Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985
Hhiti kvennanna úr hinum ýmsu listgreinum sem starfa að undirbúningi hátíðarinnar. M«>r8unbla4l4/Þorke11 Þorkelsaon
Kynna framlag
kvenna til lista
— sem er ekki lítið
— segir Guðrún Erla Geirsdóttir,
framkvæmdastjóri Listahátíðar
kvenna ’85, í viðtali um hátíðina
MYNDLIST — LJÓSMYNDUN —
LEIKLISTT - TÓNLIST - KVIK-
MYNDAGERÐ — HANNYRÐIR -
ARKITEKTÚR. Svo mætti áfram
telja upp þau atriði sem verða í há-
vegum höfð á iistsýningum víðsveg-
ar um borgina á komandi hausti.
Listsýningum sem eiga það sameig-
inlegt að sýna verk kvenna, enda er
um að ræða Listahátíð kvenna ’85.
Sú hátíð er eitt af því sem Sam-
starfsnefnd um lok kvennaáratugar
Sþ 1975—1985 stendur fyrir. Um 40
konur úr mismunandi listgreinum
hafa frá sl. hausti unnið að undir-
búningi hátíðarinnar í undirbún-
ingshópum og er dagskrá hennar nú
að mestu ákveðin. Blm. Morgun-
blaðsins ræddi nýlega við fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar, Guð-
rúnu Erlu Geirsdóttur, um þá list-
viðburði sem boðið verður upp á frá
og með fostudeginum 20. september
og fram í miðjan októbermánuð.
„Hátíðin sjálf verður opnuð
þennan föstudag með sýningu
Arkitektafélagsins í Ásmundar-
safni á verkum íslenskra kvenna
sem eru arkitektar. Samdægurs
verður farin skrúðganga um
miðbæinn og sitthvað fleira gert
til að vekja athygli á Listahátíð-
inni. Daginn eftir verður sýningin
á Kjarvalsstöðum opnuð, á sunnu-
deginum sýningin í Gerðubergi og
síðan koll af kolli.“
— Ef við byrjum á stærstu sýn-
ingunni. Hver verður hún?
„Stærsta sýningin verður vænt-
anlega myndlistarsýningin á
Kjarvalsstöðum. Þar sýna 20—30
konur og verða minnst fimm verk
eftir hverja þeirra," segir G. Erla.
„Sýningin á Kjarvalsstöðum verð-
ur bæði stór og vönduð og jafn-
framt henni verða í húsinu tón-
listar- og leiklistardagskrár."
— Hvernig var valið á þessa
stærstu sýningu?
„Það var hafður sami háttur á
með hana og ljósmyndasýningu
sem verður í Nýlistasafninu. Við
auglýstum í blöðum, sendum bréf
til starfandi myndlistarkvenna og
buðum þeim sem áhuga hefðu að
að senda okkur sýnishorn af sín-
um verkum. Á myndlistarsýning-
una fengum við verk frá um 90
konum, sem er mjög ánægjulegt
t.d. miðað við að i heildarsamtök-
um myndlistarmanna, Sambandi
íslenskra myndlistarmanna, eru
skráðar 111 konur. Þessar 90 sem
sendu inn eru ekki allar í samtök-
unum, en þetta endurspeglaði gíf-
urlegan áhuga íslenskra mynd-
listarkvenna á Listahátíðinni. Það
var síðan sett dómnefnd, skipuð
listfræðingum og myndlistarkonu
til að velja úr innsendum verkum.
Sami háttur var hafður á varðandi
ljósmyndasýninguna, nema hvað
takmark þessara tveggja dóm-
nefnda var mismunandi að því
leytinu, að sýning á verkum ís-
lenskra kvenna sem nota ljós-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðrún Erla Geirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar kvenna
’85.
myndun sem sinn listræna tján-
ingarmiðil hefur aldrei verið hald-
in hér áður. Því vildum við reyna
að sýna verk sem flestra þar, fjöl-
breytni og mismunandi notkun
ljósmyndarinnar, en þrengja
fremur hópinn á myndlistarsýn-
ingunni. Enda var í upphafi ára-
tugarins, 1975, haldin mynd-
listarsýning { Norræna húsinu i
sama tilgangi og ljósmyndasýn-
ingin nú.
