Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 70
>70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985
Næstsíðasti fundur sýslunefnd-
ar Austur-Skaftafellssýslu
Hluti fundarmanna — íbyggnir á svip.
HINN árlegi aðalfundur sýslunefnd-
ar Austur-Skaftafellssýslu var hald-
inn dagana 14. og 15. þ.m. í Gömlu
búð á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt
upplýsingum Benedikts Stefánsson-
ar hreppstjóra var fundur þessi með
hefðbundnu sniði.
Aðalviðfangsefnið var að út-
hluta fjárveitingum og fór aðal-
fjárveitingin að þessu sinni —
eins og undanfarin ár — til elli-
heimilisins. Sagði Benedikt það
mál æði þungt í vöfum. Fjár-
hagsáætlunin hljóðaði upp á 3
milljónir króna og næmi hækkun-
in frá fyrra ári því einum 30%.
Aðspurður kvað Benedikt allt á
huldu með framtíðarstörf nefnd-
arinnar. Væru menn ekki á eitt
sáttir um réttlæti þess að hver
sveit skyldi eiga einn fulltrúa í
nefndinni — án tillits til íbúa-
fjölda. Sagði hann að samkvæmt
drögum að nýjum sveitarstjórnar-
lögum, sem liggja nú fyrir alþingi,
sé gert ráð fyrir að héraðsþing
komi í stað sýslunefndanna. Verð-
ur með því brotið blað í sögunni
því sýslunefndirnar voru stofn-
settar árið 1872 og hafa starfað
síðan. „Hafa allar hreppsnefndir
skilað áliti hvað lagabreytingu
þessa snertir," sagði Benedikt, „og
hefur tillit verið tekið til flestra
athugasemdanna." Kvaðst hann
þó varla búast við að hin nýju lög
CUPRIIMOL
alvörufúavarnarefnið sem fegrar og fyrirbyggir
Um allangt skeið hafa verið til alls kyns undraefni,
fúavarnarefni, sem áttu að verja timbur fyrir rotnun.
í Ijós hefur komið að aðeins örfá þeirra rísa undir nafni.
Vandinn er því sá að velja rétta efnið og nýta það
skynsamlega.
Vísindalegar kannanir sýna ótvírætt að Cuprinol
er með bestu fúavarnarefnum sem framleidd hafa
verið.
Þetta er reynslan, hún er ólygnust.
Cuprinol fúavarnarefni greinist í 4 aðalflokka:
1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu.
2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni f fjölda viðarlita.
3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum.
4. Grænt fúavarnarefni f vermireiti og á gróðurhús.
1-2 yfirferðir af Cuprinol grunnfúavarnarefni með 1-2
yfirferðum af hálfgagnsæju eða þekjandi Cuprinol.
Cuprinol þjónar tilgangi sínum við hinar ólíkleg-
ustu aðstæður - allt frá vermireitnum upp í háfjalla-
skálann.
Umboðsmenn um land allt!
S/ippfélagið í Reykjavík hf
Málningarverksmiöjan Dugguvogi
Simi 84255
Friöjón Guðröóarson, sýslumaður í
ræðustól.
yrðu afgreidd á þessu þingi heldur
látin bíða þess næsta — svo enn
væri sennilega eftir einn aðal-
fundur.
Lík finnst
LÍK Reynis Smára Friðgeirsson-
ar, sem hvarf þann 14. apríl síð-
astliðinn, fannst um helgina á
Gagnheiði, milli Hvalvatns og
Ármannsfells, skammt fyrir aust-
an Súlnaberg. Bifreið Reynis heit-
ins fannst í Hvalfirði þann 14.
apríl síðastliðinn og fór fram um-
fangsmikil leit að honum.
Ekki Akur-
eyri heldur
Akranes
ÞAU mistök urðu í blaðinu föstu-
daginn 14. júní að í fyrirsögn á
frétt um sóvéska bóka- og list-
munasýningu sem opnuð var á
Akranesi síðastliðinn laugardag
stóð að sýningin væri haldin á Ak-
ureyri. Eru hlutaðeigendur beðnir
afsökunar á þessum mistökum.
Mót og kristni-
bodsþing í
Vatnaskógi
SAMBAND íslenskra kristniboðsfé-
laga stendur fyrir árlegu móti í
Vatnaskógi síðustu helgina í júní.
Ber mótið yfirskriftina „Treystu
Drottni af öllu hjarta“.
í fréttatilkynningu frá sam-
bandinu segir ennfremur að Jónas
Þ. Þórisson og kona hans, Ingi-
björg Ingvarsdóttir, sem verið
hafa við kristniboð í Afríku, muni
koma fram á sérstakri kristni-
boðssamkomu sem haldin verði
sunnudaginn 30. júní.
Kristniboðsþing hefst að mót-
inu loknu og stendur til 3. júlí.
Slíkt þing er haldið á tveggja ára
fresti og fara þar fram aðalfund-
arstörf Sambands islenskra
kristniboðsfélaga.