Morgunblaðið - 03.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 03.07.1985, Síða 1
56 SÍÐUR 147. tbl. 72. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsina - Gorbachev og Reagan hitt- ast í nóvember Moflkni, WaMhington. 2. júlí. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforaeti, og Mikhail S. Gorbachev, leiótogi Sovét- ríkjanna, munu eiga með sér fund í Genf dagana 19.—21. nóvember nk. Þetta var haft eftir ónafngreindum embættismönnum í Washington í dag. Larry Speakes, blaðafulltrúi Hvita hússins, vildi ekki staðfesta þessa frétt í morgun, en sagði að yfirlýsingar væri að vænta innan skamms. Reagan og Gorbachev hafa ekki hist áður og ef af fundinum í Genf verður er hann hinn fyrsti sem leið- togar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna eiga með sér i sex ár. Síðasti leiðtogafundur Banda- rikjamanna og Sovétmanna var i Vín árið 1979 þegar Jimmy Carter og Leonid Brezhnev hittust við und- irritun SALT-Il-samkomulagsins um takmörkun vigbúnaðar. Blaðafulltrúi pólsku stjórnarinnan Walesa tók ekki þátt í verkfallinu Varajá, 2. jélL AP. JERZY llrban, blaóafulltrúi pólsku ríkisstjórnarinnar, aagði í dag aó gerðar befóu verið tilraunir til aó trufla vinnu i fimm verksmiójum í landinu í gær í mótmælaskyni vió veróhækkun á matvælum sem þá tók gildi. Urban vísaði hins vegar á bug fréttum, sem hafðar eru eftir leið- togum Samstöðu, óháðu verka- lýðshreyfingarinnar, að mikil þátttaka hefði verið í mótmæla- verkfalli í Lenín-skipasmíðastöð- inni i Gdansk, í þremur verk- smiðjum í Varsjá og einni í Wrocl- aw. Blaðafulltrúinn gaf til kynna, að mótmæli Samstöðu hefðu runnið út i sandinn og ekki fleiri en 60 manns hefðu tekið þátt i þeim. Hann sagði að i Lenin-skipa- smiðastöðinni hefðu þátttakendur ekki verið fleiri en 20 og meðal þeirra, sem lagt hafi hart að sér við vinnu, hafi verið Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sem þar starf- ar. Walesa áréttaði i simaviðtali við AP i dag ummæli sin i gær, Lech Walesa þess efnis að hann væri ánægður með þátttöku i verkfallinu. Hann neitaði að láta hafa nokkuð annað eftir sér um mótmælin. Jozef Pinior, einn af málsvörum Samstöðu i Wroclaw, sagði hins vegar í viðtali við AP i dag, að þúsundir verkamanna hefðu tekið þátt i mótmælaverkföllum þar í gær. AP/Slm»mynd Mikhail Gorbachev, leiótogi sovéska kommúnistaflokksins (Lh.), telrar í htfnd Andreis Gromyko, hins nýja forseta Sovétrikjanna (Lv.), á fundi Æósta ráósins i gær, mánudag. Á milli þeirra situr Nikolai Tikhonov, forsætisráðherra, en fyrir aftan þá sést í Vitaly Vorotnikov og Mikhail Solomenstev. Mannaskipti f áhrifastöðum í Kreml: Gromyko áfram í hópi valdamanna Mookvu. 2. júli. AP. BANDARÍSKIR embættismenn telja líklegt aö Andrei Gromyko, sem kjörinn var forseti Sovétríkjanna á fundi Æósta ráósins í gær, muni áfram veróa áhrifamikill á sviói utanríkismála. Þeir telja aó ekki sé að vænta stefnubreyt- ingar i utanrikismálum í kjölfar þess að Eduard A. Shevardnadze hefur tekið vió embætti utanrikisráóherra, sem Gromyko gegndi ( 28 ár. Malcolm Toon, fyrrum sendi- herra Bandarikjanna í Sovétrfkjun- um, hefur látið sömu skoðun í ljós i sjónvarpsviðtali. Hann segir, að enda þótt embætti forseta Sovét- ríkjanna sé fyrst og fremst viðhafn- arstaða