Morgunblaðið - 21.08.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 21.08.1985, Síða 21
MOÍtGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 21 Sovéski herinn í Afganistan: Reynir að binda enda á umsátrið um Khost Mikiko Yoshianki, átta ára gömul stúlka, var ein þeirra fjögurra sem lifðu af flugslysið í Japan, þar sem 520 manns fórust í síðustu viku. Islamabad, 20. ágúst AF. HAFT er eftir vestrænum stjórn- arerindrekum, að sovéski herinn í Afganistan sé nú að undirbúa mikla sókn gegn frelsissveitum Afgana, sem setið hafa um herlið þeirra og afganskra stjórnvalda í virkinu Khost, skammt frá landa- mærum Pakistan. Umsátrið um Khost hefur staðið í eitt ár og á þeim tíma hefur einungis verið unnt að flytja vopn og vistir þangað flugleiðis. Svæðið í grennd við virkið er mikilvæg samgöngu- leið frelsissveitanna. Hinir vestrænu stjórnarer- indrekar segja, að undanfarna daga hafi Sovétmenn flutt mik- ið magn vopna og hersveita frá Kabúl til staðar í grennd við Khost og þaðan verði væntan- lega gert áhlaup innan tíðar. Nefnd sett til að rannsaka JAL: „Mamma, ekki fara að sofa þú deyrð ef þú sofnar“ Tókýó, 20. igásL AP. „ÉG HEYRÐI gríðarlega spreng- ingu, farþegar fylltust skelfingu, margir féllu í yfirlið og vélin skókst og hristist.“ Pannig lýsir Hiroko Yoshizaki, ein þeirra fjögurra sem komust lífs af úr flugvélaslysinu 12. ágúst, því sem gerðist áður en vélin hrapaði. Shevardnadze Bandaríkin: Shevardnadze ætlar að ræða við Reagan SanU Barbara, Kaliforníu, 20. ágúsL AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjafor- seti, segir að fundur sinn með Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, í september eigi að verða til þess að vænka horfur á bættum samskiptum ríkjanna að því er Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins sagði í gær. Speakes sagði að Reagen hefði boðið Shevardnadze til viðræðna í síðustu viku og utanríkisráðherr- ann hefði þegið boðið. Hann sagði að viðræðurnar yrðu forsetanum gagnlegar við undirbúning fyrir fund hans með Mikhail Gorbachev 19. og 20. nóvember í Genf. Þetta verður fyrsti fundur Reagans og Shevardnadzes, arf- taka Gromykos í embætti utan- ríkisráðherra. George Shultz, utanríkisráðherra, og Robert McFarlane, öryggisráðgjafi, taka einnig þátt í viðræðunum. Sovéska fréttastofan TASS gagnrýndi í gær fyrstu kjarnorku- tilraun Bandaríkjamanna, sem gerð var í Nevada á laugardag, eftir að Sovétmenn ákváðu að hætta slíkum tilraunum um fimm mánaða skeið og sagði að hér sæ- ist í verki hvers virði yfirlýsingar Bandaríkjamanna um kjarnorku- afvopnun væru. Þegar Hiroko rankaði við sér eftir slysið var hún að því komin að missa meðvitund aftur, en þeg- ar hún heyrði dóttur sína, Mikiko, hrópa: „Mamma! ekki fara að sofa. Þú deyrð ef þú sofnar!" reyndi hún að halda sér vakandi. Maður Hirokos og tvö barna þeirra fórust með vélinni. Ferðamálaráð Japan tilkynnti í dag að víðtæk rannsókn á jap- anska flugfélaginu JAL væri ráð- gerð, en þotan sem hrapaði flaug fyrir félagið. Rannsóknin mun aðallega bein- ast að viðhaldi flugvéla JAL, að því er fulltrúi ferðamálaráðu- neytisins sagði í framburði sínum fyrir japanska þinginu í dag. Ferðamálaráðherra Japan, Tokuo Yamashita, bar einnig vitni fyrir þinginu í dag og sagði hann að bæði lögreglan og rannsókn- arnefnd ferðamálaráðs hefðu rétt hafið störf og hann gæti ekki sagt til um það á þessu stigi málsins hvenær orsakir slyssins kæmu í Ijós. Fyrir tilviljun flaug Yamashita með sömu vél og fórst tveimur klukkustundum áður en hún lagði í hina örlagaríku ferð til Osaka. Vélar flugfélagsins hafa lent í tíu slysum undanfarin þrettán ár og hafa 731 manns farist í þeim. JAL býr yfir stærsta flota breið- þota af gerðinni 747 og á japanska ríkið 34,9 prósent hlutabréfa í fyrirtækinu. Enn er unnið að björgunarstörf- um á slysstað og hafa 489 lík fund- ist og kennsl verið borin á 409, að sögn lögreglunnar. Rannsóknarnefnd hefur haldið áfram rannsókn á flaki vélarinnar og flug- og hljóðrita hennar. Ein kenning um orsakir slyssins er að þrýstiloft hafi streymt innan úr vélinni og valdið því að stélhlutinn brotnaði og flugmennirnir hafi við það misst stjórn á vélinni. Tækni- maður JAL hefur sagt að ytri þrýstingur eða miklir sviptivindar hefðu getað laskað þennan hluta vélarinnar. Fljúgandi furðuhlut- ir yfir Ameríku Buenos Aires, 19. ágúst. AF. FARÞEGAR