum sameinast um að
finna hinn hreina tón, samhljóm
karla og kvenna, samhljóm frels-
isins. Strengjum þess heit á sjö-
tugasta afmæli kosningaréttar
kvenna.
Höíundur er sendiriðunautur í
utanríkisþjónustunni. Hún reitir
blaða- og upplýsingadeild utanrík-
isráðuneytisins forstöðu og er jafn-
framt formaður sendinefndar ís-
lands á þriðju kvennaráðstefnu
Samcinuðu þjóðanna í Nairobi.
Þór Jakobsson átti hugmyndina að sólstöóugöngunni. Hér er hann í sólskini
á Austurvelli.
Sólstöðuganga
upphaf heimsgöngu?
Á PÖSTUDAGINN kemur, 21. júni,
ern sumarsólstöóur. Veróur þá efnt til
sk. Sólstöóugöngu frá Þingvöllum til
Keykjavíkur. Lagt verður af stað frá
Þingvöllum snemma morguns og
komió til Reykjavíkur um kvöldió. Áð
veróur víóa á leióinni og veróur á
áningarstöóunum boóið upp á
skemmtiatriói og fræóslu um náttúr-
una, dýralíf og sögu.
í tengslum við gönguna verður
efnt til umræðna ungs fólks um
framtíðina. Fara þær fram á
Kjarvalsstöðum, en þar lýkur
göngunni. Hér er um boðgöngu að
ræða með frjálsu sniði, þannig að
hver og einn þátttakandi ræður
hversu langt hann gengur.
Að sögn Þórs Jakobssonar veður-
fræðings, sem átti hugmyndina að
þessari göngu, er hugmyndin að
þetta verði árlegur viðburður í
framtíðinni og jafnframt er að því
stefnt að þetta verði fyrsta skrefið
í Alheimsgöngu, sem hefjist á
Þingvöllum árið 1989 og verði boð-
ganga um allan heim, sem ljúki
með hátíð á Þingvöllum í upphafi
næstu aldar.
Þór sagðist hafa kynnt hugmynd
sína á Norðurlöndum og í Kanada
við góðar undirtektir. Sagði hann
markmiðið með hinni væntanlegu
Alheimsgöngu að sameina menn i
ópólitíska hreyfingu um þau mál
sem sameina allt mannkyn. „Við
viljum kalla þetta meðmælagöngu
með lífinu og benda á það jákvæða
í tilverunni,“ sagði Þór Jakobsson.
Áhugafólk um hugmynd Þórs
hefur gefið út tímaritið Jörð, þar
sem Sóístöðugangan og hugmyndin
um Alheimsgönguna eru kynntar.
Ýmis félög og samtök styrkja Sól-
stöðugönguna og taka þátt í skipu-
lagningu hennar. Framkvæmda-
stjóri göngunnar hefur verið ráð-
inn Hrólfur Ölvisson.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Shitum er jafn umhugað um
og ísraelum að PLO hreiðri
ekki um sig í S-Líbanon
LENGSTUM hafa shitar í Líbanon verió kúgaóastir og áhrifaminnstir
allra þeirra sautján trúflokka og trúbrota, sem byggja landió. Undanfarió
hafa vopnaóar hersveitir þeirra, AMAL, látió til skarar skríða. Þeir hafa
ráóist gegn líbanska hernum, sem er sundurleitur og sundraður. Og gegn
skærulióum PLO. Og áóur höfóu þeir gert ísraelum í Suður-Líbanon
marga skráveifuna eins og komió hefur fram í fréttum.
AMAL hreyfingin er upp-
runalega stjórnmálahreyf-
ing og laut forsjá Nahib Berri,
sem varð ráðherra Suður-Líban-
ons, eftir að „þjóðsáttastjórn"
Rashid Karami var komið á
laggirnar. Sveitir AMALS virða
nú að vettugi skipanir frá Berri,
en hann hefur verið í hópi þeirra
sem hefur skorað á þá að stöðva
blóðbaðið í Beirut og annars
staðar í landinu.
Þó að shitar í Líbanon hafi
fram til þessa haft lítil áhrif í
stjórnmálum landsins eru þeir
fjölmennasti hópurinn í Líban-
on, um milljón manns. Það hefur
lengi verið óánægja með hversu
kristnir menn og sunni-mú-
hammeðstrúarmenn hafa haldið
þeim niðri og þeir krefjast þess
að fá þau ítök sem þeim beri
þegar fjöldi shita er hafður í
huga.
Shitar líta ekki á sig sem
klofningsafl út úr Islam, heldur
hið eina og sanna meginafl trú-
arkenninga Islam. Síðan shitar
komu til sögunnar á sjöundu öld,
hafa þeir ekki litið á kristna
menn né gyðinga sem helztu
andstæðinga sína — fjandmenn
þeirra eru sunni-múhamm-
eðstrúarmenn. Og það eru sunn-
itar sem þeir beina spjótum sín-
um að nú, í eiginlegri og óeigin-
legri merkingu. Sunnitar meðal
múhammeðstrúarmanna hafa í
flestum ríkjum þar sem Islam er
iðkuð verið langtum fjölmennari
— nema I Líbanon.
