Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 61

Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 61
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNÍ 1985 bl Broddi Broddason sumarþulur í útvarpinu. Ljóamynd/Júlíus bjarga mér iðulega út úr vandræð- um þess efnis, enda allt mikið sómafólk. Hvað varðar útvarpsklukkuna og önnur tækniundur verður að viðurkennast að ég á í nokkrum brösum með að læra á þau. í raun réttri ætti ég að tala um út- varpsklukkurnar því þær eru tvær, ein stafræn en önnur með skífu og mér virðist um megn að skilja hvernig þær virka! Ég frétti af nokkrum á leið í vinnu einn morguninn sem snarsnéru við heim á leið þegar ég tilkynnti að klukkan væri 6 mínútur gengin í 8 í stað 9. Sjálfur tek ég ekki eftir þegar ég les vitlaust á klukkuna en tæknimaður kann á hana og leið- réttir mistökin hið snarasta. Smáóhöpp líkt og með klukkuna eru alltaf að henda mig en ég tel þau af hinu góða og kippi mér ekki upp þau. En það er heldur verra þegar ég týni tilkynningunúm líkt og fyrsta morguninn minn hér. Ég gat með engu móti komið auga á hlaðann og lék tónlist allan aug- lýsingatímann. Hvort áheyrendur tóku eftir mistökunum læt ég ósagt. Ég kann vel við mig sem þulur og ánægjuleg tilbreyting frá kennslunni. Að mínu mati eiga kennslan og þularstarfið ekkert sameiginlegt og eru þvi góð hvíld hvort frá öðru. Ég veit ekki hvort nemendur mínir þekkja röddina en það er víst að ég leik ekki tón- list við þeirra hæfi og geri því ráð fyrir að þeir slökkvi á útvarpinu hvort sem það er ég eða einhver sem situr þularvaktina. Nicholas Ruwe ásamt fjórum forsetum Bandaríkjanna. Frá vinstri: Gerald Ford, Ronald Reagan, Nicholas Ruwe, Jimmy Carter og Richard Nixon. Tilvonandi sendiberrafrú Bandaríkj- anna á íslandi heitir Nancy og var hún ein af fulltrúum Hvíta hússins í tíð Geralds Ford. Þessi mynd er tek- in árið 1975. TILVONANDI SENDIHERRAHJÓN BANDARÍKJANNA Á ÍSLANDI Fyrir skömmu skipaði Reagan Bandaríkjaforseti nýjan sendiherra á fslandi sem mun taka við af Marshall Brement nú- verandi sendiherra og konu hans. Heitir hann Nicholas Ruw# og er 51 árs að aldri, fæddur í Detroit, Michigan-fylki, árið 1933. Ruwe lauk prófi frá Brown Uni- versity og stundaði einnig nám í University of Michigan Graduate School of Business Administra- tion. Hann starfaði sem aðstoðar- siðameistari við innanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna á árunum 1969 til 1975, og var yngstur þeirra sem áður höfðu gegnt sama emb- ætti. Honum voru falin ýmis verk- efni, meðal annars stjórnaði hann Evrópuferð Franks Borman ofursta eftir geimferð hans með Apollo 8 og einnig heimreisu geimfaranna á Apollo 11, þegar þeir snéru heim úr frægðarför sinni til tunglsins. Árið 1980 var Ruwe fulltrúi í kosningaherferðum Ronalds Reagan í Kaliforníu og Washing- ton. Frá árinu 1980 til 1984 starf- aði Ruwe fyrir Nixon fyrrum for- seta Bandaríkjanna og var í fylgd- arliði hans víða um heim, svo sem í ferð Nixons til Austur-Evrópu og Miðausturlanda þegar fyrrverandi forsetinn var við jarðarför An- wars Sadat forseta Egyptalands. í frístundum sínum er Ruwe mikill veiðimaður. Hann hefur stundað veiðar í fjórum heimsálf- um og verið tíður gestur í Lax- veiðiám íslands síðasta aldar- fjórðung. En Ruwe á sér betri heiming. Kona hans er Nancy Lammerding og var hún áður einn af fulltrúum Hvíta hússins í tíð Geralds Ford. FALLEG GARÐHUSGÖGN FRÁ SVÍÞJÓÐ.. í BlásKógum höfum við undirbúið komu sumarsins. Hér er mikið úrval af traustum, þægilegum og fallegum garðhúsgögnum frá Svíþjóð. Þau eru gerð úr gegnvarinni furu eða epoxyllökkuðu stáli. Hagkvæm greiðslukjör eða staðgreiðsluafsláttur. Og eins og sjá má eru garðhúsgögnin okkar. . . .. á óumflýjanlega hagstæðu verði HIH ŒD Bláskógar Ármúla 8 - S: 686080 - 686244 & ftttYgtisiIifftfrft Metsölublad á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.