Af öðrum myndlistarsýningum
má nefna að í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi verður bæði
myndlistarsýning, þ.e. sýning á
bókarskreytingum eftir konur og
sýning á vegum Borgarbókasafns
og Gerðubergs á bókum sem gefn-
ar hafa verið út eftir konur á ár-
um kvennaáratugarins. Eins verð-
ur þar sýning á bókverkum, list-
bókum eftir myndlistarkonur sem
aðeins eru gefnar út í fáum ein-
tökum. Þá verða uppákomur, upp-
lestrar, tónleikar og fleira í
Gerðubergi.
í Listasafni ASÍ er fyrirhuguð
sýning á alþýðulist núlifandi ís-
lenskra kvenna og í Skálkaskjóli
tvö stendur til að setja einnig upp
ljósmyndasýningu, en ólfka þeirri
í Nýlistasafninu. Sú sýning verður
á verkum einnar konu. Húsmóður
sem ekki fékk tækifæri til að læra
eða starfa við ljósmyndun, en hef-
ur tekið myndir af sínu nánasta
umhverfi, fjölskyldu og daglegu
lífi. í Bogasal Þjóðminjasafnsins
verður síðan sýning á hannyrðum
íslenskra kvenna á tímabilinu
930-1900.“
— Þessi upptalning hefur spann-
að íslenskar konur og þeirra verk.
Hvað um erlendar sýningar og er-
lenda gesti hátíðarinnar?
„Þeir verða annars vegar
sænska konan Carin Hartmann,
sem kemur hingað og sýnir í Nor-
ræna húsinu. í raun er þar um að
ræða tvær sýningar, annars vegar
sýninguna „Konur séðar af karl-
rnönnum" og hins vegar „Karl-
menn séðir af karlmönnum". Báð-
ar sýningarnar hafa farið bæði
um Norðurlöndin, sem og Þýska-
land og Holland og vakið í hvf-
vetna mikla athylgi og umræðu.
Þetta eru smámyndasýningar sem
byggjast á ljósmyndum af verkum
eftir karlmenn, bæði þá myndlist-
arverkum, skúlptúrum, ljósmynd-
um, auglýsingum og fleiru, frá
mismunandi löndum og tfmum.
Hartmann kemur hingað og held-
ur fyrirlestur með litskyggnum.
Ætlunin er að gefa þeim konum
sem hafa áhuga á að kynna sér
efnið, ekki síst út frá islenskum
aðstæðum, tækifæri á að hittast
nokkrum sinnum og ræða saman,
áður en Hartmann kemur hingað
sjálf.
Önnur erlend sýning sem verið
er að vinna að að fá hingað á há-
tíðina er sýning á verkum
finnskra kvenna sem voru frum-
kvöðlar í arkitektúr í sínu heima-
landi.
Hinn erlendi gestur hátíðarinn-
ar, sem öruggt er að komi hingað,
er þýska kvikmyndagerðarkonan
Margret von Trotta, sem gerði
m.a. kvikmyndina „Systurnar".
Hún kemur á kvikmyndahátíð
Listahátíðar kvenna ’85 sem verð-
ur opnuð þann 6. október, en þrjár
myndir eftir von Trotta verða
sýndar á kvikmyndahátíðinni.
Hún mun einnig halda fyrirlestur
meðan á dvölinni stendur."
— Hvad veröur annað af kvik-
myndagerð kvenna?
„Það verða sýndar þær kvik-
myndir sem íslenskar konur hafa
gert og ennfremur er nú verið að
vinna að því að fá hingað ýmsar
erlendar kvikmyndir eftir konur.
Nú, af leiklistinni er það að
segja, að við fórum þess á leit við
bæði Þjóðleikhúsið, Leikfélag
Reykjavíkur og önnur leikhús í
landinu að þau myndu á einhvern
hátt taka þátt í hátíðinni. Því var
vel tekið af leikhúsunum, eins og
reyndar nær öllum þeim fjöl-
mörgu sem við höfum leitað til
varöandi Listahátfðina.
En svo við komum aftur að leik-
húsunum, þá hefur Þjóðleikhúsið
efnt til samkeppni á meðal kven-
rithöfunda um gerð einþáttunga
fyrir leiksvið. Úrslitin verða gerð
kunn meðan á hátíöinni stendur,
en skilafrestur samkeppninnar
rennur ekki út fyrr en 1. septem-
ber, þannig að kvenrit- og leikrita-
„Maður og kona“, höggmynd eftir Tove Ólafsson, sem
er að finna í Tjarnargarðinum.
„Tónlistarmaðurinn” eftir Ólöfu Pálsdóttur. Styttan
stendur við Hagatorg.