og áhöfn arg- entínskrar farþegaþotu sáu á sunnudag tvo fljúgandi furðuhluti yfir Santiago del Estero-héraði í Argentínu að því er þarlend blöð greindu frá. Dagblaðið Clarin í Buen- os Aires birti myndir af hlutunum en ljósmyndari blaðsins var um borð í far- þegaþotunni. Furðuhlut- irnir voru óskýrir, en bjartir á nátthimninum á myndunum. Clarin lýsti hlutunum og sagði að annar hefði verið hnattlaga en hinn eins og banani, þeir hefðu farið í hlykkjum eftir himninum á miklum hraða og skipt litlum. Blaðamaður annars dagblaðs var einnig um borð í vélinni og leiddi hann að því getum hvort hér-væri um sömu fyrir- bæri að ræða og sáust yfir Chile á laugardag. Vikuritid Stern: Áætlanir um hryðjuverk í 34 bandarískum herstöðvum Hamborg, 20. ágúst AF. VIKURITIÐ Stern í Vestur-l>ýska landi kveðst hafa fyrir þvi heimildir, að vinstri sinnaðir hryðjuverkamenn hafi uppi áætlanir um að vinna hermdarverk í 34 herstöðvum Banda- ríkjamanna í Evrópu og höfuðstöðv- ura Atlantshafsbandalagsins í Belgíu. Blaðið segir, að lögreglan í Vestur-Þýskalandi hafi komist á snoðir um þessar fyrirætlanir og gert ráðstafanir til að hindra að hryðjuverkamönnunum heppnist áform sín. Blaðið segir að lögreglan hafi í höndum sannanir fyrir því að hryðjuverkasamtök í Vestur- Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Belgíu og Portúgal hafi samstarf sín á milli. Meðal þeirra herstöðva, sem Stern nefnir eru stöðvar leyni- þjónustu Bandaríkjahers í Múnch- en, flugbækistöð þeirra í Rhein- Main, fyrir utan Frankfurt, og herstöðvarnar í Bad Toelz og Garlstedt. Arno Falk, formælandi vestur- þýsku rannsóknarlögreglunnar í Wiesbaden, staðfesti í dag, að lög- reglan hefði gert lista yfir herstöðvar og hernaðarleg mann- virki, sem gætu orðið fyrir árás hryðjuverkamanna. Hann vildi hins vegar ekki gefa neinar upplýs- ingar um hvaða stöðvar væru á listanum. Stern segir, að auk herstöðvanna sjálfra séu háttsettir yfirmenn í herjum Bandaríkjamanna, Frakka og Vestur-Þjóðverja á listanum yf- ir hugsanleg skotmörk hryðju- verkamanna. írland: „Kraftaverkastytta“ laðar að sér þúsundir manna BallinspitUe, AP. ÞÚSUNDIR manna hafa á undan- förnum vikum ferðast til smá- þorpsins Ballinspittle á írlandi til að sjá „kraftaverkastyttu" af Maríu mey, en fjöldi manns stað- hæfir að hún hafi hreyfst af sjálfsdáðum. Enda þótt biskupinn í Cork, Michael Murphy, sé enn fullur efasemda um að hér hafi verið um kraftaverk að ræða og hafi lýst yfir því að leita þurfi ver- aldlegra skýringa á málinu þangað til annað komi í ljós, hef- ur trúað fólk flykkst til Ballin- spittle unnvörpum. Höggmyndin af Maríu mey var gerð fyrir þrjátíu árum, og hafði ekki hlotið mikla athygli fyrr en í síðasta mánuði: þá kváðust nokkrir íbúar þorpsins hafa séð styttuna hreyfast. Síð- an orðrómurinn komst á kreik hefur straumur fólks legið til Ballinspittle, og á fimmtudag í síðustu viku komu alls 13 þúsund manns í þeim erindagjörðum að sjá höggmyndina, sem er úr graníti. Er þetta mesti fjöldi sem komið hefur þangað á einum degi, en í upphafi mánaðarins voru 15 þúsund manns í Ball- inspittle yfir helgi í sama til- gangi. Sálfræðingur við Cork-há- skóla, Jurek Kirakowsky, segir að eðlileg skýring sé á þeim um- mælum fólks að styttan hafi hreyfst: hér sé um að ræða tál- sýnir hugans. Hann segir að fólk hafi látið blekkjast af því að bakgrunnur höggmyndarinnar sé grár. Flestar styttur af þess- um toga séu þannig gerðar að þegar litið er upp á þær við ljósaskipti renni grái liturinn saman við himininn. Endurskin- ið af hinum uppljómaða geisla- baugi styttunnar geri það síðan að verkum að erfiðara sé að sjá höfuð og axlir hennar í réttu hlutfalli við steinrunnið andlit hennar í bakgrunni. Hins vegar standa bæjarbúar fastir á sínu: að höggmyndin hafi hreyfst til, og enginn vafi sé á því. Ein kona kvaðst meira að segja hafa séð kross úr silfri uppljómast á nærliggjandi hæð þegar styttan færðist úr stað. Það þarf því ekki að koma á óvart að bæjarbúar hafa skipað sérstaka nefnd til að rannsaka málið. Nefndin fer einnig með það hlutverk að skipuleggja mót- töku trúaðra í Ballinspittle, og hefur verið komið fyrir bekkjum í námunda við styttuna. Einnig hefur verið komið þar upp síma- klefum og salernum, enda hefur áhuginn á höggmyndinni vaxið með hverjum deginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.