muni Gromyko áfram verða valdamaður. Toon bendir á, að Gromyko sé enn fullgildur félagi í stjórnmálaráðinu, æðstu valda- ísrael: Mótmælaverkfall lamaði atvinnulíf Tel Atít, 2. júlí. AP. ATVINNULlF í ísrael lamaóist í dag er hálf ðnnur milljón félaga i Histadrut, verkalýðssambandi landsins, lagði niður vinnu til að mót- mæla harkalegum efnahagsráósttffunum stjórnvalda. Verkfallió stend- ur í sólarhring og tekur til verksmiója, banka, verslana, skóla, stjórn- arskrifstofa og útvarps og sjónvarps. Til harðra átaka kom i Jerú- ingar launa og banni við hækkun salem i gærkvöldi er þúsundir andstæðinga rikisstjórnarinnar efndu til mótmælafundar. Nokkrir lögreglumenn og mót- mælendur slösuðust og fimmtán manns voru handteknir. Ráðstafanir þær, sem rikis- stjórnin hefur gripið til í þvi skyni að ráða niðurlögum 300% verðbólgu, felast m.a. ( miklum niðurskurði rfkisútgjalda, geng- islækkun, afnámi visitölubind- I Og' Þingið i ísrael hefur samþykkt þessar ráðstafanir með 70 at- kvæðum gegn 19. Þingmenn sósi- alista og kommúnista lögðust einkum gegn þeim. Tveir Itfgreglumenn flytja meðvit- undarlausan Jerúsalembúa á brott eftir mótmælafundinn þar í fýrra- kvtfld. Maóurinn slasaóist f áttfk- um vió Itfgregluna. AP/Slm»mynd stofnun sovéska kommúnista- flokkksins, og muni lfklega v« rða helsti ráðgjafi Mikhails Gorbachev, flokksleiðtoga, um utanrikis- sem innanríkismál. Með skipun Grom- yko í forsetaembætti sé verið að sýna honum virðingu og þakklæti fyrir störf í þágu Sovétrfkjanna um árabil. Vernon Walters, núverandi sendiherra Bandarfkjanna f Moskvu, hefur tekið i sama steng um þetta atriði. Shevardnadze, hinn nýi utanrík- isráðherra, hefur getið sér gott orð fyrir stjórnarstörf í Georgiu, þar sem hann hefur verið flokksleiðtogi, en hann er að heita má óþekktur utan Sovétríkjanna. Er hann álit- inn nýgræðingur á vettvangi utan- ríkismála og sagt, að hann tali ekk- ert erlent tungumál. Sjá: „Gromyko foraeti f kjölfar sviptinga" og „Lítt þekktur leiótogi tekur vlð.. “ á bU. 26-27, og forystugrein „Gromyko á toppinn" á mió- opnu. Afganistan: Felldu 200 fall- hlífarhermenn d, 2. jútl. AP. LIÐSMENN frelsissveitanna í Afganistan, sem berjast gegn stjórnarhernum i landinu og sovéska innrásarhernum, felldu 200 fallhlifarhermenn vfkingasveita (efri hluta Panjshir-dals i síðasta mánuði. Þetta var f dag haft eftir ónafngreind- um vestrænum stjórnarerindrekum í Pakistan, en heimildum ber ekki saman um hvort hermennirnir voru afganskir eóa sovéskir. Heimildarmennirnir segja að vikingarnir hafi komið i flugvélum og svifið f fallhlifum niður i dalinn 16. júni. Hafi þeim verið ætlað að styrkja sóknina, sem þá stóð yfir gegn frelsissveitunum i dalnum. Liðsmenn sveitanna hafi hins vegar beðiö komu hermannanna og skotið marga þeirra til bana meðan þeir svifu f loftinu. Aðra hafi þeir vegið á jörðu niðri. Enn fremur er haft eftir hinum vestrænu sendifulltrúum, að liðs- menn frelsissveitanna hafi sama daginn og þeir felldu fallhllfarher- mennina, skotið sovéska orrustu- flugvél niður skammt frá Bazarakh i Panjshir-dal. Vélin hrapaði á sov- éska herflutningalest og létu fjörtiu sovéskir hermenn lífið og margir særðust. Miklar skemmdir urðu á herbifreiðum Sovétmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.