Sunnitar líta náttúrulega svo
á, að þeir séu hinir einu og sönnu
afkomendur spámannsins. En
shitar gera lítið með það og hafa
alla tíð hafnað sunnitum og telja
þá trúvillinga.
Kjarni trúar shita er sá að
hinn eini rétti arftaki spá-
mannsins hafi verið AIi, frændi
og tengdasonur Múhammeðs.
Shitar staðhæfa að aldrei muni
gróa um heilt milli þeirra og
sunnita vegna þess að sunnitar
hafi myrt Hussein, son Alis, er
hann var á leið til íraks árið 680.
Píslarvætti Husseins er í reynd
þungamiðja trúar shita og held-
ur þeim saman. Morðið á Huss-
ein er í þeirra huga sök villutrú-
ar mannanna og þjáning hans og
dauði verður ekki fyrirgefinn.
Og hver sem gerir á hluta shita
verður að þola þjáningu og
dauða. Deyi shiti fyrir trú sína
verður sá hinn sami píslarvottur
sem öðlast eilífa sælu vegna
fórnar sinnar í þágu trúarinnar.
Mikill meirihluti Palestínu-
manna tilheyrir sunnitum og er
ein helzta ástæðan fyrir hatri
shita í garð Palestínumanna. En
shitar hafa einnig horn í síðu
þeirra vegna þess að skæruliðar
PLO hreiðruðu um sig í Suður-
Líbanon og þaðan gerðu þeir svo
árásir yfir landamærin til ísra-
el. Israelar hefndu árásanna og
þær hefndaraðgerðir bitnuðu
harðast á óbreyttum borgurum
Suður-Líbanon. Sambúð við
óbreytta Palestínumenn á þessu
svæði gekk einnig skrykkjótt
vegna ólíkra trúarskoðana.
Þegar ísraelar réðust inn í
Líbanon 1982 var þeim því fagn-
að sem hetjum og frelsurum af
hálfu shita. Þeim tókst að hrekja
PLO-skæruliða á braut og fögn-
uður shita vegna þessa var mik-
ill. Loks fengju þeir frið í landi
sínu. Líbanir höfðu ekki frekar
gert ráð fyrir að þriggja ára
hernám fylgdi. Þegar mesta
gleðin yfir því að losna við
ofbeldissinnaða villutrúarmenn,
Nahid Berri
sem lítilsvirtu trú shita, fannst
þeim að þeir hefðu verið brögð-
um beittir: það tóku bara aðrir
villutrúarmenn, þ.e. gyðingar,
við. Gyðingar þóttu ekki sýna
trú shita þá virðingu sem þeir
segja forsendu fyrír að friðsam-
leg skipti geti verið með þeim og
öðrum, annarrar trúar.
Þegar ísraelar hófu að flytja
herlið sitt burt frá Líbanon tóku
Palestínumenn — þ.e. skærulið-
ar PLO — að streyma á ný til
landsins. Þeir komu landveginn
frá Sýrlandi eða sjóleiðina frá
Norður-Afríku og hrósuðu happi
að geta á ný búið um sig í Líban-
on eftir að hafa verið reknir það-
an fyrir fáeinum árum. Shitar
ályktuðu sem svo að skæruliðar
PLO myndu án efa reyna að
koma aftur undir sig fótunum í
Suður-Líbanon. Þeir myndu
hefja árásir á Israel og sagan
endurtæki sig: óbreyttir borgar-
ar yrðu að þjást.
ÁMAL-sveitirnar hafa þessar
síðustu vikur sérstaklega sýnt
ótrúlega hörku og grimmd. Þeir
hafa murkað lífið úr óbreyttum
borgurum í hundraðatali, meðal
annars fólki í flóttamannabúð-
um við Beirut. Þeir sinna engum
fortölum né áskorunum. Rashid
Karami hefur fordæmt athafnir
þeirra og hann hefur einnig ver-
ið hvassyrtur í garð leiðtoga
Arabaríkja, sem ekki hafi sýnt
lit á að stöðva blóðbaðið og þar á
hann fyrst og fremst við Assad
Sýrlandsforseta. Yassir Arafat
formaður PLO hefur leitað ásjár
hjá Saudi-Aröbum og beðið þá
að beita áhrifum sínum. En
fram til þessa hefur hann ekki
haft erindi sem erfiði. Og Nahid
Berri hefur nýlega sagt umbúða-
laust að hann sé mjög gramur
vegna aðgerða AMAL-sveitanna.
Á hinn bóginn bætti hann því
við, að augljóst væri hvað vekti
fyrir PLO-skæruliðum, þeir
vildu endurheimta þau ítök sem
þeir höfðu í S-Líbanon fyrir inn-
rás ísraela.
Það er trúlegt að margt ýti
undir aðgerðir shitanna í Líban-
on, kannski er sú ástæða ekki
léttvægust, að þeir eru að brjóst-
ast undan kúgun og niðurlæg-
ingu sem þeir hafa orðið að sæta.
Og eins og fyrri daginn virðist
engin lausn finnast á málum
þessa stríðshrjáða lands, Líban-
on.
(Heimiidir Jenmlem Poat, AP o.n.)
Palestínuskæruliðar í Beirút verjast árásum shita.